Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 50
54 wiglingaspjall LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 Galleri í haust opnaði Hitt húsið, upplýs- inga og menningarmiðstöð fyrir ungt fólk, í gamla Geysishúsinu. Áður hafði Hitt húsið verið starf- rækt í Þórscafé en núna hefur öll starfsemin verið tekin til endur- skoðunar og efld til muna. Raunar mun hún verða enn fjölskrúðugari á næsta ári. Hitt húsið er ekki félags- miðstöð eins og margir vilja halda heldur eru þar haldin námskeið af margvislegum toga. Ef fólk á aldrin- um 16 til 25 ára hefur hugmyndir sem það vill koma i framkvæmd get- ur það fengið aðstoð og aðstöðu í Hinu húsinu. Einnig eru ýmsir fastir liðir í gangi eins og siðdegistónleikar á föstudögum. Kynlífsráðgjafi er að taka til starfa í Hinu húsinu og get- ur ungt fólk fengið margvíslega fræðslu hjá honum. Reyndar eitt af megin markmiðum Hins hússins að standa að upplýsinga- og fræðslu- starfi. Þá er þar tekið á ýmsum vandamálum og sálfræðiþáttum og ungt fólk sem hefur eignast barn getur leitað sér upplýsinga þar. Þá er mikið gert fyrir atvinnu- laust ungt fólk í Hinu húsinu og í tengslum við það boðið upp á nám- skeið fyrir ungt fólk í atvinnuleit. Einnig er rekin skrifstofa fyrir ÖFE, ungt fólk í Evrópu. Nýlega var opnað Gallerí Geysir í Hinu húsinu og kem ég þar nokkuð við sögu enda hef ég unnið að upp- setningu þess. Ungt fólk getur sótt um að komast að með sýningu og þarf ekkert að borga fyrir. Reynslan sýnir að listasalir í borginni eru lok- aðir fyrir fólk á þessum aldri - enda er ekki talað um unga listamenn heldur ófædda listamenn. Ég hef haft mikinn áhuga á mynd- list, er á listabraut í Fjölbraut í Breiðholti og hef hug á að halda áfram námi í Myndlista- og handíða- skóla íslands. Sjálfur hef ég haldið sýningu ásamt félögum mínum i Listhúsinu í Laugardal fyrir tveimur og hálfu ári en þá vorum við sautján ára. Við leigðum sal og reyndum að setja upp sýningu eins og tíðkast og feng- um góða aðsókn. Að mínum dómi heppnaðist hún vel en gagnrýnendur voru ekki á sama máli. Auk þess hélt ég einka- sýningu í Nýlístasafninu í haust og var mjög ánægður með hana. Ég hef verið viðloðandi Hitt húsið undanfarin tvö ár og þá aðallega í sambandi við Unglist. Það er gaman að geta komið myndlist unga fólksins á fram- færi og svo lítur út fyrir að þetta gallerí er komið til að vera ef mið er tekið. af aðsókn á áhuga al- mennings á starfseminni. Þeir eru ekki margir sem vita mikið um starfsemina í Hinu Hús- inu en allir eru velkomnir að koma þangað og fá upplýsingar um hvað sem er sem við kemur ungu fólki. Baldur Helgason, nemandi í Fjölbraut í Breiðholti Geysir 'n hliðin Er algjör bíófíkill - segir Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar Guðmundur Jónsson, gítarleikari Sálarinnar, er einn þeirra sem sent hafa frá sér plötu á jólamarkaðinn. Það er platan Zebra sem Guðmund- ur vami með Jens Hanssyni. „Þetta er æðislega skemmtileg plata og talsvert öðruvísi," segir Guðmund- ur. Hann segist hafa unnið mikið með alls kyns hljóðgervla og hljóðsarpa. „Okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi og ég er ánægður með útkomuna." Guðmundur er enn þá með Sálinni og segir að sú hljómsveit muni fara á fullt eftir áramótin. Það er gítarleikarinn sem sýnir hina hliöina að þessu sinni: Fullt nafn: Guðmund- ur Jónsson. Fæðingardagur og ár: 11. október 1962. Maki: Dóra Takefusa. Börn: Ég á engin börn en Dóra á einn son, Daníei Takefusa. Bifreið: Ja, ef bifreið skyldi kalla. Það er Mitsubishi Lancer, ár- gerð 1987. Starf: Gitareigandi. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Númer eitt, tvö og þrjú tónlist. Auk þess hef ég gaman af kvikmyndum, er algjör biófikiíl. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, aldrei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegt í vinnunni og er svo heppinn að að- aláhugamálið og vinnan fara sam- an. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Bíða. Uppáhaldsmatur: Chili a la Dóra. Uppáhaldsdrykkur: Kaffi. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Þetta er góð spuming. Ég er lítið fyrir íþróttir en held ég nefni Michael Jord- an. Uppáhalds- tímarit: Rolling Guðmundur Jónsson gítarleikari. DV-mynd GVA Stone. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkon- una? Það er engin til betri en kon- an mín. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjóminni? Andvígur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mig langar að hitta þann sem fann upp eldinn. Uppáhaldsleikari: Þeir eru marg- ir en ætli ég nefni ekki James Woods. Uppáhaldsleikkona: Dóra Takefusa. Uppáhaldssöngvari: Það er Stef- án Hilmarsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Kristján Guðmundsson, bróðir hennar mömmu. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og enskir sakamálaþættir. Uppáhaldsveitingahús: Ítalía. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Mig langar að blaða i bók Björns Th. Björnssonar, Hraun- fólkinu. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Snorri Sturluson sem var á rás tvö. Á hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Það er engin spurning, Dóra Takefusa. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég er alltaf úti á landi um helgar en myndi helst fara á Astró. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Ung- mennafélagið Fram á Skagaströnd. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Já, að koma mér i jóiaskap sem fyrst eftir stressið við að koma plötunni út. Hvað gerðir þú í sumarfríinu?Ég er í þannig vinnu að ég get aldrei tekið sumarfrí. Það verður að biða til elliheimUisáranna. - ELA Roseanne: Var fátæk og bjó í Hún er ekki þessi týpíska fallega dama sem við sjáum í bíómyndun- um en hún sló samt í gegn. Það er náttúrlega Roseanne sem við er átt. Hún er frökk og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Lætur raunar allt flakka og hikar hvergi. Ros- eanne segist hafa verið feit, einstæð móðir sem bjó í hjólhýsi. „I fyrsta skipti sem ég steig á svið trúði fólk ekki sínum eigin eyrum eða augum, ég var bara amatör. En fólkið hló og það var auðvitað nóg til þess að ég héldi áfram,“ segir Roseanne Barr, konan sem fær karlmenn til að skjálfa. Nú hefur Roseanne verið með sjónvarpsþátt sinn í mörg ár og hann er alltaf jafn vinsæll. Þáttur- inn er nú sýndur í Sjónvarpinu á fimmtudögum. Það eru þó ekki bara sjónvarps- þættirnir sem hafa slegið í gegn. hjólhýsi Roseanne hefur verið ófeimin að segja heiminum frá einkamálum sínum sem eru skrautleg, svo ekki sé meira sagt. Hún hefur sagt frá því að foreldrar hennar hafi misnot- að hana og fengið systkini sín upp á móti sér vegna þess. Einnig hefur hún verið ófeimin að segja frá vandamálum í hjónaböndum sínum. Verst var það þegar hún var gift Tom Arnold. Hún komst að fram- hjáhaldi hans og sparkaði honum út úr villu þeirra í Beverly Hills. Skilnaðurinn var varla genginn um garð þegar Roseanne var farin að vera með lífverði sínum, Ben Jo- hnsen, sem er nokkrum árum yngri. I dag eru þau gift og eiga soninn Buck, sem er nokkurra mánaða. Roseanne á fyrir fjögur börn, dótturina Brandy sem er 23ja ára en hún lét hana frá sér, Jessicu, 19 ára, Jennifer, 17 ára og Jake, 15 ára. Roseanne hefur sína skoðun á því hvers vegna þættir hennar hafa slegið í gegn. „Ég segi sannleikann um mitt líf og annarra kvenna. Konur viija sjá raunveruleikann í sjón- varpinu ekki bara ein- hverja glansveröld," segir hún. „Það sýndi sig að mín veröld var sú sama og hjá flestum öðrum.“ í dag er Roseanne vell- auðug og getur veitt sér flest það sem hana lang- ar til. Hún hefði sjálf- sagt ekki getað trúað því fyrir nokkrum árum - einstæða móðir- in í hjólhýsinu. ——---.v-: ■ BB Roseanne lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.