Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 40
44 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 Jj'V White-Westirighouse Amerísk gæða framleiðsla ÞURRKARI RAFVÖRUR HF • ÁRMÚLA 5 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 568 6411 Amerísk gæða • Auðveld í notkun • Topphlaðin • Þvottamagn 8,2 kg. • Tekur heitt og kalt vatn • Fliót að þvo 20 RAFVORUR Auðveldur í notkun Þvottamagh 7 kg. • Fjórar hitastillingar • Fjögur þurrkkerfi vél kr. 114.595.- Þurrkari 72.650,- Frí heimsending í Rvk. og nágrenni Hringið og fáið upplýsingar og bækling GJAFA-ASKJAN FRA MAX FRÁBÆR JÓLAGJÖF WW/WWW^^WU verd 1.690- | S :568 5222 --------------|-aa ► 0LLGJOF TIIi Hll SKEIFUNNI 15 Ellihrumur nurlari reyndist milljónamæringur Anna Scheiber: Gömul kona með óvenjulega hæfileika. Þeim brá í brún stjórnendum Yes- hiva háskólans í New York þegar karlmaður hringdi í þá og sagði þeim að gömul gyðingakona, sem væri látin hefði ánafnað þeim öll- um eigum sínrun sem reyndust tæp- lega hálfur annar milljarður. Kon- an, Anne Scheiber, hafði starfað bróðurpart ævi sinnar sem skatta- eftirlitsmaður og kom það mönnum mjög á óvart við dauða hennar hve auðævi hennar reyndust mikil, sér- staklega ef hafður er í huga lífstíll hennar sem var fátæklegur. Scheiber dó í janúar síðastliðn- um, 101 árs að aldri. Hún var ógift og bjó ein í niðumíddri blokkaríbúð á Manhattaneyju í New York. Þar hafði hún búið frá árinu 1944 er hún fór snemma á eftirlaun eftir 18 ára starf hjá eignadeild skattstofunnar. Á heimili hennar var að finna snjáð 60 ára sófasett og rykugar bókahill- ur. The Sunday Times greindi frá því nýleg að á vinnuferli Önnu hefðu árslaun hennar aldrei numið meira en 260 þúsund krónum og eftir- launagreiðslur til hennar 320 þús- ur.d krónum á ári. Hún eyddi aldrei neinu í óþarfa og gekk í stagbættri svartri kápu mestan hluta eftir- launaáranna. Hún átti aðeins eitt áhugamál og það voru veðbréfavið- skipti. Þegar hún dó hafði áhuga- málið skilað henni hundruðum milljóna. Eyddi aldrei krónu Hún ánafnaði háskólanum pen- ingana þótt hún hefði aldrei gengið sjálf í hann og þegar forsvarsmenn skólans heyrðu fréttirnar trúðu þeir vart eigin eyrum. Gömul kona sem þeir höfðu aldrei heyrt af hafði reynst ein af mikilfenglegustu spá- kaupmönnum sögunnar. Meðalársá- vöxtun eftirlaunanna reyndist rúm- lega 18 prósent sem er ekki fjarri þeim 23 prósentum sem Warren Buffett, einum farsælasta marg- milljónera Bandaríkjanna, tókst að ávaxta fé sitt. Ólíkt Buffett og líklega öllum öðr- um milljónamæringum í Bandaríkj- unum eyddi Anna aldrei krónu af vöxtunum heldur nurlaði á ein- hverjum aukagreiðslum frá hinu opinbera og tryggingabótum. Öll eft- irlaunin fóru í spákaupmennskuna. Um miðjan níunda áratuginn námu vaxtagreiðslur til hennar samtals 50 milljónum. „Hún var undarlegasta kona sem ég hef hitt um ævina,“ sagði lögfræðingur hennar, Ben Cl- ark. Fékk aldrei stöðuhækkun Ástæða þess að Anna ákvað að ánafna háskólanum auðæfi sín var sú að þrátt fyrir að hafa unnið hjá eignadeild skattsins frá árinu 1926 tU 1944 fékk hún aldrei stöðuhækk- un hjá alríkisstofnuninni. Reyndar var hún fyrsti kvenlögfræðingurinn sem kom tU starfa hjá skattinum í New York-ríki. Það skUyrði fylgdi peningagjöf hennar að þeim skyldi varið tU að hjálpa ungum gyðinga- konum að mennta sig. „Framkoma Skattstofunnar oUi henni mikilli gremju. Þrátt fyrir að hafa hætt þar störfum fyrir meira en hálfri öld gleymdi hún því aldrei að hún hlaut aldrei stöðuhækkun," sagði lögfræðingur hennar. Verðbréfasali Önnu, William Fay, sagði viðhorf hennar tU fjárfestinga hafa einkennst af kyrinum hennar af kreppunni og störfum hennar hjá eignadeild skattsins. Best væri að dreifa áhættunni og aldrei að reyna að græða á gylliboðunum. „Hún var aldrei í leit að skjótfengnum gróða.“ Labbi - Jólabaðið ★★★* Gefum öttum gleðilegjól með því að senda jólapóstinn tímanlega. Pósthús á höfuðborgarsvæðinu og víða um land verða opin til kl. 18:00 alla virka daga og til kl. 16:00 laugardaginn 16. og 23. desember. Póst- og símstöðin í Kringlunni verður opin til kl. 22:00 frá 18.-22. desember og á Þórláksmessu verður opið í Kringlunni til kl. 23:00. Á öllum póst- og símstöðvum er í gildi sérstakt jólapakkatilboð á bögglapóst- sendingum innanlands til 23- desember og EMS tilboð til útlanda til 16. desember. Vertu viss um að þínar jólasendingar komist hratt og örugglega til skila fyrir þessi jól. Frímerki fást á öllum póst- og símstöðvum, auk þess á um 120 sölustöðum, s.s. bensínstöðvum, bókaverslunum og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Frímerki eru einnig seld á fjölmörgum sölustöðum utan höfuðborgarsvæðisins. PÓSTUR OG SÍMI Umhugsunarverðir jólasöngvar Jólabaðið er plata sem kemur á óvart. Þó ætti hún raunar ekki að gera það. Aðstandendurnir, Ólafur Þórarinsson - Labbi i Glóru - og hans fólk, eru margsjóaðir í dægur- tónlistinni þótt þeir séu minna áber- andi dags daglega en ýmsir sem að skaðlausu mættu halda sig til hlés. Reynsluna vantar því ekki og þekk- inguna á því hvernig gera á góða hljómplötu. Hljómplötur Ásgeir Tómasson Lögin á Jólabaðinu eru sum til þess ætluð að kæta og önnur til að vekja hlustandann til umhugsunar. Það fer til dæmis ekkert á milli mála með hverjum staðið er í bar- áttu rjúpunnar og skotveiðimanns- ins i einu laginu. Höfundur textans er greinilega gegnheill dýravinur sem sámar að sjá rjúpur á jólaborð- um fólks. Þá er texti við lagið Litla stúlkan með eldspýturnar sérlega beittur hjá meistara Jónasi Friðrik sem spyr hvort gamla sagan hans H.C. Andersens sé ekki í fullu gildi enn þann dag í dag: „Gráta ekki börn sem kannski við gætum glatt og gefið þeim jól? Jónas er í góðu stuði víðar og í laginu Jólakort yrkir hann til dæm- is texta sem lýtur fyllilega lögmál- um ljóðs og er með því betra sem sést hefur frá honum lengi. Aðrir textahöfundar plötunnar skila einnig þokkalegu verki þótt eitt og annað hefði mátt lagfæra við yfir- ferð. Björn Þórarinsson, bróðir Labba, á til að mynda ágætistexta við titillag plötunnar og samdi raunar lagið líka. Flutningur laga á plötunni Jóla- baðinu sýnir að heilmikil vinna hef- ur verið lögð í verkið. Þar kemur fiöldi fólks við sögu. Auk Labba syngja á plötunni Guðlaug Ólafs- dóttir, Kristjana Stefánsdóttir og Halli og Laddi. Ekki þarf að fjölyrða um þá bræður, margreynda í dæg- urtónlistinni, en söngkonurnar sýna báðar að þær eiga fullt erindi á hljómplötu. Og platan sjálf á fyllilega erindi á jólamarkaðinn. Á henni er hæfilegt hopp og hí og sömuleiðis alvarlegri tónar sem fá hlustandann vonandi tii að hugsa um að jólin eiga sér aðra hlið en hina glaðværu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.