Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 4
Á s'tDA — ÞJÚÐVILJÍNN Helgiti Í4,— 15. febrúar 1981 STJÓRNMÁL Á SUNNUDEGI SIGURJÓN PÉTURSSON, forseti borgarstjórnar skrifar: Reykjavík er ekki ^ ,, skattpíningarbær ” Á þessum. vetri hefur Sjálfstæðisflokkurinn haf- ið töluverða áróðursher- ferð til undirbúnings næstu borgarstjórnarkosningum. Fyrsti liður í þeirri herferð var að setja út í kuldann þá menn sem leiddu síðustu kosningabaráttu, þegar flokkurinn tapaði áratuga meirihlutaaðstöðu. Fyrrverandi borgarstjóra, Birgi ísl. Gunnarssyni, var af mikilli kurteisi „sparkaö upp”. Hann var kjörinn á þing og sióan látinn vikja úr borgarráði og lofa þvi að hætta eftir þetta kjörtima- bil. Fyrrverandi forseta borgar- stjórnar, Ólafi B. Thors, var hins vegar bara sparkað og hann hefur þegar gefið yfirlýsingu um að hann muni hætta eftir þetta kjör- timabil. Þriðji efsti maður á lista flokksins viö siöustu kosningar var hins vegar ekki eins auðveldur viðfangs, Albert Guðmundssyni verður ekki Þaö veröur aðteljast mikil ósanngirni ef ekki ósvffni aö fullyröa aö Reykjavik skeri sig úr meö há gjöld á einstaklinga en þaö er eins og menn muna höfuöádeiluefni hins nýja leiötoga Sjálfstæöisflokksins i borgarstjórn. auðveldlega sparkað, hvorki upp eða niöur né heldur til hliðar. Albert hefur sýnt og sannað bæði i kosningum og prófkjörum innan flokksins aö hann á þar traust fylgi sem fylgir honum fremur en flokknum ef þar skilur einhvern tima á milli. Þetta vita flokksbræður hans og umgangast hann þvi með þeirri virðingu, sem óttinn einn getur skapaö. Albert hefur þegar gefið yfirlýsingu um að hann verði i kjöri við næstu borgarstjórnarkosningar og óhjákvæmilega mun það valda hinum nýja leiðtoga fiokksins i borgarmálum miklum erfiðleik- um við að ná þeim geislabaug persónudýrkunar, sem talinn hef- ur verið nauösynlegur hverju borgarstjóraefni flokksins. Nýi foringinn, Davið Oddsson, á þvi tvimælalaust erfitt verk fyrir höndum. í fyrsta lagi þarf hann að öðlast tiltrú sem alvöru stjórnmálamaður, en það getur reynst honum erfitt, þvi maður- inn er þjóöfrægur grinisti og á sem slikur ákaflega erfitt með að ræða jafnvel hin alvarlegustu mál án þess að reyna að vera svolitið fyndinn um leið. Hitt veröur hon- um þó vafalaust erfiðara.en það er að sigra i væntanlegu prófkjöri flokksins og fá þannig viðurkenn- ingu á forystu sinni. Albert Guðmundsson gæti reynst honum skeinuhættur i prófkjöri og flest- um er i fersku minni aö jafnvel formaður Sjálfstæðisflokksins varð að lúta i lægra haldi fyrir Albert i prófkjöri. Ný slagorð með nýjum herrum En það er ekki aðeins aö Sjálf- stæöisflokkurinn i borgarstjórn hafi skipt um leiötoga. Gömlu ádeiluatriðin á núverandi meirihluta hafa verið lögð til hliðar eitt af öðru og ný smiðuö i staðinn. Glundroöakenningin er þannig næstum alveg hætt að heyrast rema hvað Birgir ísleifur heldur enn dauðahaldi i hana enda innprentuð i manninn i áratugi og þvi þykist hann merkja „heiftarlegan ágreining” innan meirihlutans um fjölmörg mál. Kenningin um að vinstri menn kunni ekki að stjórna fjármálum og aðþeir muni koma borgarsjóði á hausinn á örstuttum tima ér einnig alveg gleymd i málflutn- ingi Sjálfstæðismanna og þeir eru alveg hættir að tala um góða búiö sem þeir skildu eftir á miöju ári 1978, sem skuldaði raunar um tvo miljarða gamalla króna þá (um 6—7 miljaröa g.kr. nú) og átti enn ógreiddan kosningavixil frá árinu 1974. öll gömlu slagorðin eru þannig orðin ónýt og þvi verða þau að vikja meö gömlu foringjunum. Nýi foringinn kemur með ný slag- orð. Tvö af þeim heistu og þau sem ég ætla aö gera að umræðuefni hér eru að nýi meirihlutinn hafi hækkaö alla skatta eins og hann mögulega getur og stjórni með skattpíningu að markmiði og svo hitt að i raun hafi ekkert breyst i borginni við það aö skipt var um meirihluta. Seinna slagorðið minnir óneitanlega á karp barna þar sem eitt segir viö annað: ,,Ég hefði getaö gert þetta alveg eins vel og þú,” en slikt heyrir maður stund- um þegar eitt barn öfundar ann- að. Hvers vegna auknir skattar? Ekki þarf aö deila um þaö aö núverandi borgarstjórnar- meirihluti hefur hækkað skatta bæði á einstaklinga og atvinnu- rekstur. Það hefur hann gert, — en hvers vegna? I fyrsta lagi vegna þess að siðustu árin i stjórnartið Sjálf- stæöisflokksins dugöu tekjur ekki fyrir nauðsynlegustu útgjöldum (og voru þó framkvæmdir i al- geru lágmarki) eins og sést best á gifurlegri skuldasöfnun eins og ég gat um áðan. I öðru lagi vegna þess aö stööugt er veriö að auka þjónustu við borgarbúa i formi nýrra stofnana sem kalla á aukinn rekstarkostnaö. Sem dæmi um það má nefna sjö nýjar dag- vistarstofnanir, tvö ný dvalar- heimili fyrir aldraöa, nýtt æsku- lýösheimili, nýja sundlaug, nýja skóla, nýjar heilsugæslustöðvar og þannig mætti lengi telja. Auðvitað kalla þessar nýju stofnanir á aukiö fjármagn úr hinum sameiginlega sjóði en þær skila borgarbúum aftur betri þjónustu og jafna lifskjör i borg- inni. 1 þriöja lagi hefur veriö aukið umtalsvert það fjármagn sem fer i uppbyggingu i borginni, þ.e. til framkvæmda eins og ég mun vikja aö siðar. í fjóröa lagi er nauösynlegt að hafa þaö i huga að nær allir tekju- stofnar sveitarfélaga eru óverö- tryggðir og miðast við tekjur næstliöins árs. I veröbólgu sem er á milli 50 og 60% á ári þá rýrna gjöldin mjög verulega að verð- mæti. Þótt lagt sé á 11.88% útsvar er það lagt á tekjur ársins á undan og er þvi i raun ekki nema um 7% af tekjum þess árs sem út- svarið er gr^itt á. 011 þessi atriði er nauösynlegt aö hafa I huga þegar talað er um hækkaða skatta. í hvað fara gjöldin? Þegar bornir eru saman skatt- ar i einu sveitarfélagi við skatta i öðru, þá verður að taka tillit til margs og þó alveg sérstaklega hvaö ibúarnir fá i staðinn fyrir gjöldin. Þannig er með öllu óraunhæft aö bera saman skatta I þéttbýli, þar sem allir greiða sameiginlega af sköttunum þjónustu eins og götur, gangstéttir, holræsi, leikvelli, samgöngutæki o.fl.,við t.d. dreifbýlishrepp þar sem hvert heimili fyrir sig veröur að mestu aö sjá sér sjálft fyrir framangreindri þjónustu og þvi að sjálfsögðu að greiða hana beint. Reykjavik hefur mikla sérstöðu meöal sveitarfélaga landsins vegna stærðar sinnar og þeirrar miklu þjónustu sem hún veitir ibúunum. Þó er fróðlegt aö bera saman álagningarreglur i Reykjavik við aðra kaupstaði lands- ins. Til samanburðar tek ég útsvör og fasteignagjöld, sem eru mikilvægustu tekjustofnar sveitarfélaganna og þeir sem lagðir eru á einstaklinga, enda álagningarreglur annarra tekju- stofna svo margbrotnar að samanburður er mjög erfiöur. A meðfylgjandi töflu, eru allir kaupstaðir landsins, 22 að tölu. Til skýringar vil ég taka fram að fasteignaskattar A eru skattar á ibúðarhús en B á atvinnuhúsnæöi. Minus fyrir framan tölu þýðir að veittur er afsláttur frá gjaldskrá. Alagning útsvars og fasteignaskatta i kaupstöðum árið 1980: (Jtsvör Fasteignaskattar álag % A B 1. Akranes . . . 0 0 2. Akurevri 25 25 3. Bolungarvik 25 25 4. Dalvik 25 25 5. Eskif jöröur 0 25 6. Garöabær .... 11,0 0 0 7. Grindavfk .... 12,1 0 0 8. Hafnarfjörður .... 11,55 4-10 0 9. Húsavik 0 0 10. tsafjörður 0 10 11. Kefiavík 0 0 12. Kópavogur. 10 15 13. Neskaupstaöur 25 25 14. Njarövik 0 0 15. Ólafsfjöröur 12,1 25 25 16. Reykjavik 11,88 0 25 17. Sauðárkrókur 18 18 18. Selfoss 25 25 19. Seyðisfjöröur 10 10 20. Seltjarnarnes 10,5 -r 20 0 21. Siglufjörður 12,1 20 25 22. Vestmannaeyjar 11,55 25 25 Hærri útsvör í 13 kaupstöðum, hærri fasteignaskattar í 11 Þessi tafla leiðir i ljós að 13 kaupstaðir innheimta hærra útsvar en Reykjavík,2 eru meö sömu álagningarprósentu og 6 eru meö lægri álagningu en Reykjavik. Ef borin eru saman fasteigna- gjöld á ibúðarhúsnæði, þá kemur i ljós að 11 kaupstaðir eru með hærri álagningu en Reykjavik, 8 eru með sömu álagningu og i Reykjavik en aðeins 2 eru lægri. Þetta eru þau gjöld sem snúa að einstaklingunum og það verður að teljast mikil ósanngirni ef ekki ósvifni aö fullyrða aö Reykjavik skeri sig úr með há gjöld á einstaklinga, en það er eins og menn muna höfuðádeiluefni hins nýja leiðtoga Sjálfstæöisflokksins i borgarstjórn. Þá skulum við vikja aðeins að hinu ádeiluefninu, — að ekkert hafi breyst i borginni viö meirihlutaskiptin og að alla pólitiska stefnumörkun skorti. Til að leggja mat á þetta atriði er nauðsynlegt að hafa einhverja viðmiðun og viömiðunin er hand- hæg, annars vegar er hægt að miða við fjárhagsáætlun borgar- innar fyrir árið 1978 og hins vegar við tillöguflutning minnihlutans ,viö gerö fjárhagsáætlunar nú fyrir áriö 1981. Þegar borið er saman við áætl- un ársins 1978 er rétt ,að hafa tvennt i huga. Sú áætlun er gerð i upphafi kosningaárs og felur þvi I sér ýmsar óskaframkvæmdir sem ekki átti að svikja.fyrr en eftir kosningar.og i öðru lagi þaö, að eftir stjórnarskiptin á miðju ári varð aö skera áætlunina veru- lega niður vegna þess hve óraunhæf hún var miðað við tekj- ur borgarinnar. Auk þess varö aö taka lán og safna lausaskuldum á seinnihluta þess árs. Hvað hefur breyst? Núverandi meirihluti borgar- stjórnar hefur lagt áherslu á tvennt sérstaklega i störfum sin- um, þ.e. félagsmál i viðtækum skilningi og atvinnumál. Þrátt fyrir þessi áhersluatriði þá hafa aðrir þættir ekki verið vanræktir. 1 áætlun fyrir árið 1978 var varið til rekstrar félagsmála (ath.: allar tölur eru i gömlum krónum) kr. 2.981 miljón en i áætlun 1981 13,822 miljónum. Þarna er um tæpa fimmföldun aö ræöa. Þessi aukning á rekstri byggist m.a.á. auknum dag- vistarstofnunum, aukinni dag- vistun á einkaheimilum og stór- aukningu heimilishjálpar en hún hefur sérstaklega aukist við aldrao fólk auk þess sem stofnað hefur verið nýtt útibú Félags- málastofnunar. Framkvæmdir á sviöi félags- mála, þ.e. bygging barna- heimila.var i áætlun ársins 1978 kr. 177,7 miljónir en i áætlun árs- ins 1981 1.060 miljónirog hefur þvi nær sexfaldast á milli áætlana. Framkvæmdir viö iþrótta- mannvirki voru i áætlun 1978 kr. 64 miljónir en i áætlun 1981 kr. 700 miljónir og hafa þvi nær ellefu- faldast. Framkvæmdir á sviöi æsku- lýösmála voru i áætlun 1978 kr. 85 miljónir en i áætlun 1981 kr. 365 miljónir og hafa þvi rúmlega fjórfaldast. Framlag til Framkvæmdasjóös borgarinnar.en hann leggur fé til uppbyggingar BCR og starfa at- vinnumálanefndar, var i áætlun 1978 kr. 270 miljónir en i áætlun 1981 kr. 1734 miljónir og hefur þvi milli sex- og sjöfaldast. Þeir sem ekki sjá breytingar og pólitiska stefnumörkun i þessum dæmum sem hér hafa verið tekin eru ótrúlega glámskyggnir. En hver er þá stefna Daviðs? Þessi samanburður sem hér hefur verið gerður er á milli nú- verandi stjórnenda borgarinnar og þeirra sem stjórnuðu áöur. -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.