Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 70
™ afmæli LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 DV Stefán Gunnlaugsson Stefán Sigurður Gunnlaugsson, fyrrv. bæjarstjóri í Hafnarfirði og fyrrv. alþm., Arnarhrauni 42, Hafnarfírði, er sjötugur í dag. Starfsferill Stefán fæddist í Hafnarfirði og ólst þar uþp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Flensborg 1942, verslunarprófi frá VÍ 1945, prófl frá City of London College 1947 og dipl. PA-prófi frá University Col- lege í Exeter í Englandi 1949. Stefán var starfsmaður Útvegs- bankans 1945-46, fulltrúi í Trygg- ingastofnun ríkisins 1949-54, bæj- arstjóri í Hafnarfírði 1954-62, full- trúi í viðskiptaráðuneytinu 1962-63, deildarstjóri útflutnings- deildar 1963-82, alþm. 1971-74, við- skiptafulltrúi við sendiráð íslands í London 1982-87, deildarstjóri út- flutningsskrifstofu utanríkisráðu- neytisins og síðar skrifstofustjóri 1987-91. Stefán var formaður FUJ í Hafnarfirði 1949-51, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1950-54 og 1970-74, forseti bæjarstjórnar 1970-74, end- urskoðandi Sparisjóðs Hafnar- fjarðar 1950-54, í miðstjórn Al- þýðuflokksins 1950-60, í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 1954-63, í hafnarnefnd 1954-62, í stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1960-66 og 1970-71, framkvæmda- stjóri Gatnagerðarinnar sf. 1963-66 og sat á allsherjarþingi SÞ 1972. Fjölskylda Stefán kvæntist 9.4. 1949 Mar- gréti Guðmundsdóttur, f. 18.7. 1927, dómritara. Hún er dóttir Guðmundar Magnússonar, skip- stjóra og útgerðarmanns á ísafirði og í Reykjavík, og Guðrúnar Guð- mundsdóttur húsmóður. Sonur Stefáns og Gróu Finns- dóttur er Finnur Torfi, f. 20.3. 1947, tónskáld, lögmaður og fyrrv. alþm., kvæntur Eddu Þórarins- dóttur leikkonu. Börn Stefáns og Margrétar eru Snjólaug Guðrún, f. 25.5. 1951, uppeldisfulltrúi, búsett í Hafnar- firði en maður hennar er Gunnar Dan; Gunnlaugur, f. 17.5. 1952, fyrrv. alþm. og prestur í Heydöl- um, kvæntur séra Sjöfn Jóhannes dóttur; Guðmundur Árni Stefáns- son, f. 31.10. 1955, alþm., og vara- formaður Alþýðuflokksins og fyrrv. bæjarstjóri í Hafnarfirði og ráðherra, kvæntur Jónu Dóru Karlsdóttur húsmóður; Ásgeir Gunnar, f. 11.11. 1969, flugmaður og kerfisfræðingur í Reykjavík. Systkini Stefáns eru Árni, f. 11.3. 1927, hrl. og fyrrv. bæjarfull- trúi í Hafnarfirði; Sigurlaug, f. 4.3. 1929, d. 9.11. 1989, húsmóðir. Foreldrar Stefáns voru Gunn- laugur Stefán Stefánsson, f. 17.11. 1892, d. 22.8. 1985, kaupmaður í Hafnarfirði og Reykjavík, og k.h., Snjólaug Guðrún Árnadóttir, f. 7.3. 1898, d. 30.12. 1975, húsmóðir. Ætt Gunnlaugur var bróðir Ásgeirs, framkvæmdastjóra BÚH, föður Hrafnkels, hrl. Gunnlaugur var sonur Stefáns, trésmiðs í Hafnar- firði, bróður Sigurðar, afa Salóme Þorkelsdóttur, fyrrv. alþingisfor- seta. Stefán var sonur Sigurðar, b. í Saurbæ í Vatnsdal, Gunnarsson- ar, og Þorbjargar Jóelsdóttur, b. í Saurbæ, Jóelssonar, bróður Sigur- laugar, langömmu Kristínar, ömmu Friðriks Sophussonar fjár málaráðherra. Móðir Gunnlaugs var Sólveig Gunnlaugsdóttir, for- manns í Reykjavík Jónssonar. Móðir Gunnlaugs formanns var Sólveig Gunnlaugsdóttir, hálfsyst- ir Björns stjörnufræðings, langafa Ólafar, móður Jóhannesar Nor- dals. Snjólaug var dóttir Árna, pró- fasts í Görðum, Björnssonar, b. á Tjörn, bróður Árna í Höfnum, langafa Gunnars Gíslasonar, alþm. í Glaumbæ. Björn var son- ur Sigurðar í Höfnum Árnasonar, og Sigurlaugar Jónasdóttur, b. á Gili, bróður Jóns, afa Björns á Veðramótum, afa Sigurðar Stefán Gunnlaugsson. Bjarnasonar, fyrrv. alþm. Annar bróðir Jónasar var Eyjólfur, langafi Jóns, fóður Eyjólfs Kon- ráðs, fyrrv. alþm. Móðir Jónasar var Ingibjörg Jónsdóttir, ættföður Skeggstaðaættarinnar, Jónssonar. Móðir Snjólaugar var Líney, syst- ir Jóhanns skálds. Líney var dótt- ir Sigurjóns, b. á Laxamýri, Jó- hannessonar, ættföður Laxamýra- rættarinnar Kristjánssonar, bróð- ur Jóns í Sýrnesi, langafa Jónas- ar frá Hriflu. Stefán er í útlöndum. 1 hamingju með afmælið 16. desember Steingrimur Antonsson, Hamarsstíg 29, Akureyri. 50 ára Kolbrún Málh. Sigurðardóttir, Hábergi 18, Reykjavík. Elsa Mikkaelsdóttir, Núpasíðu 4c, Akureyri. Margrét Jónfríður Helgadóttir, Norðurvangi 8, Hafnarfirði. Anna Jóna Gísladóttir, Stillholti 7, Akranesi. Jóhanna Magnúsdóttir, Kleppsvegi 66, Reykjavík. 40 ára Einar Vilhelm Þórðarson, Brekkustíg 17, Njarðvík. Sigurgeir Sveinsson, Vallholti 13, Akranesi. Sigríður Kristin Finnbogadótt- ir, Höfðavegi 45, Vestmannaeyjum. Guðmundur Jens Knútsson, Lyngbraut 1, Garði. Svanhildur Jónsdóttir, Hrauni U, Djúpavogshreppi. Ólöf Aðalbjömsdóttir, Sætúni 1, Súgandafirði. Kolbeinn Gíslason, Hlaðbrekku 3, KópaVogi. Suðurbraut 16, Hafnarfirði. Einar Gunnlaugsson - Einar G. Einarz Einar Gunnlaugsson (Einar G. Einarz), Skúlagötu 76, Reykjavik, verður fertugur á morgun. Starfsferill Einar fæddist í Reykjavík en ólst upp í Kópavogi, Reykjavík og Mosfellsbæ og loks aftur í Reykja- vik. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Ármúlaskóla 1973, stundaði nám við öldungadeild MH 1983-86 og lauk prófum frá Starfsþjálfun fatlaðra 1992. Þá stundar hann nám við Sálarrannsóknaskólann og er um þessar mundir að ljúka fyrstu önn skólans. Einar hefur stundað ýmsa dag- launavinnu frá 1973, var m.a. bréfberi í Reykjavík um skeið og til 1990. Einar hefur samið nokkrar smásögur sem birst hafa undir dulnefnum í tímaritum. Hann er meðlimur í Góðtemplarareglunni frá 1977 og í Reglu musterisridd- ara frá 1982. Bræður Einars eru Geir Gunn- laugsson, f. 9.3.1962, starfsmaður Einar Gunnlaugsson. hjá Lyfjum hf. í Reykjavík; Már Gunnlaugsson, f. 17.2. 1964, starfs- maður á sambýli fyrir þroska- hefta í Reykjavík. Foreldrar Einars eru Einar Gunnlaugur Einarsson, f. 17.6. 1931, iðnverkamaður í Reykjavík, og Vilborg Helga Kristjánsdóttir, f. 20.9.1930, fyrrv. starfsmaður við Kleppsspítalann. 80 ára Guðríður Guðmundsdóttir, Jökulgrunni 22, Reykjavík. 75 ára Bjami Runólfsson, Bakkakoti 1, Skaftárhreppi. 70 ára Bára Sigurðar- dóttir, húsmóðir, Hraunbæ 174, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Páll Ólafur Gíslason. Bára tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar að Dalhús- um 107, sunnudaginn 17.12. kl. 15.00. 60 ára Þóra Jóna Guðjónsdóttir, Byggðavegi 128, Akureyri. Stefán Unnar Magnússon, Bauganesi 3 A, Reyjavík. Magnús Snorrason, Ragnar Guðmundur Guðmundsson Ragnar Guðmundur Guðmunds- son, hafnarvörður á Brjánslæk á Barðaströnd, er sextugur í dag. Starfsferill Ragnar fæddist í Flatey á Breiðafirði en ólst upp í Hergilsey á Breiðafirði til sjö ára aldurs og síðan á Brjánslæk. Ragnar hóf búskap á Brjánslæk 1958 og hefur búið þar síðan, við hefðbundinn búskap og hlunn- indabúskap. Ragnar hefur verið afgreiðslu- maður og umboðsmaður Breiða- fjarðarferjunnar um langt skeið og hefur mikið sinnt félagsstörf- um í gegnum tíðina. Hann var formaður Búnaðarfélags Barða- strandahrepps um áratugaskeið og hefur unnið mikið á vegum Framsóknarflokksins og verið for- maður Framsóknarfélags Barða- strandar um árabii. Þá er Ragnar landsþekktur hagyrðingur. Fjölskylda Ragnar kvæntist 15.11. 1959 Rósu Magnfríði Sesselju ívarsdótt- ur, f. 16.6. 1940, húsfreyju og verkakonu. Hún er dóttir tvars Rósenkranz Halldórssonar og Ingibjargar Júlíönu Júlíusdóttur sem bæði eru látin en þau bjuggu að Melanesi á Rauðasandi. Börn Ragnars og Rósu eru Hall- dór ívar, f. 18.5. 1959, fram- kvæmdastjóri Afurðarsölunnar í Borgarnesi, kvæntur Sesselju Þor- björnsdóttur og eru börn þeirra Rósa Gréta, f. 1983, Þorbjörn Smári, f. 1985, og Lárus ívar, f. 1992; Kristín Theodóra, f. 14.6. 1962, bókari hjá Kaupfélagi Dýr- firðinga og útgerðarfélaginu Fáfni á Þingeyri, en maður hennar er Sigurjón Pálsson og eiga þau óskírðann son, f. 9.12. 1995; Hall- dóra Ingibjörg, f. 9.4. 1965, bóndi á Brjánslæk, gift Jóhanni Pétri Ágústssyni og eru synir þeirra Markús Ingi, f. 31.8. 1990, og Ragnar Skarphéðinn, f. 2.10. 1993; Sigrún Berglind, f. 8.3. 1970, leið- beinandi í Vík í Mýrdal; Elísabet Huld, f. 21.5. 1975, nemi i Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akra- nesi. Alsystkini Ragnars eru Ragn- hildur Guðrún, f. 5.7. 1943, hús- móðir á Blönduósi; Hrafn, f. 28.5. 1946, tollþjónn og verslunarmaður á tsafirði; Hildigunnur, f. 5.12. 1947, húsfreyja á Auðkúlu í Arn- arfirði; Hildur Inga, f. 13.7. 1949, húsmóðir á Þingeyri; Guðmundur Jóhann, f. 8.1. 1951, lögregluþjónn í Reykjavík. Hálfsystkini Ragnars, samfeðra: Jón Kristinn, f. 17.8. 1918, nú lát- :Ragnar Guðmundur Guðmunds- son. inn, tryggingafulltrúi hjá VÍS í Reykjavík; Jarþrúður, f. 6.8. 1925, húsmóðir í Reykjavík; Svanhild- ur, f. 2.8. 1929, nú látin, húsmóðir á Borgarfirði eystra; Einar, f. 19.5. 1931, bóndi á Seftjörn á Barða- strönd; Guðlaug, f. 6.9. 1932, hjúkrunarforstjóri hjá Krabba- meinsfélaginu í Reykjavík. Foreldrar Ragnars voru Guð- mundur Jóhann Einarsson, f. 3.4. 1893, d. 1980, bóndi og skáld á Brjánslæk, og k.h., Kristín Theo- dóra Guðmundsdóttir, f. 27.8. 1914, d. 1988, húsfreyja. Ragnar tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn. GunnarH Gunnar Hans Pálsson bygging- arverkfræðingur, Hofgörðum 24, Seltjarnarnesi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1955, fyrrihlutaprófl í verkfræði við HÍ 1958 og prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1961. Gunnar var verkfræðingur á teiknistofu SÍS 1961, á Verkfræði- stofu Gunnars B. Guðmundssonar og Stefáns Ólafssonar 1961-64, á Verkfræðistofu Stefáns Ólafsson- ar 1964-68, rak eigin verkfræði- stofu 1968-73, stofnaði ásamt öðr- um verkfræðistofuna Önn sf. 1973 og hefur starfrækt hana síðan. Gunnar var stundakennari í . Pálsson hönnun hita- og loftræstikerfa við Tækniskóla íslands 1970-72 og stundakennari í húsagerð við verkfræði- og raunvísindadeild HÍ um skeið frá 1974. Fjölskylda Gunnar kvæntist 5.9. 1959 Sess- elju Guðrúnu Kristinsdóttur, f. 10.2. 1935, skólafulltrúa. Hún er dóttir Kristins Á.G. Eiríkssonar, járnsmiðs í Reykjavík, og k.h, Helgu Ólafar Sveinsdóttur hús- móður. Börn Gunnars og Sesselju eru Guðrún, f. 19.3. 1957, matvæla- fræðingur í Reykjavík, gift Þór Sigurjónssyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn; Steinþór Örn, f. 19.2. 1973, húsasmiður í Dan- mörku. Systir Gunnars er Sigrún S. Gunnar H. Pálsson. Pálsdóttir, f. 6.10. 1938, húsmóðir í Reykjavik. Foreldrar Gunnars voru Jón Páll Þorsteinsson, f. 7.4. 1901, d. 15.10. 1980, verkamaöur í Reykja- vík, og k.h., Guðrún Hansdóttir, f. 21.7. 1895, d. 4.9. 1981, húsmóðir. Gunnar og Sesselja taka á móti gestum að heimili sínu á morgun, sunnudaginn 17.12., kl. 15.00-20.00 þegar fólki hentar. Afmælisgreinar í jólablað DV Upplýsingar vegna afmælisgreina í jólablað DV þurfa að berast ættfræðideild eigi síðar en þriðju- daginn 19.12. n.k..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.