Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 14.02.1981, Blaðsíða 30
30 StÐA — ÞJÓDVILJINN Helgin 14.—15. febrúar 1981 Auglýsing frá ríkisskattstjóra nr. 3/1981 Breytingar og viðbætur á leiðbeiningum rikisskattstjóra við útfyll- ingu skattframtals einstaklinga árið 1981 vegna breytinga á lögum um tekju- og eignarskatt, sbr. lög nr. 2 frá 13. febrúar 1981. Skýringar við lið Sl Skuldir og vaxtagjöld á bls. 5 í leiðbeiningunum, sbr. texta fyrir ofan sundurliðun skuida á framtali, bls. 4, orðist þannig: Vaxtagjöld til frádráttar eru vextir af veðskuldum, teknum til tveggja ára eða lengur, vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota eða til endurbóta á því.enda nemi heildarkostnaður 7% eða meira af fasteignamati íbúðarhúsnæðisins í árslok. Sama gildir um vaxtagjöld af öðrum skuldum sem stofnaðer til í sama tilgangi, þau má draga f rá á næstu 3 árum f rá og með kaupári, eða næstu 6 árum f rá og með því ári sem bygging er haf in á, eða til og með því ári sem húsnæði er tekið til íbúðar ef það er síðar. Á f ramtali 1981 skulu vextir af lánum með sjálfsskuldarábyrgð teknum til tveggja ára eða lengri tíma í sama tilgangi, lagðir að jöfnu við sambærileg fasteignaveðlán. Kaf linn „Vaxtagjöld til frádráttar" á bls. 6. 1. dálkur i leiðbeining- unum orðist svo: yaxtagjöid y\f\ | dálkinn „Vaxtagjöld til frádráttar" skal færa vaxtagjöld, afföll frádráttar ^og gengistöp af fasteignaveðskuldum sem upphaflega voru til tveggja ára eða lengri tíma og sannanlega er stofnað til vegna öfl- unar íbúðarhúsnæðis tii eigin nota. í þennan dálk skal einnig færa vaxtagjöld af öðrum skuldum sem stofnað var til vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota, en slík vaxtagjöld er þc aðeins heimilt að draga frá tekjum á næstu þremur skattárum tah^ frá og með kaupári (miðað er við dagsetningu kaupsamninga) eöa næstu sex árum talið frá og með því skattári þegar bygging er hafin eða til og með því ári sem húsnæðið er tekið til íbúðar ef það er síöar. Sama gildir varðandi frádrátt vaxtagjalda af skuldum sem stofnað er til vegna endurbóta á ibúðarhúsnæði til eigin nota, enda nemi heildar- kostnaður 7% eða meira af f asteignamati þess í árslok. Athygli er vakin á því að vaxtaf rádráttur skerðist um vaxtatekjur af eignum skv. lið E 6. Sjá nánar í útskýringum við liðinn „Otreikningur vaxtagjalda til frádráttar skv. E-lið 30. gr". Vaxtagjöld til frádráttar samtals skv. reit 87 færast í liðinn „Út- reikningur vaxtagjalda til frádráttar skv. E-lið 30. gr". Kaf linn „útreikningur vaxtagjalda til f rádráttar" á bls 6, 1. dálkur í leiðbeiningunum orðist svo: Frádráttur takmarkast við þá f járhæð sem vaxtagjöld skv. reit 87 eru hærri en vaxtatekjur skv reit 14 (án stofnsjóðsvaxta). Frádráttur þessi má þó eigi vera hærri en 3.625.000 kr. hjá einhleypingi og 7.250.000 kr. hjá hjónum. Skýringar við reit 34 á bls. 10, 2. dálkur, í leiðbeiningum ríkisskatt- stjóra við útfyllingu skattframtals einstaklinga orðast þannig: Reitur 34. Hér má færa sem frádrátt: a) kostnað vegna handverkfæra sem málara-, múrara-, raf iðnaðar-, skipasmiða-, trésmiða-, veggfóðrara- og dúklagningarsveinar þurf a að legg ja sér til við störf sín sem nánar greinir hér á eftir. b) kostnað vegna hljóðfæra sem hljómlistarmenn, sem eru laun- þegar, þurfa sjálfir að leggja sér til við öf lun teknanna sem nánar greinir hér á eftir. c) þann hluta hlunninda samanlagt sem veittur er með fæði, húsnæði, fatnaði eða öðrum hliðstæðum hætti og færður er til tekna en eigi er talinn manni til hagsbóta með hliðsjón af heimilisástæðum og öðr- um atvikum að mati ríkisskattstjóra svo sem nánar greinir hér á eftir: Kostnaöur rA|\ Málara-, múrara-, rafiðnaðar-, skipasmiða-, trésmiða-, vegna LJv Veggfóðrara- og dúkalagningarsveinum skal heimilt skv. neðan- handverkfæra grejncjum reglum að færa til frádráttar tekjum kostnað vegna hand- verkfæra er þeir þurfa að leggja sér til við störf sín: a) Heimilt skal að færa til frádráttar kostnað vegna kaupa á hand- verkfærum á árinu 1980. Kröfu sína um frádrátt skal framteljandi styðja með framlagningu fullnægjandi reikninga. Hámark frá- dráttar samkvæmt þessum staflið má þó ekki nema hærri f járhæð en 145.000 kr. b) Víkja má f rá reglu samkvæmt a-lið um sönnunarskyldu kostnaðar enda nemi þá hámarksf járhæð til frádráttar 99.000 kr. Framteljandi skal ávallt bundinn i f jögur samfelld framtalsár við þá verklagsreglu sem hann velur. KostnaöuryVN Hljóðfæraleikurum, öðrum en hljóðfæraleikurum í Sinfóníuhljóm- írAilf ^ sveit íslancls'er hafa haft tekjur sem launþegar af hljóðfæraleik á ár- ] æra inu 1980 og þurft að leggja sér sjálf ir til hljóðfæri við öf lun teknanna skal heimiltað færa til frádráttar frá þeim tekjum sem nemur 3% en þó að hámarki 250.000 kr. Hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar Islands er heimilt að færa til frádráttar tekjum sínum frá hljómsveitinni: a) Kostnað við kaup á endurnýjunarhlutum, enda styðji þeir kröfu sína með framlagningu fullnægjandi reikninga. Frádráttur þessi skal þó aldrei vera hærri en sú f járhæð nemur sem þeim er greitt fyrir afnotin. b) Víkja má frá reglu samkvæmt a-lið um sönnunarskyldu kostnaðar enda nemi þá hámarksupphæð til frádráttar 50% af þeirri f járhæð sem greidd er fyrir afnot einstakra hljóðfæra. Framhald skýringa við reit 34, um frádrátt frá hlunnindamati, er óbreytt. Reykjavík, 13. febrúar 1981. Rikisskattstjóri. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Akureyri ARSHÁTÍÐ Arshátið ABA verður haldin i Alþýðuhúsinu laugardaginn 14. febrúar. Húsið opnað kl. 19.—Borðhald hefst kl. 20 A borðum: Heitir pottréttir lystfenginna félaga á sviði mátargerðar- listarinnar. A dagskrá: Auður Haralds flytur pistil. Gunnar Jónsson leikur á gitar. Félagar i ABA fremja uppákomur i formi kvartettsöngs, upplestra og leikrænna tilburða. Miðasala við innganginn, en vissara er að tryggja sér miða i tima og panta hjá Ingibjörgu, sima 25363, Hildigunni, sima 21740 eða Katrinu, sima 23871. Arshátiöarnefnd. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Fundur um heilsugæslumál. mánudaginn 16.febrúar kl. 20.30 iSkálanum. Jóhann Guöjónsson,full- trúi Abl. i heilbrigðisráði flytur framsögu. Guömundur Þóröarson læknir mun svara fyrirspurnum. Bæjarfulltrúar Abl. mæta á fundinn Félagar fjölmennið! Stjórnin. ÞORRABLÓT Alþýöubandalagsfélögin i Garðabæ, Hafnarfiröi og Seltjarnarnesi efna til þorrablóts i Garöa- holti, Garöabæ, laugardaginn 14. febrúar n.k. og hefst þaö kl. 19.30 Avarp flytur Sigurður Blöndal. Glens og gaman. söngur og gleði. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Miðasala ognánari upplýsingar: Rakel s. 52837, Hilmar s. 43809, Þórir s. 44425og Guðrún s. 23575. Siguröur Guömundur Bjarnfríður Sigrún. Alþýðubandalagið Akranesi Félagsfundur verður haldinn i Rein mánudaginn 16. febrúar kl. 20.30 Málefni: Staöa verkalýöshreyfingarinnar á Akranesi. Kynningu hafa: Bjarnfríður Leósdóttir, Guömundur M. Jónsson og Sigrún Clausen. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Opinn stjórnmálafundur verður haldinn i félagsheimilinu laugardag- inn 14. febrúar kl. 13.30 Ragnar Arnalds fjármálaráðherra mætir á fundinn. Stjórnin Ragnar Arnalds Viðtalstimar þingmanna og borgarfulltrúa Næstu viðtalstimar verða laugardaginn 21. febrúar kl. 10-12. Ath. breyttan tima. Stjórn ABR Alþýðubandalagið Isafirði: Almennur stjórnmálafundur i Góðtemplarahúsinu á Isafirði kl. 16 sunnudaginn 22. febrúar. Ölafur Ragnar Grimsson formaður þingfÍQkks Alþýðu- bandalagsins og. Kjartan Ölafsson ritstjóri mæta á fundinn. Kjartan Ólafsson ólafur Ragnar Grimsson Æskulýðsfélag sósíalista Stefnuskrá Alþýðubandalagsins N.k. laugardag (14. febr.) mun Svanur Krist- jánsson lektor ræða um stefnuskrá Alþýðu- bandalagsins. Að loknu erindi Svans verða frjálsar umræður. Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér stefnuskrána fyrir fundinn er bent á að menn geta fengið hana hjá félaginu að Grettisgötu 3. Fundurinn verður haldinn kl. 14.30 að Grettisgötu 3. Allir velkomnir. Stjórnin. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og bróður Guðjóns Páls Arnarsonar Sigurósk Garðarsdóttir Garöarog Leó Örn Guöjónsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.