Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 11
Helgin 14.— 15. febrúar 1981 ÞJOÐVILJINN — StÐA 11 Buster Keaton kom sá og sigraði á kvikmyndahátíð. Þessi frábæri meistari þöglu myndanna hefur ekki verið mjög i hávegum harður hérlendis fyrr en nú, og megum við sannar- lega vera þakklát aðsfand- endum hátíðarinnar fyrir að gefa okkur kost á að kynnast honum. Hann hét fullu nafni Hoseph Francis Keaton og fæddist árið 1895. Foreldr- ar hans voru farandleikar- ar og byrjuðu að nota drenginn á sýningum sín- um um leið og hann gat gengið. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann var bú- inn að læra allar þær kúnstir sem hægt var að læra í f jölleikahúsum þeirra tima. 1917 byrjaði hann að leika i kvikmynd- um hjá Fatty Arbuckle, sem var einn þekktasti grínmyndasmiður um ær mundir. En ferill Fattys hlaut skjótan og illa endi 1921, þegar hann flæktist i hneykslismál. Þá fór Buster Keaton að framleiða sinar eigin myndir, og á árunum 1921-28 gerði hann flestar þær myndir sem halda nafni hans á lofti. En 1928 var örlagarikt ár i lifi hans. Þá lét hann glepjast til að gera samning við Metro Goldwyn Mayer, þrátt fyrir aðvaranir margra góðra manna. Vinnubrögðin sem hann neydd- ist til að taka upp þegar hann réðst i þjónustu risans'voru gjöró- lik þvi sem hann hafði áður þekkt, t.d. þurfti hann nú að skila full- frágengnum handritum, en áður hafði hann að mestu leyti spunnið á staðnum. Einnig fékk hann nú hjörð aðstoðarmanna, sem hann kunni ekki að stjórna. Það fór að halla undan fæti, myndirnar sem hann gerði fyrir MGM voru ekki svipur hjá sjón, og þar kom að hann lagðist i drykkjuskap og hætti að mestu að gera kvik- myndir. Síöustu árin Nú tók við langur og dimmur kafli i ævisögu Keatons, Ofan á öll hans vandræði bættist sú stað- BUSTER KEATON: Gamanleikarinn með steinandlitið reynd, að talmyndir voru komnar til sögunnar og höfðu haft afdrifa- rik áhrif á myndmálið, sem leiddi til þess, að margir snillingar þöglu myndanna voru ekki lengur taldir gjaldgengir. Oðru hverju fékk hann hlutverk i myndum, en það gerðist æ sjaldnar, og flestir höfðu gleymt honum. 1 grein i nýútkomnu Kvik- myndablaði segir Viðar Vikings- son svo frá, að Samuel Beckett, leikritahöfundurinn frægi, hafi á þessum árum leitað Buster uppi og fengið hann til að leika i kvik- mynd sinni, „Film”. Þegar Beck- ett fann hann loksins sat hann ,,i hópi spilafélaga i miðjum póker, en þessi póker hafði staðið yfir i nokkra áratugi og spilafélagarnir skulduðu hver öðrum miljarða dollara”. Buster Keaton dó árið 1966, en örfáum árum áður hafði hann verið „uppgötvaður” á nýjan leik. Þar átti mestan hlut að máli Raymond Rohauer, sá sem er gestur Kvikmyndahátiðar að þessu sinni. Hann tók að sér að bjarga verkum Keatons frá glöt- un, og er enn að finna myndir sem allir héldu týndar, sbr. stuttu myndirnar tvær sem hann kom með hingað. Arið 1965 voru allar tiltækar myndir Keattons sýndar með við- höfn á kvikmyndahátiðinni i Fen- eyjum. Hann var sjálfur viö- staddur og fékk að upplifa frægð- arljómann: En sú ánægja stóð stutt, þvi árið eftir dó hann úr krabbameini. Fíf Idirfska Buster Keaton er frábrugðinn öðrum gamanleikurum að þvi leyti að honum stökk aldrei bros. Af þessu hlaut hann viðurnefnið „steinandlit”, sem er varla rétt- nefni, þvi alvörusvipurinn á and- liti hans tók á sig ýmsar myndir, þótt hann breyttist aldrei i gleði- svip. Sá Buster sem við sjáúm á tjaldinu er litill maður i flestum skilningi, lágvaxinn litilmagni. Hann er hrekklaus og einlægur, lendir i ótrúlegum hrakningum, lifsháska og svaðilförum af ýmsu tagi, en hefur alltaf heppnina með sér á endanum. Ýmis tiltæki Busters eru svo snilldarleg, að þau munu aldrei fyrnast. Eitt frægasta og jafn- framt lifshættulegasta atriðið i myndum hans er i Gufubáta-Bill júnior, sem sýnd verður á kvik- myndahátiðinni á morgun, sunnudag. Þar er sýnt hvernig hvirfilbylur verður þess valdandi að framhlið á húsi fellur til jarðar i heilu lagi. Buster stóð undir þessum vegg en var svo heppinn að standa einmitt þar sem glugg- inn kom niður og stóð þvi jafn- teinréttur eftir að veggurinn var hruninn. Að sjálfsögðu var þetta atriði skipulagt i smáatriðum, og hús- hliðin sérstaklega hönnuð með til- liti til þess. Glugginn var hafður langur, 18 fet, en um breiddina er það að segja að hún samsvaraði herðunum á Buster, að viðbætt- um tveimur tommum við hvora öxl. Það mátti semsé ekki muna nema tveimur tommum. Þetta var ekki i eina skiptið sem Buster lagði lif sitt i hættu fyrir listina. Hann notaði aldrei staðgengla i hættulegum atriðum, einsog nú er gert. Þessi fifldirfska er þó ekki það sem mestu máli skiptir i myndum hans, enda hefði hýn dugað hon- um skammt. Einsog allir góðir gamanmyndahöfundar var hann ekki bara grinisti, heldur var allt- af alvara að baki grininu. 1 bestu myndum sinum er Buster Keaton að f jalla um samtima sinn og það þjóðfélag sem hann lifði i. Persónan sem hann skapaði ferð- ast um þetta þjóðfélag einsog gestur frá annarri stjörnu. Hann er einfari og á erfitt með að að- lagast rikjandi hugsunarhætti. Hann sýnir okkur þvi þennan rikjandi hugsunarhátt i spéspegli og kennir okkur að efast um gildi hans. —ih Þessi ljósmynd var til skamms tima það eina sem til var af „Astar- hreiðrinu” eftir Buster Keaton. En svo tókst Rohauer að grafa upp ein- tak af myndinni og gera þaö sýningarhæft. Kvikmyndahátið í Regnboganum Buster Keaton. Um helgina Nú er upp runnin siðasta* helgi kvikmyndahátiðar- innar. Einsog sagt var frá i blaðinu i gær verður hátiðin ekki framlengd, en sýning- um fjöigað um helgina og hefjast þær kl. 13 bæði i dag og á morgun. Sýndar verða eftirtaldar myndir: Laugardagur Tvær með Buster Keaton: linefaleikarinn (Aukamynd: Báturinn), kl. 1 og 3. Hers- höfðinginn (Aukamynd: Vika). kl. 5, 7, 9 og 11. Tvær eftir Alfred Hitch- cock: Fuglarnir, kl. 9.05 og 11.05 Síðasta sinn. Jamaica - kráinkl. 1.05 3.05 5.05 og 7.05. Konstantur eftir Pólverj- ann Zanussi, siðasta sinn, kl. 1.10 3.10 og 5.10. Vikufri eftir Frakkann Bertrand Tavernier kl. 9 og 11. Krossfestir elskendur — iðilfagurt japanskt meistaraverk eftir Mizo- guchi, siðasta sinn, kl. 1, 3, 5 og 7. Cha cha — rokkmyndin með Ninu Hagen, kl. 7,10 9,10 og 11.10. Sunnudagur Tvær með Buster Keaton: Gufubáta-Bill júnior (Auka- mynd: Járnsmiðurinn) kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Hershöfðing- inn (Aukamynd: Vika)kl. 1, 3 og 5. Jamaica-kráin eftir Hitch- cock kl. 1.05 3.05 5,05 og 7.05. Cha-cha kl. 1.10, 3.10, 5.10 7.10 9,10 Og 11.10. Vikufri kl. 7, 9, og 11. Stjórnandinn— nýjasta mynd pólska snillingsins An- drzej Wajda, kl. 9.05 og 11.05. Græddur er Með verðtryggingu sparifjár hefur þetta gamla orðtak fengið fullt gildi á ný. Nú býður Landsbankinn þér að ávaxta sparifé á 6 mánaða reikning- um, verðtryggðum og með 1 % árs- vöxtum að auki. Þannig tryggir æskan sér framtíð og aldraðir öryggi. Sparifé, sem verðbólgan vinnur ekki á. Leggið inn í Landsbankann og tryggið spariféð gegn verðbólgunni. LANDSBANKINN Bcuiki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.