Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 57
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 61 var allt annað en góð. Þegar málum var hér komið lá samkvæmt ráði læknisins ekkert fyrir hendi nema að reyna að leita | bata i ljósböðum. Þar sem ég hinsvegar hef þjáðst af astma og mér hafa virst Ijósböð : vera seinvirk lækningaaðferð, vildi ' ég ekki hverfa að því ráði fyrr en fullreynt væri um annað. Þá kom maðurinn minn fram með þá tillögu að ég leitaði til Er- lings um lækningu. Það varð úr, og lét Erlingur mér í té áburð. Þegar ég hafði notað hann í viku var ég o'rð- in alheil og hef aldrei fundið til þessa meins eftir það. Til þess að útiloka misskilning vil ég taka það fram að ég er á engan hátt að kasta rýrð á þennan um- rædda lækni né læknastéttina, því að hann er einn af hinum merkustu læknum okkar og sómi sinnar stétt- ar. í sambandi við lækningar Erlings verð ég að láta þá skoðun mína í ljós að ég tel rangt, beinlínis illa gert, bæði hans vegna og þeirra sem verða hjálpar hans aðnjótandi, að amast við þessu líknarstarfi hans, því að það er sannfæring mín að löngunin til þess að gera öðrum gott sé höfuðástæðan fyrir þessari starf- semi hans. Mér finnst að eitthvað hljóti að vera athugavert við heil- brigðismál okkar ef þeir menn sem láta gott af sér leiða í þágu þeirra eru orðnir of margir. Ég hef ekki orðið vör við að Er- lingur hafi auglýst sig sem lækni, en fólkið hefur fundið lækni þar sem hann er. Ef Erlingur má ekki framkvæma lækningu þá sem að framan getur, hversvegna vilja læknar þá ekki við- hafa slíkar aðferð- ir, sem eru að öllu leyti betri. Þórunn Hall- dórsdóttir, Miklu- braut 7 Greinargerðin ásamt vottorðun- um sem henni fylgdu og tilfærð eru hér fyrir fram- an, var síðamlögð fram í réttinum og að því loknu kveðinn upp dómur í málinu 5. júlí 1944, og fer hann hér á eftir. . . . Landlæknir skrifar bráf Tildrög máls þessa eru þau, að hinn 31. mars s.l. ritar landlæknir dómsmálaráðuneytinu og skýrir frá því að berklayfirlæknir hafi tjáð sér að smitandi berklasjúklingur á Víf- ilsstaðahæli, Kristinn Jóhannsson að nafni, hafi fyrir skömmu farið í leyfisleysi burtu af hælinu til Reykjavíkur og að hann (berklayfir- læknirinn) telji sig hafa ástæðu til að ætla að tilefni brotthlaups sjúk- lingsins sé að hann leiti sér læknis- hjálpar hjá kærðum, sem sé skottu- læknir. Kveður landlæknir sjúk- linginn munu hafast við í mjög lé- legum húsakynnum og vera því sem næst umhirðulausan. Mælist land- læknir til þess að ráðuneytið hlutist til um að rannsakað verði hver af- skipti kærður hafi haft af sjúklíngn- um og hvernig skottulækningastarf- semi hans yfirleitt sé háttað.. . . Kærður hefur ekki lækningaleyfi og hefur eigi gengið í læknaskóla. Móðir hans, Þórunn Gísladóttir, ljósmóðir, stundaði lengi grasa- lækningar hér í bæ og annarstaðar og einnig stundaði amma hans, sem einnig var ljósmóðir, grasalækning- ar. Kærður var móður sinni hjálp- legur við grasalækningarnar og fékk mikinn áhuga á starfinu og sá að það bar góðan árangur. Þegar móðir hans hætti að geta sinnt sjúk- lingum bað hún kærðan að taka við þeim sjúklingum sem hún hafði þá undir höndum ,og starfi hennar yfir- leitt, og hvatti hann mjög til þess. Vegna áhuga síns á starfinu tók kærður þetta að sér og stundaði gra- salækningar fyrst árum saman jafn- framt öðrum störfum, en frá árinu 1922 hefur hann eingöngu stundað grasalækningar og lifað á því með Fjölskyldu sinni. Að eigin sögn, sem ekkert hefur fram komið til hnekk- is, hefur hann tekiö væg gjöld fyrir lækningar sínar. Segir hann tilgang sinn með lækningunum eigi aðal- lega hafa verið fjáröflun, heldur einnig og öllu fremur að líkna sjúk- um. Við lækningar sínar hefur hann eingöngu notað grasalyf er hann hefur búið til úr innlendum jurtum, að undanteknu því, að hann hefur notað í gigtaráburð, auk grasa- smyrsla, salmíakspíritus, terpent- ínu og brennsluspiritus og við brennslu þá, er síðar verður að vik- ið, hefur hann notað steinolíu. Hann hefur tekið að sér að lækna ýmsa sjúkdóma svo sem móðurlífs- sjúkdóma, nýrnaveiki, magakvilla, brjósthimnubólgu, liðagigt og aðra gigt o.fl. Það hefur verið regla kærðs að vísa þeim er til hans hafa leitað til læknis, en bent þeim á að leita til sín aftur ef læknir gæti eigi bætt þeim. Þó hefur komið fyrir að hann hefur veitt úrlausn þeim er lítið hafa virst veikir án þess þeir leit- uðu fyrst læknis. Kærður hefur aldrei auglýst sig sem lækni og aldrei látið úti lyf er lyfsalar mega eigi selja án lyfseðils. Auk reynslu sinnar, móður sinnar og ömmu af grasalækningum hefur kærður í lækningum sínum stuðst við grasa- lækningabók Odds Hjaltalín sem hann hefur sérstaklega kynnt sér. Atvik það er landiæknir bendir á í bréfi sínu reyndist við rannsókn- ina vera þannig að nefndur sjúk- lingur hafði farið í óleyfi af Vífils- staðahæli skömmu áður hingað til bæj- arins og feng- ið kærðan, sem hann leyndi að hann væri hælissjúkling- ur, til að fram- kvæma á sér svonefnda brennslu sem er aðgerð er kærður hefur notað við fjölda manns, m.a. brjóst- himnubólgu- sjúklinga. Að- gerð þessi er í skemmstu máli á þá leið að sjúklingurinn er brenndur með steinolíubakstri og sárið síðan grætt með jurtasmyrslum og þykir eigi ástæða til að lýsa þessu nánar. Sjúklingur þessi hafði mörgum árum áður fengið samskonar aðgerð hjá kærðum og telur kærðan hafa bjargað lífi sínu með henni. Var hann því í þetta sinn mjög ákafur í að fá sömu aðgerð. Verjandi kærða hefur lagt fram vottorð sjúklings þessa þar sem hann fullyrðir, að sér hafi batnað að miklum mun við síð- ari brennsluna. Verjandi kærðs hef- ur lagt fram fjórtán vottorð þar sem vottorðsgefendur skýra frá að þeir eða nánir aðstandendur þeirra hafi hlotið bót sjúkdóma fyrir læknisað- gerðir kærðs og að í sumum tilfell- um hafi verið um mjög alvarleg sjúkdómstilfelli að ræða, sem lækn- um hafði eigi tekist að lækna. Vott- orðsgefendur þessir hafa eigi verið leiddir sem vitni og þau atriði eigi rannsökuð sem vottorðin fjalla um og skal ósagt látið hvort læknisdóm- ar kærðs hafi valdið þeim sjúk- dómsbata er vottorðin greina. Hins- vegar hefur ekkert fram komiö er bendi til þess að lækningar kætðs hafi valdið tjóni. Með því að gera sér lækningar að atvinnu án þess að hafa lækninga- leyfi hefur kærður gerst brotlegur við 15. gr. 1. tölulið laga nr. 47, 23. júní 1932 og auk þess með framan- greindum afskiptum af berklasjúkl- ingnum Kristni Jóhannssyni við 16. gr. sömu laga. . . . Þvi dæmist rétt vera: Kærður Erlingur Filippusson greiði 300 króna sekt til ríkissjóðs og komi 15 daga varðhald í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Kærður greiði allan kostnað sak- arinnar, þar með talin málsvarnar- laun skipaðs verjanda síns, hrl. Ein- ars Ásmundssonar, kr. 300. Dómi þessum skal fullnægja að viðlagðri aðfór að lögum.“ SÆret/tf*t0íu*ia á leíáíá fœr&u / (far&s/urru/ Utikerti Kerti í lulctir sem loga allt að 7 daga. Svört eða hvít lukt 2280 kr. Einnig ál-, koparluklir og krossar laugardag til miðvikudags 3 híasintur 380 kr. Rafljós m/rafhlöðu f luktir - loga í 8 vikur 1 490 kr. NÝTT! m/flöktandi Ijósi Opið alla daga 10-22 Blue note oHalogen innréttingaljós 3x20 W m/spenni, kr. 3990 BORGARLJOS K N Hefurðu séð Borgarljós-keðju-bæklinginn 95/96 og tilboðin 10. Sendum bæklinginn þér að kostnaðarlausu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.