Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 12
i2 eríend bóksjá LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 T>V Metsölukiljur ••••••••••••••• Bretland Skáldsögur: 1. Dlck Francls: Wlld Horses. 2. Wllbur Smlth: The Seventh Scroll. 3. Doug Naylor: The Last Human. 4. Terry Pratchett: Interestlng Tlmes. 5. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 6. Jane Austen: Prlde and Prejudlce. 7. Danlelle Steel: The Glft. 8. Pat Barker: Regeneratlon. 9. Maeve Blnchy: The Glass Lake. 10. Catherine Cookson: The Tlnker’s Glrl. Rit almenns eölis: 1. Alan Bennett: Writlng Home. 2. S. Nye & P. Dornan: The A-Z of Bahavlng Badly. 3. Nelson Mandela: Long Walk to Freedom. 4. S. Blrtwistle & S. Conklln: The Making of Prlde and Prejudlce. 5. Carl Glles: Glles 1996. 6. lan Botham: Botham: My Autoblography. 7. Bill Watterson: Calvln & Hobbes lOth Annlversary Book 8. Gary Larson: The Far Slde Gallery 5. 9. Andy McNab: Bravo Two Zero. 10. Ranfurly: To War wlth Whltaker. (Byggt á The Sunday Tlmes) Danmörk 1. Lise Nergaard: De sendte en dame. 2. Jung Chang: Vllde svaner. 3. Klrsten Thorup: Elskede ukendte. 4. Robert J. Waller: Broerne I Madlson County. 5. Jostein Gaarder: Sofies verden. 6. Bret Easton Ellls: Uskrevne regler. 7. Peter Hoeg: De máske egnede. (Byggt á Politlken Sendag) Bestu bækur ársins í Bandaríkjunum Fjórar skáldsögur, þrjár ævisög- ur, smásagnasafn, endurminningar, lýsing á stjórnmálaástandinu í Austur- Evrópu og ritgerðasáfn. Þessar ellefu bækur hafa níu rit- stjórar The New York Times Book Review valið sem þær bestu á árinu sem er að líða í Bandaríkjunum. Amis, Ford, Eco og Roth Skáldsögumar fjórar eru allar eft- ir kunna höfunda. Þeir eru Umberto Eco, Philip Roth, Martin Amis og Richard Ford. Nýjasta skáldsaga Ecos hins ítalska nefnist The Island of the Day Before, eða Eyja gærdagsins, og ger- ist á sautjándu öldinni. Þar segir frá skipreika mönnum, stríðsátökum og ástum í flókinni frásögn sem er kannski ekki síst saga um að segja sögu. Philip Roth hlaut nýverið The National Book Award í Ameríku fyrir skáldsöguna Sabbath’s Theater og hún er einnig á lista ritstjóranna. Eins og fram kom í nýlegri umfjöll- un um bókina á þessum stað, er hér um að ræða mjög bersöglar endurm- inningar manns sem eitt sinn stýrði brúðum í leikhúsi. Martin Amis er að sjálfsögðu enskur, en nýtur mikillar hylli með- al bandarískra menntamanna. Það kemur því ekki á óvart að nýjasta skáldsaga hans, The Information, sé á lista þeirra New York Times- manna. Þar segir frá tveimur vinum sem báðir eru rithöfundar. Sá þeirra sem skrifar lélegar bók- menntir er metsöluhöfundur og milljónamæringur og því rækilega Dobrynin: endurminningar hans vekja athygli. Umsjón Elías Snæland Jónsson öfundaður af vini sínum. Sá fer að lokum óvenjulega leið til að reyna að refsa kollega fyrir velgengnina. Fjórða skáldsagan á listanum nefnist Independence Day, eftir Ric- hárd Ford. Höfuðpersónan, Frank Bascombe, kom við sögu í eldra verki Fords, The Sportswriter, og er að sögn ritstjóranna í flokki með Loman og Angstrom, söguhetjum Arthur Millers og John Updikes. Ekki lítið hrós það. Smásagnasafnið er The Stories of Vladimir Nabokov og er, eins og nafnið gefur til kynna, eftir land- flótta rússneska skáldið sem hlaut heimsfrægð fyrir skáldsöguna um Lolitu. Hér eru 65 smásögur, sem sumar hafa ekki birst áður, flestar samdar á rússnesku á árunum milli heimsstríðanna. Dobrynin, Greene, Lincoln og Zola Ævisögur tveggja rithöfunda eru á þessum lista yfir bestu bækur árs- ins. Annars vegar er annað bindi rit- verksins The Life of Graham Greene eftir Norman Sherry. Þar er fjallaö um tímabilið frá upphafi síð- ari heimsstyrjaldarinnar og til árs- ins 1955, en þetta var afar mikilvæg- ur tími fyrir Greene sem rithöfund. Hins vegar Zola eftir Frederick Brown. Ritstjórarnir segja i umsögn sinni að hér megi í fyrsta sinn sjá manninn, rithöfundinn og eldhug- ann sem knúði Frakka til að horfast í augu við sjálfa sig í Dreyfusmálinu sem einn og sama manninn. Þriðja ævisagan fjallar um Abra- ham Lincoln. Ritstjórarnir telja að þótt þetta nýja verk sé aðeins eitt af um sjö þúsund sem samin hafi ver- ið um þennan ástsæla bandaríska forseta, sé erfitt að imynda sér ánægjulegri úttekt á manninum. In Confidence er endurminninga- bók Anatoly Dobrynins, sem var sendiherra Sovétríkjanna í Was- hington frá 1962 til 1986, og þykir gefa nýja, forvitnilega innsýn í hugsanagang sovéskra leiðtoga á þessu tímabili. The Haunted Land eftir Tinu Rosenberg tekur hins veg- ar á baráttunni við drauga komm- únismans í Austur-Evrópu nú. Og síðasta bókin, Overcoming Law, er eftir bandarískan dómara, Richard Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. V.C. Andrews: Hlddel Jewel. 2. Mary Higglns Clark: The Lottery Winner. 3. Jonathan Kellerman: Self-Defense. 4. Jude Deveraux: The Heiress. 5. Dean Koontz: Dark Rivers of the Heart. 6. James Patterson: Klss the Glrls. 7. Davld Guterson: Snow Falllng on Cedars. 8. Tom Clancy & Steve Pleczenik: Mirror Image. 9. George Dawes Green: The Juror. 10. Sandra Brown: Heaven’s Price. 11. Linda Howard: After the Night. 12. Rlchard Paul Evans: The Chrlstmas Box. 13. John Sandford: The Empress Flle. 14. Sidney Sheldon: Nothlng Lasts Forever. 15. Carol Shields: The Stone Dlarles. Rit almenns eöiis: 1. Tlm Allen: Don't Stand to Close To a Naked Man. 2. Mary Plpher: Revlving Ophelia. 3. Rlchard Preston: The Hot Zone. 4. H. Johnson & N. Rommelmann: The Real Real World. 5. Delany, Delany & Hearth: Havlng Our Say. 6. R. McEntire & T. Carter: Reba: My Story. 7. Thomas Moore: Care of the Soul. 8. Paul Relser: Copplehood. 9. B.J. Eadie & C. Taylor: Embraced by the Llght. 10. Clarissa Plnkola Estés: Women Who Run wlth the Wolves. 11. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 12. Dorls Kearns Goodwin: No Ordinary Tlme. 13. Tom Clancy: Rghter Wing. 14. Barbara Bush: Barbara Bush: A Memolr. 15. Laurle Garrett: The Comlng Plague. (Byggt ð New York Times Book Review) Nýjar rannsóknir um hvenær best sá að búa til barn: Fjórðungslíkur á getnaði við samfarir á hverjum degi vísindi_________________ lilraunarottur í megrun Litiu sætu rotturnar, sem vís- indamenn um heim allan nota i tilraunir sínar, eru orðnar svo feitar og gráöugar að þær eyði- leggja rannsóknarniðurstöður. Því kann að fara að þær verði hreinlega settar í megrun. Þetta kemur fram í grein í timaritinu New Scientist. Þar segir að meðalþyngd sumra teg- unda af tilraunastofurottum hafi tvöfaldast á 25 árum og að offitan valdi nýrna- og hjartasjúkdóm- um og jafnvel krabbameini. Matnum er bara hent fyrir rotturnar og hefur enginn stjórn á því hvað þær láta mikið í sig. Afleiðingar hóglífisins eru m.a. þær fyrir sumar rotturnar að þær skána til heilsunnar við eit- urinntöku, eitt dæmi um hvernig niðurstöður skekkjast vegna lifn- aðarháttanna. Óhollt að sitja heima Gamalt fólk, sem verður að vera heima og sér ekki mikið til sólar, þjáist hugsanlega af áður óþekktum skorti á D-vítamíni sem veldur beinatapi, sársauka og slappleika. Þaö nægir þó ekki að sitja við gluggann á sólardegi þar sem glerið síar út þá útfjólu- bláu geisla sem framleiða vítam- ín þetta í húðinni. Frá þessu er skýrt í blaði amerísku lækna- samtakanna. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson Ný rannsókn á því hvenær best sé að hafa samfarir til að úr verði barn, kann að gera að engu það sem hingað til hefur verið haldið um það efni. Visindamenn segja að mestar líkurnar hjá getnaði séu næstu sex daga á undan egglosi. Sagt er frá rannsókn þessari í New England læknablaðinu. Rannsóknin leiddi í ljós að tími getnaðar er þegar liðinn daginn eft- ir að konan hefur losað egg. „Samkvæmt gögnum okkar varð aldrei getnaður daginn eftir egglos," segir Allen Wilcox sem leiddi hóp vísindamanna við umhverfisheilsu- stofnunina í Norður-Karólínu. Hóp- urinn rannsakaði 192 þunganir. Sú hafði verið trú manna að mest- ar líkur væru á getnaði ef par hefði samfarir nokkrum dögum fyrir eða eftir egglos. Vísindamennirnir komust einnig að því að samfarir þriðja hvern dag ykju að öllum líkjundum ekki lík- urnar á þungun. Sú niðurstaða gengur einnig þvert á viðtekna skoðun. Hvildin átti að byggja upp sæðisbú mannsins. Ennfremur sögðu þeir að ráðleggingar vinsæll- ar bókar um hvenær hafa ætti sam- farir til að hafa áhrif á kyn barnsins sem undir kæmi ættu ekki við nein rök að styðjast. Hvenær fólk hefði samfarir hefði engin áhrif á hvors kyns barnið yrði. Niðurstöður sínar byggja Wilcox og félagar hans á nákvæmri rann- sókn á ítarlegum dagbókum 221 heilbrigðrar konu sem var að reyna að verða þunguð og á efnagreiningu 27 þúsund daglegra þvagsýna sem leiddu í ljós nákvæmlega hvenær egglos varð. Enda þótt niðurstöður vísindamannanna kunni að geta orðið til leiðbeiningar pörum sem hyggja á barneignir eru þær ekki gulltrygg ávísun á getnað. Wilcox segir aðalvandann vera þann að þótt tíminn milli eggloss og blæðinga sé alltaf fastur geti egglos verið mismunandi milli kvenna og einnig mismunandi frá einum mán- uði til annars. Það hafi í för með sér að konan eigi erfitt með að vita hve- nær hagstæðustu sex dagarnir renni upp. Mönnum er hulin ráðgáta hvers vegna samfarir eftir egglos leiða ekki til þungunar. Vísindamennirn- ir leiða að því getum að ófrjóvgað egg sé lífvænlegt í aðeins stuttan tíma. Eða þá að breytingarnar á samsetningu slímsins við legopið, sem verða eftir egglos, komi í veg fyrir að nýjar sæðisfrumur komist inn. Hópurinn komst að því að 25 pró- sent líkur voru á getnaði við dagleg- ar samfarir, 22 prósent líkur við samfarir annan hvern dag og aðeins tíu prósent líkur við samfarir einu sinni í viku. Líkamsnudd í vinnunni Atvinnurekendur sem sækj- ast eftir hámarksafköstum | starfsmanna sinna ættu að út- vega þeim líkamsnudd reglu- lega. Framleiðnin verður meiri og steitan minni. í tilraun, sem | rannsóknarstöð í snertingu á Flórída stóð fyrir, fékk 26 manna hópur karla og kvenna j nudd í vinnunni tvisvar í viku. j Eftir hvert nudd reyndist hópur- inn betur í stakk búinn tti að | leysa stærðfræðileg verkefni og heilabylgjur fólksins sýndu aukna athygli. Mjög dró einnig úr streitu þeirra sem fengu nudd, saman- borðið við hóp sem slappaði bara af á þennan venjulegan hátt. Óvissa um fnrtíð Ameríku Hrúga með 595 smásteinum, sem fannst í Brasilíu, kann að umbylta kenningum fræði- manna um hvenær fyrstu menn- irnir komu til Ameríku. Ef steinarnir reynast vera verkfæri gerð af mannanna höndum þykir það sönnun þess að menn hafi lifað í það minnsta í Brasilíu fyrir 50 þúsund árum. Viöteknar kenningar ganga út á að fyrsti maöurinn hafi ekki komið á þessar slóðir fyrr en ' fyrir ellefu þúsund árum. Það er fornleifafræðingurinn Niede Guidon sem hefur komið þessu róti af staö en hún telur að sumir smásteinanna geti ekki verið annað en tilhöggnir af manninum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.