Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 32
Vélstjóra- deilan er í hnút Svo virðist sem deila vélstjóra hjá rikisverksmiðjunum sé i al- gerum hniít.Eftir mjög stuttan og árangurslausan sáttafund I fyrra- dag hafa deiluaðiiar ekki talast við og síðdegis i gær hafði engin. ákvörðun verið tekin um hvenær næsti fundur verður boðaður. Aftur á móti eru menn að i sjó- mannadeilunni þótt litið gangi og þar mun raunar ekkert ganga fyrr en nýtt fiskverð hefur verið ákveðið. BUist var við þvi að yfir- nefnd tæki ákvörðun um fisk- verðið I gærkveldi og þegar það liggur fyrir má gera ráð fyrir að skriður komist á samningamál sjómanna. — S.dór Jafnréttisráð ræddi stöðu veitingarnar i gœr: Annar fundur á mánudag Jafnréttisráð hélt i gær fund um svonefnt Dalvfkurmál og iækna- deildarmálið og verður annar fundur haldinn á mánudag. Bergþóra Sigm u ndsdóttir framkvæmdastjóri ráðsins sagði i gær að gögn hefðu ekki borist fyrr en síðdegis á fimmtudag og menn þyrftu lengri tima til að kynna sér þau og komast að sameiginlegri niðurstöðu. Jafnréttisráð er lögskipað 5 mönnum og 5 til vara. Núverandi ráð tók til starfa 1. desember 1979 og í þvi' eru: Guðriður Þorsteins- döttir, formaður, Gunnar Gunnarsson (BSRB), Kristin Guðmundsdóttir (ASt) Einar Arnason (VVSÍ) og Ásthildur Ölafsdóttir skipuð af ráðherra. — AI Ekkert fiskverð enn Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna hætt Búist hafði verið við þvi að fisk- verð yrði ákveðið i gærkvöldi, en af þvf varð ekki. Yfimefnd verð- iagsráðs kom saman til fundar tvisvar sinnum i gær og voru ekki horfur á þvi að gengi saman fyrir helgina. Aðilar i kjaradeilu sjó- manna og útgerðarmanna slitu fundi á sjötta timanum i gær að eigin ósk vegna þess að þunglega horföi meö fiskverðsákvörðun, Kváðust deiluaöilar ekki hafa um neitt að ræöa fyrr en úrslit hefðu fengist í fiskverðsákvörðuninni. — ekh Síðustu fréttir - Yfirnefnd verðlagaráðs sjávar- útvegsins hélt tvo fundi um ákvörðun fiskverös i gær, án þess að til nokkrar niðurstöðu leiddi. Til tals mun hafa komið að fundur verði haldinn með deiluaðilum I dag. Ennþá mun töluvert bera á milli þeirra, sem hér eigast við. -mhg. Alltaf vekja hrossin sömu hrifninguna hjá unglingunum -Ljósm, -eik- Fram talsfrestur Rennur út á miðvikudag A miðvikudaginn kemur, 18. februar rennur út frestur til að skila skattframtölum. Að sögn Asgeirs Jónssonar skrifstofu- stjóra Skattstofunnar er fremur litið farið að berast af skattfram- tölum enn sem komið er. Sagði hann að venjulega væri það svo, að fólk drægi það fram á siðasta dag, að skila skýrslunni og sér- staklega væri þetta áberandi þegar framtalsfrestur væri langur eins og nú er. Asgeir sagði að fólk gæti fengið aðstoð við að fylla út skattskýrslu sina á Skattstofunni og væri sú þjónusta ókeypis. Ekki sagðist Ásgeir vita hvað lögfræðingar tækju fyrir framtalsaðstoð, en laganemar tækju 140 nýkr. fyrir aðstoðina. — S.dór Hækkun F-vísitölu í janúar 1.62% 6% verðbætur 1. mars Hækkun framfærsluvisitölu frá áramótum til febrúarbyrjunar varð 1.62%. Samkvæmt þeim lög- um sem I gildi eru, frádráttarlið- um ólafslaga og bráðabirgðalög- unum frá áramótum, koma til út- borgunar á timabilinu 1. mars til 31. mai 5.95% verðbætur á laun. Ef ekki hefði komið til viðskipta- kjarabati sem mældur er inn i út- reikning kaupgjaldsvisitölur, sem mun hafa verið ca. 0.9% hefðu verðbætur orðið 5%. Eins og skýrt var frá i ianúar- Viðskiptavísitalan gaf 0.9% til hækkunar byrjun hækkaði framfærsluvisi- tala um 12.5% í nóvember og desember. Með janúarviðbótinni 1.62% hefur hækkunin samtals orðið 14.12% á framfærslu- kostnaði. Við útreikning verðbóta dragast frá skerðingarákvæði Ólafslaga, áfengi og tóbak og bú- vöruliður, og 7% sem rikis- stjórnin ákvað með efnahags- áætlun sinni um áramót að fella niður gegn afnámi skerðingar- ákvæða ölafslaga út þetta ár, skattalækkunum og fleiri ráðstöf- unum. Því koma 5.95% verðbætur til útborgunar 1. mars þegar tillit hefur verið tekið til bata i við- skiptakjörum frá siðasta reglu- legum verðbótaútreikningi. 1. júni, 1. september og 1. desember i ár verða verðbætur á laun hinsvegar greiddar i fullu samræmi við hækkun fram- færslukostnaðar án nokkurrar skerðingar samkvæmt bráða- birgðalögum rikisstjórnarinnar frá áramótunum. Hagstofa Islands reiknar út visitölu framfærslukostnaðar en kauplagsnefnd verðbætur til launafólks samkvæmt fyrr- greindum lögum. — ekh Hershimiinmit vantaði hiá okkar mönnum tslenska landsliðið I handknatt- leik tapaði lyrir olymplumeistur- um Austur-Þjóðverja i skemmti- legum og spennandi leik I Laugardalshöll i gærkvöldi, 16-18. Erammistaða landans var mjög góð, aðeins herslumun vantaði til þess að okkur tækist að knýja fram enn hagstæðari úrslit. Leikurinn var i járnum lengst af I fyrri hálfleik, 3-3 og 6-6. Þjóðver jarnir komust siðan 110-6, en ísland minnkaði muninn fyrir leikhlé, 10-9. Þjóðverjar héldu undirtökum sinum I seinni hálfleiknum, 15-10 og 18-13. Lokaminúturnar sótti islenska liðiö mjög i sig veðrið, skoraði 3 mörk i röð og fékk tvö gullin tækifæri til að minnka muninn enn frekar, tækifæri sem glötuðust á fremur klaufalegan hátt. Ahorfendur klöppuðu Islensku leikmönnunum lof I lófa að leikslokum, enda var frammi- staða þeirra með miklum ágæt- um þrátt fyrir ósigurinn, 16-18. Það þarf ekki að fara mörgum oröum um austur-þýska liðið. Hér eru á ferðinni frábærir hand- knattleiksmenn, þeir bestu I heimi. Mörkin fyrir tsland skoruðu: Þorbergur 5/3, Stefán 3, Páll 2, Steindór 2, Sigurður 1, Guðmundur 1, Bjarni 1 og Ólafur 1. — IngH „Við erum á réttri leið” „Ég átti alveg eins von á þvi að við myndum tapa stórt fyrir þessu frábæra austur-þýska liði, þannig að ég er ánægður með úrslitin. Þau sýna glögglega að við erum á réttri leið, liðsheildin er að myndast,” sagði islenski la ndsliðsþjálfarinn, Hilmar Björnsson, að leikslokum I gærkvöldi. „Strákarnir voru oft á tlðum fullbráðir i' leiknum og eins nýttu þeir illa marktækifærin. Ég vona að okkur takist að laga þessi atriði fyrir leikinn á sunnudags- kvöldið. Við eigum að geta velgt Austur-Þjóöverjunum enn betur undir uggum.” — IngH UMFN Islandsmeistari L" t, : Ungmennafélag Njarðvikur tryggði sér tslandsmeistara- titilinn I körfuknattleik i gærkvöldi þegar félagið lagði Armann að velli með 120 stig- um gegn 79. Staðan i hálfleik var 86-53 fyrir UMFN. — IngH Stefá Halldórsson sýndi oft góö tilþrif I leiknum i gærkvöldi. Hér skorar hann eitt þriggja marka sinna á einkar glæsilegan hátt. Mynd — eik — PWÐviuim Helgin 14.— 15. febrúar 1981 Aðalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudaga. Utan þess tima er hægt að ná I blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná I afgreiöslu blaösins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.