Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 21
Helgin 14.— 15. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 bábar áttir kringum torgið og ! ömögulegt aö átta sig á umferö- arljósum fyrir einfalda tslend- inga, sem ekki þekkja flóknari umferö en á Lækjartorgi. Skyndi- lega stöðvaði okkur alvopnaður lögregluþjónn af hreinu indiána- kyni. Eftir nokkurt þref kom hann okkur i skilning um aö við hefðum ekið yfir einhvern hluta hring- torgsins á rauðu ljósi. Nokkrir bilar óku á eftir okkur, en voru ekki gripnir, en tekið skal fram aö bilar meðbandarisku númeri eru vinsæll fengur fyrir lögreglu- menn. Sá vopnaði tjáði okkur að sekt fyrir þetta alvarlega brot væri 500 pesosar, en aleiga okkar i mexikanskri mynt var þá 800 pesosar. ökuskirteini bilstjóra vildi lögreglumaður fá, stakk þvi inn á sig og heimtaði greiðslu. Bilstjóri vildi fá kvittun, en hún fékkst ekki. Við sögðum sem var að viö værum fátækir lslendingar og ættum ekki fyrir sektinni. Neitaöi þá lögginn að afhenda örkuskirteinið. Lauk þrefi þessu með þvi að við urðum 500 pesos- um fátækari, en lögreglumaður sömu upphæö rikari til persónu- legrar neyslu. Siöar kom i ljós að hæsta upp- hæð sektar hefði átt að vera 100 pesosar. Þannig lauk fyrstu kynnum okkar af lögreglunni 1 Mexikó, en þau kynni áttu eftir að vaxa talsvert. Tiu minútum siðar vorum við stöövuð öðru sinni af tveimur lögreglumönnum i bil. Grétu þá sumir af skelfingu, illsku og vonbrigðum með þetta hræðilega land, sem við höfðum álpast til. 500 pesosar aftur og 300 pesosar aleigan? Eftir nokkurt þras var okkur gert ljóst að við heföum vist framið skelfilegt brot, og var okkur skipað að fylgja laganna vörðum. Hvert vissum við ekki. 1 þann mund birtist skyndilega þriöji lögreglumaöurinn á fljúg- andi ferð. Var sá óeinkennis- klæddur, en dró upp skilriki nokk- ur. Jókst nú skelfing mörlandans mjög og virtust endalokin nærri. 1 ljós kom þó að sá þriöji var okkar frelsandi engill, settur til höfuðs einkaframtaki i tekjuöflun ein- stakra lögreglumanna. Bað hann okkur afsökunar á framferði kolleganna og skipaði þeim siðan að fylgja okkur heim á hótel, sem þeir gerðu meö miklum virktum. Bugtuðu þeir sig og beygðu og brostu breitt að lokum, jafnvel þótt „skyldustörfin” hefðu ekki orðið þeim til fjár að þessu sinni. Meiri lögguhausar Nokkrum dögum slðar áttum viö erindi i miöbæinn. Húsfreyja sat þá á ónefndum stað heima, magasjúk af völdum matargerð- arlistar innfæddra. Geröum við hin ráö fyrir klukkustundarferð i bæinn. Ferðin sú varð hinsvegar sex timar. Tekiö getur langa stund aö fá bilastæði i miðborg- inni, enda bilar margfalt fleiri en vegakerfið þolir. Er við komum á götu eina mjóa náiægt Avenida Juárez var þar laust eitt stæði. Að visu var stranglega bannað að leggja við götuna, en Mexikanar taka slik bönn ekki alvarlega. Lögðum viö bilnum og þóttumst hafa sama rétt og innfæddir. Meðan bilstjóri brá sér frá til að erinda eitthvað, birtist lögregluþjónn og skrúfaði aöra númeraplötuna af. Kom þá i ljós að sekta átti okkur fyrir ólög- lega „parkeringu”. Bilarnir fyrir framan okkur og aftan voru hinsvegar ekki snértir. Vildi löggi fá 500 pesosa i sekt án kvittunar, en hámarkssekt fyrir „stööubrot” sem þetta var 50 pesosar. Mótmælti bilstjórí hástöfum og krafðist þess að eig- endur annarra bila við götuna yrðu sektaðir á sama hátt. Hundskaðist löggi þá til að setja sektarmiða undir rúðuþurrkur hinna bilanna. Innfæddir hafa hinsvegar fyrir sið að fleygja slikum sektarmiöum og borga aldrei stööusektir. Eftir mikið þras við laganna vörð gáfumst við upp og voru börnin send eftir enskumælandi lögreglumanni upp á Avenida Júárez okkur til hjálpar. Heyra þeir lögreglumenn til nýrri deild lögreglunnar, sem hefur það meginmarkmið að aðstoðá og leiöbeina „túrhestum”. Tala þeir allir eitthvert erlent mál. Börnin La Lagunilia er sunnudagsmarkaður „tianguis” sem settur er upp franian við hinn formlega markað með sama nafni sem nefndur er eftir sjólóni sem hann er reistur á. La Lagunilla er flóamarkaður Mexikó- borgar og þar kennir margra grasa, stoiinna, ekta, falsaðra o.s.frv.. Þar er hægt að gera góð kaup og láta stela af sér fé. Viðarkolasali i verkamannahverfi. Sunnudagur á aðaltorgi Taxco. Ferðamenn renna i gegn á bilum, en heimamcnn slappa af viö brunninn. — Ljósm. vh birtust i fylgd lögreglumanns og hófst þá hið skemmtilegasta sjónarspil. Deildu nú lögreglu- mennirnir innbyrðis af miklum móöi, en lögbrjótarnir islensku fylgdust með og höföu nokkra skemmtan af. Lauk viöureign lögreglumanna á þann veg að sá fyrri neitaði alfarið aö skila númeraplötunni. Vildum við eigi una þessum málalokum og fórum aö ráðum Ingvars Emilssonar, sem alltaf sagðist krefjast þess að farið væri með hann á lögreglu- stöð og þar gert út um málin. Sá enskumælandi bauðst til að fylgja okkur. Fór hann siðan með okkur á að- alstöövar umferðarlögreglunnar i borginni. Var ekki linnt látum fyrr en við náðum fundi æösta manns þeirra mála. Tók hann okkur vel. Sögðum við honum af reynslu okkar af lögreglunni i borginni og hló hann þá við. Sagði hann að við gætum verið róleg,við þyrftum engar sektir að greiöa. Gaf hann okkur nafnspjald sitt stórt og mikið og bauö okkur að hafa við sig samband þegar litið lægi viö. Númerið á bilnum sagöi hann að yrði sent okkur morgun- inn eftir. Fyrir hádegi næsta dag birtist á hótelinu löggi einn með númerið og bauð okkur aðstoð viö að festa það á bilinn að nýju. Góð bók og nafnspjald Eftir þetta höfum viö oft lent i lögreglunni, oftast fyrir að fara yfir á gulu ljósi. I hvert sinn höf- um við mótmælt kröftuglega, og boriö þeim á brýn ofsóknir á hendur útlendingum. Oftast hefur ekkert dugað fyrr en dregin hefur verið fram bók ein góð, lög um umferöarmál i rikinu. Hefur lög- leið og enn sat aiit við sama, og var þá beðið um þrjá daga til viöbótar. Sáum við þá fram á að eigi myndi viðgerð ljúka á næst- unni. Hófum við þvi leit að öðru húsnæöi, sem ekki tókst aö finna fyrr en i lok nóvember, og voru þá allir harla fegnir. Þess má geta til gamans að um jólin litum við enn viö á Presidente Carranza, þar sem okkur hafði upphaflega verið lofað húsnæöi. Sat þá enn allt við sama, ekkert virtist hafa veriö gert. Sagt hefur verið að Mexikanar séu afar viðmótsþýðir, en hins vegar dugir litt aö treysta orðum þeirra. Löngum hefur orö farið af lagni Mexikana, einkum er handlagni þeirra viðbrugöið. Nótt eina snemma i nóvember tókst þeim að brjóta upp bil okkar, stela úr honum tveimur svefn- pokum, forláta steinoliueldavél (Made in U.S.A.), verkfærakistu og ýmsu fleiru. Og þritugasta nóvember, daginn sem við flutt- um af hótelinu i leiguhúsnæöið, brugöum við okkur á ágætan sunnudagsmarkað, „La Lagunilla”. A 19. öld var þar frægasti „þjófamarkaður” heims, þar sem stolið góss var selt vægu veröi. Ekki hefur þeim aftur fariö Mexikönum. Góssiö er ekki einungis margt stoliö, heldur stela þeir hver af öðrum, og þó helst útlendingahálfvitum, sem eigi geta gætt sins fjár. Fimm minútum eftir að viö höfðum keypt fallega ódýra steingrimu (sennilega stolna), uppgötvaði húsbóndinn að i hliðartösku hans var eigi lengur veski hans með sex vegabréfum, ýmsum skjölum varðandi bilinn, svo og 8000 pesosum. Höfðu handlagnir menn skorið stórt gat á töskuna og f jar- lægt veskið án þess nokkur yröi ránsins var. Stóðu nú mörlandar þrumu iostnir, án vegabréfa eöa Timatal Aztekanna var ótrúlega nákvæmt og er varðveitt ma. á almanakssteininum fræga. reglumönnum löngum reynst erfitt að finna orðum sinum staö samkvæmt lögum þessum og ná fram æskilegri sekt fyrir meint brot. Hafi bókin ekki dugaö hefur ávallt verið gripið til þess örþrifaráðs að draga upp nafn- spjald lögreglustjórans, segjast vera vinir hans og krefjast þess að ná hans fundi. Hefur niður- staðan ávallt oröið sú sama; er lögreglumenn sjá nafnspjald æösta yfirmanns sins.missa þeir þá áhugann og biðja okkur vel að lifa að lokum. Teljum við okkur vera nokkuð hólpin i framtiðinni er viö verðum ákærð fyrir óframin umferðar- brot. Sjö vikna húsnæðisleit En fleira hefur á dagana drifiö en meint umferðarbrot. Þaö tók sjö vikur að finna húsnæði. Reyndar var okkur i fyrstu vik- unni lofaö húsi einu gömlu á góð- um stað i borginni. Viögeröir stóðu yfir og átti að hraða þeim. Töldu verkamenn að þrjá til fjóra daga tæki að ljúka þeim og gæt- um við þá þegar flutt inn. Aö þeim tima loknum virtist enn meira ógert en fyrr, og var okkur tjáð að enn þyrfti þrjá daga til aö ljúka verkinu. Þá var enn allt i sama fari, og var nú gert ráð fyrir viku til lúkningar viðgeröum. Sú vika annarra skilrikja, en jafnframt fullir aðdáunar á fingrafimi inn- fæddra, sem eigi verður nógsam- lega lofuð i skráðum heimildum. Við gáfum skýrslu um stuldinn á næstu lögreglustöö og óskuðum aðstoðar við að endurheimta góss vort og gersemar. Að skýrslutöku lokinni kom i ljós að skýrslan var meira og minna vitlaus. Kvörtuö- um við undan slappri skýrslu- gerð, en lögreglumaöur kvað það engu skipta þó ýmislegt vantaði og annaö væri rangt. Aöalatriöið væri að gera einhverja skýrslu. Varð okkur þá ljóst, aö lögreglu- yfirvöld höfðu engan áhuga á raunum okkar. Siðar var okkur tjáö að lögreglan i hverfinu lægi undir þeim grun aö vera i vitorði meö handlægnum mönnum á þeim margfræga þjófamarkaði „La Lagunilla”. Við gerum okkur þvi enga von um endurheimtur á eigum okkar. Á Frelsishæð Undir kvöld þann 30. nóvember fluttum viö loks inn i húsnæðið aö Frelsishæð númer 321 og urðú þá þáttaskil i dvöl okkar hér i Mexi- kó. Siöar munum við senda fleiri pistla, og þá ekki eingöngu af mörlandanum. _ . , Bestu kveðjur. Puerto Angel, Oaxaca7. jan. 1981 Jóna og Siguröur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.