Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.— 15. febrúar 1981 Helgin 14,— 15. febrúar 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 Þau voru á námskeiöinu, greinilega þungt hugsi yfir þeirri nýju veröld sem tölvan opnar. Ljúsm: eik Tölvurnar i Tölvuskólanum liafa islenska stafi og svara á islensku. Reynir Hugason vift eina töivuna. Ljúsm: eik. Tölvan er staörevnd, hún leggur undir sig hvert sviöið á fætur ööru og öll fyrirtæki bæöi stór og smá eru úöum að tölvu- væöast. Kn þaö er ekki núg aö kaupa tölvur. það þarf aö læra á þær og þaö þarf aö skilja hvernig þa-r vinna og hvaöa möguleika þær hafa. Tölvuskólinn er til húsa aö Borgartúni 29. Þar er Reynir Hugason rafmagnsverkfræðingur i forsvari, en hann húf aö skipu- lcggja kcnnslu á tölvur fyrir um þaö bil tveimur árum. I skóianum eru haldin nám- skeiö bæði fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Atján nemendur komast aö 1 einu og aö sögn Reynis er mikil aðsókn. Fúlk er aö gera sér ljúst aö tölvan er þaö sem koma skal og þaö er ýmist að einstaklingar koma á eigin vegum eöa eru sendir af fyrirtækjum. A námskeiöunum er kennt hvernig tölvan vinnur og hvernig á aö nota hana, en tölv- urnar sjá sjálfar um kennsluna. Reynir sagði aö margir heföu unnið viö að mata tölvur án þess að hafa nokkurn tima vitaö hvaö siðan geröist eða hvaö hægt væri aö gera við tölvuna. Hálfur mán- uður á námskeiöi nægir til að losa fólk viö tölvuhræösluna sagði Reynir.en siöan gefur framhalds- námskeið kostá frekari menntun. Svörin koma á íslensku og tölvurnar sjá um kennsluna t Tölvuskúlanum er kennt BASLC mái, en þaö er algengasta málið á svokölluðum mikrú- tölvum. Þær komu á markað áriö 1977 og leystu af húimi mini- tölvur. Mikrútölvurnar geta leyst sömu verkefni og minitölvurnar, það tekur þær lengri tima, en þar á móti kemur að þær eru údýrari. Reynir Hugason sagði að' tölv- urnar f skólanum hefðu islenska stafi og svöruöu á islensku og er það verk 16 ára unglings sem hefur veriö hjá skúlanum .f heilt ár. En hvaða möguleika gefa tölv- urnar, hvar koma þær helst aö notum? Þvf svaraöi Reynir, aö möguleikar tölvanna væru geysi- miklir. Þær væru notaðar við bókhald, það heföi verið búiö til forrit fyrir fullkomna pústþjún- ustu sem sinnti pöntunum, bók- haldi og tollskýrslum sem sagt öllu. Þá hefði verið útbúin skiöa- klukka sem mælir nákvæman tima, forrit fyrir bílasölu þar sem hægt er aö leita aö ákveönum eiginleikum bila, verslanir hafa töivursem skrá lagerinn o.s.frv. Þá er hægt að búa til leiki á tölv- urnar t.d. leik sem kemur I staö- inn fvrir bingó. Reynir var að þvf spurður hve langt tölvuvæðing væri komin hér á landi. Hann sagði að það væri erfitt aö meta þaö eftir þvi við hvað væri miöað, hitt væri vist aö tölvunotkun væri að aukast gff- urlega. Tölvubyltingunni hefur veriö svaraö með þvf að hefja kennslu I meöferð tölva i menntaskólunum, en fyrir þá sem komnir eru yfir þaö stig, en vilja læra á tölvur er Tölvuskólinn liklega eini mögu- leikinn. Hvert námskeið kostar 800kr., það eru engin inntökuskil- yröi, námskeiöineiga að þjóna al- menningi, þeim sem vilja kynn- ast hinni nýju tækni. Yngstí nemandinn sem veriö hefur i skólanum var 11 ára, en sá elsti 74 ára. Bæði konur og karlar sækja námskeiðin og aösúknin eykst jafnt og þétt, tölvan er staöreynd og fúlk er greinilega að átta sig á því smám saman. -ká í fyrri grein um áhrif örtölvubyltingarinnar á at- vinnuhorfur kvenna, sem birtist i siðasta Sunnu- dagsblaði Þjóðviljans (7.-8. febr.),var sýnt fram á, að á áratugnum sem framundan er munu mestu breytingarnar vegna tölvuvæðingar verða á þjón- ustusviðinu. En einmitt i þjónustugreinunum er meirihluti útivinnandi kvenna og þær eru að meiri- hluta mannaðar konum, einsog kemur fram i skýrslu Kvennaáratugsráðstefnu S.Þ. frá i sumar, sem þessar greinar byggjast á.^ Síðari grein Hvortsem málin eru litin bjart- sýnis- eða svartsýnisaugum er ljúst að áhrif tölvuvæðingarinnar verða vfðtæk, en þeirra mun gæta mismikið i atvinnuvegunum og milli starfsgreina. Með það f huga skiptir sd spurning máli, hvort liklegt sé, að annmarkarnir komi verr niður á ákveðnum húpum á vinnumarkaðnum en öðrum. Eitt aðaleinkenni vinnumark- aðarins í öllum iðnvæddum lönd- um er kyngreining starfa. Megin- hlutiútivinnandikvenna erá mjög mjög tkmörkuöu starfssviöi. þ.e. i „kvennastörfunum” svokölluðu og kvennaiðngreinum. Karlar og konur skiptast eiginlega mest- megnis á milli tveggja vinnu- markaða með nánast enga sam- keppni sfn á milli. Þessi kyn- greining skiptir máli i sambandi við óheppileg áhrif tölvuvæð- ingarinnar. Onnur skilgreining á tvöföldum vinnumarkaöi er skiptingin i lág- launasvið með slæmum vinnu- skilyröum, ótryggri atvinnu og engum eða litlum tækifærum til frekari þjálfunar i starfi og hins vegar hálaunasviö með tiltölu- lega öruggri atvinnu og tækifær- um til aö vinna sig upp i starfi og fá enn hærri laun. A fyrra sviðinu. er yfirleitt krafist Iitillar eða engrar þjálfunar og menntunar, á hinu þó nokkurrar ásamt hæfni til sérhæfingar. „Kvennastörfin” eru flest á láglaunasviöinn og þegar þvf er spáð, aö örtölvubylt- ingin leiði fyrst og fremst til at- vinnumissis þeirra sem vinna úfaglærðu störfin er augljóst að þar er ekki sist um konur að ræða. 1 þvi sem skrifaö hefur verið um örtölvutæknina og afleiðingar hennar fyrir verkafúlk er sjald- gæft að finna nokkra greiningu á hvort hún kemur misjafnlega niður á einstökum húpum. Engu aö siður virð- ist almennt viöurkennt aö úti- vinnandi konur verða fyrir barö- inu á henni. Yfirleitt er ekki náiö fariö Ut f þá staöreynd, en þær gjarnan nefndar með í upptaln- ingu á hópum sem eru i hættu, svo sem eldra starfsfúlki, yngsta vinnukraftinum, öryrkjum, minnihlutahópum... Astæðan er sú, sem rakin var hér á undan, að það eru þjúnustu- greinarnar sem mest munu breytast viö tölvuvæðingu, en hærra hlutfall útivinnandi kvenna er í þeim en nokkrum öðrum at- vinnuvegi. Tekið er dæmi frá nokkrum löndum V-Evrúpu og Bandarfkj- unum: 1 þessu sambandi eru skrif- stofustörfin einna mikilvægust, bæði vegna þess, aö þar er fyrir- sjáanleg mikil fækkun starfsfúlks við tölvubyltinguna og vegna þess miklafjölda kvenna sem þar hafa atvinnu sina. 1 Bandaríkjunum eru t.d. 78.7% skrifstofufólks konur og yfir 95% vélritara og ritara eru konur. Skrifstofustörfin eru stærsta starfsgreinin sem konur hafa að- gang að og vinna þau i Bandarikj- unum 36.4% allra hvitra útivinn- andi kvenna, 30.8% allra útivinn- andi kvenna af rómönskum stofni og 24.4% allra svartra útivinn- andi kvenna. Af öllum giftum konum sem vinna utan heimilis vinna 34.1% skrifstofustörf og 30.3% af öllum útivinnandi konum yfir 35 ára aldri. Selby-Smith mun lægra hlutfall karla við störf sem væru f hættu vegna tölvubyltingarinnar eöa 25% 1977. Þróunin er ekki aðeins ógnun við kcnur sem nú eru á vinnu- markaðnum. Erfiðleikarnir verða enn meiri fyrir byrjend- urna, bæði fullorðnar konur sem vilja koma aftur til starfa og ungt fúlk sem er að byrja aö vinna úti. Það er staðreynd að þjónustu- greinarnar og þá ekki sist skrif- stofustörfin hafa tekið við megin- hluta aukins vinnuafls kvenna undanfarna áratugi og að þátt- taka kvenna i óhefðbundnum störfum er óveruleg. Mörg þeirra starfa sem eru að hverfa eru þau sem litillar þjálfunar krefjast, en’ hafa gefið eldri konum möguleika á að snua til baka á vinnumark- aðinn. Vandi kvenna Það verður aö vekja athygli stjórnmálamanna og verkalýðs- forystu á að konur standa verr aö vigi gagnvart nýju tækninni og hafa þar við sérstök vandamál að glíma. Kyngreindur vinnumarkaður er aðalvandinn og verður þröngt um val þegar ákveðin störf hverfa. Vegna skorts á formlegri menntun mun konum veitast erfitt aö aölaga sig nýjum störf- um og miðað viö núverandi starfsval kvenna er hætt við að tækniáhugi og þekking sem mörg af starfsliðinu. Þarf að bæta þvi viö, aö þar er krafist minnstrar menntunar og þar eru lægstu launin? 1 fjórða lagi veröur hægt að dreifa vinnunni. Þrúunin er sú, að það getur borgað sig að dreifa tölvuvinnslu i stað þess að safna henni á einn stað og þetta gefur möguleika á að veita vinnu á at- vinnuleysissvæðum, t.d. konum i dreifbýli, — en að visu i lægst- launuðu störfunum á þessu sviði. Þessi siðasti kostur er þú bland- inn. Tölvuvæðingin mun gera mörgu fúlki kleift að stunda at- vinnu heima hjá sér, a.m. k. hluta vikunnar. Vissulega er sitthvað unnið við slikt, minni ferðalög t.d., minna bil milli fjölskyldulifs og atvinnulifs, möguleikar fyrir foreldra til aö stunda launaða vinnu og heimilisstörf jafnhliða og atvinnumöguleikar fyrir konur sem annars heföu ekki komist út til vinnu. En slik þrúun hefur einnig i för með sér félagslegar hættur sem koma sérstaklega niður á konum. Aukið frelsi til að vinna heima getur lika aukið einangrun og lág laun heimavinn- unnar. Miðaö viö núverandi verkaskiptingu þeirra sem taka vinnu heima i iðngreinum er lik- legt að slikt verkafúllj verði fyrst og fremst konur. Skoöanir um áhrif tölvubylting- arinnar á vinnuskilyrði og vinnu- umhverfi eru jafn skiptar og um áhrif á atvinnuhorfurnar. Þrúun- in getur oröið til gúðs eða ills og sem ekki vinna úti vegna þess að þær hafa ekki haft tækifæri til þess. Verkaskipting af þessu tagi er ekki aðeins leið til að deila út vinnu til fleiri. Styttur daglegur vinnutimi bæöi karla og kvenna gerir foreldrum ungra barna kleift að sameina útivinnu barna- uppeldi. Það mundi umfram allt bæta stöðu kvenna á vinnumark- aðnum. Frá kvennasjónarmiði er það enn ein ástæða til að beita sér fyrir að atvinnunni sé skipt, en einnig til aö beita sér fyrir, að vinnutimastyttinginkomi fyrst og fremst fram i styttri daglegum vinnutima, en ekki styttri vinnu- viku eða lengri sumarfrium. Það er hinsvegar enganveginn vist, að styttur vinnutimi sé það sem tölvuvæðingin leiðir til. Mik- ill ásókn er i að koma á vinnu sjö daga vikunnar, 24 stundir á súlar- hring, þar sem tölvuvæöingin gerir það ekki aöeins mögulegt, heldur lfka fjárhagslega eftir- sóknarvert. Þetta gæti þýtt aukna yfirvinnu þeirra sem þegar eru i atvinnu og tilhneigingu til vakta- vinnu. Vaktavinna er úheppileg fyrir hvaða verkafólk sem er, en einkum og sér i lagi fyrir for- eldra. Mikilvægust varðandi dreifingu atvinnunnar og ný atvinnutæki- færi er stefnan sem tekin er i efnahagsmálum. Sumir halda þvi fram, að jákvæð verði útkoman aðeins meö þenslu þjónustu- greina og mælir t.d. franski rann- sóknahópurinn með að þeim auði Áhrif á atvinnuhorfur kvenna 1976 unnu 1 1/4 miljún kanad- iskra kvenna skrifstofustörf eöa yfir 25% allra útivinnandi kvenna. Af öllu fúlki sem vann á skrifstofum voru 75% konur. Látum þessi dæmi nægja, en svipuö mætti nefna frá mörgum öðrum iðnvæddum löndum. Aströlsk könnun Hvergi nema i Astraliu hefur beinlinis verið reynt að kanna hugsanleg áhrif tölvuvæöingar á atvinnu kvenna, en i þeirri athug- un, sem kennd er við stjúrn- andann, Joy Selby-Smith, kemur mjög vel fram kyngreining vinnumarkaðarins: 85% kvenna i launuðum störfum voru i 18 af 61 starfsgrein á skrá hagstofunnar og þessar 18 voru fyrst og fremst „kvennastörf”. 1 raun var yfir helmingur kvennavinnuaflsins i fimm þjdnustugreinum: af- greiðslufólk, hrað- og vélritarar, ráöskonur, matreiöslukonur og þjónustustúlkur og kennarar. 39 starfsgreinar voru alger „karla- störf”, en gagnstætt kvenna- vinnuaflinu dreiföust karlar milli margra starfsgreina. Meöal „kvennastarfanna” sem mundi borga sig fjárhagslega að láta tölvur vinna eru búkhald og gjaldkerastörf, hraðritun og vél- ritun, önnur skrifstofustörf, af- greiðslustörf, sima- og skeyta- þjúnusta og e.t.v. innpökkun og merkingar. Reiknaöist Selby- Smith til, aö 1977 hafi yfir 50% úti- vinnandi kvenna verið i i einmitt þessum störfum. Ýmis „karlastarfanna” veröa að sjálfsögöu einnig tölvuvædd. En vegna þess hve vinnuafl karla er dreift á milli starfsgreina taldi Hlutfall kvenna sem vinna i framleiðslu- greinunum Hlutfall kvenna sem finna i þjónustu- greinunum Frakkland ... 22.2%; 34.6% V-Þýskaland .... ... 28.8% 29.5% italia ... 24.4% 27.6% Holland ... 15.6% 38.5% Spánn ... 24.2% 30.7% Sviþjóð ... 15.1% 56.4% Bretland .... 22.0% 46.3% Ba'ndarikin .. 17.0% 45.4% nýju starfanna krefjast haldi kon- um frá að sækja um þau. Þar sem konur eru mun bundn- ari af heimilisskyldum sinum en karlar takmarkar það möguleika þeirra til að flytja vegna nýrra starfa og að lokum eru konur mjög illa skipulagðar faglega og þvi i slæmri aöstööu til aö berjast fyrir aðgerðum vegna sérstööu sinnar á vinnumarkaönum og fyrir ávinningi af tæknibreyting- unni. Ofan á þettaallt bætist, að kon- ur eru fórnarlömb krepputima, atvinnuleysi bitnar fyrst og mest á þeim og sagan sýnir, að sam- keppni verkafólks um atvinnuna kemur niður á rétti kvenna, eink- um giftra, til launaðrar vinnu, en stjórnmálamenn eru oft tregir til aö koma þama til múts við vand- ann. Möguleikar tæknibreyting- arinnar Þrátt fyrir allt er tölvuþrúunin ekki eingöngu úgnun, en llka upp- örvun. Nýja tæknin gæti á marg- an hátt orðið konum til gúös. Hún getur I fyrsta lagi orðið leið til að sigrast á margumtöluöum yfir- buröum karla I kröftum og lik- amsburöum, sem notaöir hafa veriö sem ástæða til að mismuna konum, þvi tölvutækni getur nú viða komiö i stað likamsaflsins. Þá gæti upplýsingasviöiö sem tölvuvæðingin er að gera að vax- andi atvinnugrein veitt mörgum konum atvinnu. í þriöja lagi ætti að rikja meira jafnrétti i tölvuvinnslu, sem fremur byggir á andlegri hæfni en likamsburöum, auk þess sem þar er á ferð ný atvinnugrein án rút- gróinnar kyngreiningar i störf- um. Þó kann að vera, aö sú staöa sé þegar töpuö og berjast þurfi gegn fordómum á þessu sviði sem öðrum á vinnumarkaönum. Það kom semsagt i ljús i-Sviþjúð, að þar af starfsfúlki eru við tölvu- vinnslustörf 90% karla viö stjúrn- un, kerfisvinnu, og mötun tölv- anna og 80% við áætlanir, fram- kvæmdastjúrn og samskipti. A þriðja sviðinu, götun og skrán- ingu, voru konur hinsvegar 97% útkoman sem áður undir þvi komin hverra hagsmuna er gætt. Flestir viröast sammála um aö tölvunotkun hafi haft jákvæð áhrif á vinnuskilyrði. Tölvur geta þannig tekið' viö lilcamlega eða andlega slit- andi störfum og þeim sem unnin eru i heilsuspillandi umhverfi og nákvæmari eftirlitstækni dregur úr sjúkdóms- og slysahættu. A hinn bóginn hefur tölvunotkun lika leitt til nýrra umhverfis- vandamála. Um leið og dregið hefur úr likamlegri áhættu hefur andleg streita og spenna aukist, t.d. hjá þeim sem vinna löngum stundum einangraðir við eftirlit eða þeim sem vinna við tölvur sem ýmist valda streitu vegna til- breytingarleysis eða af þvi að þær krefjast sifellt vakandi auga. A skrifstofunni — einum aðal- •vinnustað kvenna — leiöir nýja tæknin ekki aöeins til andlegrar streitu heldur getur einnig valdiö likamlegu heilsutjúni. 1 þvi sam- bandi eru nefndir krúniskir bak- verkir og varanleg sköddun af langseturrrviö vélar, sárar búlgur á höndum og úlnliðum af hröðum, si« endurteknum handahreyfing- um i langan tima, höfuðverkur, augnþreyta, og varanlegar augn- skemmdir af vinnu við video-tæki, höfuöverkur og skert heyrn vegna stööugs niös frá tölvuvélum i stórum skrifstofum. Þá er bent á hugsanlega geislun frá stöðugri notkun tölvuskerma og þh. Fagþekking? Enn eitt sem skoðanir skiptast um varöandi tölvuvæðinguna er þörfin á fagþekkingu. Telja sumir aö hún muni krefjast meiri fag- þekkingar almennings þar sem vélar taki að miklu leyti viö störf- unum sem ófaglært fúlk hefur unnið, en aörir aö verkaskiptingin veröi skarpari og æ minni lær- dúms veröi krafist af meirihluta verkafólksins. Mörg störf sem áöur þurfti heil- mikla fagþekkingu og þjálfun til aö vinna veröa nú unnin með að ýta á takka. Skrifstofustörf eru dæmigerð: Aður þurfti langa æf- ingu og reynslu til að ná full- komnun og hraða við vélritun og hraðritun, en við textavinnslu- tölvuna þarf aðeins að þekkja lyklaborðið. Góöur vélritari gæti öðlast fullkomna þekkingu á öll- um möguleikum textavinnslu- tölvunnar á þrem til fjúrum dög- um, en algerlega úreyndur vélrit- ari gæti lika lært öll undirstöðuat- riöin á hálfum degi. Litt reyndur vélritari getur unnið jafn gott verk með tölvunni og reyndur.og nærri því jafn hratt, en þvi meiri þekkingu sem viökomandi hefur á tölvunni, þvi betur getur hann nýtt sér möguleika hennar. Sama gildir um fleiri störf á tölvuvædd- um skrifstofum framtiðarinnar. Þátttaka í stefnumótun Sé það rétt aö tölvuvæðingin leiði til skiptingar vinnuaflsins i stúran hóp úfaglærðs verkafúlks og hálaunaðan og Sérþjálfaðan hóp stjúrnenda er hætt við, miðað við ververandi viðhorf, aö þar veröi konur á botninum. En þetta er lika enn og aftur spurning um hvernig tölvuvæðingin veröur framkvæmd og meö hagsmuni hvers fyrir augum. Nýta mætti nýju tæknina til að útrýma erfiö- ustu og leiðinlegustu störfunum og skilja verkafúlkinu þú eftir ákvarðanir sem krefjast dúm- greindar. Krafa verkalýössam- taka um aukna þátttöku i fram- kvæmd tölvuvæöingarinnar byggist á þessu. Af sömu ásta&u er virk þátttaka kvenna i ákvörð- unum um þetta efni mikilvæg ef •þær ætla aö verja stöðu sina á vinnumarkaðnum. Þaö getur haft skaðleg áhrif á atvinnuöryggi að vinnunni sé dreift og dregið úr þekkingar- kröfum, þvi það veröur þá litt eft- irsúknarvert fyrir atvinnurek- andann að halda föstu starfsliði og þægilegra að ráða skammtima vinnuafl til timabundinna verka. Sú þróun mundi enn bitna verst á konum og viðhalda veikari stööu þeirra i atvinnulifinu. Einsog hér hefur verið rakið ráðast áhrif örtölvubyltingarinn- ar ekki af fyrirfram ákveönu munstri eða úþekktum öflum. Þrúuriin fer eftir þvi hvernig tölvuvæöingin fer fram, hvaöa markmiöum hún á aö þjúna og hvaða gildismat fær aö ráöa ferö- inni. Þegar eru daglega teknar ákvaöanir varðandi þessa þrúun. Grundvallaratriðið er hvort á- vinningi hennar verður jafnt skipt iþjúðfélaginu og annað mikilvægt atriöi er hvort aölögunarvandinn verður látinn bitna á einum þjúð- félagshóp umfram aðra. Fy rir konur skiptir meginmáli i þessu sambandi að taka þátt i umræðu og stefnumótun. í ýms- um löndum hafa þégar verið skipaðar nefndir eða vinnuhúpar til að gera margvislegar athug- anir og tillögur i þessum efnum, en aðeins i Astraliu hafa áhrif á konur eða möguleikar þeirra ver- ið athugaðir sérstaklega. Svo virðist sem sérstakur vandi kvenna sé yfirleitt hvorki viður- kenndur né skilgreindur. Viða um lönd fara einnig fram kannanir á vegum annarra en stjórnvalda sem konur og kvennasamtök gætu tekið þátt I og beitt sér við. Þar er t.d. um að ræöa rannsóknir og kröfugerð af hálfu verkalýðs- samtaka, bæði innanlands og samþjóðlegar, en ekki hefur þar veriö tekið sérstakt miö af konum fremur en hjá hinu opinbera. Úrræði Þaö er ljúst, aö prysta verður á stjórnvöld aö koma til múts við vanda kvenna á þessu sviöi, en þar eru mikilvægastar aðgeröir á sviöi menntunar og vinnumark- aðar. Þrátt fyrir úvissu um hvers- konar ný störf verða til er sumt ljúst, t.d. að þörf verður á sér- menntuðu fólki við tölvurnar. Miöað við aö tæknistörf hafa fram að þessu langtifrá veriö meöal heföbundinna kvenna- starfa verður þýðingarmeira nu en nokkru sinni fyrr að brjúta niður kynskiptinguna á vinnu- markaönum, vikka starfsval kvenna og örva þær til að reyna nýjar leiðir. Reynslan sýnir, aö slikt gerist ekki á einni núttu og að hlutverkaskiptingin stafar ekki eingöngu af gömlum hefðum i atvinnulifinu heldur lika af verkaskiptingunni innan heimil- anna, sem þrengir mjög valkosti kvenna á vinnumarkaðnum. Það er ekki núg að tryggja drengjum og stúlkum, körlum og konum, formlega sömu tækifæri i skúlum og atvinnu. Það verður að beita meövitaðri viðhorfsmútun i skól- um, námsefni, starfsráðgjöf og fjölmiðlum. Stjórnvöld ættu jafn- vel að ihuga enn áhrifameiri leið- ir eins og kvótaskiptingu starfa og úrræði sem hvetja karla til og gera þeim unnt að taka á sig sinn hluta heimilisverkanna og barna- uppeldis. Varla er hægt að leggja of mikla áherslu á viðhorfsmútun uppvaxandi kynslúðar, t.d. bara það að losa stúlkur undan þeirri bábilju, að allt sem viðkemur tækni sé úkvenlegt. Tryggja verð- ur útivinnandi konum aðgang að endurhæfingu i störfum ekki siður en körlum, en i þvi efni verður um leið aö taka tillit til minni starfs- menntunar þeirra yfirleitt og þörf fyrir sveigjanlegra skipulag námskeiöa vegna þeirra starfa sem venjulega hvila á þeim á heimilunum. Stytting vinnu dagsins fremur en vikunnar Þessar aðgeröir byggjast á aö næg atvinna veröi fyrir hendi, en meö tilliti til þess möguleika aö tölvuvæöingin stúrfækki störfum hafa margir, einkum verkalýðs- foringjar, stungiö upp á styttingu vinnutimans sem úrræöi. Er þá litiö á styttinguna sem leið til að útdeila vinnu til atvinnulausra og þvi haldið fram, að slikt geti gerst án kjaraskeröingar þar sem framleiðni muni aukast meö nýtingu tölvanna. t þessu sam- bandi skiptir miklu fyrir konur, aö viðurkenndur sé réttur þeirra til launaðrar vinnu hver sem hjúskaparstaða þeirra er, þannig að „atvinnulausar” séu ekki að- eins taldar þær konur, sem misst hafa vinnu sina, heldur lika þær sem skapast sé beint til opinberr- ar þjónustu, svosem heilbrigðis- þjónustu, menntunar og menningarstarfs, almennings- samgangna húsnæðis- og ferða- mála. Þing bresku verkalýös- samtakanna ályktaöi, aö aukin og bætt opinber þjúnusta verði mik- ilvægur þáttur i að skipta jafnt niður þeim ávinningi sem tækni- framfarir og iðnvöxtur gæfi i aðra hönd. Skýrslan frá Kvennaáratugs- ráðstefnunni leiðir að visu i ljús, að langt er frá þvi að menn séu sammála um áhrif örtölvuþrú- unarinnar á atvinnulifið né at- vinnuhorfur kvenna sérstaklega, en þvi er þó slegið föstu, að aðlög- unarvandinn verði mikill og hann bitni harðast á konum vegna nú- verandi stöðu þeirra i atvinnu- Iifinu og misskiptingu starfa á heimilunum milli kynjanna. Nokkrum lykilatriðum er þar að ■lokum beint til stjúrnvalda: Stefnt sé að fullri atvinnu. Ókostir og ávinningar tækni- breytingarinnar komi jafn niður á ibúana. Gripið sé til ákveðinna aðgerða til að mæta aðlögunar- vandanum og erfiðleikar kvenna þá lika hafðir i huga og áminnt er um að hafa konur með i ráðum á þessu sviði. Lokaorð skýrslunnar eru úr ræöu forseta sænska alþýðusam- bansins, Gunnars Nilsson, á þingi málmiðnaðarmanna 1977: „Allt snýst þetta um valdið til að ákveöa hvernig tölvurnar verða notaðar. Þær geta haft geigvæn- leg áhrif á atvinnulífið, en lika opnab nýjar leiöir til betri vinnu- skilyrða, aukinna áhrifa og nýrra starfa.” —vh 1) Technological Change and Women Workers: The Develop- ment of Microelectronics. A/Conf. 94/26. ÖRTÖLVU- BYLTINGIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.