Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 38
fréttir LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 fréttir eldra vina sonar míns og spurt hvort hann væri hjá þeim og hvernig gengi hjá syni þeirra. Þaö sem þarf er sam- trygging foreldra. Það eru ekki bara krakkar af vandræðaheimilum sem nota fikniefni. Þetta er ekki bara ein- staka krakki heldur er þetta mjög stór hluti sem hefur prófað þetta. Maður spyr sjáifan sig hver sé næst- ur,“ segir faðir drengsins. - Veltið þið fyrir ykkur hver seldi syni ykkar flkniefni? „Við vitum hvar hann fékk þessi fikniefni. Það angrar okkur og það er mikil kergja í manni en þeir sem seldu syni okkar fikniefnin eru bara vitlausir strákar á svipuðum aldri og sonur okkar og ég finn til með þeim. Það verður alltaf ákveðinn hópur í þjóðfélaginu undir og þeir sem seldu syni mínum fíkniefni eru bara að fjármagna eigin neyslu. Þeir sem flytja efnin inn eru fyrir löngu búnir að gera þá háða þessu.“ Forgangsröðunin kolröng . Eruð þið gröm eða hvernig er líð- an ykkar nú? „Gremjan beinist ekki að neinu ákveðnu. Við viljum að foreldrar vakni og átti sig á að við höfum ekki efni á meiri missi. Við eigum til dæmis tvo aðra drengi. Þetta er voða- lega þungt högg til að gera manni grein fyrir því að það er fleira í líf- inu en að borga reikninga, koma þaki yfir höfuðið og reyna að halda í við lífsgæðakapphlaupið. Gremjan hlýtur því að beinast gegn þessu lífs- formi sem þjóðféjagið ætlar manni að lifa eftir. Maður er reiður sjálfum sér að hafa ekki fylgst betur með barninu. Börnin segja manni ekki hvað er að og sjálfur er maður of upptekinn til að sjá hvað er að. Ég veit að það eru margir í sömu sporum og við hvað þetta varðar en þegar svona áfall dynur á manni þá sest maður niður og skoðar hlutina í nýju ljósi og áttar sig á því að kerfið er meingallað. Forgangsröðunin í þjóðfélaginu, bæði hjá manni sjálfum og kerfinu, verður svo augljós að maður hneykslast. Það er búið að draga úr eftirliti í tollinum, það er búið að draga úr eftirliti hjá fikni- efnadeildinni, dregið hefur verið úr forvörnum, það er reyndar búið að skera alls staðar niður þar sem hægt er að skera niður. Ég man eftir því þegar forvarnir gegn reykingum í skólum skiluðu mjög góðum árangri. Nú sér maður vart ungling án þess að hann reyki. Þetta hlýtur að vera miklu dýrara fyrir þjóðfélagið en þegar forvarnimar voru í lagi.“ Þau segja það ekki koma sér á óvart að umræður um breyttar áherslur í baráttunni gegn fikniefn- um séu að fara af stað á þingi núna - fikniefnavandamálið sé eitt aðalum- ræðuefnið í fjölmiðlutn í dag. Hins vegar segir móðir drengsins það hafa vakið athygli sina að þegar utandag- skrárumræður á Alþingi um fíkni- efnamál hafi verið sýndar í sjón- varpsfréttum fyrr í vikunni þá hafi aðeins örfáir þingmenn verið í þing- sal og flestir þeirra hafi verið konur. Slíkt sé forkastanlegt og lýsandi um áhugaleysið sem ríkir um þessi mál á Alþingi. í raun hafi þingmenn ver- ið að ræða um börnin okkar og hún hafi að minnsta kosti fengið það á til- finninguna að fikniefni og baráttan gegn þeim væri afgangsstærð í þjóð- félaginu. „Ef um væri að ræða fiska hefði þingsalurinn verið fullur. Við ættum kannski að skíra börnin okk- ar ýsu og þorsk, þá gerðist kannski eitthvað." „Ég veit ekki hvað þarf til að menn vakni upp og átti sig á hve vandamálið fer hratt vaxandi. Það þurfa ekki að líða nema 10 ár þar til við erum farin að fást við sama vanda og menn eru að kljást við i ná- grannalöndunum. Við erum að narta í hælana á þessum þjóðum. Ég vildi ekki standa í þeirra sporum og hafa maður var sjálfur unglingur þá vildi maður fá smáfrið frá foreldrum eða að minnsta kosti geta dregið sig í hlé frá þeim, þannig að ég veit ekki hvort við hefðum getað hugsað betur um hann. Þótt við gæfum honum aflt sem okkur datt í hug að hægt væri að gefa þá vfldi hann kannski eitt- hvað aflt annað. Unglingar geta feng- ið aflt í dag og fá allt. Tímarnir eru aflt aðrir en þegar við vorum ung. Það sem okkur finnst hins vegar mest frábrugðið því sem var er þessi „Hann var óvenju hress ungur drengur og yfirleitt alltaf í góðu skapi. Hann átti að vísu til að rífast við okkur en hvaða unglingur rífst ekki við foreldra sína til að fá smá útrás. Hann var klár enda gekk hon- um vel í skóla, var barngóður, sér- staklega góður við bræður sína og vildi öllum vel,“ segja foreldrar 16 ára unglings í viðtali við DV en þau urðu fyrir þeirra hörmulegu lífs- reynslu fyrir skömmu að sonur þeirra svipti sig lífi. Foreldrarnir féllust á að ræða við DV til að reyna að varpa ljósi á hvemig það atvikaðist að sonur þeirra ákvað að grípa til jafn örvænt- ingarfullra ráða o’g raun ber vitni. Sérstaklega í ljósi þess að fyrir ligg- ur að sonur þeirra hafði neytt í framhaldsskóla. Hann átti stóran kunningjahóp en vinir hans vom fáir en góðir. Allt viðmót hans í okk- ar garð varð til þess að við héldum að allt væri í lagi. Nú í sumar höfðum við aðeins los- að um tauminn á honum, eftir að hann varð sextán ára, og hann benti okkur á að hann væri sjálfráða og hann fékk að vera lengur úti um helgar. Hann fór iðulega rpeð félög- um sínum út að skemmta sér og kom heim i seinna lagi - þrjú, ijögur eða fimm - en kom alltaf heim. Okkur þótti þetta í góðu lagi þar sem það var sjaldnast vínlykt af honum þegar hann kom heim. Við héldum að hann drykki vart áfengi, hvað þá að hann neytti fikniefna," segja foreldrarnir. Af sögu foreldranna má heyra að ágætlega en eftir jól skall á kennara- verkfall. Þá byijuðu þeir félagarnir á ný í hassinu og notuðu það talsvert og okkur skilst að ansi margir nem- endur hafi gert það sama. Hann hætti um svipað leyti í íþróttum, en hann hafði æft fótbolta og handbolta, en um vorið tók hann samt glimr- andi góð próf og komst inn í mennta- skóla og var hinn ánægðasti. Um sumarið fór hann að vinna og vinir hans segja að um helgarnar hafi þeir meðal annars reykt hass. Svo kom verslunarmannahelgin og útihátíðin á Uxa. Þeir félagarnir lásu greinar í Extrablaðinu þar sem fjallað var um alsælu á forkastanlegan máta. Ég var hins vegar svo saklaus að ég hélt fyr- irlestur yfir vinunum um skaðsemi landadrykkju og bauðst til að fara í geti drepist af því en E-raunveruleik- inn er rétt að byrja og enginn veit hvers konar langtímaáhrif þetta lyf komi til með að hafa á heilann.“ „Ég veit um konu sem hringdi og kvartaði yfir þessari grein og þeir birtu aðra sem er mjög furðuleg og öll út í spurningarmerkjum sem ung- lingum hættir til að yfirsjást. Sú grein var skrifuð undir fyrirsögninni handfyfli af hamingju og náttúrlega spurningarmerki á eftir og í lokin komu loks nokkur varnaðarorð." „Þessar greinar lásu vinirnir og töldu óhætt að taka alsælu inn á Uxa. Þar prófuðu þeir þetta fyrst og þar voru víst ansi margir sem gleyptu alsælu. Sonur okkar stund- aði hins vegar skóla og var mjög góð- ur í umgengni hér heima en sleppti fram af sér beislinu um helgar og notaði þá fíkniefni, fyrst hass og síð- ar önnur efni án þess að við vissum nokkuð um það. Þessir sölumenn, sem eru að selja alsælu, telja krökkum trú um að þessar töflur séu hættulausar og eins og vinur sonar okkar sagði þá lásu þeir grein þar sem þeim fannst koma fram að þetta væri hættulítið. Ungl- ingar vita oft ekki betur en eiturlyf eru alltaf eiturlyf, það vitum við eða teljum okkur vita,“ segja foreldrarn- ir. Tók þrjár töflur nóttu fyrir andlátið „Fyrst eftir Uxa-hátíðina man ég að hann var með einhver leiðindi. Hann vildi hætta í vinnunni og taka sér frí en við tókum það ekki í mál og það varð ekkert meira úr því. Seinni hlutá ágústmánaðar vann hann svo eins og hestur áður en skól- inn byrjaði. Honum gekk vel með námið en þá byrjuðu strákamir aft- ur að fikta með dópið og hann fór að missa tíma og tíma úr í skólanum. í byrjun nóvember sl. var svo haldið ball í skólanum og þá veit ég að hann notaði alsælu aftur og jafnvel einhver önnur efni. Nokkmm vik- um áður hafði hann byrjað að reykja hass, Þetta var farið að vinda upp á sig upp á síðkastið og það var orð- ið erfitt að koma honum fram úr í skólann og svoleiðis. Hann var orðinn skapmikill og viðskotaifl- núna í nóvember en ég leit ekki á þetta sem vísbendingu um að eitt- hvað væri að heldur hélt ég bara að þetta væru unglingsárin sem gerðu þetta - við værum að skipta okkur of mikið af honum og legðum of hart að honum að halda áfram í skóla. Eftir að hann dó fréttum við svo að hann hefði tekið þrjár alsælutöflur á laug- ardeginum, sömu helgina og hann dó. Þeir höfðu líka verið að nota önn- ur fíkniefni samhliða alsælunni en ég veit ekki hver. Þá gerðist það í fyrsta skipti að hann kom ekki heim um nóttina heldur á hádegi á sunnu- degi daginn eftir. Hann var fyrst með leiðindi og fór út en kom svo heim aftur og borðaði kvöldmat og fór aft- ur út um kvöldið til kunningja sinna aö spila á spil. Síðan kom hann heim um tólfleytið og bauð okkur góða nótt og morguninn eftir komum við að honum látnum. Það var ekkert í fari hans sem beindi athygli okkar að því að eitt- hvað væri að hjá honum og við eig- um bæði erfitt með að skilja hvað hrakti hann til að gera þetta. Það er mjög misjafnt hvernig hörn eru. Hann var mjög klár og vissi mikið. Hann var alltaf á fullu og gleypti í sig heiminn. Mér fannst oft eins og hann vissi allt enda las hann allt. Hann var kominn dálít- ið fram úr sér en virtist alltaf kátur og glaður og lét aldrei á neinu bera. Ef eitthvað hefur verið að honum, sem mér finnst ólíklegt, hafa þessar töflur gert útslagið. Reyndar vil ég halda því fram að þær hafi gert út af við hann fuflfrískan." Foreldrarnir segjast hvorugir hafa vitað mikið um fíkniefni og ástand fikniefnamála hér á landi fyrr en eft- ir að vinir sonar þeirra og kunningj- ar hans fóru að segja þeim frá því hvernig málum væri háttað í raun og veru. Unglingar sejgja allt flæoandi í dopi „Eins og krakkarnir tala um þetta þá hafa fikniefni flætt hérna yfir síð- an síðastliðið sumar og flestir, eða að minnsta kosti mjög margir, hafa prófað þau. Allt sem þeir þurfa að gera er að hringja í símboðanúmer, skilja eftir símanúmer og panta svo það sem þeir vilja þegar eiturlyfjasalinn hringir aftur. Þetta höfum við verið að frétta frá vinum sonar okkar og kunningjum eftir að hann dó. Manni óar við þessu og þess vegna segjum við okkar sögu nú í þeirri von að eitthvað verði gert. Við hefðum getað ákveðið að þegja og lifa með þessu en þá hefði enginn frétt af því hvernig ástandið er í raun og veru og lát hans ekki haft neinn tilgang. Fíkniefnasalar eru að fá smávægilega dóma hér á landi, ári eða jafnvel árum eftir að þeir fremja afbrotið, og sleppa út eftir þriðjung afplánunar. Svo kemur einhver ógæfumaður og ætlar að ræna banka og er dæmdur nokkrum klukku- stundum seinna. Þetta er ekki nokk- ur hemja. Foreldrar þurfa að vakna Okkur er enginn akkur í því að ráðist sé inn í einhver fíkniefna- hreiður og einhverjir smákallar handteknir. Það er nauðsynlegt að byrja frá grunni - vinna forvarnar- starfið og fá kannski foreldrana og unglingana með í það starf. Það þarf hreinlega að troða því inn í höfuðið á foreldrum að þeirra barn geti líka verið í fikni- efnaneyslu. Það er enginn líklegur eða ólíklegur. Annaðhvort neytir fólk og unglingar fikniefna eða ekki. Þótt sonur i okkar hafi kannski verið ýktur á marg- an hátt og tékið hlutina með áhlaupi þá voru vinir hans líka að nota fikniefni þannig að það þarf að ná til allra foreldra svo þeir skilji þétta og fylgist með börnum sínum. For- eldrar þurfa að eiga með sér miklu meira sam- starf. Ég hefði vilj- að getað hringt í for- það á samviskunni sem hefur gerst í millitíðinni," segir faðir drengsins. Af hverju „Maður hefur verið ansi dofinn undanfarið og ásakar sjálfan sig mik- ið um að hafa ekki hugsað betur um barnið. Maður hefur spurt sig ótal sinnum „AF HVERJU?" Kannski hefði verið hægt að bjarga honum á einhvern hátt. Auðvitað hugsaði maður vel um hann en þetta er svo hröð veröld sem maður lifir í. Þegar hann var lítill drengur fór hann með okkur í ferðalög, innanlands sem til útlanda. Síðustu ár höfum við hins vegar verið að vinna mikið og þegar svartsýna og neikvæða umræða sem hefur verið einkennandi í þjóðfélag- inu undanfarin ár. Það er ekki rætt um annað en atvinnuleysi og hvað allt sé ömurlegt. Það virðist ekkert blasa við unglingum nema vonleysið. Þeir eru að tala um að hætta í skóla eða taka sér frí og þegar foreldrar mótmæla þessu benda börnin á í svartsýni að það sé ekkert fram und- an. Samfélagið og við sjálf erum búin að skapa þetta viðhorf. Þessu verður að breyta og við foreldrar verðum að gefa okkur tíma með börnunum okk- ar. Það er margt annað hægt að gera en að vera í vinnunni eða horfa á sjónvarpið heima á kvöldin. -pp „Þeir félagarnir lasu greinar i Extrablaðinu þar sem fjallað var um alsælu á forkastanlegan máta. Eg var hins vegar svo saklaus að ég hélt fyrirlestur yfir vinunum um skaðsemi landadrykkju og bauðst tll að fara í ríkið fyrir son minn og kaupa eina kippu af bjór,“ segir móðirin. Lögreglumaður, sem blaðamaður ræddi við um það leiti sem blaðið kom út, hafði áhyggjur af því sem kom þar fram og eftir að hann hafði haft samband við íþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur stöðvaði ÍTR dreyfingu blaðsins á sínum stöðum. DV-mynd GVA þriggja alsælutaflna degi áður en hann lést. Vona þau að þetta viðtal verði til að unglingar og foreldrar átti sig á nauðsyn þess að ræða sam- an og ráðamenn og aðrir geri sér grein fyrir hve stór fikniefnavandinn er og hve nauðsynlegt er að bregðast rétt við nú áður en það verður of seint. Foreldrarnir vilja siður koma fram undir nafni og er orðið við ósk þeirra hér. Fyrirmyndarunglingur í augum foreldranna Þeir sem þekktu til drengsins, sem um ræðir, trúðu þvi seint að hann myndi binda enda á líf sitt eins og raun bar vitni. „Eins og líf hans blasti við okkur var hann fyrirmyndarunglingur. Hann kom alltaf heim í kvöldmat og á réttum tíma heim á kvöldin á virk- um dögum þegar skóli var daginn eftir. Hann lauk góðum samræmdum prófum í fyrravor og var nýbyrjaður drengurinn hlaut frjálst en agað upp- eldi, ekki ósvipað því sem gengur og gerist í dag og sá sem þetta skrifar kannast sjálfur við frá sínum ungl- ingsárum fyrir 10 til 15 árum. Gert var vel við hann á heimilinu, honum gefið visst frelsi en hann látinn vita ef hann fór út fyrir þær afmörkuðu brautir sem teljast eðlilegar. Eftir andlát drengsins kom hins vegar í ljós að foreldrar hans vissu aðeins hluta sannleikans. Nokkrum dögum eftir andlátið komu vinir og kunningjar piltsins heim til foreldra hans og sögðu þeim frá því að strákurinn þeirra hefði ásamt þeim verið að fikta við fikni- efni. Leiddist út í fíkniefnaneyslu „Eins og krakkarnir sögðu okkur frá byrjuðu þeir aö fikta við að reykja hass sumarið 1994. Um haust- ið fór hann í skólann á ný og gekk ríkið fyrir son minn og kaupa eina kippu af bjór,“ segir móðirin. Alsæla sögð skaðlaus í Extra-blaðinu er sagt frá estacy - alsælu - E eða efnaheitinu MDMA. Farið er út í efnafræðina á illskiljanlegan máta og jákvæðum orðum farið um alsælu. Þá segir: „Lengi var talið að MDMA ylli eng- um skaðlegum aukaverkunum og þegar það komst fyrst á dópmarkað- inn náði það skjótri útbreiðslu á þessu orðspori.“ Án þess að eyða orði í að segja að efnið sé skaðlegt segir strax á eftir: „ En framleiðsla MDMA er dýr og flókin. Þess vegna hafa óprúttnir dópsalar stytt sér framleiðsluleið og selja pillur með MDA eða MDE blöndum, eða ein- hverju öðru eins og amfetamíni og ketamíni." Og áfram heldur umfjöll- unin og næst varnaðarorðum kemst greinarhöfundur þegar hann segir: „Það er búið að segja svo oft að al- sælan sé hættulaust lyf og enginn c # ía «*•«•« *£&»***»• + , «*•» *• «Í m M f ttííS?'.*61" „• iBté&*><*»• t* m ■ygit, x* ^ r,. ksnil rJÍ*}#' I feíSSgsSi' teír-Srssgss: Htet* «* ""zrJZ Ítj krti' ' ** m I Drengurinn og vinir hans lásu sér til um alsælu og töldu í kjölfarið óhætt að taka.alsælu inn á Uxa. Þar prófuðu þeir þetta fyrst og þar voru víst ansi margir sem gleyptu alsælu, segir móðir drengsins. DV-mynd ÞÖK Hörmulegar afleiðingar alsæluneyslu gera vart við sig á íslandi: Alsælan gerði út af við son okkar ■ m* ■ ■ m W m m m u m m wmm m m m m m m m - segja foreldrar 16 ára unglings sem svipti sig lífi degi eftir neyslu alsælu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.