Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 11 Niðurstöður skoðanakönnunar DV í gær um fylgi borgarstjórnar- flokkanna eru athyglisverðar. Þar kom fram að að núverandi meiri- hluti borgarstjórnar Reykjavíkur félli með miklum mun ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú. Meirihluti Sjálfstæðisflokks- ins, sem löngum hefur haft sterk tök í höfuðborginni, féll í síðustu kosningum. Þá sameinuðst aðrir flokkar gegn honum undir merki Reykjavíkurlistans. Afgerandi niðurstaða könnunar Könnunin í gær er afgerandi. Sé tekið mið af þeim sem afstöðu tóku sögðust rúmlega 60 prósent styðja Sjálfstæðisflokkinn og tæp- lega 40 prósent Reykjavíkurlist- ann. Miðað við gengi flokkanna í borgarstjórnarkosningunum vorið 1994 hefur fylgi Reykjavíkurlist- ans minnkað um 13,7 prósentustig og fylgi Sjálfstæðisflokksins auk- ist aö sama skapi. í kosningunum fékk Reykjavíkurlistinn 53 pró- sent atkvæða en Sjálfstæðisflokk- urinn 47 prósent. Reykjavíkurlistinn er með 8 borgarfulltrúa en Sjálfstæðisflokk- urinn 7. Sé mið tekið af könnun DV fengi Sjálfstæðisflokkurinn 9 borgarfulltrúa en Reykjavíkurlist- inn 6. Enn er langt til næstu borgar- stjórnarkosninga og margt getur gerst á þeim tíma. Könnunin sýn- ir aðeins stöðuna eins og hún er í dag. En hún gefur okkur tilefni til að staldra við og meta stöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn varaði mjög við sundrungu og ósamkomulagi flokksbrota næði Reykjavíkurlist- inn meirihluta. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir. Meirihlut- inn í borgarstjórn hefur komið fram sem einn flokkur og enginn efast um húsbóndavald borgar- stjórans, Ingibjargar Sólrúnar Gisladóttur. Borgarstjóri hefur raunar farið víða um borgina und- anfarnar vikur og haldið hverfa- fundi. Þeir fundir hafa verið vel sóttir og málefnalegir. íSrllsasi Lítið hefur breyst Á þessum brautum hefði meiri- hlutinn í Reykjavík átt að hugsa núna. Kjósendur Reykjavíkurlist- ans eru nefnilega vonsviknir vegna þess hve lítið hefur breyst. Þeir höfðu væntingar um öðruvísi stjórnun borgarinnar en í tíð Sjálf- stæðisflokksins. Það hefur ekki gengið eftir og í raun er breyting- in lítil þegar styttist í hálfnað kjörtímabil. Það er sennilega þetta sem mestu ræður um afstöðu fólks og vonda útkomu Reykjavíkurlistans í þessari skoðanakönnun. Margir sem bundu vonir við áherslu- breytingar með valdaskiptunum hafa orðið fyrir vonbrigðum. Þetta fólk haflast því að nýju að Sjálf- stæðisflokknum og telur ásjónu hans mildari. Því má auðvitað ekki gleyma að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er verri en áður og því lítið svig- rúm til vinsælla aðgerða. Sú staða hefur ekki orðið til á þessu kjör- tímabili heldur er arfur fyrri tíð- ar. Sameiningarhugmyndir Það er tflviljun ein að sama dag og DV birti skoðanakönnun sína um fylgi borgarstjórnarflokkanna sameinuðust fjögur blöð í eitt. Þetta var sameiginleg útgáfa Al- þýðublaðsins, Pylsaþyts, Viku- blaðsins og Þjóðvakablaðsins, þ.e. stuðningsblöð fjögurra flokka. Sameiningin var að vísu aðeins þennan eina dag og tengist að því er virðist fremur hugmyndum vinstri manna um sameiningu en blaðaútgáfu. Sameiningardraum- ur vinstri manna er gamafl orðinn og virðist hálfgerð martröð því alltaf fjölgar brotunum á þeim væng stjórnmálanna. í þessu sam- einaða blaði eru forystumenn stjórnarandstöðuflokkanna og fleiri spurðir um flokkakerfið og um leið kynntur fundur um sam- einingu þessara flokka. Menn eru því enn að hugleiða málin og því er ekki að neita að árangur Reykjavíkurlistans í síðustu borg- Vonbrigðin mælast Hávaðalítil andstaða minnihlutans Alvarlegur ágreiningur innan Reykjavíkurlistans hefur aðeins sést í einu máli, fargjaldahækkun Strætisvagna Reykjavíkur. Sú hækkun var mjög óvinsæl og þótti koma niður á þeim sem síst skyldi, unglingum og öldruðum. Það sýnir sig að málefni SVR eru viðkvæm og þau fóru illa með Sjálfstæðisflokkinn á síðasta kjör- tímabili og áttu þátt í falli hans í kosningunum. Sjórnarandstaða Sjálfstæðis- flokksins hefur ekki verið mjög hávaðasöm enda hefur það tekið flokkinn tima að átta sig á breyttu hlutverki eftir mjög langa valda- setu. Leiðtogi borgarstjórnar- flokksins, Árni Sigfússon, hefur raunar verið miklu meira áber- andi í öðru hlutverki, þ.e. sem baráttumaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda fyrir lægri trygg- ingaiðgjöldum. Vera má að vask- leg framganga Árna í því máli, fyrir hönd neytenda, skili sér í skoðanakönnuninni. Heimilisbíll- inn er þungur á fóðrum hjá hverri fjölskyldu og menn binda því von- ir við baráttu Árna og félaga hjá FÍB. Úvinsælar ákvarðanir Sjálfstæðiflokkurinn í minni- hluta borgarstjórnar lætur lítið fyrir sér fara og virðist græða á því. Á meðan situr meirihlutinn uppi með nokkrar óvinsælar ákvarðanir, aðrar en hækkun far- gjalda strætisvagnanna. Þar ber fyrst að nefna holræsagjaldið, skítaskattinn sem minnihlutinn kallaði svo. Flest sveitarfélög hafa innheimt slík gjöld en Reykvík- ingar -voru undanþegnir þar til Reykjavíkurlistinn tók við. Rök- semdir meirihlutans fyrir viðbót- arskattinum voru þær miklu framkvæmdir sem staðið hafa yfir í holræsa- og frárennslismálum borgarinnar. Þær framkvæmdir voru þó vel á veg komnar undir forystu Sjáifstæðisflokksins en nú- verandi meirihluti heldur starfinu áfram. Þá hefur meirihlutinn fundið matarholur hér og þar og meðal annars lagt heilbrigðisgjald á fyr- irtæki sem heilbrigðiseftirlitið innheimtir. Tvennt, sem tengist borgar- stjórnarmeirihlutanum, hefur síð- an verið í fréttum síðustu daga og kann að hafa haft áhrif á fólk I könnuninni. Borgin keypti Ás- mundarsal og ætlar sér að reka dagheimili í húsinu. Borgin yfir- bauð myndlistarmann sem hugð- ist sinna list sinni í hinu sögu- Laugardagspistill Jónas Haraldsson fræga húsi. Með þessum kaupum skapaði meirihlutinn sér óvild listamanna. Þá skiptir ekki síður máli í hugum fólks að nú í vik- unni fréttist af því að borgarfull- trúar ætluðu sér að hækka laun sín í samræmi við launahækkun þá sem alþingismenn fengu á dög- unum. Óviturleg pólitík Það er alkunnugt að launa- hækkun alþingismanna og helstu embættismanna í haust setti allt úr skorðum í samfélaginu. Hatrömm kjaraátök hófust þótt samningstímabilið væri ekki hálfnað. Enn sér ekki fyrir end- ann á því stríði þótt launanefnd samningsaðila hafi komist að þeirri niðurstöðu í fyrradag að ekki séu forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga. Það var ekki pólitískt klókt af borgarstjórn að fylgja í kjölfarið og næla sér þannig í meiri launa- hækkun en alþýða manna fær. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, hefur gagnrýnt þessa ákvörð- un harkalega. Magnús, sem var forseti borgarstjórnar á síðasta kjörtímabili, kom einmitt í veg fyrir slíkt þá. Þá skammtaði Kjaradómur þingmönnum og fleiri toppum meira en alþýðunni og mikil ólga varð í samfélaginu. Borgarfulltrúar hafa tekið mið af launum þingmanna en þegar þetta gerðist lagði Magnús L. til að borgarfulltrúar fengju aðeins 1,7 prósenta hækkun eins og aðrir. Tillaga hans var samþykkt. arstjórnarkosningum ætti að ýta undir sameiningu á landsvísu. Það væri mikill kostur fyrir kjós- endur að hafa skýrari valkosti og geta því fremur gert sér grein fyr- ir því hvaða stjórn tekur við eftir þingkosningar. Breytingar boðaðar Meginefni áðurnefnds blaðs í gær er þó viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra. Þar segir hún að samstarfið innan meirihlutans í Reykjavík hafi gengið vonum framar og að fram- tíðin sé björt. Þetta sagði borgar- stjóri áður en könnun DV lá fyrir. í viðtalinu boðar borgarstjóri áþreifanlegar breytingar sem sjá- ist eftir kjörtímabilið. Þær breyt- ingar verði fyrst og fremst á að- stæðum barnafjölskyldna í gegn- um skóla og leikskóla. Þá verði þeim vegfarendum sem ekki eiga bíl gert hærra undir höfði. Fólk hefur verið að bíða eftir efndum í þessum efnum en fengið þveröfug skilaboð með hækkun strætis- vagnafargjalda. Borgarstjóri segir í lok viðtals- ins að uppstokkun flokkakerfis og sameining flokka sé löngu tíma- bær. Annaðhvort verði stigin stór skref í þeim efnum á kjörtímabili þingsins eða ekki. Gerist það ekki verði biðin löng.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.