Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.— 15. febrúar 1981 #mér datt það í hug Bryndís Helgadóttir: Ert þú i öldungadeildinni? Ekki þeirri bandarisku, ég meina þá i Hamrahliöinni. Ég held aö ég sé þar. Lét skrá mig i haust. Borgaði gjald, valdi fög, las námvisi, var viö setningu skólans, en samt... jú vist er ég við nám. Ég veit að flestar stofnanir eru byggöar eins og pýramidi, ég er einhvers staðar neöst, ,,enn þá”. Ég held að topparnir séu hinir alþýðlegustu, en maður er nú ekki i nánu sam- bandi við þá. Enda leikurinn ekki til þess gerður, hvernig hugsa ég? Mikið var félags- fræðikennarinn nú tilitssamur að segja okkur að von væri á skólastjóranum i tima i vikunni er leið, eða eins og hann sagði réttilega: ,,Svo ykkur bregði ekki”; mér brá ekki, enda vön manninum, verið inni á sjón- varpsgafli frá þvi elstu menn muna. Hann var aðeins að biðja okkur að aöstoða við manntalið blessaður maðurinn. Auðvitað samþykkti ég; skárra væri nú. Hefurðu farið i próf i öldunga- deildinni? Nei auðvitað ekki. Ég dreif mig. Fyrst sótti ég um, á sérstökum eyöublööum. Las próftöfluna. Fyrsta próf mér Ert þú í öldunga- deildinni? viðkomandi: Félagsfræði. Ég haföi lesið Gisla Pálsson spjald- anna milli, sótt alla tima, skilað ritgerðum, sem sagt þokkalegt ástand. En ....i alm. vagninum á leið i prófið fóru innyflin af stað, ég var farin að halda að þau ætluðu að mæta á undan mér, hvaöa æsingur. Þetta gerðist svo magnað að ég varð að beita sálfræðilegum aðferðum. En þar sem ég hef enn ekki sótt tima i þvi fagi þá dugðu þær ekki. Mikil er forsjálni borgar- yfirvalda,- þarna staðsetja þeir alm.salerni rétt við stoppi- stöðina á Miklubrautinni, ekki er að þeim að spyrja... Um siðir stóð ég ásamt hinum sauðunum i almenningnum. Sé ég ekki hvar einn forystu- sauðurinn keðjureykir, sveimér ef svitinn perlar ekki á enninu. Ég man ekki hvað ég sagði við manninn. Reyndi sennilega að fá hann til að hugsa um annað en prófið, þó ekki væri nema andartak. Svo glumdi bjallan og hjörðin rann i dilkana. Prófað er i mörgum fögum i einu og tima- sparnaður að eyða ekki löngum tima yfir eðlisfræði ef maður á að taka félagafræðiprof. HRAÐI-STRESS þú skrifar og skrifar mátt þakka himna- föðurnum kennaranum eða sjálfri þér að þú sast þó og skrifaðir allan timann. Engar vangaveltur. Eins gott að likaminn heldur sér i skefjum. Það er ein hreyfing, sú er stýrir vinstri hendinni er við á, sakar ekki að litill vöðvi sé i sæmi- legum takti, enga nútima tón- list, aðeins hraðan-markvissan takt, takk. En hver andsk. er þetta, það er eins og vir sé strengdur utan um þig, ætli það sé svona að vera eins og festur upp á þráð? Sennilega. Þessi klukkutimi var langur, samt of stuttur. Andlega og likamlega veist þú hvernig er að fara i próf, eftir 25 ára hlé. Sagði einhver að öldunga - deildin væri i tisku? Þetta er þá eins og önnur tiska. Þægileg, skemmtileg, fáránleg, óþolandi. Þú veist ekki hver skapar hana? En ég fylgist með, spennt. Hvað ber næsta önn i skauti sér? Bryndis Helgadóttir. Það hefur öðru hvoru verið minnt á þaö, að Kekkonen Finn- landsforseti hafi lagt fram til- lögur um að Noröurlönd yröu lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Natórikin Danmörk og Noregur hafa hafnað þessu. Þau hafa sagt sem svo, aö Noröurlönd séu án kjarnorkuvopna hvort sem er og ætli sér ekki að taka við þeim. En nú ber svo við aö Verka- mannaflokkurinn norski, sem hefur nær samfellt farið með stjórnartauma i landinu siðan landiö gekk i Nató, hefur sett á stefnuskrárblöö stuðning við hugmynd sem hljómar meö svipuðum hætti. Astæðan er sú, að vinstri helmingi fiokksins finnst, að smám saman hafi verið grafið undan þeirri stefnu sem Noregur áður fylgdi að þvi er varðar erlendar herstöðvar og einhverskonar aðild að kjarnorkuleiknum. Er þar fyrst að nefna bær geymslustöðvar fyrir ýmisleg vopn sem banda- Árni Bergmann manna i viðleitni til að „smiða brýr” milli sjónarmiöa risa- veldanna eða þá til að reyna að ýta við þeim meö harðri og sjálfstæðri gagnrýniá þaubæði. En Sviar hafa haft flestum betri aðstöðu til slikrar gagnrýni vegna mikils rannsóknarstarfs og upplýsingasöfnunar sem fram hefur farið á vegum hinnar kunnu friöarrannsókna- stofnunar SIPRI i Stokkhólmi. Hvorugt hefur boriö verulegan árangur segir Alva Myrdal i grein sem nefnist „Den nor- diske ubalansen” i bókinni Kjamorkuvopn, Norðurlönd og frumkvæði smáþjóðanna Ritstjórnargrein frelsi undan kjarnorkuvopnum i Evrópu. Það felur þetta i sér: Hvorki kjarnorkuvopn né heldur burðareldflaugar og skotpallar fyrir þær séu staðsett i Evrdpu og þeim sé heldur ekki miðað á skotmörk i Evrópu- löndum. Okkar heimshluti verður að mótmæla þvi aö vera meðhöndlaður eins og gisl af risaveldunum, mældur út sem hæfilegur vigvöllur sem veit dóm sinn fyrirfram, vigvöllur i striði sem við berum enga sök á”. Natógremja Það er i' þessum anda sem vinstri armur Verkamanna- flokksins norska hugsar þegar hann talar um að væri Norður- , lönd lýst kjarnorkuvopnalaust svæði: þegar það ástand sem nú erverður bundið i samning, þá geti það orðið örvandi fyrir- mynd hliöstæðum samningum um aðra hluta Evrópu. Og það er einmitt þessvegna, að Bandarfkjamenn og ýmsir höfðingjar i Nató hafa verið „gramir” yfir tillöguflutningi Norðmanna um þessi efni, jafn- vel þótt i útþynntu formi sé. Þar kemur greinilega fram hin si- gilda óánægja risavelda og blakka með „frumkvæði að neðan” i afvopnunarmálum, það frumkvæði sem Alva Myr- dal og fleiri áhrifamenn meðal sænskra sósialdemókrata telja eitt geta rofið vitahringinn. Hvar er ísland? riski herinn fær nú að koma sér upp á norsku landi: þar meö er, segja gagnrýnendur, búið aö skapa erlendar herstöðvar' i Noregi að öllu leyti nema þvi, að það á eftir að manna þær, en það verður hægt með svotil eng- um fyrirvara. Gegn útþynningu Því hafa þær norsku hug- myndir sem stjórnarerindrekar hafa viörað bæði I Washington og hjá NATO I Brilssel túlkaðar fyrst og fremst i þá veru, að verið sé að reyna að friða stóran hluta Verkamannaflokksins og koma i veg fyrir að úr honum leki til vinstri I næstu kosning- Um' En þeir áhrifamenn i flokknum, sem hafa gagnrýnt hermálastefnu ráðamanna hans, eins og t.d. Jens Evensen fyrrum hafréttarráðherra, hafa ekki veriö yfir sig hrifnir. Þeir segja að visu að þaö sé góðra gjalda vert, að fráfarandi for- sætisráðherra, Oddvar Nordli, og hans menn, vilji sýna þessum málum nokkurn sóma. En þeir hafa andmælt þvi, að Fryden- lund utanrikisráðhérra og aðrir ráðamenn hafa viljaö tengja hugmyndina um Norðurlönd án kjarnorkuvopna beint við framkvæmd hliðstæörar stefnu annarsstaöar i Evrópu og þá ekki sist viö það, að Sovétmenn taki niður kjarnavopn sin á Kólaskaga. Þeirtelja vonlitiö aö biöa eftir þvi aö náð verði svo viðtæku samkomulagi, sem flækist mjög inn i stirða sambúð stórveldanna nú um stundir, og telja þaö skipta öllu máli að sýna i verki eitthvert það andóf gegn vigbúnaðarkapphlaupi sem eftir verði tekið. Þriðja atrenna Sömu skoðunar er reyndar Alva Myrdal, sem lengi hefur veriðhelstur fulltrúa Sviþjóöar i afvopnunarviöræðum. Hún hefur i mörgum greinum minnt á dapurlega reynslu smáþjóðar- Atomváben og usikkerhedspoli- tikk. Hún segir ennfremur: „Yfir höfuö tel ég að allir þeir sem i raun og veru vilja afvopn- un veröi að ganga meðvitað inn á þriðja áfanga og taka að gegna hlutverki þeirra sem sjálfir taka frumkvæöi. Það er hægt að gera ýmislegt án þess að biða eftir frumkvæði og stuðningi risaveldanna... Eins og heimurinn er nú er það min persónulega sannfæring að smáriki Evrópu geti lagt það þýðingarmest og skjótvirkast framlag til varnarmála, að þvinga risaveldin til að skilja aö það er til almenningsálit, sem sifellt verður sterkara i Evrópu, sem er á bak við kröfuna um En þá er eftir sá hluti þessa máls sem snýr að okkur íslend- ingum. t tillögum þeim sem menn kasta á milli sin i stjórnarflokknum norska er tal- að um Sviþjóð og Finnland, Danmörku og Noreg, en ekki minnst einu orði á ísland. Eig- um við aðskilja það svo, aö með þessu sé óbeint verið að leggja blessun yfir þá bandarisku söguskoðun að Island tilheyri Ameriku og gæti þessvegna verið fullgóður geymslustaður fyrir þau vopn sem Norömenn vilja ekki sjá? Söguskoðun sem látin væri gilda — nema þá sjáldan að menn þurfa að minn- ast merkisafmælis Snorra Sturlusonar og Heimskringlu? AB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.