Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 30
Sheila Hedley. E'na myidin sem til er af Wilfred var tekin þegar hann gekk að eiga Eileen, konuna sem hann bjó með í tæpa þrjá áratugi. Gibbon Hedley. Valerie. Hjónaband þeirra Gibbons Hed- leys, fjörutíu og níu ára, og Sheilu Hedley, sem var tíu árum yngri, haföi staðið í fjórtán ár án þess að hægt væri að greina annað en þau væru eins hamingjusöm og þau höfðu verið í upphafi. Þau áttu eina dóttur, Valerie, sem var þrettán ára. Hún var mjög hænd að báðum for- eldrum sínum. Gibbon var einn yfirmanna í kolanámu í Northumberland á Englandi og hafði góðar tekjur. Hann lagðist þó ekki gegn því þegar kona hans óskaði eftir að ráða sig til starfa á sjúkrahúsi í Carlisle en þar hafði hún verið hjúkrunarkona þangað til hún gifti sig. Þá peninga sem Sheila vann sér inn á sjúkrahúsinu notaði hún til eigin þarfa og hafði maður hennar ekkert við það að athuga. Hún var ekki síður ánægð með tilveruna en fyrr því nú gat hún látið ýmislegt eftir sér sem hún hafði ekki haft efni á áður. Og aðeins nokkrum dög- um áður en sú breyting varð sem átti eftir að gerbreyta lífi þeirra hjóna lýsti hún yfír því við vinkonu sína að hún elskaði mann sinn enn mikið. Fundur við biðskýli Kvöld eitt í ágúst var Sheila á leið frá sjúkrahúsinu og beið í biðskýli eftir strætisvagni til heimabæjarins Backworth. Hún hafði ekki beðið lengi þegar í skýlið kom maður. Það var Wilfred Rutherford, fimmtíu og fjögurra ára ekkjumaður, en hann var merkjavörður við bresku járn- brautirnar og var á leið heim til sín að lokinni vinnu. Rutherford var einmana maður. í tuttugu og níu ár hafði hann verið kvæntur en kona hans Eileen hafði dáið fimm árum áður. Síðan hafði hann búið einn í þorpinu Fordley sem er fimm kílómetra utan við Backworth. Og Wilfred var ekki að- eins einmana í einkalífinu heldur einnig í starfi sínu því hann var ætíð einn við störf í vaktstöðinni við Fisher Lane þar sem hann fylgd- ist með ferðum járnbrautanna. Þetta kvöld, þegar þau Sheila og Wilfred biðu eftir strætisvagninum, hafði komist óregla á ferðir hans og á meðan þau biðu fóru þau að ræða saman'. Og það leið ekki á löngu þar til þeim varð ljóst að vel fór á með þeim. En að lokum kom vagninn og brátt hélt hvort sína leið. Næsti fundur Kvöldið eftir, þegar Sheila var á heimleið frá vinnu, kom hún við í biðskýlinu. Wilfred var þá ekki þar og lét hún því fyrsta vagn sem kom að halda sína leið og beið þess næsta ef vera skyldi að Wilfred kæmi í tæka tíð til að ná honum. Og það gerði hann. Viku síðar bauð hann henni heim til tedrykkju og þáði hún boðið. Hún sagði að sjálfsögðu ekki frá því hvert hún væri að fara þegar hún fór í heimsóknina. Þess í stað sagð- ist hún þurfa að fara á fund á sjúkrahúsinu vegna sérstakra verk- efna sem hennar og fleiri biðu þar. Og þá afsökun notaði hún alloft á næstu vikum. í fyrstu voru fundir þeirra Sheilu og Wilfreds saklausir að mestu en þar kom að þau tóku upp ástarsam- band. Sheila lýsti ástæðunni til þess síðar þannig að hún hefði „vorkennt honum". Að auki hefði hún ekki ótt- ast að verða ólétt og því hefði hún ekki talið að afleiðingarnar þyrftu að verða alvarlegar. Að heiman Haft er eftir vitrum manni að það sé álíka erfitt að skilja viðbrögð ást- fanginnar konu og að leita útgöngu- leiðar úr völundarhúsi. Og að vissu leyti mátti heimfæra þau orð upp á Sheilu. Allt fram til þess kvölds sem hún hitti Wilfred við biðskýlið hafði hún verið ástfangin af manni sínum en þrem mánuðum eftir að hún kynntist Wilfred tók hún saman föggur sínar og fluttist heim til hans, ásamt dótturinni, Valerie. Kvöld eitt í nóvember, þegar Gib- bon kom heim, var enginn heima. Þar beið hans bréf sem var á þessa leið: Kæri Gib. Ég er farin að heiman til þess að búa með öðrum manni sem ég elska meira en þig. Reyndu ekki að frnna mig. Ég kem ekki aftur til þín. Kveðjur, Sheila Gibbon Hedley fór á sjúkrahúsið í von um að fá upplýsingar um dval- arstað konu sinnar en fékk þá þar þær fréttir að hún hefði sagt lausu starfinu. Næst hélt hann í skólann sem Valerie var í en fékk þá að heyra þar að móðir hennar hefði tekið hana úr honum án þess að gera nokkra grein fyrir því í hvaða skóla hún færi. Gibbon kemst á sporið Málinu hefði hugsanlega getað lokið þegar hér var komið. Þótt Sheila byggi aðeins skammt frá Backworth gat fjarlægðin milli hennar og manns hennar eins verið þúsundir kílómetra. En hún hafði ekki tekið tilfmningar Valerie með í reikninginn. Hún elskaði fóðiu- sinn og þegar hún hafði búið á nýja heimilinu í þrjá mánuði ákvað hún að heimsækja hann. Gibbon tók dóttur sinni afar vel og stuttu síðar hafði hún sagt hon- um allt um hagi þeirra mæögna, sem og hvað nýi sambýlismaður móður hennar héti, hvað hann gerði og hvar þau byggju. „Mamma kemur ekki aftur til þín,“ sagði Valerie. „Hún er hrifin af þeim gamla. Ég hef heyrt hana segja að hún ætli að bíða í þrjú ár því þá geti hún fengið skilnað frá þér og gifst Wilfred.“ Þegar Valerie var farin setti að Gibbon mikla depurð. Sú hamingja sem hann hafði kynnst í hjónabandi sínu var nú greinilega á enda og brátt komst hann að þeirri niður- stöðu að sökin væri Wilfreds Rutherfords, sem hefði stolið konu sinni frá sér. Fyrir það skyldi hann deyja, og þar eð hann sjálfur hefði ekki lengur neitt að lifa fyrir væri best að hann dæi um leið. Dapurlegt aðfangadagskvöld í starfi sínu í kolanámunni hafði Gibbon aðgang að dínamíti. Hann varð sér þar úti um þrjú dínamíts- hylki, hvellhettur, þráð og rafhlöðu. Svo gerði hann sérsprengju. Aðfangadagskvöld þetta örlaga- ríka ár sat Gibbon einn heima með sprengjuna fyrir framan sig og beið. Enn átti hann sér örlitla von um að konu hans myndi snúast hugur og gerðist það væri hennar helst von heim um jólin. En hann varð fyrir vonbrigðum. Á jóladagsmorgun kom Valerie hins vegar í heimsókn. „Mamma kemur ekki,“ sagði hún. „Sendi hún mér ekki einu sinni jólakveðju?" „Nei, pabbi. Hún hefur engin not fyrir þig lengur.“ Þessi ummæli urðu Gibbon um of. Hann komst að því að tveimur dögum fyrir gamlársdag yrði Wilfred einn á vakt í skýlinu. Og þangað fór Gibbon með sprengjuna. Stund uppgjörsins „Ert þú Wilfred Rutherford?" spurði Gibbon, þegar hann kom að skýlinu. „Já, ég er hann. Get ég gert nokk- uð fyrir þig?“ „Eg heiti Gibbon Hedley. Ég er maður konunnar sem þú stalst." Gibbon tók nú fram sprengjuna, lagði hana á gólfið fyrir framan þá báða og ýtti á hnapp sem hleypti straum á hvellhetturnar. Það varð mikil sprenging og báðir mennirnir köstuðust á vegg í skýlinu, en kom- ust fljótlega að því að fyrir eitthvert kraftaverk var hvorugur alvarlega slasaður. Þegar Gibbon staulaðist á fætur sá hann að maðurinn sem hann hafði ætlað að taka inn í eilífðina með sér var enn á lífi eins og hann sjálfur. Hann tók því blikkkassann sem dínamítið hafði verið í, réðst á hann og barði hann án afláts með honum þar til hann var viss um að hann væri dáinn. Síðan gekk Gibbon út úr því sem eftir stóð af skýlinu og bað menn sem heyrt höfðu sprenginguna og bar nú að um að hringja á lögregluna. Þegar hún kom gerði hann játningu sína. Lyktir málsins Gibbon Hedley kom fyrir rétt í Te- esside. Að ráði verjanda síns lýsti hann yfir því að hann teldi sig sek- an um manndráp, en bætti svo við: „Ég sé ekki eftir því sem ég gerði. Það eina sem ég sé eftir er að vera ekki dáinn líka. En maðurinn sem ég lagði hatur á er ekki þessa heims lengur og það færir mér hugarró.“ Boreham dómari var skilnings- ríkur maður og sagði við dómsuppk- vaðninguna: „Ég efast ekki um að það hefur lagst þungt á þig að þurfa að sjá á eftir konunni þinni og að það hafi valdið þér alvarlegu þung- lyndi. Ég er líka viss um að þú ert ekki hættulegur umhverfinu lengur, þar eð maðurinn sem olli reiði þinni er látinn. En ég verð að virða réttar- vitundina og þess vegna dæmi ég þig í fimm ára fangelsi." Eftir dómsuppkvaðninguna spurði blaðamaður Sheilu hvort hún myndi taka saman við mann sinn þegar hann hefði afplánað dóm- inn. „Þér getur ekki verið alvara með þessari spurningu,“ svaraði hún. „Ég vil ekki sjá hann framar. Ég var mjög ástfangin af Wilfred og maður- inn minn svipti hann lífi. Nú á dög- um myrðir maður ekki fólk af þeim ástæðum sem hér voru fyrir hendi. Maður fær skilnað og sættir sig við orðinn hlut. Nú mun ég fara á ann- an stað meö dóttur minni og reyna að koma undir mig fótunum á ný.“ Hún þagnaði um stund, en bætti svo við: „Engin kona getur gert neitt við því þótt hún verði ástfangin. Ég varð ástfangin af Wilfred, en nú er hann dáinn." En málinu var ekki alveg lokið. Valerie taldi móður sína ekki án ábyrgðar á því sem gerst hafði og þegar faðir hennar kom úr fangels- inu yfirgaf hún hana og fluttist heim til hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.