Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 71

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 71
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 afmæli 75 Þórður Þórðarson yfirvélstjóri, Fagrahjalla 28, Kópavogi, er fer- tugur í dag. Starfsferill Þórður fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann lauk prófum frá Vélskóla íslands 1980 og lauk sveinsprófi í vélvirkjun hjá Vél- smiðjunni Gjörva í Reykjavík 1983. Þórður var vélstjóri á togaran- um Arinbirni frá Reykjavík um skeið en hefur verið yfirvélstjóri á frystitogaranum Mánabergi frá Ólafsfirði frá 1986. lil hamingju með afmælið 17. desember 90 ára Guðmundur Jóhannesson, Öldugötu 5, Flateyri. Steinar Bjarnason, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. 85 ára Ingólfur Magnússon, Hornbrekku, Ólafsfirði. Gunnhildur Jónsdóttir, Hjallaseli 55, Reykjavík. 80 ára Hagbart Edwald, Skjólbraut la, Kópavogi. Ólafur T. Vilhjálmsson, Bólstað, Garðabæ. 75 ára Björg M. Jónasdóttir, Kleppsvegi 132, Reykjavík. Sigríður Jónsdóttir, Lindasíðu 4, Akureyri. Jóhann Petersen, Staðarhvammi 1, Hafnarfirði. 70 ára Ásta Ástmannsdóttir, Grýtubakka 18, Reykjavík. verður sjötug á mánudaginn. Ásta tekur á móti gestum að heim- ili sínu laugardaginn 16.12. eftir kl. 16.00. Dagmar Arngrímsdóttir, Hafnarstræti 88, Akureyri. Þuríður Jóhannsdóttir, Grænukinn 10, Hafiiarfirði. Halldór Jóhannesson, Brekkum III, Vík í Mýrdal. 60 ára Sigurrós Sigurðardóttir, Borðeyrarbæ, Bæjarhreppi. Ásta Sigríður Gísladóttir frá Skáleyjum, húsmóðir og ljósmóð- ir. Brunnum 25, Vesturbyggð. Eiginmaður hennar er Sverrir Breiðfjörð Guðmundsson vél- gæslumaður. Þau verða að heiman á afmælis- daginn. 50 ára Svavar Páll Th. Laxdal, Seljahlíð 1 E, Akureyri. Jósavin Hlífar Helgason, Bogasíðu 5, Akureyri. Sólveig Erlendsdóttir, Hamragerði 3, Akureyri. Erla Sigurbergsdóttir, Leirubakka 32, Reykjavík. 40 ára Sigurður R. Sigurjónsson, Sunnuflöt 42, Garðabæ. Ragnheiður Guðfinnsdóttir, Eyjabakka 9, Reykjavik. Anton Sigurðsson, Unnarbraut 32, Selfjarnarnesi. Kristján Sigurjónsson, Vanabyggð 6 B, Akureyri. Hrefna Guðmundsdóttir, Hvammabraut 12, Hafnarfirði. Þórður Þórðarson Fjölskylda Þórður kvæntist 6.6. 1981 Heiö- brá Sæmundsdóttur, f. 3.9.1954, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Sæmundar Sigurtryggvasonar, starfsmanns Pósts og síma á Blönduósi, og Þuríðar Guðmunds- dóttur ljósmóður sem lést 1975. Börn Þórðar og Heiðbráar eru Þórunn Þórðardóttir, f. 12.7.1991, og Þórður Þórðarson, f. 4.7. 1995. Systkini Þórðar eru Sigríður Anna Þórðardóttir, f. 14.5.1946, al- þingismaður í Reykjavík; Árdís Þórðardóttir, f. 6.3.1948, rekstrar- hagfræðingur í Reykjavik; Þórunn Þórðardóttir, f. 14.12. 1950, fram- leiðandi á Dalvík; Árni Valdimar Þórðarson, f. 28.1. 1954, skipstjóri á Akureyri; Margrét Steinunn Þórðardóttir, f. 25.7. 1959, nemi á Siglufirði; Jónas Þórðarson, f. 16.8.1967, nemi í Reykjavík. Foreldrar Þórðar: Þórður Þórð- arson, f. 14.12. 1921, d. 22.11. 1992, vélstjóri á Siglufirði, og k.h., Mar- grét Arnheiður Árnadóttir, f. 10.2. 1923, húsmóðir. Ætt Meðal systkina Þórðar má nefna Sigríði, móður Valgeirs Tómasar Sigurðssonar, veitinga- manns í Lúxemborg, og Jón vita- vörð, fóður Björns Búa mennta- skólakennara. Þórður var sonur Þórðar, vitavarðar á Siglunesi, Þórðarsonar, b. á Kálfsstöðum í Vestur-Landeyjum, Brandssonar, bróður Jóns, b. í Vestra-Fíflholti, afa Einars Gíslasonar í Filadelfiu- söfnuðinum. Móðir Þórðar vél- stjóra var Margrét, dóttir Jóns, b. á Siglunesi Þorlákssonar, og Önnu Kristjánsdóttur frá Málmey. Margrét Arnheiður er systir Valrósar, móður Árna Jóhanns- sonar, garðyrkjustjóra Akureyrar- bæjar. Margrét er dóttir Árna, b. á Hnjúki, bróður Tryggva, afa Bjarna Valdimars Svavarssonar, verkfræðings og geimfara í Kanada. Systir Árna var Þorlák- sína, móðir Kjartans Jóhannsson- ar í Asiaco, föður Kjartans með McDonalds-umboðið. Árni var sonur Valdimars, b. á Syðri-Más- stöðum, Jónssonar, b. á Jarðbrú, Jónssonar. Móðir Árna var Rósa, systir Þorláksínu, móður Snorra Hallgrímssonar yfirlæknis og pró- fessors, föður Hallgríms hagstofu- stjóra. Rósa var dóttir Sigurðar, b. á Ölduhrygg í Svarfaðardal, bróður Jóns á Jarðbrú. Móðir Margrétar var Steinunn Jóhannesdóttir, smiðs á Hærings- stöðum Sigurðssonar, í Göngu- staðakoti Sigurðssonar, ættföður Hreiðarsstaðakotsættarinnar Jónssonar. Móðir Steinunnar var Jónína, systir Sigurðar á Göngu- skörðum, afa Kristins Jóhanns- sonar, skólastjóra og myndlistar- manns á Akureyri, og langafa fréttamannanna Óskars Þórs, Þórður Þóröarson. Jóns Baldvins og Atla Rúnars Halldórssona. Jónína var dóttir Jóns, b. á Göngustöðum, bróður Sigurðar í Göngustaðakoti. Móðir Jónínu var Þuríður Hallgrims- dóttir, b. á Skeið í Svarfaðardal, Jónssonar, bróður Sigurðar, ætt- föður Hreiðarsstaðakotsættarinn- ar. Þórður er á sjónum. Helgi Jónsson Helgi Jónsson, bóndi að Felli í Kjós, verður sextugur á morgun. Starfsferill Helgi fæddist í Hvítanesi í Hvalfirði og ólst þar upp og í Blönduholti. Hann lauk almennu grunnskólaprófi í Kjós. Helgi tók við búi af föður sín- um í Blönduholti 1962 og hóf jafn- framt búskap að Felli, nýbýli úr Blönduholtslandi, 1963. Helgi og kona hans hafa búið að Felli síðan og hafa þau einkum lagt stund á eggjaframleiðslu ásamt öðrum búgreinum. Helgi hóf afskipti sín af félags- málum í Ungmennafélaginu Dreng, sat þar í stjóm og varð síðar formaður og einnig formað- ur húsráðs Félagsgarðs. Hann var stofnfélagi Lionsklúbbsins Búa, sat í sveitarstjórn í sextán ár, var formaður skólanefndar Varmár- skóla í Mosfellsbæ og situr nú í stjórn Mjólkurfélags Reykjavíkur. Auk þess hefur hann setið undan- farin ár í stjórn Félags eggjafram- leiðenda. Hann hefur setið í stjórn sjálfstæöisfélagsins Þor- steins Ingólfssonar í rúm þrjátíu og fimm ár og hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan Sjálfstæð- isflokksins. Fjölskylda Helgi kvæntist 9.6. 1962 Hrefnu Guðlaugu Gunnarsdóttur, f. 17.9. 1943, bónda. Hún er dóttir Gunn- ars Leós Þorsteinssonar, málara- meistara í Reykjavík og síðar að Ytri- Tindsstöðum á Kjalarnesi, og k.h., Guðmundu Sveinsdóttur húsmóður. Börn Helga og Hrefnu Guðlaug- ar eru Gunnar Leó Helgason, f. 3.1. 1963, bóndi í Kjósinni, kvænt- ur Sigríði Ingu Hlöðversdóttur, húsfreyju og bónda, og eru börn þeirra Hlöðver Ingi og Lára Guð- rún; Guðlaug Helgadóttir, f. 23.6. 1964, húsmóðir í Garðabæ, gift Lárusi Óskarssyni innkaupastjóra og eru börn þeirra Hrefna Lind og Jóhanna; Lára Berglind Helga- dóttir, f. 29.7. 1969, skrifstofumað- ur í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Andrés Guðmundsson aflraunamaður; Guðmunda Valdís Helgadóttir, f. 6.7. 1973, verslunar- maður í Reykjavík, en sambýlis- maður hennar er Hreinn Smári Sveinsson hafnarverkamaður; Helga Helgadóttir, f. 23.1. 1978, nemi í Reykjavík; Guðrún f. 30.12. 1979, nemi í Reykjavík. Alsystkini Helga eru Herdís Jónsdóttir, f. 29.5. 1937, húsmóðir á Bíldudal, gift Sigurði Brynjólfs- syni skipstjóra; Björg Jónsdóttir, f. 18.9.1938, húsmóðir í Banda- ríkjunum, gift Dawe Wells; Þóra Jónsdóttir, f. 18.9. 1938, húsmóðir í Keflavík, gift Hauki Bergmann skipstjóra. Hálfbróðir Helga, sammæðra, var Axel Jónsson f. 8.6. 1922, alþm., nú látinn, var kvæntur Guðrúnu Gísladóttur. Helgi Jónsson. Hálfsystkini Helga, samfeðra: Helga, f. 14.5.1921, nú látin, var gift Skarphéðni Pálssyni bifreið- arstjóra; .Sigurjón, f. 4.12. 1922, nú látinn, bifreiðarstjóri, var kvænt- ur Kristínu Borgþórsdóttur. Foreldrar Helga voru Jón Helgason, f. 29.11. 1896, d. 31.10. 1974, bóndi í Blönduholti í Kjós, og Lára Sigmunda Þórhannesdótt- ir, f. 30.10. 1897, d. 11.4. 1978, bóndi og húsfreyja. Helgi er að heiman á afmælis- daginn. Ævar Ákason Ævar Akason bókari, Stórhóli 79, Húsavík, verður fertugur á morgun. Starfsferill Ævar fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla Húsa- víkur 1972 og lauk prófum frá Samvinnuskólanum að Bifröst 1975. Ævar starfaði við sölustörf á Umferðarmiðstöð Kaupfélags Þingeyinga 1975-77, á söluskrif- stofu Flugleiða á Húsavík 1977-87, var framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofu Húsavíkur 1987-88, fram- kvæmdastjóri Héraössambands Suður-Þingeyinga og íþróttafélags- ins Völsungs 1989, starfsmaður N. Mancher, Endurskoðunarmið- stöðvarinnar hf. 1990 og er aðal- bókari Sjúkrahúss og heilsu- gæslustöðvar Húsavík frá 1990. Samhliða þeim störfum hefur hann rekið eigin bókhaldsskrif- stofu á Húsavík auk þess sem hann hefur verið uppboðshaldari hjá Fiskmarkaði Húsavíkur frá 1995. Ævar starfaði fyrir knatt- spyrnudeild íþróttafélagsins Völs- ungs 1982-92, var þá lengst af stjórnarmaður og formaður deild- arinnar í fimm ár. Hann er félagi í Taflfélagi Húsavíkur frá 1980, var félagi í JC á Húsavík 1979-82, hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir Framsóknarfélag Húsa- vikur og á nú sæti í æskulýðs- og íþróttanefnd Húsavíkurkaupstað- ar. Fjölskylda Æyar kvæntist 10.4. 1982 Þórönnu Jónsdóttur, f. 10.2. 1955, hárgreiðslumeistara. Hún er dótt- ir Jóns Ólafs Hermannssonar og Svanborgar Guðbrandsdóttur sem bæði eru látin. Dóttir Þórönnu og uppeldisdótt- ir Ævars er Elísa Rún Jónsdóttir, f. 17.1. 1977. Börn Ævars og Þórönnu eru Ævar Þór Ævarsson, f. 14.2. 1982; Guðrún María Ævarsdóttir, f. 18.8. 1984. Tvíburabróðir Ævars lést í fæð- ingu. Foreldrar Ævars eru Áki Karls- Ævar Akason. son, f. 1928, verslunarmaður á Húsavlk, og María Jóhannsdóttir, f. 1928, starfsmaður við heimilis- hjálp hjá Húsavíkurbæ. Ævar er að heiman á afmælis- daginn. Haukur Lyngdal Brynjólfsson Haukur Lyngdal Brynjólfsson framkvæmdastjóri, Lækjarbergi 15, Hafnarfirði, verður sextugur á morgun. Starfsferill Haukur fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskóla íslands í Reykjavík 1962. Haukur stundaði sjómennsku um þrjátíu ára skeið. Hann var þá við skipstjórn á Helgu II RE 1968-74, Sæbjörgu VE 1975-82 og á Faxa GK 1982-85. Hann kom í land 1986 og stundaði þá ýmis störf. Haukur stofnaði, ásamt konu sinni, Nýju fatahreinsunina 1988, en þau starfrækja það fyrirtæki enn í dag. Fjölskylda Haukur kvæntist 20.10. 1962 Ás- gerði Sveindísi Hjörleifsdóttur, f. 13.6. 1942, húsmóður. Hún er dótt- ir Hjörleifs Elíassonar sem nú er látinn, og Guðmundu Guðbjarts- dóttur húsmóður. Dætur Hauks og Ásgerðar eru Helena, f. 7.12.1964, nemi við Fósturskóla íslands, búsett í Hafnarfirði en dóttir hennar er Ásgerður Alma; Hildur, f. 3.4. 1967, hárskeri og förðunarmeist- ari, búsett í Hafnarfirði; Helga Björk, f. 16.8. 1974, nemi. Systkini Hauks eru Karl, f. 28.3. 1926, fyrrv. starfsmaður við álver- ið í Straumsvík; Sóley, f. 21.7. 1927, fyrrv. verslunarmaður, bú- sett í Garðabæ; Bragi, f. 6.7. 1946, húsasmiður í Hafnarfirði. Foreldrar Hauks voru Brynjólf- ur Sveinsson, f. á Klausturhólum I Grímsnesi, d. 28.1.1952, og Rósa Árnadóttir, f. 10.10.1902, d. 16.1. Haukur Lyngdal Brynjólfsson. 1994, frá Borgum í Norðfirði. Haukur og Ásgerður taka á móti ættingjum og vinum á veit- ingahúsinu A. Hansen á morgun, sunnudaginn 17.12., kl.17.00-20.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.