Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 JjV Kafli úr bókinni Milli landa: Hjá drykkjusjúkri dol - Nína Gautadóttir listakona segir frá Milli landa heitir nýúkomin bók þar sem sagt er frá lífi fimm íslenskra kvenna í París. Þaö er Fróði sem gefur bókina út en Guðrún Finnbogadóttir skrifar. DV fékk leyfl til að birta hluta úr kafla þar sem fjallað er um listakonuna Nínu Gauta- dóttur. Þáttaskil Kvöld nokkurt, eftir hlaup á milli spítala allan daginn, sat hún ein síns liðs á Select kaffihúsinu sem var skammt frá „hjúkkuhúsinu". Þetta var í fyrsta sinn sem hún fór á Select, hún vissi vel að þar komu landar hennar saman á kvöldin, en hún hafði ekki haft í hyggju að leita uppi íslendinga og um- gangast þá eingöngu. Hún var ekki kominn til Parísar með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn til þess að umgangast eingöngu landa sína, þá hefði hún bara getað verið kyrr heima á íslandi. En þetta kvöld gerði hún undantekningu vegna þess að það hafði gripið hana einhver tómleiki og hún var dauf í dálkinn. Einn dagurinn enn var að kvöldi kominn og enn höfðu eftir- grennslanir hennar engan árangur borið og engin lausn á vandamálunum í sjónmáli. Átti hún að gefast upp, leggja árar i bát og fara heim? eða fara til Svíþjóðar? Henni hafði aldrei geðjast að því að leggja niður skottið og laumast burt ef á móti blés. Hún fann að Par- ís var hennar borg og að þar vildi hún vera áfram. Og þótt hjúkrun væri gott og göfugt starf hafði hún frá unga aldri ætl- að að verða listamaður. En hvað átti hún til bragðs að taka? „Ertu ekki íslensk?" sagði þjónninn sem afgreiddi hana. Hún tók ekkert undir það. Það voru fleiri rauðhærðir en ís- lendingar. „Þeir sitja alltaf þarna inni í horninu," bætti hann við. En hún ætlaði ekki að láta undan og hreyfði sig ekki. Henni Nína Gautadóttir listakona. var líka farið að líða betur í glaðværðinni og mannmergðinni á kaffihúsinu og fann ekki lengur fyrir einmanaleikanum sem hafði gripið hana svo skyndilega fyrr um kvöldið. Ókunnugi maðurinn Þar sem hún sat þarna í þungum þönkum var hún skyndi- lega ávörpuð af manni sem spurði hvort hann mætti setjast við borðið hjá henni. Maðurinn var um sextugt, virðulegur maður með alskegg, klæddur svörtum flauelsjakka. Einn af lista- mönnunum sem vöndu komur sínar á Select. Hún kinkaði kolli og hann settist við hliðina á henni. það var samt vissara að vera ekki of vingjamleg, allur var varinn góður. En hún sá fljótlega að þarna bjó ekkert undir. Maðurinn með skeggið sagðist vera myndhöggvari. Hann var skrafhreyf- inn og mjög hlýlegur maður og áður en varði hafði Nína sagt honum allt um sína hagi, að hún væri nýkomin frá íslandi til þess að verða listamaður en hefði ekki kjark til þess að fara í Listaháskólann, ekki einu sinni til þess að leita sér upplýsinga. Myndhöggvarinn sagðist sjálfur hafa stundað nám þar, hann þekkti nokkra kennara þar og væri reiðubúinn til þess að fylgja henni þangað daginn eftir. Morguninn eftir hittust þau á rue des Beaux Arts, fyrir framan Listaháskólann. Það kom i ljós að Nína var orðin of sein að sækja um inngöngu þetta árið en hún fékk þó í hend- ur gögnin fyrir umsókn næsta ár. Umsækjendur skiptu hund- ruðum á hverju ári og aðeins örfáir standast inntökuprófin en hún ætlaði samt að reyna. Hún kvaddi þennan alúðlega mann fyrir utan skólann og þau hittust ekki aftur. „Ég hef séð þennan mann tilsýndar á listsýningum í París í gegnum árin en við höfum aldrei talað saman aftur. Hann er vel þekktur hér, að minnsta kosti á meðal listamanna. Hann var svo hlýlegur að ég sá strax aö ég gat treyst honum fuUkom- ViÓ höfum opnaö nýjan, ferskan skyndibitastaö ab " ' Jfjggj : ' Fókafeni 11, Hjá okkur fær&u nýbakaba Bostonbáta meá ótakmörkuáu ■jMpfe. nýskornu áieggi eöa Ijúffenga BATAR & BORGARAR1 FAKAFENI 1 1 3 -- —’f \\: nSf "77^ "" * r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.