Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 31
Helgin 24. — 25. janúar 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 31 OG HER „Öðruvísi” Nóbelsverðlaun: í starfskynningu á Þjóðviljanum Sjálfsagt hefur það ekki farið framhjá lesendum Þjóðviljans, að viðhöfum að undanförnu haft hdp skdlafólks hjá okkur hér I starfskynningu. Eftir sam- ræmdu grunnskólaprófin komu hingað sjö krakkar úr 9. bekk frá Hellu, Laugarvatni og úr Mosfellssveit. Fimm voru í blaðamennsku, en strákarnir tveir frá Hellu I ljósmynda- deildinni. Krakkarnir þekktust ekkert fyrir, en meðal þess sem þau gerðu var að taka viötöl við hina. Iþróttir og aftur íþróttir Gunnar Kristleifsson (t.v.) og tvar Benediktsson. -Ljósm. Sigurður og Torfi. Við tókum tali tvo unga menn sem eru i 9. bekk Gagnfræða- skóla Mosfellssveitar, þá ívar Benediktsson og Gunn ar Krist- leifsson, og spurðum þá i þaula um lifið þar uppfrá og fl. Hvernig er að búa i Mosfells- sveit? Það er fint að búa þar. Hvað geriö þið i tómstundum ykkar? Förum á handboltaæfingar þrisvar i viku hjá Ungmenna- félaginu Aftureldingu Eru haldin böll eða aðrar skemmtanir i skólanum? Það er mjög litið um bölben árshátið er haldin einu sinni á ári og einstöku sinnum er opið hús. Eru starfræktir einhverjir klúbbar innan skólans? Já, skákklúbbur.og leiklistar- klúbbur er að komast i gang i sambandi við árshátiðina. Hvaö gerið þið á sumrin? Ivar: Ég er i sveit hjá ömmu og afa mestan hluta sumarsins, Gunnar: Bara hitt og þetta sem býöst, s.s. unglingavinnan o.fl. llafið þið alltaf átt heima i Mosfellssveit? Ivar: Já. Gunnar: Siðan ég var 9 ára. Komiö þið oft til Reykja- vikur? Nei, einstöku sinnum um helgar. llvað gerið þiö eftir skóla á daginn? Förum að sofa, sofum fram að kvöldmat, förum þá oft á hand- boltaæfingu og glápum svo á kassann. Framtíðarhorfur? Ef við náum samræmdu próf- unum hyggjum við á fram- haldsnám. Hvernig list ykkur á að hafa kvenmann i forsetaembætti? Mjög vel. Við erum hlynntir jafnrétti kynjanna. En stjórn Gunnars Thorodd- sens? Við erum ánægðir með Gunnar Thoroddsen sem for- sætisráðherra. Hvar standið þið i stjórn- málum? Höllumst frekar til vinstri. Hvernig finnst ykkur lifsskil- yrði á tslandi? Góð fyrir fólk sem búiö er að byggja og koma sér fyrir. Og að lokum, finnst ykkur að ætti að banna hundahald I þétt- býli? Okkur finnst aö hundar og kettir eigi ekki heima i þéttbýli. S.K./H.H./S.Ó. Sem hljóma viturlega.... Breska vikublaðið New Statesman efnir i hverju hefti til sérkennilegrar keppni: les- endur eru hvattir til að setja saman texta, sem venjulega eru skopstælingar á einhverri teg- und skáldskapar, frétta- mennsku, stíl einhvers höfundar osfrv.. Ekki alls fyrir löngu voru til- mæli keppnisstjóra á þessa leið: BUið til orðskviði sem hljóma viturlega en þýða ekki neitt. Hér á eftir fara nokkur sýnis- horn af svörum i lauslegri þýð- ingu: — Það besta sem lifið veitir er mjög ánægjulegt. — tJlfur er háskalegri en nag- grls. — Ekki mun kolasalinn heim- sækja rafkyt hús. — Miðjan er Vinstrið hjá Hægrimönnum. — Það sæti _er autt sem aldrei var setið. — Sannleikurinn likist sjaldan heitri pönnuköku. — Sá sem hefur misst mannætufiskana sina i ána ætti ekki að kafa eftir þeim. — Það sem fannst var týnt. — Sá sem stelur bilnum min- um stelur þvi sem var I hanska- hólfinu. — Hver magafylli buxur þrengir. — Sá sem gengur með þvotta- klemmu á nefinu mun ekki finna ilminn af rósunum. — Ekki geymir ^hver hola kaninu. — Mörg orða gera þykka bók. — Ekki skaltu brjóta kókos- hnetu til að leita þér geitar- mjólkur. — Blautur er sá skuröur sem vatnið rann 'i gegn og þurrt er það land sem þekkir ekki regn. — Sá pensill er mjög boginn sem getur málað sitt eigið hand- fang. — Ekki kemst þú til London með þvi að klifra upp á vegvís- inn. — Þaö er stuttur fótur sem eigi nær til knésins. — Allir menn eru eylönd en ekki eru öll eylönd menn. Jakob von Yxkull hefur farið um mörg lönd i frimerkjavið- skiptum sinum. Hann hreifst af hreyfingu umhverfisverndar- manna, af „Græningjunum" i Vestur-Þýskalandi og af friðar- hreyfingum ýmiss konar. Verðlaununum I ár var skipt á ’ milli Hassans Fathys prófessors i Kaitó og Stephens Gaskins og samtakanna Plenty Inter- national i Bandarikjunum. Hassan Fathy hefur um hálfrar aldar skeið unnið að þvi að bjarga frá gleymsku og nýta i nútimanum ýmsar byggingar- aðferðir þriðja heimsins. Eink- um hefur hann byggt á leirhúsa- smiði i Norður-Afriku, Stephen Gaskin stofnaði fyrir tiu árum kommúnubúgarð i Tennessee. Þar búa nú um 1500 manns og sjá sjálfum sér fyrir öllum nauðþurftum. Fólkið á þessum biígarði hefur stofnað samtökin „Plenty Internation- al” og vinnur að þvi að aðstoða fólk til sjálfsbjargar i ýmsum fátækum löndum. Hjálparmenn þessir lifa meðal þeirra sem þeir hjálpa og taka engin laun fyrir. Hesta- mennska og torfæru- akstur Við tókum á beinið tvo unga Hellubtia, þá Torfa Gunnarsson og Sigurð Jónsson sem eru f starfskynningu I ljósmynda- deild Þjóðviljans. Við röktum úr þeim garnimar um lifiö á Hellu. Hvernig er að búa á Hellu? Frekar leiðinlegt. Tómstundastörf frekar fábrot- in, en skákklúbbur er starfandi innan skólans. Viö fáum einu sinni i viku að æfa körfubolta á vegum skólans, og svo erum við i Ungmennafélaginu. í skólanu m eru haldin tvö böll og nokkur diskótek á ári, og svo eru skiða- feröir einu sinni til tvisvar á ári. Hestamennska er mjög vinsælt Seldi frímerkin og styður vísindin Þegar Nóbelsverð- launum i visindum var úthlutað i vetur vakti nokkra athygli, að ungur maður af sænsk- um ættum, Jakob von Yzkull, efndium svipað leyti til úthlutunar tveggja „öðruvisi Nóbelsverðlauna”, sem námu samtals 50 þúsundum dollara. Jakob hafði selt fri- mericjaverslun sina og ætlar að verja hagnað- inum til að verðlauna Sérstæð orðskviðakeppni: Mér fannst ég eiga meira en nóg og seldi frimerkin, segir Jakob von Yxkull. þekkingu sem er öðru- visi en sú sem menn einatt fá Nóbelsverð- laun fyrir. Jakob von Yxkull segir, aö meö Nóbelsverölaununum nú sé einatt verið að verölauna visindi sem ekki skipti máli, þau leysi ekki vandamál heimsins. Þvi hefur hann komið upp verð- launasjóði sem heitir „Rétt lif- erni” og séð honum fyrir hálfri miljón dollara. Hann stjórnar sjóði þessum sjálfur. Til aö geta þetta seldi Jakob fri- merkjaverslun sina, sem fyrr segir. Langaði að kynnast störfum blaðamanns Með undirrituðuðum f starfs- kynningu á Þjóðviljanum voru unglngar frá Héraðsskólanum á Laugarvatni, þau Sigurður Kristinsson, Helga Hilmars- dóttir og Sigrún óskarsdóttir. Fer hér á eftir smá viðtal við þau. Hvernig cr að vera á Laugar- vatni? Mjög skemmtilegt. Hvernig er félagslif I skólanum? Sigurður varð fyrir svörum og sagði að þaðværi frekar dauft. Hver eru tómstundastörf ykkar? Þau eru mörg, t.d. skiði hand- bolti, hestar og tónlist. Komið þið oft i bæinn. Helga sagöist koma i bæinn um hverja helgi, en hin sögðust koma frekar sjaldan. Sigurður: Leiðinlegt að búa á Hellu. sport á Hellu. Torfærukeppni er haldin einu sinni á ári og þá fara allir sem vettlingi geta valdið. Horfið þið mikiö á sjónvarp? Það má horfa á það á köflum ef maður er þolinmóöur. Torfi: Krakkarnir safnast sam- an á grillinu á kvöldin. Hlustið þið mikið á útvarp? Nei, aðallega á poppþætti og lög unga fólksins. Hvað er hægt að gera á sumrin:? Fara i unglingavinnuna, i sveit, vinna i Skeifnasmiðjunnj glersmiðjunni og á fleiri stöð- i um. Farið þið oft til Reykjavikur? Nei, frekar sjaldan, við höfum ekkert þangaö að sækja. Hvað getið þið gert um helgar? Við söfnumst saman i grillinu þangað til að viö verðum rekin út, en þá komumst við stundum i partý. Eru margir unglingar á Hellu? Já, frekar margir, svona um 30-40. Hverjar eru fra mtiöarhorfur- nar? Sigurður: Sennilega Mennta- skólinn. Torfi: Iðnskólinn býst ég við.. — h.h./S.ó./S.K. ÞárI Sigrún óskarsdóttir, Helga Hilmarsdóttir og Sigurður Kristinsson koma frá Héraðsskólanum á Laugarvatnii. Stundið þið iþróttir? Hverjar helst? Ollsögðustþaustunda iþróttir svo sem skiði, handbolta, körfu- bolta og frjálsar iþróttir. Hvernig finnst ykkur blaða- mennska, og hvers vegna völd- uð þið hana? Okkur langaði til að kynnast störfum blaðamanna. Helga sagðist hafa áhuga á að verða blaðamaður. Stefnið þið á frekara framhaldsnám? 011 sögðust þau hyggja á eitt- hvert íramhaldsnám. Þar með lauk þessu stutta viðtalivið þau Helgu, Sigurð og Sigrúnu. G.K./l.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.