Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Hfelgin 14.— 15. febrúar 1981 Safnahúsið á Sauðárkróki. — Ljósm. —gei— Sitthvað fémætt í „Safnamálum” Ot er komið ritið Safnamál 1980 en það er ársrit Héraðsbóka- og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Umsjónrmenn þess eru Hjalti Pálsson, Kári Jónsson og Krist- mundur Bjarnason og er Kári ábyrgðarmaður. Ritið hefst á þvi að skýrt er frá úrslitum visnakeppni 1979. Óskað var eftir visubotnum við eftirfar- andi fyrri part: ,,Lækkar sól á sjónarhring, sumarið brátt er liðið”. Af þeim botnum, sem bárust, þtítti þessi bestur: ,,Fellur gras og fölnar lyng, foklauf hylur sviðið”. Mun höfundur vera Hjalti Jóns- son, bóndi i Viöiholti i Seylu- hreppi. Óskað var og eftir visum um orkuvandamálið. Þótti þessi frambærilegust: ,,Ef að tækniorkan þverr ógnar vandi mestur. Körlum mun þó koma verr, ef kynorkuna brestur.” Dtímnefndarmenn I visna- keppninni voru þeir Andrés Björnsson útvarpsstjóri og Sigur- jón Björnsson prófessor. Beðið er nú um visubotna við eftirfarandi fyrriparta: „Tefur enginn tlmans skeið, traustir strengir slakna”. „Leysist hvorki I lengd né bráð landbúnaðarmálið”. „Sæst og rifist sitt á hvað, sök hjá báðum mikil”. Rtísberg G. Snædal hefur undanfarna vetur stundað kennslu norður i Hjaltadal. Visnaspjallinu lýkur hann með þessari hringhendu: „Gusti svalt um koli og kinn, kostur valtur talinn, leitar alltaf andi minn inn í Hjaltadalinn”. Mun naumast þurfa að velkjast i vafa um höfundinn. Birt er ársskýrsla Héraðsbóka- safns og Safnahúss Skagfirðinga, 1979 rituð af Hjalta Pálssyni, bókaverði og greinargerð um Héraðsskjalasafn Skagfiröinga 1979 eftir Kristmund Bjarnason skjalavörð. Skrá er yfir þá, sem fært hafa söfnunum gjafir á árinu 1979 en þeir skipta mörgum tugum. Kristmundur Bjarnason hefur tekið saman upphaf bráöa- birgðaskrár yfir þau skjalagögn frá hreppunum, sem safninu hafa borist til ársloka 1979. Tekur skráin til Akrahrepps, Fells- hreþps og Haganesshrepps. Hjalti Pálsson ritar minningar- grein um Björn Danielsson, fyrr- verandi sktílastjóra á Sauðár- króki. Björn var bókavörður Sýslubtíkasafnsins frá 1956 til dauðadags 1974 og vann safninu allt, er hann mátti. Þá er ekki úr vegi að nefna „Hvatningarbréf um stofnun sýslulestrarfélags” i Skagafirði, er sr. Ztíphtínías Halldórsson, prestur I Viðvik ritaði sýslunefnd Skagafjarðarsýslu 18. febr. 1898. Ærin spöl átti þó þessi skynsam- lega hugmynd sr. Zóphoniasar i land en náði samt höfn nokkrum áratugum siðar. Og ekki skyldi gleymt þáttum þeim, sem birtir eru I Safna- málum og geymdir I Héraðs- skjalasafninu, ásamt ótal öðrum. Koma þar fyrst tveir pistlar úr Árbtík Skagafjarðarsýslu 1940 og er höfundur Stefán Vagnsson frá Hjajtastöðum. Segir þar frá komu breska herliðsins til Skagaf jarðar en það hafði bækistöðvar á Sauðárkrtíki og I Varmahlið. Herliöið tók m.a. á leigu versl- unarhúsið Bræörabúð á Sauöár- krtíki, en það var I eigu Kristjáns Gislasonar, kaupmanns. Geymdi herinn þar m.a. matvæli, drykkjarföng og skotfæri. Aðfarantítt 5. sept. kviknaði i Bræðrabúð og brann hún til kaldra kola. Slys urðu þó ekki á mönnum þótt sprengingar kvæðu við I sifellu likt og fólkorrusta stæði yfir I bænum. Ekki náði eldurinn heldur til næstu húsa og var þakkað þvi, að stillilogn var, en timburhús standa þarna allþétt. Þykknaði I ýmsum yfir þvi skeytingarleysi Breta að geyma skotfæri i timburhúshjalli inni I miðjum bæ. Komst þá á kreik þessi visa og af ýmsum eignuð sjálfum sýslumanninum, Sigurði Sigurðssyni frá Vigur, — ogekkimjögóliklega til getið: En ekki mun ýtarleg tilraun hafa verið gerð til þess að leita fað- ernis. En visan er þannig: „Ef eldana þeir auka hér aftur, — girnist hugur minn að þeir svfði undan sér með Ikveikjunni næsta sinn”. „Bendir seinniparturinn til þess, að þeir bresku muni hafa þótt kvenhollir hér sem viða annarsstaðar”, segir Stefán Vagnsson. Þegar ólina skáldkona Jónas- dóttir heyrði þessa visu sagði hún: „Þó að allt sé öfugt nú, enn er samúð til í heim. Ef að rætist óskin sú, einhver finnur til með þeim”. Hinn 8. nóv. 1897 fórust tveir bátar I Skefilsstaöahreppi með 11 mönnum. Var þeirra á meðal hrepps tjórinn, Sigurður Viglundsson. ísleifur Einarsson ritaði Eggert Briem, sýslumanni á Reynistað og bar fram þá ósk að hann ,,....hið bráðasta hlutist til um aö hið nauðsynlega sé gjört I þvi, að bæta Ur hreppstjóraleys- inu”, og bendir jafnframt á þá, er hann taldi helst koma til greina. Er bréf ísleifs ritað i Hvammi i Laxárdal, 13. nóv. 1879 og birtist nú I Safnamálum. Þá er að finna þarna orðsend- ingu frá bæjarfógetanum i Reykjavik, E. Th. Jónassen til sýslumanns Skagfirðinga, dags. 19. mars 1881. Kvartar bæjar- fógeti yfir þvi að oftsinnis séu fangar sendir i hegningarhúsið svo illa búnir að fötum ,,....að það verður að kaupa hér föt handa þeim, þegar þeir eiga aö fara heim aftur....” Mælist bæjar- fógeti til þess, að fangar verði eft- irleiðis betur að heiman búnir. Enn er I Safnamálum bréf frá Einari Jónssyni i Felli til sýslu- manns, dags 23. nóv. 1881. Hafði sýslumaður mælst til þess að sveitarsjóöur Fellshrepps....léti Sölva Helgason fá nauðsynlegan fatnað eða verð fyrir hann af Sveitarsjóði”, en Sölvi var sveit- fastur i Fellshreppi. Hrepps- nefndin ákvað ,„....að láta Sölva fá nærföt fyrir nýár....” og verði þeim komið að Reynistað ef ferð félli en annars vitji hann þeirra að Felli. Til vara er sýslumanni heimilað „...,að fá 10 kr. úr reikn- ing Fellshrepps i Hofsósi, svo sem meðlag með honum...” (Sölva). „Að öðru leyti”, segir Einar i Felli, „sýnist það furðulegt, að maður, sem kveðst fá jafn mikið fyrir málverk sitt og honum seg- ist frá, skuli þurfa að fá sér lögð föt af fæðingarhrepp sinum”. Nú er sameining sveitarfélaga töluvert á dagskrá. Aður fyrr var öldin önnur. Þá var fremur um það rætt, að skipta stærri sveitar- félögum. Akrahreppur er óra- langur og var á köflum mjög erf- iður yfirferðar á meðan sam- göngur voru enn á fornaldarstigi, en svo var I rauninni allt fram á þessa öld. Komu þvi oftar en einu sinni upp raddir um að skipta hreppnum I tvö sveitarfélög. I Safnamálum er bréf, sem Þorkell Pálsson, hreppsstjóri á Frosta- stöðum, ritaði sýslumanni fyrir hreppsnefndar hönd, 29. mai 1879. Leggur hreppsnefndin þar til, að Akrahreppi verði skipt um Helluá. Haldi úthluti hreppsins Akrahreppsnafninu er framhlut- inn nefnist Siifrastaðahreppur. í bréfinu segist hreppsnefndin leyfa sér „...að færa þvi a flot, að Akrahreppur I Skagafjarðar- sýslu verði af viðkomandi úr- skurðarvaldi deildur i tvær sveit- ir, (hreppa), samt æskilegt Stokkhtílmi, Hringey og Mikley lagt til Seyluhrepps”. Þessar þrjár jarðir eru vestan Héraðsvatna. Ekki varð hreppsnefndinni að ósk sinni. Aftur bar málið á góma snemma á þessari öld. Lyktir urðu þær sömu og áður, en þá komst málið ekki það langt, að fara fyrir sýslunefnd. Enn hefur þvi Gamli Langur, (heimatilbúið gælunafn á Akrahreppi), ekki verið bútaður sundur og ósenni- legt að af þvi verði Ur þessu. Mikill fjöldi mynda er varðveittur í Héraðsskjalasafn- inu. Ýmsar þeirra hefur enn ekki tekist að nafngreina. í Safna- mlum nU eru myndir af 36 ein- staklingum. Þekki lesendur ein- hverja i hópnum eru þeir beðnir að hafa samband við Héraðsskjalasafnið. — mhg • Þetta er þaö nýjasta og vafalaust það besta i smáauglýsingum. • Þú kemur með það sem þú þarft að auglýsa og við myndum það, þér að kostnaðarlausu. • Einnig getur þú komið með mynd af t.d. húsinu, bátnum, bilnum eða húsgögnunum. • Auk þess bjóðum við að sjálfsögðu: Húsaleigusamninga. Afsöl og tilkynningar, einnig bæklinginn frá Bilgreinasambandinu ..Hvernig kaupir maður notaðan bil”. • Fólk er beðiö um að Homa á auglýsingadeild Vísis Siðumúla 8— milli kl. 12—15 mánudaga til föstudaga, og birtist þá auglýsingin með myndinni daginn eftir. ('ortina árt; 1978. Þessi gullfalleRi bfll er til siilu. Billinn er i toppstandi. Skoðaður 1980. (íóð kjör. L’ppl. i sima 8‘,8‘,8‘> \f sérstökum ástæðum er þetta glæsilega 1 árs gantla sófasett til sölu. 3 sæta. 2 sæta og húsbónda- stóll. Allar nánari uppl. i sima

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.