Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 14.— 15. febrúar 1981 Afmælisspjall við sr. Ingimar Jónsson nírœðan um kynni hans af Þórbergi og fleiri strákum á öðrum tug aldarinnar Séra Ingimar Jónsson er nlræö- ur i dag, sunnudaginn 15. febrúar, og man þvi timana tvenna. Hann kom fyrst ríðandi til Reykjavfkur austan úr Hreppum áriö 1903, seinna fór hann gangandi á vertið suður I Grindavik,en settist siöan á skólabekk, varð gagnfræöingur frá Flensborg 1911 og sat slöan I Kennaraskóianum á þeim merki- legu árum 1911-1913 sem Þór- bergur hefur lýst svo meistara- lega i bókum sinum. Og reyndar var Ingimar I kompanii meö þeim Þórbergi, Sveini Framtlöar- skáldi, Stefáni frá Hvitadal og fleiri upprennandi sniilingum þeirra ára. Hann hreifst af hug- sjón jafnaöarmanna og var áöur en varöi kominn I forystusveit Al- þýðuflokksins. Hann lauk guö- fræöiprófi, var prestur að Mos- felii i Grimsnesi I nokkur ár, en i aldarfjórðung var hann skóla- stjóri i Gagnfræðaskólanum i Reykjavik (siöar Gagnfræöa- skóia Austurbæjar). Eiginkona hans, Elínborg Lárusdóttir rit- höfundur, er nú látin. Viö heim- sóttum öldunginn aö herbergi hans i Hrafnistu en hann er oröinn nær blindur. Sr. Ingimar tók ljúf- lega á móti okkur, handtak hans var hlýtt og elskulegt, málrómur- inn mjúkur. Okkur lék mest for- vitni á aö fá aö vita eitthvaö um námsár hans, félaga og upphaf jafnaöarstefnu. Hann var nokkuö hugsi til að byrja meö en ekki leið á löngu þar til hann hallaði sér aftur á bak i rúminu, lygndi aftur „Hann unti, greyið, í að fara í ævintýri með einhverri dömu” augunum og maður sá hvernig myndir liðu fyrir sjónum hans. Glóra og fyrsta nóttin i Reykjavik — Þú ert ættaöur úr Gnúp- verjahreppi, sr. Ingimar? — Já, faðir minn dó þegar ég var 5 ára gamall, og bjó mamma eftir það ein meö okkur börnin á litlu býli, sem Glóra nefndist, en heitirnú Asbrekka. Jöröin var lft- il og ekki möguleikar til aö hafa stórbú. Við höfum líklega verið með 30 ær eða rúmlega það. — Manstu þegar þú komst fyrst til Reykjavikur? — Já, ég var þá 12 ára gamall og fór meö Hannesi heitnum bróður minum sem var dálitið eldrien ég. Við vorum með hesta og einhverja ögn af ull og svolitið til að leggja inn. Þetta var vor- feröin með ullina. Viö komum nokkuöseintinn I bæinn, ætluöum að vera i nokkra daga hjá frænda minum i Einarshöfn vestur í bæ en þótti heldur seint aö vekja upp og láta hesta í haga. baö var þvi ákveðiö að sofa úti um nóttina og lögöum við okkur fyrir, annað- hvort i Sogamýri eða Kringlu- mýri. Ég var ekki svo kunnugur þá að ég vissi hvor mýrin væri. Þarna svaf ég þvi fyrstu nóttina i Reykjavik en hún var fjarska hlý og indæl. Nasaþefur af póitík — Hvenær fékkstu fyrst nasa- þefinn af pólitik? — Ég sá bæði Þjóöólf og Isafold á æskuheimili minu og náttúrlega var einhver smávegis pólitfk þar en ég grynnti litið í henni. Svo var ég settur i beitustráksembætti niður á Stokkseyri og þá fór maö- ur fyrst aö heyra svolitiö að ráði út undan sér um pólitik og þetta nokkuð.en ekki þó þannig að ég væri farinn að taka afstööu. — Tókstu afstöðu i uppkasts- siagnum 1908? — Ég mun hafa verið með Hannesi Hafstein á þeim tima þvi að mér fannst valtýskan alltaf andstyggileg. Ég þoldi hana ekki. — En hvenær kviknar þá fyrir alvöru I þér? — Ætli það hafi ekki verið i Kennaraskólanum 1912-1913. — Var það kannski Jónas frá Hriflu? — Ég læt nú vera hvað hann kveikti i mér. En hann var samt ágætur kennari. Ég er á þvi að hann hafi látið mig kenna, tekiö mig upp til aö kenna fyrir sig eitt- hvað ef hann forfallaðist. — Ólafur Friöriksson? — Já, þaö hefur liklega veriö hann þegar hann kom frá Dan- mörku. Hann fór þá strax að halda fundi og það hefur helst veriö hann sem kveikti i mér. „Stundum tók ég Þórberg beinlínis í mína vörslu ” Sveinn Framtíðarskáld og Stefán frá Hvítadal — Varst þú fljótt virkur i póli- tik? — Maður haföi eiginlega hvorki ráörúm né tima til þess,þvi aö nota varð allav stundir til að vinna með námim . Sumariö 1913 var ép. samferða menntaskóla- monnum norður á land. Einn af þeim var Sveinn Jónsson sem seinna fór til Danmerkur-skrib- ent, þó aö ekki yrði nú mikið úr þvi. Við fórum landveg til Hvammstanga, en þaðan var Sveinn, og fórum svo með bát til Siglufjarðar en þá er ekki nokkur siid þar og ekki útlit fyrir neina vinnu. bá er tekið það ráð að senda mig inn á Akureyri til að reyna að leita að vinnu þar. Norskur bátur var að fara þangað og ég fékk far með honum en svo naumt var aö ég kæmist með að einn félagi minn varð að hlaupa eftir úlpunni minni og henda henni um borð eftir að báturinn var lagstur frá. Annað hafði ég nu ekki meðferðis. Ég kom um miðja nótt til Hjalteyrar og vakti þar upp einhvers staöar en þar var ekki nokkurn hlut aö hafa. Þá fór ég upp I sveit og snikti mér hest til að leita mér upplýsinga til Akur- eyrar. Þetta gekk svo,að ég frétti ekkert nema ef vera kynni að eitt- hvað væri að hafa á Krossanesi. — Var Þórbcrgur Þórðarson i félagi með þér? — Hann var þá á Akureyri og fleiri strákar. Þeir höfðu ekkert að gera og enga von. Þarna var Stefán frá Hvitadal og var ekki beysinn aumingja karlinn. Hann tók upp á þvi aö fara út meö hlið, út fyrir Hjalteyri og hafði ljós- myndavél og þóttist vera að taka myndir. Stefán var illa settur aumingja karlinn þvi aö hann var svo mikiö bagaöur. Þarna fékk hann nokkrar krónur fyrirfram fyrir myndirnar og safnaöi dá- litlu. En þar kom að hann gat ekki sýnt neinar klisjur og þá fór að versna i þvi. Hann stakk þá af með norskum dalli til Noregs. / I grútarsúld á Krossanesi — Fékkst þú vinnu? — Já, ég kom aö máli viö norskan mann sem Holdö hét en hann var þá með bræösluskip á Krossanesi. Það gat brætt sildina en ekki geymt gúanó ef mikið var. Holdö varö siðar mektarmaöur. og ráöherra i Noregi. Þá var á- standið þannig að nokkrir menn höfðu reynt aö vinna i lestinni i grútarsútinum en allir gefist upp, orðið blindir og alla vega ómögu- legir. Ég bauðst til að reyna og ætlaði mér ekki aö láta undan. „Hann kom til min blessaður strákurinn hann Halldór frá Laxnesi” Fyrsti dagurinn var alveg ægileg- ur en svo batnaði þetta svo aö ég fann ekkert fyrir þvi fyrr en eftir á. Ég hreinsaði alla lestina eins vel og ég gat og Holdö mátti eiga það aöhann virtiþað við mig að ég gafst ekki upp þvi að eftir þetta valdi hann mér besta verkið sem hann haföi ráð á i landi. Kaupið var 50 krónur á mánuði. Maður átti að fæða sig sjálfur en fékk þó ókeypis sild i matinn ef hún kom. Svo litið fiskaðist um sumarið að það var varla aö maður fengi sild i soöið. baö var ekki mikið sem maður lagði fyrir eftir sumarið. Fór eigin götur og stundum villigötur — Segðu mér svolitiö af kynn- um þinum við Þórberg. — Já, það var einkennilegt með hann Þórberg. Aö sumu leyti var hann hálfgert skripi en aö ööru leyti dálitiö skemmtilegur. Ég kynntist honum fyrst er viö vor- um i Kennaraskólanum og okkur varð vel til vina. Hann fór samt sinar eigin götur og þær stundum villigötur — jafnvel þannig aö timunum saman hafði hann ekk- ert aö éta. Já, greyið, hann lenti út i það aö fara i ævintýri meö einhverri dömu og kom sveltandi út úr þvi. Ég missti af honum langtimum saman en þaö kom þó ákaflega oft fyrir að ég gæfi hon- um að éta og stundum tók ég hann beinlinis i mina vörslu. Hann var svo heimagangur hjá mér eftir að ég stofnaði heimili. Að fara Stigann — Fórstu beint i menntaskól- ann eftir Krossanesævintýrið? — Nei, ég sat nú aldrei nema einn vetur i honum. Ég tók mig upp um haustið frá Akureyri og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.