Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 76
FRÉTTASKOTIÐ SÍMIWN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 Rjúpnaskyttur og hundurí vanda Austfirsk hjón lentu í vanda við rjúpnaskyttirí á Mjóafjarðarheiöi í gær. Hafði eiginmaðurinn fest bU- inn á heiðinni en konan lent í sjálf- heldu í hlíð þar nærri vegna ísa- laga. Þegar búið var að bjarga málum hjónanna söknuðu þau hunds síns. Leit hófst að seppa en hann fannst skömmu síðar á heimleiö og hafði greinUega leiðst þófið. Engin rjúpa fékkst í leiðangrin- um. -GK Sykri stolið og tómum tunnum Skortur á jólaöli er talinn líkleg- asta skýringin á að brotist var inn hjá Síldarútvegsnefnd í Kópavogi nú á dögunum og þaðan stolið 700 kílóum af §ykri og sjö tómum sUdar- tunnum. Lögreglan í Kópavogi rannsakar málið en enn hafa hvorki komið fram vísbendingar um hver hinn þorstláti ölgerðarmaður er né hvar hann heldur sig. -GK Grensðsvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 Grœnt númer: 800 6 886 ; ^ ÞETTA HEFUR > GREINILEC5A VERIÐ SANNUR VE\Ðl- v HUNDUR! Lögfræðingur landbúnaðarráðuneytis áminnir yfirdýralækni: Óútfyllt útflutn- ingsvottorð seld í matvörubúðum - með stimpli ráðuneytisins og undirskrift eiginkonunnar Lögfræðingur land- búnaðarráðuneytisins hefur áminnt Brynjólf Sandholt yfirdýralækni um að fara að lögum og reglum við útfyllingu út- flutningsvottorða. Til- drög málsins var erindi frá Dýralæknafélagi ís- lands þar sem bent var á að í matvöruverslunum væru seld óútfyUt vott- orð á 300 krónur, stimpl- uð af ráðuneytinu og með undirskrift eigin- konu Brynjólfs. Vottorð þessi voru að mestu keypt af fólki sem vildi gleðja vini og vandamenn með hangi- kjöti og öðru góðgæti frá íslandi um síðustu jól. Á hinn bóginn er ekki úti- lokað að umfangsmiklir útílytjendur hafi keypt vottoröin fyrir vafasama vöru en í vottorðunum er því lýst yílr að um sé að ræöa kjötvörur sem unn- ar hafi verið í viður- kenndum sláturhúsum. Mál þetta vakti mikla undrun meðal dýra- lækna, ekki síst í ljósi þess hversu strangar kröfur yfirdýralæknir hefur gert til vottorða sem fylgja innfluttum kjötvörum. í landbúnað- arráðuneytinu fengust þau svör að tilmælin til yfirdýralæknis hefðu verið látin duga. Málinu væri lokiö af þess hálfu. -kaa Börn og fullorðnir hafa streymt í Jólalandið í Hveragerði að undanförnu til að sjá og heyra Grýlu, Leppalúða og Coca Cola-jólasveinana sem þar búa. í gær komu tvær fullar rútur af skólabörnum úr Fteykjavík og ellilífeyrisþegar úr bænum til að sjá Grýlu og Leppalúða temja hesta. Eins og nærri má geta var mikið fjör við þann gjörning. DV-mynd Sigrún Lovísa Ólafsvík: Þyrla sótti unga stúlku Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eftir hádegið í gær 17 ára gamla stúlku til Ólafsvíkur. Hafði hún fengið bráða og lífshættulega heila- himnubólgu og varð að flytja hana með hraði á Landspítalann. Verið var að nota þyrluna við æf- ingu með Slysavarnaskólanum á ytri höfninni og var því hægt að senda hana fyrirvaralaust til Ólafs- víkur. Stúlkan var enn í lífshættu í gærkvöld og á gjörgæsludeild Land- spítalans -GK Tölvusvindlið í Iðnskólanum: Fjórum vikiö úr skóla Búið er að upplýsa tölvusvindlið sem kom upp í Iðnskólanum í Reykjavík á dögunum. Nemendur á tölvubraut brutust inn í tölvukerfi skólans með því að komast yfir lyk- ilorð. Breyttu þeir fjarvistarstigum og einkunnum. Að sögn Ingvars Ásmundssonar, skólameistara Iðnskólans, hefur nú verið ákveðið hvernig brugðist verður við. Einum nemanda verður vikið úr skóla, bæði af yfirstand- andi önn og þeirri næstu, þremur verður vikið af þessari önn en fá að koma á þá næstu og ellefu fá áminn- ingu. -ÞK Félagsdómur: VSÍ vann mál- ið gegn Baldri „Þetta kemur mér ekki á óvart. Ég vissi um hvað ég samdi og þeir vissu það svo sem líka,“ sagði Þór- arinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, í samtali við DV í gær eftir að dómur féll vinnuveitendum í vil í máli þeirra gegn uppsögn kjarasamninga Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísaflrði. í dómnum segir að þegar litið er til þess hlutverks launanefndar að meta samningsforsendur sé ekki hægt að fallast á það með stefnda að hann geti metið það á sitt eindæmi hvort samningsforsendur hafi stað- ist. -S.dór * * W v .. * V ta -5° * % * s -3° ®2o w -4° -5° • • / CL° b - -2° Hæg breytileg átt 2° 3° yp . 0 O / 0° °3 ^ Sunnudagur 3 Mánudagur Frost um allt land Á morgun verður fremur hæg breytileg átt, sums staðar dálítil snjó- eða slydduél og hiti á bilinu +3 til -4 stig, mildast suðvestanlands. Á mánudaginn snýst í norðaustlæga átt með éljum norðaustanlands en annars staðar verður að mestu þurrt, frost um allt land. Veörið í dag er á bls. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.