Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Síða 38
46 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 Hiö landsfræga hús, sem kennt er við Jón Sigurðsson forseta er homi 0ster Voldgade og Stokhusgade í Kaupmannahöfn, ekki langt frá mið- borginni. Á þriðju hæð hússins bjuggu Jón og kona hans, Ingibjörg Einarsdóttir, á árunum 1825-1879. Fyrir rétt tæpum þrjátíu árum, eöa árið 1966, gaf danski stórkaup- maðurinn Carl Sæmundsen Alþingi Islendinga húsið og hefur-það allar götur síðan veriö einn helsti sam- komustaður íslendinga í Kaup- mannahöfn. Fyrir skömmu átti greinarhöf- undur leið um Kaupmannahöfn og ákvað að líta inn í Jónshús. Hann hitti þar að máli Ólafiu Einarsdótt- ur, rekstrarstjóra félagsstarfseminn- ar, og spjallaði við hana um starf- semina sem fram fer í húsinu. Ég er hér til að aðstoða Islendinga „Flestir íslendingar vita að það er eitthvað til sem heitir Jónshús en ég held að fáir viti í raun fyrir hvað húsið stendur og enn færri viti hvað gerist í þessu húsi. Þessu þarf að breyta," segir Ólafia sem hóf störf í apríl síöastliðnum. „Ég sé meðal annars um að skipu- leggja og samræma starfsemina sem fer fram hér í félagsheimilinu og sé til þess að fyrirhugaðir viðburðir rekist ekki á,“ segir hún. „Þetta er mjög skemmtHegt starf en jafnframt krefjandi og mikið að gera. í starfs- lýsingunni segir einnig að ég eigi að vera til aðstoðar bæði íslendingum, sem eru hér í Kaupmannahöfn, og eins Dönum sem vilja fara til ís- lands. Ég leysi e.t.v. ekki úr málum fólks en ég get bent þeim á hvert á aö leita. Það leita fjölmargir hingað, t.d. Danir sem eru á leið til íslands og vilja fá upplýsingar um landið. Margir íslendingar .koma til mín, meðal annars í leit að húsnæði. Það er ýmislegt annað sem þarf að að- stoða þá við og má t.d. nefna hvern- ig skattamálum er háttað eða til að fá hjálp við flutningsvottorð o.þ.u.l. Það getur stundum verið erfitt að vera nýfluttur til annars lands og vita ekki hvert á að snúa sér, jafhvel með einfoldustu mál. Þá er gott að vita af okkur í Jónshúsi og við reyn- um eftir fremsta megni að rétta hjálparhönd,“ segir Ólafia. Mikið um að vera í Jónshúsi í Jónshúsi er ávallt mikið um að vera, sérstaklega á veturna, og ým- iss konar starfsemi í gangi. Meðal þeirra sem nýta sér húsið eru ís- lendingafélagið, námsmannafélagið og söfnuðurinn, auk þess sem Ólafía og aðrir starfsmenn hússins brydda upp á margvíslegum uppákomum. „Konukvöld hafa verið haldin reglu- lega hér í húsinu í um tuttugu ár,“ segir Ólafia. „Eins hefur bók- Unnur og Guðrún, eru báðar mennt- aðir matreiðslumenn og því alvanar svona stússi og það sem meira er þær hafa gaman af því. Enginn svikinn af að líta inn „Markaðurinn er fyrir hendi því það er fullt af íslendingum í Kaup- mannahöfn og nágrenni. Einnig eru allir þeir sem koma til Danmerkur sem ferðamenn. En það verður eng- inn svikinn af því að líta inn í þetta sögufræga hús,“ segja þær. „íslend- ingar eru farnir að sækja hingað í meira mæli en áður, sérstaklega allt nýja fólkið sem er að flytja til Dan- merkur. Þó nokkuð margir koma hingað þegar opið er. Dagskráin í Jónshúsi, eins og konukvöld, bók- menntakvöld o.þ.u.l., er einnig mjög vel sótt. Annars er það þannig með marga íslendinga að þeir kvarta yfir því að það sé ekki nóg að gerast í húsinu en vilja svo ekkert gera sjálf- ir. Það þarf að virkja þá íslendinga sem búa í Kaupmannahöfn betur, fá þá til að vera meira með og gera dagskrána í Jónshúsi sem fjölbreyti- legasta og skemmtilegasta,“ segja þær. Hér fær maður upplýsingar um allt milli himins og jarðar „Við erum alltaf brosandi og svo Ólafía Einarsdóttir er rekstrarstjóri félagsstarfseminnar í Jónshúsi. DV-myndir GF menntafélagið Thor, sem nefnt er eftir Thor Vilhjálmssyni rithöfundi, haldið reglulega bókmenntakvöld. Síðan er boðið upp á dönskunám- skeið hjá okkur og þau virðast ætla að verða mjög vinsæl meðal íslend- inganna héma í Kaupmannahöfn." „Safn Jóns Sigurðssonar er hér til húsa, þ.e. minningarstofa um hann og störf hans. En ástæðan fyrir því að við íslendingar eigum þetta hús er að Jón Sigurðsson bjó hér og er það trúlega merkilegast við húsið. Mér finnst að allir íslendingar sem koma til Kaupmannahafnar ættu að koma hingað og skoða minningar- stofuna um Jón Sigurðsson. Veitingasalan er opin svo til á hverjum degi og getur hver sem er, Danir, íslendingar sem og fólk ann- ara landa, litið inn og fengið sér kaffi og kökur. Félagsstarfsemi er einnig opin öllum sem vilja. Menn þurfa ekki að vera skráðir í eitt- hvert félag til að fá að vera með,“ segir Ólafía. Hún segir einnig að reynt sé að hafa dagskrána í húsinu sem fjöl- breytilegasta svo að allir finni eitt- hvað við sitt hæfi. „Við reynum að gera okkar besta til að Jónshús verði raunverulegt íslendingahús og haldi áfram að vera miðstöð íslend- inga í Danmörku. Mér finnst að það ætti að vera eðlilegur hlutur fyrir íslendinga sem koma til Kaup- mannahafnar að heimsækja Jóns- hús, þótt ekki væri nema til að skoða safnið. Því hvet ég alla íslend- inga sem búa í Kaupmannahöfn eða eru hér á ferðalagi að koma í heim- sókn,“ segir Ólafía að lokum. Reynum að liðsinna öll- um sem koma hingað Óhætt er að segja að íslensk gest- risni riki í húsi íslendinga í Kaup- mannahöfn, Jónshúsi, og fór blaða- maður ekki varhluta af henni i heimsókn sinni í húsið. Jónshús er ekki aðeins menningarstaður ís- lendinga í Kaupmannahöfn heldur einnig nokkurs konar félagsmiðstöð þar sem hægt er fá upplýsingar og hjálp, hitta landann, spjalla og kynnast góðu fólki. I veitingasölu Jónshúss er m.a. hægt að fá sér kaffi og kökur, lesa íslensku blöðin og kaupa íslenskt sælgæti. Ora baunir, fiskbúðingur og harðfiskur fást meira að segja i Jónshúsi, þannig að stemningin þar er rammíslensk. Síðast en ekki síst má ekki gleyma íslensku valkyrjun- um tveimur sem reka veitingasöl- una, Unni Sigurjónsdóttur og Guð- „Erum alltaf hressar og kátar," segja Unnur Sigurjónsdóttir og Guðrún Sveinsdóttir. rúnu Sveinsdóttur, sem hafa í sam- einingu séð um reksturinn frá því í febrúar síðastliðnum. „Það vantaði einhvem til að sjá um rekstur veitingasölunnar í Jóns- húsi og þar sem ég var að ljúka for- eldraorlofi og var ekki með neitt sérstakt á prjónunum hringdi ég í Unni og við ákváðum að prófa,“ seg- ir Guðrún. „Við sóttum um á fimmtudegi, vorum ráðnar á sunnu- degi og hófum vinnu þremur dögum seinna. Það má því segja að þetta hafi allt gerst mjög snöggt," segir Guðrún og brosir. Þær höfðu oft komið í Jónshús og vissu nokkum veginn út í hvað þær vom að fara. Veitingasalan hafði verið í lægð í nokkum tíma og erfitt var að fá íslendinga til að koma þangað. Það var því mikil vinna sem beið þeirra. Þær kvarta þó ekki undan álaginu enda báðar þaulvan- ar veitingahúsarekstri. Þær stöllur, hryllilega hressar að fólk er í öng- um sínum yfir því að það skuli ekki vera löngu búið að koma hingað," segja þær og hlæja. „En í alvöru, þá reynum viö að taka vel á móti öllum sem koma í Jónshús því við viljum að fólki líði vel hérna. Það eru margir nýkomnir hingað út, jafnvel einir, og þá er gott fyrir þá að vita að þeir hafa stað þar sem þeir geta hitt aðra íslendinga og jafnvel feng- ið upplýsingar og hjálp með allt milli himins og jarðar. Við reynum eftir fremsta megni að liðsinna öll- um þeim sem hingað koma. Við hvetjum alla íslendinga sem eiga leið til Kaupmannahafnar að koma í heimsókn til okkar í Jónshús. Við eigum alltaf úrvalskaffi á könnunni, geggjaðar heimabakaðar kökur og brauð og erum alltaf hressar og kát- ar,“ segja þær Unnur og Guðrún að lokum Guðbjartur Finnbjörnsson Heimsókn í Jónshús í Kaupmannahöfn: Hvet alla Islendinga að koma í heimsókn - segir Ólafía Einarsdóttir rekstrarstjóri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.