Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 13
Helgin 14.— 15. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 13 16 heitir nýtt tíma- rit fyrir unglinga Út er komið 1. tbl. unglinga- timaritsins 16. Þetta er eina tima- ritið hérlendis sem fjallar sér- staklega um unglinga, áhugamál þeirra leik og störf. Þótt 16 sé unglingablað þá geta allir aldurshópar fundið ýmislegt við sitt hæfi i blaöinu. Enda er efni blaðsins mjög fjölbreytt. Af föstu efni má nefna þætti um: gæludýr, ljósmyndun, tækni & visindi, hljómplötudóma. kyn- fræðslu, snyrtingu og framkomu, iþróttir o.m.fl. Þá eru poppmúsik gerð ýtarleg skil. í forsiðuviðtali lýsir diskódúettinn Þú & Ég opin- skátt viðhorfum sinum til ann- arra poppara, trúarbragða, jafn- réttismála kynjanna, stjórnmála, dægurlagatextagerðar o.m.fl. I blaðinu er einnig þáttur ætlaður litla bróður og litlu systur. Annar þáttur fjallar um aðstöðu akureyrskra unglinga til skemmtanahalds og tómstunda- starfa. Margt fleira er i þessu fyrsta tbl. unglingablaðsins 16. En hvernig kemst allt þetta efni fyrir i einu blaði? Jú, með þvi að taka aðeins þrjár af 48 bls. blaðs- ins undir auglýsingar. 16 er prentað á vandaðan pappi'r i offsetti og lit. Fjölbreytt ferðaáætlun F.í. 1981 Mikil fjölbreytni er framundan idagsferðum Ferðafélags tslands að þvi er fram kemur i Ferða- áætlun þess fyrir 1981, sem er nýkomin út. Dagsferðirnar eru farnar allt árið um kring á sunnu- dögum, en fræðsluferðir auk þess stundum á laugardögum og þá auglýstar sérstaklega hverju sinni. Sem áður býður félagið einnig upp á reglulegar helgarferðir á sumrin til fjögurra staða á hálendinu þar sem það rekur sæluhús, einnig aðrar helgar- ferðir og 4ra til 11 daga sumar- leyfisferðir. Nú er risið við Alfta- vatn sæluhús, þar sem ekkert var fyrir áður,og á Hveravöllum var reist nýtt sæluhús sl. sumar, en þar var litið hús fyrir. Sumarleyfisferðirnar eru ýmist öku- og gönguferöir eða bara gönguferðir og þá með allan útbúnað, en dæmi um nýjungar frá síðasta ári eru t.d. Horn- strandaferð i ágúst þegar gróöurinn er hvað fegurstur, gönguferð um Kjalarsvæðið með gistingu i nýjum gönguskála F1 við Þverbrekknamúla og göngu- ferð frá Snæfelli i Lónsöræfi. Göngudagur F.l. er 14. júni og er þetta þriðja skiptið, sem efnt er til sliks göngudags. A göngu- daginn er alltaf valin létt göngu- leið, svo aö allir aldursflokkar komi með og hefur það einmitt veriö reynslan að fjölskyldur taka sig saman þennan dag og ganga. —vh Óskar Þórðarson frá Haga skrifar i Striðið, hvernig var það fyrir mig? Var það hörmulegt, hættu- legt eða spennandi? Ég hefi oft hugsað um það. Hvaða áhrif hafði það á mig, _ sem ásamt alls þorra Islend- inga, stóð i fyrstu fjarri átökum þess? I Borgarfirði var þriðji sept- ember 1939 óvenju fagur haust- Rfl ™JFjjj jgtl t I. fls-a Wf' 1 llitler hrósar sigri i Varsjá: Mér hafði skilist að Þjóðverjar væru flestum þjóðum freniri... 1 ■ r Þegar stríðið var skollið á dagur. Hæg austlæg átt. Hiti 12 til 18 stig. Þurrkur. Ég hafði farið til næsta bæjar og á bakaleiðinni, um það bil sem kvöldhúmið var að færast yfir, minnist ég þess að ég velti þvi fyrir mér hvernig þeim átökum, sem nú voru hafin, myndi lykta. Aldrei fyrr hafði ég staðið frammi fyrir svo gifurlegri óvissu sem raskaði, svo um munaði, þeirri ró og til- breytingarleysi sem sveitalifið bjó mér. Það sem mestu máli skipti var að vera i fjarlægð frá þeirri ógn sem framundan var. En hve lengi? Þó hygg ég að mér hafi ekki flogið i hug að auðna mætti ráða, hvort ég yrði ekki einn þeirra, sem harmleik- urinn dró i hóp hinna dauðu, sem reyndust vera 50 milljónir manna, þegar yfir lauk. Styrj- aldarárin 1914—1918 voru fjöl- mörgum Islendingum i fersku minni. Þeim fylgdu mikil óþæg- indi, vöruskortur og erfiðar samgöngur við önnur lönd. Sjó- menn höfðu týnt lifi, en hvað gerðist nú? Þannig held ég að flestir hinna eldri hafi borið ugg i brjósti þegar til alvörunnar kom. Ég var hinsvegar aðeins 19ára gamall, hafði fæðst tveim árum eftir að styrjöldinni lauk og alist upp i tiltölulega af- skekktri sveit á Islandi. Ég hafði unnið alla algenga sveita- vinnu og aldrei gert viðreist, verið i vegavinnu á sumrin, stundað nám i héraðsskóla i tvo vetur og heimsmálin voru mér gáta sem erfitt var að ráða. Borgarastyrjöldin á Spáni var nýlega um garð gengin, en hún stóö einmitt yfir þegar ég var við nám i héraðsskólanum. Þýsku nasistarnir áttu afger- andi þátt i að koma einræðis- herranum Frankó til valda á Spáni og koma á kné lýðræðis- lega kosinni stjórn og mér skild- ist að þeir tækju engum vett- lingaatökum á andstæðingum sinum. I september var meira um að vera i sveitinni en á öðrum árs- timum. Þá smöluöu menn fé sinu, fjárrekstrar runnu milli byggða og menn gerðu sér glaðan dag i réttum. Manna- ferðir voru miklum mun meiri en ella og glóðvolgar striðsfrétt- irnar skipuðu sess við hlið um- ræðna um fénaðaröld og heimt- ur. II Þeir sem eitthvað létu lrá sér heyra, fullyrtu að striðið stæði ekki lengi. úrslit fengjust fljótt. En svo spámannleg orð voru sókn og undanhaldi? ... einskisvirði, eins og átti eftir að koma á daginn. En óskhyggja þeirra sem æsktu fljótfengins sigurs fyrir Þjóðverja, skaut upp kollinum i þessum umræð- um. Og það var siður en svo undarlegt þó menn gerðu ráð fyrir skjótum sigri nasistanna, slik var velgengni þeirra á vig- vellinum. Þá var litið gaman að vera orðaður við kommúnista. Bónda nokkurn heyrði ég segja að nú mundu „rauöu hundarnir” fá fyrir ferðina. Máske hefur honum orðið hugsað til Finn- landsstyrjaldarinnar eða helm- ingaskiptanna á Póllandi. Þó hugsa ég að um hvorugt hafi verið að ræða, aðeins óhugsað rugl mannsins. Þjóverjar voru mikil þjóð. Mér hafði jafnan skilist að beir stæðu flestum þjóðum, ef ekki öllum, framar. Kennarinn, sem kenndi mér i farskólanum i sveitinni þegar ég var 11 eða 12 ára gamall, sagði okkur krökk- unum frá þvi hve illa var farið með Þjóðverja að loknu strið- inu, sem lauk 1918. Sigurvegar- arnir reyndu á allan hátt að koma i veg fyrir að þeir gætu að nýju komið sér á réttan kjöl, bönnuðu þeim sem sagt að nýta dugnað sinn og hæfileika. En Þjóðverjar svöruðu með þvi að verða allsstaðar i fremstu röð, framleiða betri vörur en allir aðrir. „Þeir búa til bestu vélar i heimi”, sagði þessi góði og gegni sveitabóndi sem kenndi landafræði i hjáverkum og vissulega hafði þetta við nokkur rök að styðjast og festist svo i minni minu að ég gat aldrei gleymt þvi. Og þó að nasisminn væri mér sist að skapi, eftir það sem ég hafði um hann lesið og heyrt, trúði ég varla að af honum stæði slik ógn, sem átti eftir að koma i ljós. III Ég hygg að striöið hafi fyrst Hvern okkar gat grunað hvað leyndist á bak við þessar fréttir af og fremst verið spennandi fyrir mig á fyrstu mánuðum þess. Það hljómar kannski dálitið ein- kennilega, en svona var það samt. Striðsfréttirnar sem bárust til okkar, voru stórbrotnar og vissulega hryllilegar, en þær snertu ekki baráttu einstakling- anna fyrir lifi sinu eða harma þeirra sem enn lifðu i námunda við vigvellina og urðu að sjá á bak vinum og ættingjum. Það kom seinna sem óþrjótandi blaðamatur, efni til lifandi myndgerðar og söguritunar, jafnvel enn i dag, 35 árum eftir að hildarleiknum lauk. En i fyrstu var þetta allt saman fjarlægt. Ég minnist frétta eins og þegar stórskipinu Atheniu var sökkt viö irland af þýskum kafbáti. Það var þriðja september 1939, á fyrsta degi striðsins, og þar fórst fjöldi manns. En strið var strið. Fljótlega kom svo i ljós að átökstriðsaðilanna voruekki svo ýkja fjarri. Kafbátar Þjóðverja voru á sveimi upp við strendur Islands, þeirra varð viða vart, jafnvel inni i fjörðum. Þýsk flutningaskip leituðu hér hlut- lausrar hafnar en Bretar réðu lögum og lofum á hafinu kring- um landið i krafti flota sins. Nasistavinum leið illa en hugg- uðu sig við stórfellda sigra Þjóðverja á meginlandinu. Og það voru fleiri sem töldu sig eiga mikið i húfi. Hverrar frétt- ar var beðið i ofvæni. Sjóorustan milli breskra her- skipa og þýska „vasaorustu- skipsins” Admiral Graf Spee við strendur Suður-Ameriku vakti geysilega athygli, einnig hér norður á Islandi. Skipti þar eflaust nokkru, að um var að ræða fyrstu sjóorustu styrj- aldarinnar sem svo greinilegar fréttir bárust af. Einnig hafði hún talsverðan aðdraganda og hélt spennu þar til yfir lauk. Og áhöfn orustuskipsins sökkti þvi i ósum Rio de la Plata fljótsins 17. des. 1939. Meðan þessi miklu átök fóru fram, á fjarlægum slóðum, dvaldi ég heima hjá foreldrum minum i Haga i Skorradal. Mér er enn i minni með hve mikilli eftirvæntingu ég beið útvarps- fréttanna af þessari æsilegu viðureign. Það voru einmitt slikar fréttir sem sóst var eftir. Stórorustur voru og háðar á landi. 1 fyrstu var það Pólland sem þýska hernaðarvélin muldi undir sig, siðan hvert landið af öðru, að vestan. En hvern grunaði að á bak viö fréttirnar af sókn og undanhaldi herjanna leyndist ægisaga hryðjuverka, fangabúða og pyntinga, skipulagðrar útrým- ingarherferöar á miljónum manna? Þannig hafði striðið tekið á sig nýja mynd þar sem óbreyttir, varnarlausir menn urðu harðar úti en nokkru sinni fyrr. En það vissum við ekki þá. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.