Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 45
JjV LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 49 að virka á mig. Auk þess átti ég orð- ið í erfíðleikum með að fjármagna kaupin. Ég var farin að betla af vin- um mínum. Ég átti ekki fyrir mat eða neinu öðru. En sem betur fer fór ég aldrei út í afbrot,“ segir Ellý. „Það eru núna fimm ár síðan ég hætti. Þegar ég fór inn á Vog tók það mig næstum tvo mánuði að átta mig á að ég væri á lífi. Ég var orðin kolbiluð og hefði í raun aldrei trúað hversu rosalega erfitt það yrði að hætta. í rauninni ætlaði ég bara að skreppa í meðferð, vildi hætta flkni- efnaneyslu, en áttaði mig ekki fyrr en í meðferðinni hversu langt ég var leidd. í tvö ár eftir meðferðina var ég í einhvers konar tómarúmi, það var ömurlegt að vera til, aldrei gaman og aldrei leiðinlegt. Það var bara ekki neitt. Ef maður hefur ver- ið í mikilli neyslu tekur það að minnsta kosti tvö ár að ná sér niður og í rauninni er ég ör að eðlisfari. Óöryggi á unglingsárunum Ég hefði viljað haga lífi mínu öðruvísi. í dag er ég með smáböm og er að byrja í skóla. í öll þessi ár, sem mér fannst ég vera ofboðslega merkileg, gerði ég ekki neitt. Ég hef kannski þroskast við þessa reynslu en ég hefði örugglega fengið ein- hvern annars konar þroska ef ég hefði lifað eðlilegu lífi. Það er neik- vætt hversu illa ég hef farið með sjálfa mig. Ég myndi vilja vita hvar ég væri stödd í dag ef ég hefði ekki leiðst út á þessar brautir. Ég gæti alls ekki hugsað mér að börnin mín færu sömu leið - guð minn góður. Unglingsárin gáfu mér ekkert nema meira óöruggi. í rauninni man ég lítið frá þeim árum. Ég var mjög lífsleið. Þegar ég var 18 ára drakk ég spíra áður en ég fór út morgnana. í rauninni var ég orðin róni. Mér fannst fólk líta niður á mig, ég fann mjög fyrir því og það hafði hræðileg áhrif á sjálfstraustið. Ég var orðin sjúskuð og rugluð og enginn nennti orðið að hlusta á mig. Það gerði mig enn reiðari út í sam- félagið. Ég upplifði heiminn allan sem mótlæti gegn mér. Núna finnst mér erfitt að finna til, að uppgötva allar þessar nýju til- finningar sem ég hafði ekki fundið fyrir svo lengi. Ég er orðin allt önn- ur manneskja sem ég þekki ekki neitt og finnst erfitt að díla við. Núna get ég grátið yfir sorglegum teiknimyndum - ég sem steig á ketti ef þeir voru fyrir mér. Ég er að læra að takast á við sjálfan mig og þetta nýja líf - að bera ábyrgð. Ég má samt aldrei gleyma hver ég er. For- varnarstarf getur hjálpað manni mikið og ég ætla mér að vinna meira við þau. Erfitt að horfast í augu við lífið Það er ofboðlega erfitt fyrir ungt fólk að koma úr meðferð. Enginn tekur við manni og enginn vill held- ur þekkja mann. Það er ekki hægt að leita tU gömlu félaganna eða fjöl- skyldunnar. Það bjargaði mér að kynnast Mumma. Samband mitt við íjölskyldu mína hefur líka lagast. Systkini mín höfnuðu mér og þau hafa ekki öU tekið mig í sátt aftur. Foreldrar mínir sýndu mér aUtaf væntumþykju en voru auðvitað ekki sáttir við mig. Því miður tekst ekki öllum að rétta sig af í lífinu. Ég hef farið flórum sinnum í meðferð og Mummi fimm sinn- um. Við höfum kynnst fólki á Vogi sem hef- ur komið þangað mörgum sinn- um oftar en við. Þetta fólk er aUtaf í sömu förunum. Það getur enginn hætt nema hann ákveði það sjálfur. Það tek- ur á að horfast í augu víð lífið þarna úti og takast á við það. Þegar ég var átján ára þráði ég að einhver kæmi og bjargaði mér út ímyndin rifin burt EUý og Guðmundur Þórar- insson eiga tvö börn, tutt- ugu mánaða son og sex mánaða dóttur. Ellý á fyrir ellefu ára dóttur en Guð- mundur tvo syni, sem eru 14 og 16 ára. Þau EUý og Mummi eru þakk- lát fyrir þá hjálp sem þau fengu hjá SÁÁ en um leið vUja ' dBmfck.. þau þessu en það var enginn sem þorði að nálgast mig. Fólk var hrætt við mig en hjá mér var tilveran tóm og grá. Ég öfunda það fólk sem hef- ur aldrei kynnst þessu lífi. AUir vinir okkar Mumma eru edrú núna en margir af kunningjum okkar eru dánir.“ gagnrýna meðferðina. „Það eiga all- ir að vera steyptir í sama farið. Þeir byrja á að rífa aUa ímynd af krökk- unum, leðurarmbönd, hálsmen og aðra hluti sem þessir krakkar skreyta sig með. Það er mjög mikil- vægt að krakkarnir fái að vera áfram þeir sjálfir í meðferðinni. Auk þess er ekki nógu sniðugt að hafa sextán ára unglinga á AA- fundum með þrælfullorðnu fólki.“ Jólin voru einmanaleg Ellý segist líta bjartsýnum augum til framtíðar. „Mér finnst meiri háttar gaman að vera byrjuð í skóla," segir hún. „Mig langar að klára skólann og halda síðan áfram námi. Ég er ákveðin í að verða eitt- hvað. Mér finnst gaman að vera til í dag. Það gefur lífinu gildi að hafa lítU böm að hugsa um.“ - Nú styttist í jólin. Hvernig ætl- ar þú að halda upp á þau? „Þetta eru fyrstu jólin sem ég held sjálf. Ég kvíði fyrir og er hálf- hrædd við þetta umstang. Jólin voru erfiður tími hjá mér. Ég var alltaf einmana á jólunum. Eitt skipt- ið átti ég ekki mat ofan í mig, ég var svo sukkuð að ég treysti mér ekki til að hitta fjölskyldu mína. Ég bjó til ruglaðar jólagjafir sem mér þóttu Oottar en ættingjarnir fengu hálf- gert sjokk þegar þeir tóku upp pakk- ana. Ætli þeir hafi ekki kviðið fyrir að fá gjafirnar mínar. Einu sinni var ég alein á gistiheimili - það voru erfiðustu jólin mín. Þá var ég að verða edrú, átti engan pening og var hvorki gjaldgeng i sukkheimin- um eða hjá fjölskyldunni." Frekara forvarnarstarf - Og svo ætlar þú að syngja í dag? „Mér fannst eins og ég dytti aftur í fortíðina þegar við mættum á fyrstu æfinguna og það var mjög erfitt. Auk þess gat ég ekkert sung- ið, var að fá hálsbólgu. Ég hlakka samt til og vona að tónleikarnir tak- ist því þá getur orðið um frekara forvarnarstarf að ræða hjá okkur. Það verður að skapast umræða um fíkniefnavandann í þjóðfélaginu al- veg eins og rætt hefur verið um áfengissýki. Fullorðið fólk þarf að læra að tala um þessa hluti á opin- skáan hátt. Það þarf að kenna for- eldrum að ræða þessa hluti við ung- lingana sína. Og það verður að ræða þetta mál við unglinga á þeirra nót- um svo þeir hafi einhvern áhuga á að hlusta." Tónleikar í Loftkastalanum til styrktar forvörnum gegn vímuefnum: Gamlir pönkarar mæta nýjum Hljómsveitin Fræbbblarnir eins og hún leit út árið 1982. „Upphaflega kom hugmyndin að þessum tónleikum frá Davíð Þór Bergmann sem vinnur hjá mér í Mótorsmiðjunni. Hann starfaði sem umboðsmaður hljómsveitar- innar Tjalz Gizur og hafði reynt að koma hljómsveitinni á framfæri. Mig langaði hins vegar að kynna Mótorsmiðjuna og koma af stað einhvers konar umræðu um for- varnir. Við ákváðum að gera eitt- hvað úr þessu og nú verða tónleik- arnir að veruleika í dag. Við setj- um allt okkar traust á að þeir heppnist enda skortir okkur fé til að fjármagna klúbbastarf Mótor- smiðjunnar en það hefur sannar- lega sýnt sig að þörf var á henni,“ segir Guðmundur Þórarinsson, umsjónarmaður Mótorsmiðjunn- ar, í samtali við DV. Mótorsmiðjan er staður þar sem unglingar, með áhuga á mótorhjól- um, geta safnast saman og sinnt áhugamáli sínu. Margir þessara unglinga hafa átt við vandamál að stríða jafnt í félagslífinu, skóla og á heimili. Guðmundur hefur reynt að.koma til móts við þá með því að segja frá eigin reynslu, en hann var sjálfur langt leiddur í vímuefn- um, afbrotum og rugli en hefur verið laus úr viðjum vanans í nokkur ár. Á tónleikunum í dag koma fram auk Tjalz Gizur, hljómsveitirnar Glott hinir gömlu Fræbbblar og Q4U en þær hafa ekki komið fram í meira en áratug. „Einnig kemur ný hljómsveit, Popp Dogs, fram á sjónarsviðið og annað pönkband sem heitir Stunan," segir Guð- mundur eða Mummi eins og hann er kallaður. „Við erum með ákveðnar hug- myndir um forvarnir og vinnu með unglingum. Einnig viljum við skapandi umræðu í þjóðfélagið um forvarnir. Það er skandall hvernig staðið er að þessum málum hér á landi. Eitthvert fólk situr inni á skrifstofu og býr til forvarnarpæl- ingar án þess að hafa hugmyndir um hvemig líf unglinganna er í raun og veru. Krakkarnir taka ekkert mark á því og finnst ofboðs- lega hallærislegt þetta tal öfgasam- takanna Stöðvum unglinga- drykkju og þaö nær alls ekki til þeirra," segir Mummi. Sjálfur hefur hann kynnst alls kyns málum í starfi sínu, sifja- spelli, ofbeldi á heimili, flkniefna- og áfengisvanda. „Það má þó ekki líta þannig á að allir sem koma í Mótorsmiðjuna eigi við vanda að stríða því þannig er það ekki. Mót- orsmiðjan er mótorhjólatehgd og oft eru þetta krakkar sem ekki finna sig í þessum hefðbundnu fé- lagsmiðstöðvum. í þessu starfi höf- um við byggt upp forvarnarstarf með krökkunum og tónleikarnir í dag, sem heita Gerum það edrú með lifandi tónlist, eru liður í að efla þessa starfsemi. Síðan er hug- myndin að fara í gang með viða- mikið átak í forvarnarstarfi," seg- ir Guðmundur Þórarinsson. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.