Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 45
JjV LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 49 að virka á mig. Auk þess átti ég orð- ið í erfíðleikum með að fjármagna kaupin. Ég var farin að betla af vin- um mínum. Ég átti ekki fyrir mat eða neinu öðru. En sem betur fer fór ég aldrei út í afbrot,“ segir Ellý. „Það eru núna fimm ár síðan ég hætti. Þegar ég fór inn á Vog tók það mig næstum tvo mánuði að átta mig á að ég væri á lífi. Ég var orðin kolbiluð og hefði í raun aldrei trúað hversu rosalega erfitt það yrði að hætta. í rauninni ætlaði ég bara að skreppa í meðferð, vildi hætta flkni- efnaneyslu, en áttaði mig ekki fyrr en í meðferðinni hversu langt ég var leidd. í tvö ár eftir meðferðina var ég í einhvers konar tómarúmi, það var ömurlegt að vera til, aldrei gaman og aldrei leiðinlegt. Það var bara ekki neitt. Ef maður hefur ver- ið í mikilli neyslu tekur það að minnsta kosti tvö ár að ná sér niður og í rauninni er ég ör að eðlisfari. Óöryggi á unglingsárunum Ég hefði viljað haga lífi mínu öðruvísi. í dag er ég með smáböm og er að byrja í skóla. í öll þessi ár, sem mér fannst ég vera ofboðslega merkileg, gerði ég ekki neitt. Ég hef kannski þroskast við þessa reynslu en ég hefði örugglega fengið ein- hvern annars konar þroska ef ég hefði lifað eðlilegu lífi. Það er neik- vætt hversu illa ég hef farið með sjálfa mig. Ég myndi vilja vita hvar ég væri stödd í dag ef ég hefði ekki leiðst út á þessar brautir. Ég gæti alls ekki hugsað mér að börnin mín færu sömu leið - guð minn góður. Unglingsárin gáfu mér ekkert nema meira óöruggi. í rauninni man ég lítið frá þeim árum. Ég var mjög lífsleið. Þegar ég var 18 ára drakk ég spíra áður en ég fór út morgnana. í rauninni var ég orðin róni. Mér fannst fólk líta niður á mig, ég fann mjög fyrir því og það hafði hræðileg áhrif á sjálfstraustið. Ég var orðin sjúskuð og rugluð og enginn nennti orðið að hlusta á mig. Það gerði mig enn reiðari út í sam- félagið. Ég upplifði heiminn allan sem mótlæti gegn mér. Núna finnst mér erfitt að finna til, að uppgötva allar þessar nýju til- finningar sem ég hafði ekki fundið fyrir svo lengi. Ég er orðin allt önn- ur manneskja sem ég þekki ekki neitt og finnst erfitt að díla við. Núna get ég grátið yfir sorglegum teiknimyndum - ég sem steig á ketti ef þeir voru fyrir mér. Ég er að læra að takast á við sjálfan mig og þetta nýja líf - að bera ábyrgð. Ég má samt aldrei gleyma hver ég er. For- varnarstarf getur hjálpað manni mikið og ég ætla mér að vinna meira við þau. Erfitt að horfast í augu við lífið Það er ofboðlega erfitt fyrir ungt fólk að koma úr meðferð. Enginn tekur við manni og enginn vill held- ur þekkja mann. Það er ekki hægt að leita tU gömlu félaganna eða fjöl- skyldunnar. Það bjargaði mér að kynnast Mumma. Samband mitt við íjölskyldu mína hefur líka lagast. Systkini mín höfnuðu mér og þau hafa ekki öU tekið mig í sátt aftur. Foreldrar mínir sýndu mér aUtaf væntumþykju en voru auðvitað ekki sáttir við mig. Því miður tekst ekki öllum að rétta sig af í lífinu. Ég hef farið flórum sinnum í meðferð og Mummi fimm sinn- um. Við höfum kynnst fólki á Vogi sem hef- ur komið þangað mörgum sinn- um oftar en við. Þetta fólk er aUtaf í sömu förunum. Það getur enginn hætt nema hann ákveði það sjálfur. Það tek- ur á að horfast í augu víð lífið þarna úti og takast á við það. Þegar ég var átján ára þráði ég að einhver kæmi og bjargaði mér út ímyndin rifin burt EUý og Guðmundur Þórar- insson eiga tvö börn, tutt- ugu mánaða son og sex mánaða dóttur. Ellý á fyrir ellefu ára dóttur en Guð- mundur tvo syni, sem eru 14 og 16 ára. Þau EUý og Mummi eru þakk- lát fyrir þá hjálp sem þau fengu hjá SÁÁ en um leið vUja ' dBmfck.. þau þessu en það var enginn sem þorði að nálgast mig. Fólk var hrætt við mig en hjá mér var tilveran tóm og grá. Ég öfunda það fólk sem hef- ur aldrei kynnst þessu lífi. AUir vinir okkar Mumma eru edrú núna en margir af kunningjum okkar eru dánir.“ gagnrýna meðferðina. „Það eiga all- ir að vera steyptir í sama farið. Þeir byrja á að rífa aUa ímynd af krökk- unum, leðurarmbönd, hálsmen og aðra hluti sem þessir krakkar skreyta sig með. Það er mjög mikil- vægt að krakkarnir fái að vera áfram þeir sjálfir í meðferðinni. Auk þess er ekki nógu sniðugt að hafa sextán ára unglinga á AA- fundum með þrælfullorðnu fólki.“ Jólin voru einmanaleg Ellý segist líta bjartsýnum augum til framtíðar. „Mér finnst meiri háttar gaman að vera byrjuð í skóla," segir hún. „Mig langar að klára skólann og halda síðan áfram námi. Ég er ákveðin í að verða eitt- hvað. Mér finnst gaman að vera til í dag. Það gefur lífinu gildi að hafa lítU böm að hugsa um.“ - Nú styttist í jólin. Hvernig ætl- ar þú að halda upp á þau? „Þetta eru fyrstu jólin sem ég held sjálf. Ég kvíði fyrir og er hálf- hrædd við þetta umstang. Jólin voru erfiður tími hjá mér. Ég var alltaf einmana á jólunum. Eitt skipt- ið átti ég ekki mat ofan í mig, ég var svo sukkuð að ég treysti mér ekki til að hitta fjölskyldu mína. Ég bjó til ruglaðar jólagjafir sem mér þóttu Oottar en ættingjarnir fengu hálf- gert sjokk þegar þeir tóku upp pakk- ana. Ætli þeir hafi ekki kviðið fyrir að fá gjafirnar mínar. Einu sinni var ég alein á gistiheimili - það voru erfiðustu jólin mín. Þá var ég að verða edrú, átti engan pening og var hvorki gjaldgeng i sukkheimin- um eða hjá fjölskyldunni." Frekara forvarnarstarf - Og svo ætlar þú að syngja í dag? „Mér fannst eins og ég dytti aftur í fortíðina þegar við mættum á fyrstu æfinguna og það var mjög erfitt. Auk þess gat ég ekkert sung- ið, var að fá hálsbólgu. Ég hlakka samt til og vona að tónleikarnir tak- ist því þá getur orðið um frekara forvarnarstarf að ræða hjá okkur. Það verður að skapast umræða um fíkniefnavandann í þjóðfélaginu al- veg eins og rætt hefur verið um áfengissýki. Fullorðið fólk þarf að læra að tala um þessa hluti á opin- skáan hátt. Það þarf að kenna for- eldrum að ræða þessa hluti við ung- lingana sína. Og það verður að ræða þetta mál við unglinga á þeirra nót- um svo þeir hafi einhvern áhuga á að hlusta." Tónleikar í Loftkastalanum til styrktar forvörnum gegn vímuefnum: Gamlir pönkarar mæta nýjum Hljómsveitin Fræbbblarnir eins og hún leit út árið 1982. „Upphaflega kom hugmyndin að þessum tónleikum frá Davíð Þór Bergmann sem vinnur hjá mér í Mótorsmiðjunni. Hann starfaði sem umboðsmaður hljómsveitar- innar Tjalz Gizur og hafði reynt að koma hljómsveitinni á framfæri. Mig langaði hins vegar að kynna Mótorsmiðjuna og koma af stað einhvers konar umræðu um for- varnir. Við ákváðum að gera eitt- hvað úr þessu og nú verða tónleik- arnir að veruleika í dag. Við setj- um allt okkar traust á að þeir heppnist enda skortir okkur fé til að fjármagna klúbbastarf Mótor- smiðjunnar en það hefur sannar- lega sýnt sig að þörf var á henni,“ segir Guðmundur Þórarinsson, umsjónarmaður Mótorsmiðjunn- ar, í samtali við DV. Mótorsmiðjan er staður þar sem unglingar, með áhuga á mótorhjól- um, geta safnast saman og sinnt áhugamáli sínu. Margir þessara unglinga hafa átt við vandamál að stríða jafnt í félagslífinu, skóla og á heimili. Guðmundur hefur reynt að.koma til móts við þá með því að segja frá eigin reynslu, en hann var sjálfur langt leiddur í vímuefn- um, afbrotum og rugli en hefur verið laus úr viðjum vanans í nokkur ár. Á tónleikunum í dag koma fram auk Tjalz Gizur, hljómsveitirnar Glott hinir gömlu Fræbbblar og Q4U en þær hafa ekki komið fram í meira en áratug. „Einnig kemur ný hljómsveit, Popp Dogs, fram á sjónarsviðið og annað pönkband sem heitir Stunan," segir Guð- mundur eða Mummi eins og hann er kallaður. „Við erum með ákveðnar hug- myndir um forvarnir og vinnu með unglingum. Einnig viljum við skapandi umræðu í þjóðfélagið um forvarnir. Það er skandall hvernig staðið er að þessum málum hér á landi. Eitthvert fólk situr inni á skrifstofu og býr til forvarnarpæl- ingar án þess að hafa hugmyndir um hvemig líf unglinganna er í raun og veru. Krakkarnir taka ekkert mark á því og finnst ofboðs- lega hallærislegt þetta tal öfgasam- takanna Stöðvum unglinga- drykkju og þaö nær alls ekki til þeirra," segir Mummi. Sjálfur hefur hann kynnst alls kyns málum í starfi sínu, sifja- spelli, ofbeldi á heimili, flkniefna- og áfengisvanda. „Það má þó ekki líta þannig á að allir sem koma í Mótorsmiðjuna eigi við vanda að stríða því þannig er það ekki. Mót- orsmiðjan er mótorhjólatehgd og oft eru þetta krakkar sem ekki finna sig í þessum hefðbundnu fé- lagsmiðstöðvum. í þessu starfi höf- um við byggt upp forvarnarstarf með krökkunum og tónleikarnir í dag, sem heita Gerum það edrú með lifandi tónlist, eru liður í að efla þessa starfsemi. Síðan er hug- myndin að fara í gang með viða- mikið átak í forvarnarstarfi," seg- ir Guðmundur Þórarinsson. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.