Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 3
Helgin 14.— 15. febrúar 1981 ÞJÓÐVÍLJINN — SIÐA 3 Reykj avikurborg: Yfir 500 lóðum úthlutað á árinu Fidelio endur- fluttur í dag 1 dag kl. 14 verður óperan Fidelio endurflutt f Háskólabíói, en flytjendur eru á þriðja hundr- að talsins, Karlakór Reykjavíkur og Söngsveitin Fílharmónia auk Sinfdniuhljómsveitar tslands og sjö einsöngvara: Astrid Schirm- er, Manfred Schenk, Ludovigo Spiess, Bent Norup, Elin Sigur- vinsdóttir, Sigurður Björnsson og Kristinn Hailsson. Stjórnandi er Jean-Pierre Jacquillat. Óperan var flutt á áskriftartón- leikum Sinfóniuhljómsveitar- innar s.l. fimmtudagskvöld fyrir húsfylli og var henni tekið með kostum og kynjum. Þar stóðu á sviðinu þrumusöngvarar, sem greinilega höfðu ekki mikið fyrir þvi að fylla Háskólabió með kröftugum tónum. Það ætti ekki neinum að finnast á sig hallað þó sérstaklega sé minnst á söngvarana Manfred Schenk sem hefur einkar fallega og kröftuga barytónrödd og Bent Norup sem fóru á kostum i hlut- verkum Rocca fangavarðar og Don Pizarro. Þjóðviljinn náði i gær tali af Þjóðverjanum Manfr- ed Schenk, en hann hefur sungið hlutverk Roccas yfir tvö hundruð sinnum i öllum helstu tónleika- og óperuhúsum Evrópu á rúmlega 20 ára söngferli sinum. Þetta er þó I fyrsta sinn sem hann tekur þátt i tónleikaflutningi verksins, þ.e. án sviðsmyndar og búninga og sagði hann að tónleikaformið tslenska tónlistarfólkið kom gleðilega á óvart, sagði þýski barytónninn Manfred Schenk. Ljósm. —eik. ætti mjög vel við Fidelio. „Reyndar þekki ég þessa óperu nú orðið svo vel,” sagði Schen.k. ,,að ég geri mér ekki alveg^ grein fyrir þvi hvernig hún kemst til skila til fólks sem kannski er að heyra hana i fyrsta sinn þegar samtölum sem eru inni á milli söngvanna er sleppt.” — En hvernig list svo þessum margreynda söngvara á islenska tónlistarmenn og hvernig gekk samvinnan? „Frammistaða hljómsveitar- innar og kóranna kom mér gleði- lega á óvart”, sagði Schenk. „Maður fann lika að áhorfendur voru mjög jákvæðir og tóku flutningnum ákaflega vel. Stemmningin var mjög góð. Þá var samvinnan með mestu ágæt- um og geysilega gaman að vinna með stjórnandanum Jean Pierre Jacquillet.” — Sem sagt, allt mjög gott? „Já, — þegar maður ferðast svona milli staða og kemur i nýja og nýja hópa kemur það fyrir að andrúmsloftið er ekki nógu gott eða jafnvel svo slæmt að varla er hægt að vinna. Þvi var ekki fyrir að fara hér, heldur þvert á móti, — allt til fyrirmyndar.” Þvi er svo við að bæta að fyrir hádegi I dag er hægt að nálgast miða i bókaverslun Eymunds- sonar og eftir hádegið i miðasöi- unni i Háskólabiói. Al/ká. í ár verða gerðar bygg- ingarhæfar ióðir undir rúmlega 500 ibúðir i Reykjavík, þar af um 150 ibúðir sem verða sérhann- aðar fyrir aldraða og fatl- aða. Allar eru þessar lóðir vestan Elliðaáa og flestar á þéttingarsvæðunum svonefndu við Eyrarland og öskjuhliðarskóla en einnig í Nýja miðbænum og á Eiðsgranda. 12 lóðum undir einbýlishús verður úthlutað á Eiðsgranda og er þá aðeins óráðstafað tveimur þyrpingum á þvi svæði. 150 ibúðir verða i einbýli, parhúsum, rað- húsum og litlum fjölbýlishúsum við Eyrarland i Fossvogi. Hefur Starfsmannafélagi Reykjavikur- borgar, hópi aldraðra og bygg- ingameistara sem hyggst reisa sérhannaðar ibúðir fyrir fatlaða svo og Geðverndarfélagi Islands verið gefin fyrirheitrfyrfr allt að 54 ibúðum i þeirri byggð. 114 ibúðir verða i einbýli, rað- húsum og parhúsum á svæðinu við öskjuhliðarskóla og er þar m.a. gert ráð fyrir tveimur ibúðum i 10 einbýlishúsum til af- nota fyrir sömu fjölskyldu fyrir börn eða aldraða á heimilinu. I Nýja miðbænum i Kringlu- mýri verða 15 ibúðir i raðhúsum en auk þess 215 ibúðir i 2ja til 6 hæða fjölbýlishúsum. Gefið hefur verið fyrirheit um allt að 100 ibúðir i þessari byggð fyrir sér- 150 fyrir aldraða og fatlaða! hannað húsnæði fyrir aldraða með mikilli þjónustu og fæðinga- sundiaug m.a. Þá eru nokkrar „eftirlegukindur” t.d. tvær hest- húslóðir i Breiðholti og hugsan- lega nokkrar á Eiðsgranda- svæðinu sem úthlutað verður um leið. Morgunblaðið féll á nokkuð ein- föld reiknisdæmi þessu tengdu á fimmtudag þar sem i fyrirsögn var fullyrt að lóðum undir 300—350 ibúðir yrði úthlutað þó að i texta kæmi fram að 511 ibúðir Jafnréttishreyfing var form- lega stofnuð á Akureyri um sl. helgi einsog sagt hefur verið frá I Þjóðviljanum. Hefur stofnun félagsins vakið mikla athygli og umræður i bæjarfélaginu, en fyrsti starfsfundurinn hefur nú verið boðaður i dag, laugardag, I Einingarhúsinu Þingvallastræti 14, kl. 16. yrðu væri að ræða. Kaus „hið virta” fréttablað að telja ekki til lóða þær 150 ibúðir sem hópar og félög fá til ráðstöfunar. Sagði Sigurjón Pétursson um þessa reikningskúnst i gær að frétt Morgunblaðsins væri mjög blekkjandi og liður i áróðursher- ferð Sjálfstæðisflokksins um „lóðaskort” i borginni. „A þessu ári verður úthlutað lóðum undir rúmlega 500 ibúðir og þó búið hafi verið að gefa fyrir- heit um hluta þeirra vegna sér- stakra þarfa dregur það i sjálfu sér ekki úr úthltuninni. Það er al- gengt að slik fyrirheit séu gefin einkum til aðila sem þurfa nokk- urn aðdraganda og undirbúning að framkvæmdum og hafa t.d. Byggung og Verkamannabústað- irnir notið slikra fyrirheita. Það er fáránlegtað telja það ekki með sem úthlutaðar lóðir”, sagði Sigurjón Pétursson. — AI Eru aliir jafnréttis- sinnar hvattir til að mæta. Gengið verður endanlega frá grundvelli félagsins á fundinum i dagog þá ma. aðild karlmanna og hvort þeir skuli eiga aðild að grunnhópum. Starfsemin fram- undan verður rædd og skipt niöur i hópa eftir áhugasviði hvers og eins. Jafnréttishreyfingin Akureyri Fyrsti staris- fundur í dag UNGVERSK HÁTÍÐ Feröaskrifstofan Malevairtours, Hungar Hótel og Feröamála- ráö Ungverjalands kynna Ungverjaland sem ferðamannaland. Framreiddur veröur daglega ungverskur matur og ungversk vin, sem hvort tveggja telst með þvi besta i Evrópu. Gestum veröur skemmt meö ungverskri músik undir borðum. Þekkt sigaunahljómsveit leikur og söngkona syngur meö. Dansað verður á hverju kvöldi. Sýndar veröa ungverskar kvikmyndir laugardag og sunnudag kl. 14.00 báða dagana. Auk þess munu fulltrúar viöskiptamála veröa á hótelinu og kynna ungverskar vörur. Ferðaskrifstofa okkar mun i sumar efna til f jölda ferða til Ung- verjalandsog hefur bæklingur (með upplýsingum um verð, verið gefinn út. Sendum hvert á land sem er. NÝTT FERÐAMANNALAND • Búdapest skoðuð, ein fallegasta höfuðborg í Evrópu • Dvalið á baðströnd við Balatonvatn. • Skoðunarferðir farnar um landið. • Tækifæri gefst til að skreppa til Austurríkis og Júgóslavíu svo eitthvað sé nefnt. A HOTEL LOFTLEIÐUM 17.-22. FEBRÚAR Kynning á ungverskri matseld í Leifsbúð 17. febrúar kl. 18.00.Ungverski matreiðslumeistarinn Zoltabara og Hilmar Jónsson veitingastjóri kynna. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir Ferðaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Gnoðavog 44 - Reykjavik - Sima 86255.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.