Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 22
22 menning LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 Verslunarmiðstöðin Glæsibæ - alltaf í leiðinni! Vinir kynnast sveitalífinu Þegar fyrsta bók Gunnars Helga- sonar um þá Gogga og Grjóna kom út var ljóst að hann hefur hæfileika til að semja líflega og skemmtilega sögu fyrir börn. Honum virðist vera lagið að sjá veröldina út frá sjónarhomi barnsins, enda þótt stundum virðist sem fullorðinsleg sjónarhom nái yfir- höndinni. Goggi og Grjóni - Vel í sveit settir er lífleg og skemmtUeg lýsing á því þegar vinirnir tveir fara í sveit og kynnast þeirri veröld sem þar er að finna. Þeim er komið fyrir hjá skyld- mennum Grjóna og auðvitað upplifa þeir sitthvað skrýtið og skemmtilegt. Áður en þeir komast á sveitarbæinn hitta þeir Munda frænda Grjóna og litlu munar að veghefiU sem Goggi er í lendi út í á. En þegar í sveitina er komið fara ævintýrin að gerast hvert af öðru. Þeir taka það upp hjá sér að annast mjaltir einn morguninn. Það gengur að mörgu leyti vel. Þó vekur athygli að Goggi sem er algjört „borg- arbam“ gerir heiðarlega tilraun til aö mjólka nautin á bænum og þrátt fyrir góðan vilja lendir öU mjólkin á gólfinu í mjólkurhúsinu. Þeim finnst synd og skömm að meðan að kýrnar fá að vera úti næstum allan sólar- hringinn þurfa kálfarnir að vera inni í fjósi. Þeir hleypa kálfunum út, sem skapar talsvert líflegar aðstæður en tekst með smátilfæringum að koma þeim öllum á sinn stað. Það sem einkennir þessa bók er leiftrandi frásagn- argleði. Alltaf er verið að reyna að leggja áherslu á létt- leika og kímnigáfan er oft á tíðum mjög athyglisverð. Bókmenntir Sigurður Helgason TU dæmis heitir himdurinn á bænum Cantona og er hinn mesti rólegheita- hundur. Þá þykir þeim félögum slæmt að kýrnar baula svo hátt að há- vaðinn fer langt yfir þau mörk sem Vinnueftirlitið samþykkir. En einnig eru vissir alvarlegir strengir í sög- unni. Stóðhesturinn Sleipnir skiptir Hámund bónda miklu máli og örlög hans hafa mikU áhrif á aUa. Kannski kemur þar skýrt fram það sterka og mikUvæga samband sem er á miUi bænda og dýranna annars vegar og bændanna og náttúrunnar og um- hverfisins. Persónusköpun Gunnars er kannski ekki stórbrotin. Það er einna helst að þau hjón í sveitinni öðlist dálítið líf í meðförum hans. Aðrir ná ekki að marka sér neinn sér- stakan svip. En í staðinn er svo greinUegt að hann hefur gaman af að segja sögu, fulla af skemmtilegum uppátækjum og glettni. Og hann sér ákveðin atriði nákvæmlega sömu augum og margir foreldrar. Það á tU dæmis við þegar foreldrarnir taka lagið á leiðinni í bílnum. Þá á Grjóni sér þann draum æðstan að geta horflð sporlaust án þess að nokkurn gruni að hann sé skyldur þessu fólki. Mynd- ir HaUgríms Helgasonar lífga upp á bókina og útgáfan er að flestu leyti til fyrirmyndar. Þó setja prentvillur alltaf leiðinlegan svip á bækur og tvær á sömu síðu er of mikið af því góða. Gunnar Helgason: Goggi og Grjónl. Reykjavík, Mál og menning, 1995. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir og kannski enn verr. Þeim tekst að leynast lengur, þeir anga ekki, reika ekki og fá ekki timburmenn, nema þessa andlegu sem eru verst- ir allra. Og þau einkenni eru eins hjá öllum fiklum: vonleysi, skömm, feluleikur, einangrun, ótti og kvíði. Einsemdin er sterkt ein- kenni á öUum sögupersónum en sú tilfinning er sérlega áleitin í sög- unni „Batavegi" sem fjallar um mann sem étur sig rækilega út úr samfélagi manna. Á endanum er hann líkastur skynlausri skepnu, áhugalaus um sjálfan sig og um- hverfi sitt, akfeitur og sóðalegur. Ákveður svo að taka sig á, gengur í samtök átfíkla og kílóin streyma burtu í stríðum straumum. En svo mætir fyrirbrigðið blekking til leiks og þá er voðinn vís. Blekking- arleikurinn er lúmskur og sann- færandi í þessari sögu og einnig í sögunni „Verði þinn vilji“. Þar er spilafiknin til umfjöllunar í átak- anlegri sögu af konu sem réttlætir flkn sína með vísun í ást til eins af fjölskyldumeðlimum. Blekkingin, feluleikurinn og sektarkenndin drífur söguna áfram af miklum þunga og endirinn stingur í hjart- að. En þrátt fyrir átakanlegan und- irtón er hér einnig spilað á húmor- inn þegar konan uppgötvar að hún er ekki ein um að eiga sér leyndar- mál. Húmorinn stingur sér víða niður í sögunum og myndar ágætt mótvægi við sársaukann, líf per- sónanna verður ekki eins voniaust fyrir vikiö! Höfundur þreifar á samfélagsvandanum á skemmtileg- an og glöggan hátt án þess að finna sig knúinn tO predikana. Umfjöll- un hans er lágvær, látlaus en skýr og einangrun, einsemd og tog- streita persóna skilar sér ágætlega, sérstaklega í sögunum vun át- fiklana og í sögunni um hina spilaglöðu húsmóður. Sögurnar um kynlífsfíklana eru hins vegar veikasti hlekkur bókarinnar, per- sónurnar eru fjarlægar og vanlíð- an þeirra á yfirborðskenndum nót- um. En kostirnir eru fleiri en gail- amir og í heild sinni er þetta bæði áhugavekjandi og umhugsunarvert smásagnasafh. í síöasta sinn Ágúst Borgþór Sverrisson Skjaldborg 1995 Læðupokar og laumuspil •j & ★ Bara einu sinni enn, svo aldrei aft- ur. Getur varla sakað svona í eitt skipti . . . eða hvað? Hugleiðingar í þessa vera stjórna ljóst eða óljóst lífi sögupersóna í smásagnasafni Ágústs Borgþórs Sverrissonar í síðasta sinn en sögurnar fjalla flestar um fólk sem er haldiö stjómlausri fíkn af einhverju tagi. Freistingarnar eru þjakandi: sumir halda aftur af sér í lengstu lög, aðrir láta slag standa og hella sér á kaf í fíkn sína, stöðugt hræddir um að upp um þá komist. Það er þó ekki áfengi eða eiturlyf sem aðalpersónur hafa ánetjast heldur kynlíf, matur, vinna eða spilamennska. Þó er alkóhólism- inn sums staðar undirrótin, t.d. í einni af betri sögum bókarinnar, „Saltkjöt og smirnofT‘, en í þeirri sögu er hömlulausum átfíkli boðið í saltkjöt til foreldra sinna í tilefni af eins árs bindindisafmæli föðurins. Barátta stúlkunnar við að halda aftur af sér við matborðið blandast minningum hennar um viðurstyggilega drykkjusiði fóðurins og á endanum verður spennan svo óbærileg að stúlkan neyðist til að svala henni á sinn hátt. í þessari sögu tekst höf- undi að sýna fram á það á látlausan en einkar sannfærandi hátt hvern- ig fíknin erfist í spennuþrungnu umhverfi. Um leið laumar hann að meinlegum athugasem,dum um drykkjusýkina sem er ekki aðeins viður- kenndur sjúkdómur heldur eiga allir að flykkjast i kringum alkann og hrósa honum ef honum tekst að halda sér edrú. En vesalings stúlkan, sem er ekkert betur haldin en pabbinn þegar hann var sem verstur, fær aöeins kæruleysislegar athuga- semdir um megrun! Spilafíklarnir, átfíklarnir og kynlífsfiklarnir eru sumsé í sömu sporum og alkarnir áður fyrr, viljalaus grey sem verða bara að taka sig á. En sögur Ágústs sýna svo ekki verður um villst að þeir fíklar eru engu betur staddir - allar troðfullar afvörum og varningi fyrir jólin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.