Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14,— 15. febrúar 1981 / Arni Bergmann skrifar bókmenntrir SigfUs Daöason Jón óskar Einar Bragi Atómskáldin— og okkar tímar Eysteinn Þorvaldsson: Atómskáldin. Aödragandi og upphaf módernisma i íslenskri ljóöagerð. Hið islenska bókmennta- félag 1980. I þessu riti er mikið færst i fang. Hér eru raktar þær aðstæð- ur i bókmenntum og samfélagi, sem renndu stoðum undir meiri- háttar breytingar á skáldskap- araðferð og viðhorfum, undir þann módernisma sem kom nokkuð seint til Islands og átti sina ilrslitaorrustu við hefðina upp Ur striðslokum. Athyglinni er beint fyrst og fremst að fimm skáldum sem öðrum fremur komu þar við sögu, atómskálda- kynslóð svonefndri. I seinni hluta bókarinnar eru svo fjallað um helstu einkenni móderna ljóða og hvernig þau birtust i ljóðum islenskra formbyltingarsinna. Er nU skemmst frá þvi að segja, að ærin ástæða er til að mæla með sliku riti og þakka höf- undi fyrir gott framtak. Eysteinn Þorvaldsson hefur samið ýtariegt rit og greinargott um mjög af- drifarfk tiðindi i nýrri islenskri bókmenntasögu og þá um leið um einhvern mesta menningarslag sem við þekkjum siðan Jónas Hallgrimsson átti i rimnasennu. S!ik bók fyllir i margar eyður i minni og þekkingu og verður þeim ekki hvað sist nytsamleg lesning, sem heldur ungir eru að árum og vanir þvi að niðurstöður ljóðbyltingar séu sjálfsagður hlutur. Þverskurður Seinni hluti ritsins, röskur þriðjungur af lengd þess, fjallar um sérkenni hins nýja skáldskap- ar, um áform skálda og fram- kvæmd þeirra, um glimu skáld- anna við tungumálið, um notkun mynda og tákna, um torræðni og aðgengileika og fleiri þau atriði sem varða i senn skáldskapar- fræði almennt og sérstöðu atóm- kynslóðar. Þar er margt ágæt- lega vel athugað og framsetning skyr og má vera að þessi hluti ritsins verði mörgum notadrýgst- ur. Þvi að fáar eigum við þver- skurðardttektir á bókmennta- straumum, sem i senn draga fram skyldleika þeirra tiðinda sem á tslandi gerast við alþjóð- legt ástand og sérstöðu þeirra. Kannski hefði einmitt þessi þátt- ur mátt vera ýtarlegri og dæmum rikari. Sérstaðan Nú skal hér notað tækifærið til að velta vöngum með aðstoð bók- arinnar yfir sérstööu þess islensks modernisma i ljóðlist, sem þeir Stefán Hörður, Hannes SigfUsson, Jón óskar, Einar Bragi og Sigfús Daðason eru kall- aðir til vitnis um. Vitaskuld voru þeir þreyttir á hefðinni, höfðu veður af landnámi skálda i öðrum stöðum (Eysteinn itrekar reynd- ar fulloft almennar lýsingar á nýjungaþörfinni og helstu al- mennum einkennum hennar). En höfundur minnir lika rækilega á það, að atómskáld voru ekki myndbrjótar, ekki vigreifir stefnuskrármenn, sem ætluðu að kasta fortiðinni fyrir borð með grimmri og sjálfumglaðri fyrir- litningu, eins og módernistahópar i öðrum löndum gerðu sig einatt h'klega til. Og það mundi verða ófullnægjandi i þvi sambandi að tala um að þeir hafi geymt sér svo og svo mikið af fyrri hefð. Sér- staða þeirra var, eins og fram gengur af bókinni, þétt ofin úr ýmsum þáttum stöðu þeirra sem manna og skálda. Þeir eru ekki bitnir grimmt af skessum tveim, stórborg og firringu, heldur eru þeir náttúrubörn og þjóðernis- sinnar og málvöndunarmenn. Þegar þeirra ljóðbylting er að gerast hafa margar byltingar aðrar gerst, innan bókmennta og utan; þvi eru þeir kannski hóg- værari og efagjarnari en aðrir kollsteypumenn bókmennta. Þeir efast um valdsmenn og stórveldi en hugsjónir hafa þeir ekki af- skrifað, ekki þrjósku smáþjóðar- mannsins, ekki hinp upprétta mann, ekki samstöðu með kúguð- um. Og af þvi að allt þetta var enn á dagskrá, þá voru þeir ekki eins innhverfir, ekki eins torráðir og margir kollegar þeirra i öðrum stöðum Skáldskaparstríðið Eysteinn Þorvaldsson dregur margt skemmtilegt fram um striðið gegn þessum skáldum, sem áttu hvorki að geta, vilja né heldur nenna að yrkja eins og islenskir menn. Hann dregur á einum stað saman sjö höfuðsynd- ir sem þeim voru á brýn bornar (erlend spillingaráhrif, tilræði við þjóðlega menningu, flótti frá við- fangsefnum lifsins osfrv.) og seg- ir sem svo, að „engin af þessum ámæium ættu að koma á óvart, þetta eru allt alkunnug viðbrögð við nýjungum i skáldskap i öllum löndum”. Það er rétt: það er t.d. ekki nýtt, að harðastar skammir um nýjan skáldskap manna, sem að viðhorfum hljóta að teljast rót- tækir sjálfir, komi ekki aðeins frá ihaldsmönnum, sem finnst að skáldin vinni moldvörpustörf gegn skikkanlegu þjóðfélagi. Slikar skammir koma einnig frá ákveulnni tegund. róttæklinga, sem finnst að þeir sem leggi út i tvisýnar og torráðar nýjungar hljóti að vera að svikja alþýðuna, sem er alltöðru vön. Þetta hefur ! Heimskringla er nú I komin á rússnesku ■ t fyrra kom út fyrsta rúss- neska þýðingin sem gerö er á IHeimskringlu Snorra Sturlu- sonar og er útkoma bókarinnar tengd átta hundruö ára afmæli ..þessa hins nafnkenndasta Iallra islendinga” eins og pró- fessor Steblin-Kamenski segir I formála útgáfunnar. ■ ISteblin-Kamenski hefur sjálfur þýtt mikinn hluta verks- ins, J. Kúzmenko þýddi Ölafs , sögu helga, A. Gúrevitsj Magn- úsar sögu góða og Haraldar sögu harðráða en Olga Smirnit- skaja þýddi allt bundið mál. Bókinni sem kemur út i flokkn- um „Minnisvarðar bók- I* mennta”, fylgja greinargerðir eftir þýðendurna. Steblin Kamenski, sem hefur um langt skeið verið höföingi norrænna ! fræða i sinu landi, skrifar um I Heimskringlu sem bókmennta- I verk. Olga Smirnitskaja gerir ' grein fyrir skáldskapnum i I' Heimskringlu og viðleitni sinni til að likja eftir skáldamáli fornu (kenningasmiöi t.d.) og bragarháttum I þyðing- I' unni — en hún fylgir þvi for- dæmi sem þegar hefur verið sett i úrvali skáldakvæða á rúss- nesku, aö skapa einskonar rúss- neskan dróttkvæðan hátt, og er það bersýnilega erfitt verk — en ber þó skemmtilegan árangur. Gúrevitsj skrifar svo grein um Heimskringlu og sögu Noregs. I formála mælir Steblin-Kam- enski með Heimskringlu á þessa leið: Sá sem les þessa frægu bók mun ekki sjá eftir tima sinum. Heimskringla er skýr og dramatisk frásögn, geymir afar rikuiegt safn persóna sem dregnar eru upp af snilldarleg- um einfaldleik. „Höfundur segir ekkert um það hvað persónur hans hugsa né heldur frá tilfinn- ingum þeirra. En þeim mun fremur gægist innri heimur þeirra, gjörólíkur þeim sem ein- kennir samtimamann, út um orð þeirra og gjöröir”. Prófessor Steblin-Kamenski minnir á margfalt heimildagildi Heimskringlu og það viða sviö sem spannað er, og týnist þó manneskjan aldrei I stað- reyndaflóðinu I „hinu ódauölega verki Islendingsins mikla”. Aður höfðu aðeins nokkrir kaflar úr Heimskringlu verið til á rússnesku. Upplag bókarinnar er 25 þúsund eintök og verö hennar sjö rúblur. — áb CHOPPM cTypAycoH KPyr 3EMHOM s f' k'- - . t * Krúg zémnoj heitir Heimskringla á rússnesku. Stefán Höröur Grfmsson Hannes Sigfússon vi"ða gerst. (Mætti skjóta þvi að innan sviga, að eitt er að hafa áhyggjur af vondum móttökuskil- yrðum fyrir skáldskaparnýjung- ar hjá almenningi, annað að kenna nýjungamönnum i skáld- skap um þá samgönguerfiðelika, og skamma fyrst og fremst þá fyrir menningarsundrung sem á sér margar orsakir og flóknar). Notkun ljóða En kannski er það öðru fremur ein „synd” atómskálda sem er sérlslensk, eða að minnsta kosti sú áhersla sem lögð var á hana: það er ekki, sögðu menn, hægt að læra atómljóð utan bókar, enginn man þau. Liklega hefur I öðrum stöðum, þegar svipaðar breyting- ar gengu yfir, ekki verið i neinum svipuðum mæli gert ráð fyrir að ljóð væru notuð meö þessum hætti: þau séu lærð utan að, eða partar Ur þeim. Kannski var það þessisérstaka umgengni við ljóð, sem rfm og stuðlasetning auð- veldaði, sem menn óttuðust um, sáu eftir fyrirfram — og hellti nokkrum aukadropum af heift á þann eld sem logaði kringum atómkveðskap um 1950? Og kannski er það breytt notk- un ljóðs, önnur staða bókmennta, sem gerir það aö verkum að þrjátlu árum siðar eigum við ekki von á bókmenntadeilum, allra slst ljóöadeilum. Módernisminn festist I sessi. Hann eignaðist sin- ar klisjur og hefðir, hann gerði ný bandalög við fyrri skáldskap. Hann var notaður til að túlka sáluhjálpandi samlif við náttúru landsins, við upprunaleikann, hann var hafður til að lesa heift- arsennur yfir færibandinu og blikkbeljunni. Hann var lika hafður til að reyna að sannfæra skáld og lesendur um að hvers- dagsleikinn væri skáldlegur i sjálfum sér. Og til margra ann- arra hluta. En til hvers sem ný ljóðagerö er annars höfð: menn rifast ekki lengur út af ljóöum, ekki heldur þeim sem stóryrtust eru. Nú erum við komin langt út fyr- ir viðfangsefni Eysteins Þor- valdssonar i hans þakkarverðri bók. En áfram samt með þetta smér: umburðarlyndið sem ljóð nú mæta er ekki aö öllu leyti góð- kynjað. Það er tengt þvl, að á hverjum tíma beinist sú ritskoð- unarviðleitni, sem fram kemur i hópsamblæstri gegn listrænum afurðum, að þeim vettvangi sem áhrifamikill er talinn, að þeirri tegund skapandi starfsemi sem víðast fer. Nú um stundir beinist hún einkum að kvikmyndagerð, að sjónvarpsefni og leikhúsum. Ljóðið er, ásamt skáldsögunni komið inn 1 þau forréttindi um- burðarlyndis, sem goldið er fyrir með rýrnandi áhrifamætti. a.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.