Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 23
Helgin 14 — 15. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINÍM — SIDA 23 Magnús Jóhannsson frá Hafnamesi: Snorri Hjartarson og Hauströkkrið yfir mér Þaö voru gleöileg tiöindi er þaö spuröist út á öldum ljósvakanns aö Snorri Hjartarson heföi hlotiö bókmennta verölaun Noröur- landaráðs fyrir ljöðabók sina Hauströkkriö yfir mér. Mér hlýn- aði um hjartaræturnar og mitt i bölsýni skammdegisins fannst mér og finnst vorið vera komiö á ný með angan sina og fuglasöng. Þaö er þvi ekki úr vegi aö óska hinum aldna snillingi og fagur- kera, og þjóðinni allri, til ham- ingju. Þjóðarskútan aflaöi vel þennan dag, þó ekki væri þaö þorskur og ýsa sem fylltu lestar hennar, heldur gjaldeyrir sem hvorki mölur né ryö fá grandað. Nú ættu bókaverslunareigendur aö taka á sig rögg og hætta að fela Haust- rökkrið yfir mér bak við alls konar léttmeti og reyfararusl eins og ég varð vitni að siðastliöin jól. Nú ættu þeir að finna sóma sinn i þvi aö stilla Hauströkkrinu yfir mér fram fyrir reyfaraskranið, sem virðist ganga eins og heitar lummur i suma lesendur. Snorri Hjartarson Einhversstaðar las ég það að Snorri Hjartarson væri torskilinn höfundur. Að minum dómi er hann það ekki. Hann er mjög að- gengilegur og auöskilinn að minnsta kosti fyrir þá sem góðri ljóðlist unna. Það sem einkennir skáldskap hans er afburða glögg náttúruskynjun samfara mann- legri, ljóðrænni tjáningu og hjartahlýju. Þaö er ekki of- mælt — Snorri Hjartarson er mikið skáld, þó ekki liggi eftir hann staflar af bókum, sem ekki er mælikvarði á listfengi, en bækur hans Lauf og stjörnur og Hauströkkrið yfir mér, vitna svo ekki verður um villst um snilld hans eins og nú er komið fram. Hann er skáld skáldanna, skáld af guðsnáö. Snorri Hjartarson mun ekki hafa átt ýkjastóran lesendahóp, en nú mun hópurinn væntanlega stækka. Margir munu hafa komið af fjöllum og spurt: Hver er eiginlega þessi Snorri Hjartar- son? Snorra hefur ekki veriö mikið hampað. Ljóðlist hans hefur streymt hljóðlátlega aö þeim far- ■>'8gi sem nú er sýnt, án glanna- legra auglýsinga i fjölmiðlum. Þetta er einkenni mikilla skálda og listamanna, engin köll, engin hróp. Og nú hefur þetta sannast en einu sinni eins og með Ólaf Jó- hann Sigurðsson, sem ekki var svo mikið hampað utan góöra umsagna. Þessi verðskuldaði sigurSnorra Hjartarsonar veröur ljóðlistinni til mikils framdráttar. Fólk mun fara að lesa ljóð meira en það hefur gert. Ung skáld munu fara_ að gaumgæfa hug sinn, gefa lifinu, náttúrunni i kringum sig meiri gaum. Fólk mun leita aö Laufi og stjörnum og Hauströkkrinu yfir mér að baki reifara og léttmetis og það mun finna perlur, sem þaö veröur ekki fyrir vonbrigðum með. Þó margt sé afburöa góöra ljóða i Haust- rökkrinu yfir mér, finnst mér persónulega Haustmyndir bera af. Myndirnar eru svo ferskar og skirar og svo mikil angan af þeim að þó að vetur sé verður hann ósjálfrátt að sumri. Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Skrifstofustjóri Starf skrifstofustjóra hjá Reykjavikur- deild RKÍ er laust til umsóknar. Stúdents- próf eða hliðstæð menntun er nauðsynleg. Einnig er góð vélritunarkunnátta æskileg ásamt nokkurri reynslu i bókhaldi og stjórnun. Laun eru samkvæmt launaskrá VR, þ.e. gamli flokkur A13 (nýi fl. 28). Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Reykja- vikurdeildar RKÍ fyrir 1. mars n.k. Reykjavikurdeild RKt, öldugötu 4. Pósthólf 872, Rvik. Laust starf Reykingavarnarnefnd óskar eftir starfs- manni til n.k. áramóta. Starfið er einkum fólgið i skrifstofustjórn, útgáfustarfsemi o.fl. er að reykingavörnum lýtur. Um er að ræða a.m.k. hálft starf, sem æskilegt væri að unnið yrði eftir hádegi alla virka daga. Starfið mundi einkum henta þeim, er hafa menntun eða reynslu á sviði félags- eða heilbrigðismála. Starfið er laust nú þegar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og störf sendist reykingavarna- nefnd, Lágmúla 9, Reykjavik, fyrir 23. febrúar n.k.. Upplýsingar um starfið eru veittar i sima 82531 alla virka daga milli kl. 13:30 og 16:00. Reykingavarnanefnd 12. febrúar 1981 F ramtalsaðstoð Annast skattframtöl, skattkærur, beiðnir um skattivilnanir og aðra skattþjónustu fyril launþega. Sæki um viðbótarskilafrest fyrir við- skiptavini sem ekki hafa tök á að skila inn framtölum sinum fyrir lok framtalsfrests þann 18. febrúar nk.. SKATTAÐSTOÐIN SÍMI 110 70 Atli Gislason hdl. ATH. nýtt heimilisfang, Hverfisgötu 42,101 Reykjavik. Hafnarskrifstofan í Reykjavík óskar eftir að ráða skrifstofumann. Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 28. feb. n.k.. Hafnarstjórinn i Reykjavik Sparivelta Samvinnubankans: Aukið fé til ráðstöfunarw LÁNSTÍMA, sem getur verið allt frá 3 mánuðum til 5 ára. Hvort sem þú hyggur á fasteignakaup eða húsbyggingu, dreymir um nýjan bíl eða þarfnast hvíldar og afslöppunar í suðrænni sól, þá mun Spariveltulán létta þér róðurinn að settu marki. Spariveltuhjólið snýst og snýst. Stöðugt fjölgar þeim, sem sjá sér hag í að æra með og geta þannig gengið að hlutunum dsum. Nú er það þitt að ákveða: LÁNSUPPHÆÐ, sem fer stighækkandi í illt að 200% því lengur sem sparað er. Upplýsingabæklingar liggja frammi í öllum afgreiðslum bankans. 1 Minnstu hins fornkveðna „Að ekki er ráð nema í tíma sé tekið.“ Kynntu þér hinar fjöl- mörgu sparnaðar- og lántökuleiðir Sparivelt- unnar. Gerðu samanburð. Það eru hyggindi, sem í hag koma. Samvinnubankinn og útibú um land allt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.