Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Side 6
6
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 UV
Sendiherrar NATO tilnefndu næsta framkvæmdastjóra NATO í gær:
Einhugur um að Javier
Solana taki við starfinu
Sendiherrar NATO voru einhuga
í þeirri ákvöröun sinni að mæla
með Javier Solana, utanríkisráð-
herra Spánar, sem næsta fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda-
lagsins. Þar með er sex vikna óvissa
um arftaka Willys Claes að baki en
hann neyddist til að segja af sér 20.
október vegna gamals mútumáls
heima í Belgíu. Endanleg ákvörðun
um ráðningu Solana, sem er 53 ára,
verður tekin á fundi utanríkisráð-
herra NATO á þriðjudag.
Mikill þrýstingur var kominn á
að finna nýjan framkvæmdastjóra í
stað Willys Claes en NATO mun
stýra friðargæslu nær 60 þúsund
hermanna í Bosníu. Fyrstu her-
mennirnir á vegum NATO verða
sendir til Bosníu í dag.
Þetta er í fyrsta skipti sem fram-
kvæmdastjóri NATO kemur frá
landi sem ekki á beina aðild að her-
afla bandalagsins. En diplómatar
lögðu áherslu á að Spánveijar væru
aöilar að kjamorkusamstarfí aðild-
arþjóðanna og tækju þátt í hernað-
arlegri skipulagningu.
Viðbrögðin við útnefndingu
Javiers voru öll á mjög jákvæðum
nótum.
„Þetta er fyrsta flokks maður í
starfíð," sagði Klaus Kinkel, þýskur
starfsbróðir Solana. „Solana sam-
einar evrópsk viðhorf, sterk tengsl
yfir Atlantshafið og stjómunarhæfi-
leika. Þetta hefur hann sannað á
þeim tíma sem Spánn hefur haft for-
mennsku í Evrópusambandinu.“
Malkolm Rifkind sagði Solana
hafa þá hæfileika og reynslu sem
þyrfti til að gegna jafn krefjandi
starfi.
Fréttirnar um tilnefningu Solana
komu nokkrum mínútum áður en
Uffe Ellemann-Jensen, fyrrum utan-
ríkisráðherra Dana, dró framboð
sitt til baka á blaðamannafundi i
Kaupmannahöfn. Hann óskaði Sol-
ana til hamingju og sagðist vona að
hann treysti böndin við Bandaríkin
og gmndvöll Atlantshafsbandalags-
ins.
Solana þótti líklegastur til að
hreppa stööuna eftir að Bandarikja-
menn höfðu hafnað Ruud Lubbers,
Javier Solana verður ráðinn fram-
kvæmdastjóri NATO á þriðjudag.
Símamynd Reuter
fyrrum forsætisráðherra Hollands,
og Frakkar neituðu að styðja Uffe
Ellemann, sem aftur hafði stúðning
Bandaríkjanna.
Spánverjum var mjög í mun að
forðast sömu mistök og Hollending-
ar gerðu þar sem Lubbers var nán-
ast auðmýktur eftir starfsviðtal í
Bandaríkjunum, þrátt fyrir stuðn-
ing Breta, Frakka og Þjóðverja. Biðu
þeir með að útnefna Solana þar til
þeir voru vissir um að hann yrði út-
nefndur.
Vandi spænskra sósíalista
En um leið og Solana er almennt
fagnað sem næsta
framkvæmdastjóra NATO skilur
hann eftir sig stórt tómarúm hjá
spænskum sósíalistum. Reiknað var
með að hann mundi leiða flokkinn í
næstu þingkosningum sem
fyrirhugaðar eru í mars. Solana
hefur verið í hverri ríkisstjórn
Spánar síðan 1982 og helsti kandidat
sem eftirmaður Gonzalesar í
formannsstól flokksins. Reiknað var
með að Gonzasles drægi sig loks í
hlé en bið getur orðið á því.
Solana fær himinhá laun sem
framkvæmdastjóri NATO, hús og
bil. Reuter
Ferðamenn bíða á Orlyflugvelli í París en flugvallarstarfsmenn lögðu niöur vinnu í gær og hindruðu umferð um flug-
brautirnar. Símamynd Reuter
Áframhaldandi verkföll
stuttar fréttir
ÍHandtaka viö Hvíta húsiö
Bandaríska öryggislögreglan
handtók mann viö Hvíta húsið
en hann hafði riffil, hnífa og
skotfæri í bíl sínum.
Clinton fagnað
Clinton Bandaríkjaforseta
var fagnað sem hetju þegar
hann kom til Dublin í gær og
fullvissaði hann íra um að þeir
mundu fá frið. Talsmenn stjórn-
valda sögðu heimsókn Clintons
lyftistöng fyrir atvinnulífið.
Sumir fussuðu þó þegar hann
gat ekki kláraö nema hálfan
bjór á krá.
Hermenn til Bosníu
NATO gaf í gær grænt ljós á
flutning 2.600 hermanna til Bos-
níu en þeir eiga að undirbúa
komu 60.000 hermanna þangað.
Kohl hvergi hræddur
Talsmaður Kristilegra demó-
krata í Þýskalandi sagði aö
Kohl kanslari væri ekki hrædd-
ur við kosningar í mars ef
sprungur kæmu í samstarfið
við Frjálsa demókrata.
Kommúnistar vinna á
IFormaður rússneskra
kommúista, Gennedy Zyuga-
nov, sagöi að flokurinn renndi
hýru auga til forsetakosning-
anna í júní á næsta ári. Komm-
únistum er spáð sigri í þing-
kosningum 17. desember.
Reuter/TT
Erlendir markaðir:
Veröá
bensíni hef-
ur lækkaö
Benslnverð á erlendum mörkuð-
um hefur lækkað talsvert undan-
farna viku. 92ja oktana bensín lækk-
aði um sjö dollara, fór úr 181 í 174
dollara, og 98 oktana bensín lækkaði
um tíu dollara. Það fór úr 189 dollur-
um í 179 dollara. Hjá Esso fengust
þær upplýsingar í gær að skýringin
á þessum verðlækkunum lægi í of
miklum birgðum erlendis.
Litlar sveiflur hafa verið í hluta-
bréfaviðskiptum í erlendum kaup-
höUum. Hlutabréfavísitalan í Lund-
únum, Frankfurt og New York hefur
haldist nokkuð stöðug og sama má
segja um Hong Kong en hún hefur
lækkað lítiUega í Tokyo.
Verð á kaffi og sykri í Lundúnum
hefur lækkaö. Reuter
Viðræður fulltrúa franskra jám-
brautarstarfsmanna við Bernard
Pons, samgönguráðherra Frakka,
fóru út um þúfur í gær. Rúmlega
vikulangt verkfall þeirra heldur því
áfram að lama nær aUar samgöng-
ur.Verkfóllin eiga enn eftir aö
þyngjast þar sem strætisvagnabU-
stjórar og starfsmenn neðanjarðar-
lestanna í París, sem eru í samúðar-
verkfalli, munu lengja vinnustöðv-
un sína ffarn yfir helgi. Þá fóru
starfmenn Orlyflugvallar út á flug-
brautimar í gær og töfðu þannig
aUa umferð um völlinn. Talsmaður
stjórnvalda varaði verkfallsmenn
við að fyrirtæki mundu brátt neyð-
ast tU að segja upp fólki. Almenn-
ingur i París varð aö húkka sér far,
ganga eöa hjóla tU vinnu. Margir
héldu sig heima. Sumir vinnuveit-
endur sögðu að þessir starfsmenn
mundu missa orlofsdaga fyrir vikið.
Reuter
Leiðtogi Bosníuserba:
I Vill betri samn-
inga í skiptum
s fyrir flugmenn
: Radovan Karadzic, leiðtogi
| Bosníuserba, segist viija koma
■; því í kring að tveir franskir
hermenn, sem verið hafa í haldi
Serba í fimm mánuði, verði
látnir lausir. En í staðinn vUl
hann að Jacques Chirac Frakk-
landsforseti tryggi Serbum hag-
•j stæðari samninga í Bosníu sem
I aftur tryggi hverfi þeirra í Sara-
jevo.
Samkvæmt franska dagblað-
inu Le Figaro var þessum skila-
-i boðum komiö á áleiðis tU
I Chiracs á dögunum og um leið
? upplýst að flugmennirnir, sem
: skotnir voru niður í ágúst,
væru í haldi óháðra hersveita
j Serba. Talsmaður Chiracs full-
yrðir að engin tengsl séu milli
| tUboðs Karadzics og bréfs sem
Chirac sendi Clinton Banda-
* ríkjaforseta þar sem hann bað
! um tryggingar fyrir örlögum
Serba í Sarajevo eftir að
múslímar taka við stjórn borg-
arinnar.
; Stafrænt vega-
{ bréfgefstvel
TUraunir meö stafrænt vega-
bréf í formi plastkorts á stærð
við greiðslukort hafa gefist vel
| og kann það að koma alveg í
stað hefðbundinna vegabréfa.
Með tUkomu stafrænu vegabréf-
anna mun tíminn sem fer í
J skráningu og eftirlit með ferða-
v mönnum styttast til muna en
P langar biðraðir I flughöfnum og
við landamæri vegna vegabréfa-
skoðunar hrella mUljónir ferða-
manna á degi hverjum.
Á segulrönd kortins verður
i þrívíddarmynd af lófa viðkom-
i andi auk annarra nauðsynlegra
| upplýsinga. Kortinu verður ein-
I faldlega rennt i gegnum lesara,
| á sama hátt og gerist í verslun-
um. Tilraunir á kortinu eru í
’ undirbúningi í Kanada, Þýska-
j ■ landi, Hollandi og Bretlandi.
Lögreglan sett
í lygapróf
Æðsti yfirmaður lögreglunn-
! ar í Suður-Afríku hefur fyrir-
skipað öUum yfirmönnum sín-
| um að gangast undir lygapróf
meö hjálp lygamælis. TUgang-
| urinn er að prófa traust þeirra
j og áreiðanleika í starfi. Skipun-
| in um lygapróf kemur í kjölfar
| handtöku á fimm lögreglu-
j mönnum, þar af einum varð-
stjóra, sem eru sakaöir um að-
Ud að bílþjófnuðum. Þeir störf-
§ uðu hjá sérstakri deUd lögregl-
| unnar sem berst gegn þjófn-
; uðum og gáfu út „hreinleika-
vottorð" á stolna bUa.
; Fyrsta bókin
{ um West-hjónin
að koma út
Fyrsta bókin um Fred og Ro-
| semary West, sem misþyrmdu
og myrtu að minnsta kosti 10
j stúlkur, kemur út í Englandi á
| fimmtudag, aðeins hálfum mán-
uði eftir að Rosmary var dæmd
í tífalt lifstíðarfangelsi. Hún er
| eftir Howard Sounes, blaömann
sem vann fyrir dagblaöið
Sunday Mirror.
Að minnsta kosti sex manns
vinna að bók um morðhjónin og
er búist við aö þær aUar verði
j metsölubækur. Þrír höfund-
jj anna fylgdust með réttarhöld-
| unum frá upphafi tU enda. Tvö
bama West-hjónanna em með
bók í smíðum. Útgefandi hefur
; keypt útgáfuréttinn að endur-
minningum Freds sem hann
skrifaði í fangaklefanum.
Reuter/Ritzau