Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 46
50 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 UV ----------/■ ' ' ■ ■ " ....... Itarleg úttekt á umfjöllun erlendra fjölmiðla um fíkniefnið ecstacy: Eiturpilla unga fólksins er alsæla Eyþór Eðvardsson, DV, Hollandi Hið svokallaða Ecstacy, XTC eða alsæla, var fundið upp í lok síðustu aldar af þýska lyfjafyrirtækinu Merck þegar gerðar voru tilraunir með olíu úr múskati. Á þeim tíma var Merck framarlega í flokki fyrir- tækja sem framleiddu hágæða-morf- ín. Merck prófaði lyfið fyrst á sjúkl- ingum árið 1912 en það var ekki sett í framleiðslu. Mörgum árum seinna voru gerð- ar tilraunir með efnið í Bandaríkj- unum þar sem það var notað til að draga úr matarlyst og til að fá fólk til að opna sig og segja sannleikann. Eftir 1970 var efnið notað i stórum stíl til sállækninga og fullyrt var að einn tími í meðferð með ecstacy gæfi betri árangur en fjögurra mán- aða meðferð án ecstacy. Árið 1985 var bannað að nota efn- ið í meðferðarskyni því að rann- sóknir á dýrum sýndu að það gat haft skaðleg áhrif á taugakerfið. Meðferðarlegt mikilvægi þess var einnig umdeilt og það talið valda þunglyndi og svefntruflunum. Auk þess voru nokkur dauðsföll skráð vegna neyslu á efninu. Þrátt fyrir forvarnaraðgerðir end- aði lyfið á almennum markaði og náði fljótt fótfestu í evrópska partí- heiminum þar sem það síðar hlaut nafnið ecstacy, STC, E eða alsæla eins og það hefur verið kallað á ís- lensku. Talið skaðlítið í fyrstu Fyrst í stað var efnisins aðallega neytt af einstaklingum í listaheim- inum sem tóku því fegins hendi í staðinn fyrir sterkari efni. Efnið var í fyrstu talið frekar skaðlaust og í blaðagreinum frá þeim tíma er því lýst, m.a. af þeim sem börðust gegn eiturlyfjanotkun, sem saklausu efni sem „geri menn eingöngu betri“. Margir vonuðust einnig til þess að efnið leysti hættulegri lyf eins og kókaín og heróín af hólmi. í dag er alsæla skemmtanalyf ungu kynslóðarinnar númer eitt, lyfið sem tengir fólk saman, gerir mann opnari og lætur manni líða vel: Alsæla. En þetta er ekki nema hálfur sannleikurinn á draumalyfinu sem sumir kalla dauðalyfið. Enginn veit raunveruleg áhrif efnisins sem bara í Hollandi og Bretlandi hefur kostað tugi mannslífa. Framleiðslan á XTC Yfirvöld, alls staðar í heiminum þar sem XTC-markaðurinn hefur náð að skjóta rótum, standa algjör- lega varnarlaus gagnvart vandamál- inu. í Hollandi hefur lögreglan að vísu náð að loka nokkrum stórum XTC-verksmiðjum. Þar á meðal var ein sem framleiddi 250.000 pillur á dag. En þær eru fleiri og st&rri sem standa opnar. Framleiðslukostnaður hverrar pillu er á bilinu 16-18 krónur. Götu- verð á pillu í Hollandi er um 1000- 1200 kr. (25-30 gyllini) og hægt er að fá afslátt ef meira magn er keypt. Framleiðsla efnisins er einföld og nauðsynleg tæki taka lítið pláss sem þýðir að hægt er að framleiða efnið næstum því hvar sem er. Heildar- fjárfesting í útbúnaði til framleiðslu kostar ekki meira en tæplega millj- ón krónur íslenskar. Nauðsynleg efni eru flestum aðgengileg. Það þarf því ekki að koma á óvart þótt eiturlyfjamafían leggi mikla áherslu á að markaðssetja efnið. Markaðurinn, í Hollandi einu, velt- ir milljörðum gyllina árlega og er framleiðslan ekki bara fyrir innan- landsmarkað þvi hluti af þeirri al- sælu sem kemur á markað hérlend- is er framleiddur, eða að minnsta kosti keyptur, í Hollandi. Það sem neytendur upplifa af XTC Reynslan í Hollandi sýnir að flest- ar XTC-pillur sem seldar eru á göt- unni innihalda um 75-135 milli- grömm af virku efni MDMA. Sá sem tekur inn eina XTC-pillu sem inni- heldur um 100 mg upplifir eftir 20-60 mlnútur eftirfarandi áhrif: Fyrst veikan fiðring og menn hitna. Síðan finna menn fyrir aukinni „orku“ og matarlyst minnkar. Fé- lagslegar hömlur minnka og menn skynja sig frjálsari, eftirtekt eykst og verður ákafari og beinist að öðru fólki. Sjónop víkkar, blóðþrýstingur eykst, púls hækkar og vart getur orðið ógleði. Áhrif efnisins vara í fjórar til átta klukkustundir. Úfyrirsjáanlegar hliðarverkanir Ýmiss konar hliðarverkanir geta fylgt neyslunni, kvíði, eirðarleysi, höfuðverkur, svimi, þreyta, hræðsluköst, svefntruflanir, þung- lyndi, ofskynjanir og erfiðleikar við stjórnun hreyflnga. Hætta er á and- legri fíkn ef efnisins er neytt reglu- lega. í breska blaðinu The Sunday Times birtist á síðasta ári grein um skaðsemi efnisins og til viðbótar við ofangreind atriði þá eru líkamlegar aíleiðingar neyslunnar ofhitnun llk- amans, oföndun, örmögnun, skemmdir í heilavef og á miðtauga- kerfinu. Sálfræðilegar afleiðingar neyslunnar eru: lítið sjálfstraust, einbeitingarörðugleikar, minnisörð- ugleikar og tilhneigingar til sjálfs- morðs. Neysluvenjur Rannsóknir í Hollandi sýna að áhrif efnisins á neytandann ráðast mikið af því umhverfi og stemningu sem viðkomandi er í þegar þess er neytt. Greina má tvenns konar neyslu- munstur hjá XTC-neytendum. Ann- ars vegar eru þeir sem neyta efnis- ins nokkuð oft og í skamman tíma og draga síðan úr neyslunni. Hins vegar eru þeir sem taka pilluna sjaldan en reglulega yfir lengri tíma. Einnig hafa verið greindir tveir hópar neytenda. Annars vegar þeir sem neyta pillunnar í fámennum hópi með það markmið að fá fram tilfinningu um „náin persónuleg tengsl“ og „dýpri sjálfsinnsýn". Hins vegar þeir sem neyta pillunnar vegna örvandi áhrifa hennar og gjarnan í þeim tilgangi að örva skemmtanalífið. Neytendur XTC fullyrða að kyn- orkan hjá þeim aukist við neyslu efnisins. Rannsóknir benda til að efniö dragi úr hömlum fólks en sér- fræðingar fullyrða á móti að getu- leysi geti fylgt í kjölfar neyslu XTC. Stórneytendum fjölgar Rannsókn frá árinu 1994 sýnir að 30 þúsund einstaklingar eða 3% allra hollenskra unglinga eldri en 12 ára hafa prófað XTC. Fjöldi „stórn- eytenda" fer vaxandi og meira magns er neytt í hvert skipti. Allt að 15 pillur á einni nóttu þykir ekki mikið hjá sumum. Áætlað er að bara í Amsterdam séu ekki færri en ca tíu þúsund XTC-neytendur. Neytendur verða ekki líkamlega háðir efninu heldur andlega. Hin ,jákvæða“ reynsla sem margir verða fyrir vegna neyslu efnisins (gjarnan í fyrsta skipti), m.a. vegna góðra tengsla við vini eða vinkonur, getur orðið tilefni þess að reyna aft- ur og aftur. Eftir vissan tíma telja menn að slíkt sé ekki hægt að skapa nema undir áhrifum efnisins og þf verulegu magni þess. Mjög skaðlegt unglingum Algengur misskilningur er a( XTC leiði ekki til neyslu sterkari efna. Staðreyndin er hins vegar sú að sérfræðingar sem hafa fylgst með neytendum XTC fullyrða að ekkert eiturefni á markaðnum hvetji meira til neyslu á sterkari efnum en XTC. Það sé því eitt varasamasta lyfið fyrir byrjendur. Ástæðuna má rekja til jákvæðrar upplifunar af efninu og vitneskjunnar um að efnið sé flokkað sem „sterkt" efni og því vilji menn prófa önnur efni í þeim flokki. Sérfræðingar fullyrða að neytend- ur á aldrinum 13-15 ára eigi á hættu að lenda í miklum vandræðum ef um talsverða XTC-neyslu er að ræða. Á þeim aldri er tilfinningalif- ið í mikiivægri taugalíffræðilegri mótun sem er mjög viðkvæm fyrir utanaðkomandi efnafræðilegri rösk- un. Slíkar truflanir koma fram t.d. í ákveðni,'velliðan, skapferli, hvatn- ingu, ástúð og tjáningu tilfinninga. Þrátt fyrir sýnilegar afleiðingar alsælu eru enn margir sem halda fram sakleysi efnisins. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1993 sem menn fóru að sjá samhengið á milli neyslunnar á XTC og dauðsfallanna. Frá þeim tíma og þar til nú er hægt að tengja andlát tuga unglinga við neyslu XTC í Bretlandi og Holl- andi. Það er bara toppurinn á ísjak- anum því þúsundir hafa þurft að leita sér læknisaðstoðar eftir neyslu efnisins og margir hafa þurft á líf- færaígræðslu að halda til að eiga lífsvon. í raun vekur það furðu að alsælu- neyslan skuli ekki hafa kostað fleiri mannslíf en raun ber vitni. Það verður að segjast eins og er að áfengi og tóbak drepur fleiri árlega. Á móti kemur að það þarf ekki nema eina alsælupillu til að drepa j Áhrif: Áhrifin eru persónubundin. Fyrstu áhrif eru vellíðan en svo finnur neytandinn fyrir aukinni orku sem hann veröur að fá útrás fyrir. Hjá sumum koma áhrifin strax, hjá öðrum eftir hálfa klukkustund eða jafnvel seinna. Árhifin geta varað í 3 til 6 klukkustundir. Neytendur sjá oft ofsjónir í litum og formum. Þeir heyra eitthvaö sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. Ofvirkni. Minnkandi sjáöldur, jafnvægisvandræði, trufluð sjónskynjun og stífir kjálkavöövar. j flfleiðingar: Sambærileg fráhvarfseinkenni og eftir viðvarandi amfetamínneyslu. Neytendur veröa sljóir, syfjaðir og þungir. Þunglyndi á háu stigi sem oft leiðir til sjálfsmorðshugleiðinga. Stífleiki í vöðvum sem getur endað með krampa. Blóðþrýstingslækkun og hjartsláttaróregla. Eituráhrif á nýru. Áhrif á stjórnstöö líkamshita sem getur leitt til ofhitnunar. Ofsóknarbrjálæöi og lystarleysi. í fyrstu töldu menn að alsæla væri rétta lyfið sem væri algjörlega hættulaust og myndi leysa kókaín og amfetamín af hólmi. Annað kom á daginn. Tugir hafa látist ■ Bretlandi og Hollandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.