Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 19
Helgin 14 — 15. febrúaY 19ál ÞJÖRVlLJtNlV— SÍÐA -19 Hin margslungna samanburöarfrœði í deilum um hagkerfi, áætlanabúskap og margt fleira eru háðir miklir talnaleikir með saman- burði á Sovétrikjunum og Bandarikjunum eins og menn vita. Samanburður á framförum og lifs- kjörum i þessum löndum hefur jafnan reynst erfiður og ber margt til. Hvað kostar að lifa í New Y ork og Moskvu? 1 fyrsta lagi hafa menn spurt, hvort það sé fyllilega réttlátt að bera saman þjóðfélög sem hafa búið við jafn misjafnar að- stæður: Bandarikin voru vissu- lega miklu betur sett en Sovét- rikin strax þegar þau voru að verða til upp úr rústum heims- styrjaldar og borgarastriðs fyrir sextiu árum. Og i annan stað voru heimsstyrjaldarárin siðari uppgangsár i bandarisk- um efnahag og lifskjörum, meðan Sovétmenn máttu þola þungar búsifjar. Þetta er vitanlega sjálfsagt að hafa i huga. En hvað sem sögunni liður, er alltaf verið að þessum saman- buröi. Að vestan er hann einatt fölginn i þvi, að telja upp verð- lag á einstaka neysluvörum og verður sá reikningur mjög óhagstæður Sovétmönnum. Sovéskir svara svo með þvi, að forðast verðlagsupptalningar nema á nokkrum tegundum vöru og þjónustu (húsnæði, far- gjöld, grammófónplötur osfrv.) og leggja siðan mikla áherslu á að almenningur fái uppbót á laun með mikilli samneyslu i skólakerfi, eftirlaunakerfi osfrv. Tvær borgir Nú hefur einn af lesendum blaösins sent inn úrklippu úr bandariska vikublaðinu Time frá þvi i júni i fyrra, en þá kom út sérhefti um Sovétrikin. Þar er gerður samanburður á lifs- kjörum iðnverkamanna i tveim borgum, er annar i New York en hinn i Moskvu. Þessi saman- burður reynir að vera heiðar- legur svo langt sem hann nær, og er þvi ekki úr vegi að birta hann hér, lesendum til nokkurs fróðleiks — meðal annars um verðlagsstefnu hjá þessum keppinautum tveim og fleira þesslegt. 1 samanburðinum gengur hið bandariska rit út frá þvi, að bandariski verkamaðurinn hafi 265 dollara og 60 sent fyrir um 40 stunda vinnuviku, en hinn sovéski 56,54 dollara (rúblur yfirfærðar i dollara eftir opin- beru gengi) fyrir 42 stunda vinnuviku. Þetta þýðir að sá bandariski hafi 6,64 dollara á timann en iðnverkamaðurinn sem i Moskvu situr 1,35 dollara. Siðan birtir Time verðlag i tveim borgum i dollurum. En til þess að fá samanburðinn skyn- samlegri, höfum við yfirfært verðlagið i vinnustundir og minútur, við segjum t.d. ekki að bensingallón kosti 1,35 dollara i New York og 1,25 Moskvu, heldur umreiknum i minútur hve langan tima það tekur að vinna sér fyrir þeirri vöru i þessum tveim borgum. Litið nú á þennan útreikning! Viðbótarskýring Svo margar voru þær toiur. Þess var getið til skýringar, að ameriski billinn var af gerðinni Citation en hinn sovéski Zjigúli (Lada). Að þvier varðar orlofs- ferð fyrir eina i tvær vikur þá segir að i bandariska dæminu sé miðað við annatima á Florida með máltiðum, en 70% af Moskvuupphæðinni kunni að vera greidd af verkalýðsfélag- inu. Svo'skal þvi bætt við, sem féll úr hér að ofan fyrir klaufa- skap, að bandariski verka- maðurinn er talinn vera klukku- stund aö vinna sér fyrir potti af vodka en hinn sovéski átta stundir! Nú, hverju má við þetta bæta? Það er augljóst, að i Sovétrikjunum er lagt á það mikið kapp að halda niðri verði á ýmiskonar þjónustu (húsnæði, rafmagn, hiti ofl.). Hinsvegar verður verðlagssamanburður mjög hagstæður Bandarikja- manninum þegar spurt er eftir meiriháttar neysluvarningi (bifreið, sjónvarp, húsgögn); einnig verður fatnaður þar vestra að miklum mun ódýrari. Matvælasamananburðurinn gæti raunar verið enn óhagstæö- ari hinum sovéska iðnverka- manni, en hér kemur fram. Vegna þess m.a. að hann getur ekki gengið að kjöti og ýmsum öðrum matvælum visum i versl- unum á föstu verði, heldur mun kaupa ýmislegt enn dýrara á frjálsum markaöi. Á hinn bóginn lætur þessi samanburður ekki neitt uppi til eða frá um útgjaldalið sem miklu varðar, en það eru skattar. Eru þetta laun áður eöa eftir að skattar eru dregnir frá? Það kemur ekki fram, en ef að hér á eftir að draga skatta frá þá munu þeir nema allmiklu lægra hlutfalli af tekjum og vinnutima hins sovéska verka- manns en hins bandariska. áb tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.