Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 29
Hdgin 14,— 15. febrúar lDSl ÞJÖÐVIL'JINíi — SIOA 2D um hclgina Úr Galdralandi: Skralli (Aöalsteinn Bergdai), Malli (Þórir Steingrimsson) og Tralli (Randver Þorláksson). Galdraland í Bæjarbíói Eins og sagt var frá hér i blaðinu i gær tekur nýtt ieikhús til starfa nú um helgina: Garða- leikhúsið, með aðsetur i Garða- bæ. Fyrsta frumsýningin verður i dag, laugardag, kl. 15 í Bæjarbíói i Hafnarfirði. Verður þá sýnt leikritið Galdraland eftir hinn góðkunna skcmmtikraft Baldur Georgs. Galdraland er sannkölluð fjölskyldusýning, sem bæði börn og fullorðnir ættu að hafa ánægju af. Leikstjóri er Erlingur Gisla- son og leikendur eru þrir: Aðalsteinn Bergdal, Randver Þorláksson og Þórir Steingrims- son. Maria Hauksdóttir hannaði leiktjöldin og Nikulás Þórðarson sér um leikhljóð. Sýningarstjóri er örn Gunnarsson. önnur sýning er kl. 15 á morgun i Hlégarði, og hefst miðasala þar kl. 13. Um næstu helgi er svo ráðgert að sýna i Félagsheimili Kópavogs bæði laugardag og sunnudag kl. 15. — ih Talið frá vinstri: Jóhanna Björnsdóttir, Halla Bjarnadóttir i hlutverki Markólfu, Páll Jóhannsson sitjandi, Sigurjón Kristinsson og Björn Bjarndal. Markólfa eftir Dario Fo Ungmennafélag Biskupstungna frumsýnir gamanleikinn Markólfu eftir Dario Fo sunnu- daginn 15. febrúar i Aratungu. Þýðandi er Signý Pálsdóttir og leikstjóri er Halla Guðmunds- dóttir i Asum. Leikmynd og smiði annast Pétur Guðmundsson. Aðalhlutverkið, Markólfu, leik- ur Halla Bjarnadóttir frá Vatns- leysu en alls eru hlutverkin sjö. Upphaflega hafði verið ráðgert að frumsýna á Miðsvetrarvöku sem félagið stóð fyrir i lok janúar, en sökum ófærðar hefur frumsýn- ing dregist þar til nú. Æfingar hófust fyrir jól. Ætlunin er að sýna verkið sem viðast á Suðurlandi og jafnt fyrir unga sem aldna,enda er leikritið með afbrigðum skemmtilegt og fjörugt. óhætt er að segja að það sé eitt af allra bestu verkum Dario Fo. Formaður leiknefndar félags- ins er Halla Bjarnadóttir. S.K. Þrem sýningum lýk- ur að Kjarvalsstöðum Nú um helgina lýkur þremur erlendum listsýningum að Kjarvalsstöðum. Þær eru: Teikningar sænska listmálarans Carl Frederik Hill, Grafik frá landi Mondriaans og Hollenskt skart. Hiller hópi serstæðustu listamanna Svia. Hann var uppi um aldamótin, og þjáðist af geðsjúkdómi siðustu 30 ár ævinnar. Varðveist hefur mikill fjöldi teikninga frá sjúkdómsárunum, sem hvarvetna hefur vakið mikla athygli. A Kjarvalsstöðum eru 76 teikningar, allar i eigu listasafnsins i Malmö ,,Grafik frá landi Mondriaans” er sýning á grafikverkum eftir 10 hollenska listamenn, sem allir vinna i geómetriskum stil, samtals 37 myndir, gerðar á árunum 1970—75. „Hollenskt skart” er sýning á mjög nútimalegu'm skartgripum eftir 19 hol- lenska listamenn. Gripirnir eru úr áli, silfri, plasti, leðri og viðartegundum ýmiskonar. Ókeypis aðgangur er að þessum þremur sýningum, en vegleg skrá er til sölu fyrir hverja sýningu. 1 Vestursal var um siðustu helgi opnuð sýning sem nefnist „Vinnan, fólkið, landið”... sýna þar listamennirnir Sigurður Þórir og Guðmundur Armann málverk, teikningar og graffk- myndir. Sýning þeirra verður opin til 22. þ.m. Þess má geta að allir sýningarsalir Kjarvalsstaða eru opnir daglega kl. 14 til 22. Fallinn engill í MIR Laugardaginn 14. febrúar kl. 15 verður i MÍR-salnum sýnd 20 ára gömul leikin mynd. Nefnist hún „Fallinn engill”. Leikstjóri er Gennadi Kazanski. Enskt tal. — S.K. Enn sungið á Hlíðarenda A veitingastaðnum Hlíöarenda við Nóatún er sigildri tónlist gert hátt undir höfði, þar neyta menn matar i menningarlegu andrúms- lofti hinna Ijúfu tóna. Hjónin Hjálmtýr E. Hjálmtýs- son og Margrét Eggertsdóttir sungu þar s.l. sunnudag, og syngja aftur annað kvöld, frá kl. 20. Þau syngja lög úr söngleikj- um, óperuariur og ýmis lög af ný- útkominni plötu sinni. — ih Hugmynd ’81 Sunnudaginn 15.2 '81 kl. 15.00 verður haldinn á Hótel Loftleið- um kynningarfundur nýstofnaðs Ijósmyndaklúbbs sem ber heitið Hugmynd '81. Markmið félagsins er m.a. að kynna félagsmenn innbyrðis, halda námskeið og fyrirlestra um hina ýmsu þætti ljósmyndunar- innar, standa fyrir ferðalögum, myndasýningum o.fl. Einnig er fyrirhugað að koma upp aðstöðu fyrir félagsmenn þar sem þeir geta komið saman. — S.K. Morgunkaffi Rauðsokka: Hvað er kvennaréttur? Morgunkaffi Rauðsokka verður að þessu sinni helgaö kvennarétti. Það er grein innan lögfræðinnar sem er að stiga sin fyrstu skref. Kvennarétturinn fjallar um þau lög sem gilda um konur sérstak- lega t.d. þegar um er að ræða nauðganir, rétt gagnvart börn- um o.fl. og ekki er sist fjallað um það hvort konum sé mismunað þó að jafnrétti eigi aö rikja i reynd. 1 morgunkaffinu mæta tvær stúlkur sem stunda laganám i Osló, en túlkur verður Ingibjorg Hafstað. Þær norsku segja sinar farir ekki sléttar, þvi innan lög- fræðinnar hefur kvennarétturinn verið litinn hornauga og þykir sumum sem vegið sé að gamal- gróinni lagatúlkun. Um allt þetta er hægt að fræðast um leið og dreypt er á kaffi og nartað i með- læti. Morgunkaffið er i Stokkholti, Skólavörðustig 12 og hefst kl. 12. —ká Bindindis- menn á fjöl- skyldumessu Þingstúka Reykjavikur IOGT og tslenskir ungtemplarar vinna nú að bindindisboðun rneðal skólanema undir kjörorðinu Ver- öld án vimu. Reynt verður að kynna þetta starf með ýmsum hætti, en á morgun, sunnudaginn 15. febrúar, kl. 14 verða þessi samtök þátttakendur i fjölskyldumessu i Hallgrimskirkju. Þar talar Helgi Hannesson for- maður Ábyrgðar h.f. og auk þess verður upplestur á vegum sam- takanna. Áhugamenn um þetta starf eru hvattir til að kynna sér það sem fyrst og best. (Fréttatilkynning). Hraðskákmót Reykjavíkur Hraöskákm ót Reykjavikur verður haldið á morgun, sunnu- dag, kl. 14 i Félagsheimili Tafl- félags Reykjavikur að Grensás- vegi 44. Strax að loknu hraðskákmót- inu fer fram verðlaunaafhending fyrir Skákþing Reykjavikur, Jólahraðskákmótið 1980 og Firmakeppnina 1980. Yalgerður Bergsdóttir á sýningu sinni i Galleri Langbrók. Sýning Valgerðar Valgerður Bergsdóttir sýnir um þessar mundir 15 teikningar i Gallcri Langbrók i Landlæknis- húsinu. Galleriið er venjulega aðeins opið á virkum dögum, en sýning Valgerðar verður opin kl. 12—18 i dag, laugardag, og á inorgun. Að sögn Valgerðar hefur að- sókn verið ágæt, og er mikið um að fólk liti inn þegar það á leið um miðbæinn. I fyrradag höfðu fjórar myndanna selst. Myndirnar eru allar teiknaðar með blýanti, og sagðist Valgerður hafa gaman af að vinna blýantsteikningar, en annars hefur hún mest fengist við grafik, og þá aðallega dúkristu. Valgerður stundaði nám við MHt og siðar i Osló. Hún hefur sýnt oft og viða, bæði hér heima og erlendis, og verk eftir hana eru til á ýmsum söfnum, hér og á Norðurlöndunum. Auk þess hefur hún kennt myndlist, og kennir nú dúkristu i framhaldsdeild Mynd- listaskólans i Reykjavik. Sýningin verður opin til 20. febrúar, kl. 12—18 daglega. — ih RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN Tveir AÐSTOÐARLÆKNAR óskast að Barnaspitala Hringsins i 6 mánuði frá 1. júni n.k. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspital- anna fyrir 30. mars. Upplýsingar veitir forstöðumaður Barnaspitala Hringsins i sima 29000. RAFM AGNSTÆKNIFRÆÐINGUR óskast á eðlisfræði- og tæknideild Land- spitalans. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skriistofu rikisspitalanna fyrir 16. mars n.k. Upplýsingar veitir deildar- tæknifræðingur eðlisfræði- og tæknideild- ar i sima 29000. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast strax eða eftir samkomulagi að Geðdeild Landspitalans, deild 32C og 33C. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar á ýmsar deild- ir Kleppsspitalans. Upplýsingar veitir hjúkrunaríorstjóri Kleppsspitalans i sima 38160. FÓSTRA óskast á Barnaspitala Hrings- ins. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 29000. KLEPPSSPÍTALINN FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast við Klepps- spitalann. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu rikisspital- anna fyrir 15. april n.k. Upplýsingar veitir yfirfélagsráðgjafi i sima 38160. BLÓÐBANKINN MEINATÆKNIR óskast i Blóðbankann sem fyrst. Upplýsingar veitir yfirlæknir Blóðbankans i sima 29000. Reykjavik, 15. febrúar 1981 Skrifstofa rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, simi 29000.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.