Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 9
Helgin 14.— 15. febrúar 1981 þjóDVILJINN — SIÐA 9 Eiríkur frá Brúnum um „Indíana- villumenn Ameríku” Eiríkur frá Brúnum, sá sem tók mormónatrú og fór til Utah vestur, hefur verið nokkuð á dagskrá hjá okkur að undanförnu — birtist hér í blaðinu snemma í janúar allítarleg frásögn af honum og reis- um hans frægum. í Mormónaritum Eiríks er að ýmsu vikið sem f yrir augu hans bar í vestur- heimi — m.a. ullar- maskínaríi, járnbrautar- lagningu og fleiri mann- virkjum. Eiríkur víkur einnig að frumbyggjum landsins, sem hafa mikið verið á skjánum hjá lands- mönnum að undanförnu vegna f ramhaldsmynda- flokksins Landnemarnir, sem byrjuðu sæmilega en versnuðu mjög eftir því sem á leið. Fer hér á eftir upphaf að kapitula í sem Eiríkur skrifar ,,um Indíanavillumenn Am- eríku" og er hann merkilega laus við fjand- samlegar kenndir í þeirra garð. Honum finnst ekki nema von að Indjánar vilji hefna harma sinna þar sem „stjórnin og Ameríku- menn halda hvorki orð né gjörðir við þá". Þessi samstaða hins islenska mormóna meö Indjánum á sér reyndar þær sérstæðu rætur, að hann hefur lesiö um það að Jósep Smith spámaöur hafi ætlaö Indjánum sérstakt hlutverk i frelsunarverki mormóna. Eirikur litur svo á, aö þessir minnihluta- hópar tveir séu báöir ofsóttir af stjórnvöldum i Bandarikjunum og eigi þvi samstööu og vonar meira aö segja aölndjánar hafi betur i viöureign sinni viö þá hvitu og geti svo ,,rýmkað út land fyrir sig og mormóna”. En þá fer, eins og sumsstaöar annarsstaöar i ritum Eiriks, aö hann týnir þræöinum, gleymir þvi aö hann er að skrifa um Indjána en skrifar þvi fleira um mormóna og setjum viö þar punkt á eftir efninu, sem Eirikur er aftur kom- inn aö blessuöu liferni útvalinna guös barna i Sion. — áb. Þaö er von þeir reyni aö bera hönd fyrir höfuö sér, þar þeir eru drepnir . Þú munt giska á þaö, lesari minn, hver þessi maöur hefur veriö sem var aö prédika fyrir Indjánum. Það er von þeim gremjist Indiánar eru hér innan um fjöll- in á ýmsum stööum, liöugar 50 þúsund manns. Nú i haust og i vetur hafa Indiánar veriö aö búa sig til einhverra stórræða, þeir eru aö smiöa axir, boga og örvar, kaupa i búðum byssur, högl og púður, þeir eru aö brenna elda á hæstu f jöllum á nóttum til að gera hver öðrum visbendingu með samtökin? menn vita ekki neinar orsakir hjá þeim, nema litlar tvær. Onnur var sú, aö hér fyrir sunnan Utah drápu tveir menn hálfdrukknir einn Indiána; litlu siðar komu nokkrir Indiánar þangaö, sem moröingjarnir voru, og heimtuðu þá út, en fengu ekki, og urðu aö fara svo búnir og höföu lofað að hefna, en þá mundu fieiri gjalda. Hin var sú, hér fyrir noröan Utah, aö Indiánar voru drifnir og hraktir úr einum dal, er þeir voru búnir aö vera lengi i og jafnvel búnir aö fá leyfi áður hjá stjórn- inni aö mega vera þar, en þeir höföu lofaö meö gremju, aö þeir skyldu reyna aö ná honum daln- um aftur. Þaö er von þeim gremj- ist og reyni aö bera hönd fyrir höfuö sér, þar þeir eru drepnir og stjórnin og Amerikumenn halda hvorki orö né gjöröir viö þá, en eigi veit ég, hvort þessir Indiánar eru mormónar eöur ekki, en þaö er f jöldi af þeim, sem eru búnir aö taka mormónatrú og láta skira sig og kvað halda vel trú sina. Helgisaga Máske þig langi, lesari minn, aö heyra, hvernig þeir hafa fengiö aövörun um náðarboðskapinn, er þeir hafa margir sagt frá sjálfir, að þeir hafi hlýtt. Þar sem þeir Þó Indjánar séu liöfærri, hefur guö nóg ráö tii aö styrkja þá á móti stjórninni. hafi verið margar saman komnir i sinum hibýlum, hafi komiö inn til þeirra maöur, sem þeir þekktu ekki ogkunni þeirra mál og talaöi við þá vingjarnlega um sama efni og mormónar kenna og boöa, sem er um Jesús Krist og hans orö og Guð hafi sent engil til jarðarinnar meö þann boöskap, aö fólkið skyldi lifa betur, trúa og hlýöa og láta skira sig og hann hafi ráðlagt þeim að fara til næstu mormóna og visaö sér á mann, er hann til- nefndi aö hafi myndugleik aö skira þá upp úr vatni og leggja hendur yfir þá meö blessun. Þeir söögust hafa látiö já og svo viö þessari ræöu, sumir hálf trúaö, sumir á milli hluta og sumir afneitaö. Svo kvaddihann þá og fór út frá þeim. Þeir sögöust hafa fariö á eftir honum aö gá aö, i hvaöa átt hann fór, en þegar maöurinn var farinn rétt út fyrir dyrnar, hvarf hann þeim, svo að þeir sáu hann hvergi, hvorki á jöröinni né i loft- inu, og þótti þeim þetta furöu gegna og sögöu, aö þaö hafi ekki mennskur maöur veriö, fyrst að hann hvarf þeim svona og héldu svo, aö þessi hafi veriö sendur til þeirra frá þeim stóra anda, sem þeir segja aö sé uppi i himninum. Kom þeim þá saman um, aö þaö væri sjálfsagt aö hlýöa þvi, er hann sagöi og fara sem fyrst á staö til þess manns og bæjar, er hann visaöi til, aö láta skira sig. Þegar þeir hafa komið, hai'a mormónar ekkert vitab fyrri en þeir voru komnir og beiddu um að skira sig og sögöu frá orðum og atvikum til þess, eins og ég hefi sagt. Eftir aö mormónar hafa upp- frætt þá betur um sama efni og maðurinn, hafa þeir skirt þá, og þeir, bæði karl og kona, veriö auðmjúk og skikkanleg og veriö skirö mörg hundruð á dag af þeim; ég ætla nú að eftirláta þér lesari minn aö gizka á eftir þinni hugarlund, hver þessi maður muni hafa veriö, sem hefur veriö aö prédika fyrir Indiánum og sagt þeim aö trúa og hlýöa. Skjöldur fyrir mormóna? Indiánum er vel viö mormóna og gjöra þeim ekkert mein og mormónar heldur ekki þeim; Jóseph Smith haföi lagt rikt á viö mormóna aö taka vel Indiánun- um og gefa þeim, þegar þeir koma og svikja þá aldrei I neinu, þvi engillinn hafi sagt sér, aö Indiánar skyldu veröa blóööxi eöa skjöldur fyrir mormóna, ef stjórnin ætlaöi aðyfirfallaþá sak- lausa meö ofriki og þrengingum eöa heratförum. Þó Indiánar séu liöfærri, hefur Guð nóg ráö til aö styrkja þá á móti stjórninni, svo aö hún hafi ekkert viö og Indiánar eiga aö rýmka út land fyrir sig og mormóna. Þetta hefur Jóseph Smith sagt aö ætti aö ske rétt fyrir endirinn og er ekki óliklegt, aö þaö dragist nú bráöum aö þvi og eru nokkrar likur til þess nú, þar sem nú liggja 50 klögunarbréf frá ýmsum stööum á borðinu i þingsalnum til stjórnarinnar uppá aö þrengja að mormónum eða aö afmá þá. Flest af þessum klögunarbréfum eru frá presta- stéttinni, þeirra hljóö, og höfuö- prestanna tóku yfir, krossfestu þá, krossfestu þá, en stjórnin kvað þruma viö og segja og svara, aö þeir komi ekki meö neinar gildar og sannar ástæður á mormóna til þess aö ég fari aö þröngva þeim að svo komnu. En svo mega leiðir ljúga, aö ljúfur megi trúa og stjórnin veröi eins og Pilatus, aö hún þoröi ekki annaö en hlýba og fordæma okkur meö röngum dómi eftir fólksins hatursfullu ósk. En hvaö sem stjórnin gjörir, þá kviöum viö mormónar þvi ekkert, þvi viö treystum og biöjum okkar fööur á himninum aö vernda okkur og varöveita frá öllum illum árásum heimsins barna og erum jafn kátir og glaöir og ánægöir, hvert sem herrann ætlar okkur aö lifa eöa deyja, þá erum viö hans út- valin börn i Slon, hér i fjallanna dölum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.