Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 T>"\7~ Mánudagurinn var ekki dæmi- gerður, en dæmigerður dagur hjá mér er svo viðburðarsnauður að það þyrfti meira skáld en mig til að gera eitthvað úr honum á prenti. - Síminn vakti mig um hálftíuleytið. Mér finnst afar slæmt að tala í síma áður en ég næ kaffibollanum svo ég var fljót að bæta mér upp koffeinskortinn. Þá var að demba sér í bað og hárþvott því klukkan hálftólf átti ég að koma á Sólon ís- landus til skrafs við Stöðvar tvö menn um Hjartastað. Baðið gekk snurðulaust fyrir sig því ég rauk upp úr því tvisvar til að svara í símann, og lét hringja út í þriðja skipti. Asa Richardsdóttir, fram- kvæmdastjóri Kaffileikhússins, átti við mig erindi út af frumsýn- ingu á leikgerð Ingunnar Ásdísar- dóttur úr Hjartastað. í þessu sam- starfi hef ég kynnst því innanfrá hvað Ása heldur vel utanum leik- húsið sitt, enda er árangurinn eftir því. Nú milli þess sem ég þurrkaði hár og sparslaði andlit, sópaði ég gólf, en ástandið á bænum lagaðist . -Íjwí Íiðsiís V, 'art'vn«ií Í’ví í;,ví) vvAtvi MÖfndur ya *»uni « Á'm snja. |Öcnnan hinn ■yia morgun i ■ >nov'mí rvMír '«‘<li Ar,r v«lhv(ldir, , sí(14 ( fttrdai 'rwunij Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur og kærastinn, Þorsteinn Hauksson, tónskáld, í kaffi á Mokka. DV-mynd GS Dagur í lífi Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar: koma á Mokka, þar hefur ekkert breyst síðan á menntaskólaárun- um og súkkulaðið enn það besta í heiminum. Nú er í gangi sýning eftir Magnús Pálsson sem fangar athyglina og hæfir staðnum vel. Um kvöldið var ég við æfingu á Hjartastað í Kaffileikhúsinu og leikkonurnar þrjár fóru á kostum, Kolbrún Erna Pétursdóttir, Anna Elísabet Borg og Margrét Vil- hjálmsdóttir. Undir stjórn Ingunn- ar finnst mér að þeim hafi tekist ótrúlega vel upp á stuttum tíma. Kvöldinu lauk á írsku kránni í Hafnarstræti með Þorsteini, Magn- úsi Magnússyni og Þór Eysteins- syni, en kráarseta er því miður ekki dæmigerður endir á kvöldi hjá mér, en ég ætla að bæta úr því á næstunni. Félagsskapurinn var ekki af lakara tagi, til dæmis er Magnús einn af þeim mönnum sem hvetja mann til aö hugsa, með sín- um snörpu gáfum og breiðu mennt- un, og nú er ég að koma mér að því að lesa bókina um Fuzzy Thinking sem hann lánaði mér. I kaffi með kærastanum lítið við það, og tók ég þó við hon- um í toppstandi fyrir hálfum mán- uði þegar ég kom frá útlöndum. Þá hafði englaparið Tinna, dóttir mín, og Björgvin hennar, tekið til hendi. Eftir samtalið á Sólon átti ég er- indi á Mál og menningu og Halldór Guðmundsson sá til þess að ég fékk hádegismat þann daginn. I klippingu hjá Bigga Síðan hraðaði ég mér á fund Bigga í Borgarkringlunni til hár- skurðar þótt forleggjarinn teldi þá framkvæmd óþarfa. Hættan er auð- vitað sú að maður fari oftar en þörf krefur til Bigga því það er sálubót að spjalla við hann. Ég fór nýklppt á útvarpið að tala við Halldóru Friðjónsdóttur um Hjartastað og um ástandið í um- fjöllun um bækur. Ég er viss um að áhugi fólks á bókum er meiri og dýpri en fjölmiðlarnir svara og þaö yrði lyftistöng fyrir bókmenntir og lesendur að sú umfjöllun batnaði í bráð og lengd. Við sem köllum okk- ur bókmenntaþjóð eigum að læra af Frökkum þar sem bókum er haldið á loft í öllum íjölmiðlum, og þar sem bókmenntir eiga í raun- inni það heiðurssæti sem við vilj- um vera láta að þær eigi á þessu landi. Ég fór heim til mín og hugaði að einu og öðru sem ég átti ógert en sú deild er að vera svo umfangs- mikil að mér féllust hendur og ég vélaði Þorstein í miðbæjarkaffi. Þegar við gengum spölinn frá hon- um á Grettisgötunni niður á Mokka keyrði forsetabíllinn fram- hjá og ég greindi þjóðhöfðingjann í aftursæti þrátt fyrir myrkrið, spyrnti við fæti og veifaði með mikilli sveiflu. Ég hef verið svo heppin að kynnast starfi Vigdísar forseta og mér er það enn ráðgáta og aðdáunarefni hvernig hún fer að þessu. En hversu vel sem menn kunna að meta það sem hún gerir er ég viss um að það á eftir að koma enn betur í ljós þegar frá líð- ur hvers konar liðsmann við höf- um átt í henni. Notalegt á Mokka Mér finnst alltaf notalegt að Hliðið pípti Þegar ég kom heim á öðrum tím- anum fór ég að blaða í Sæmundi á selnum, sem er gefinn út í háskól- anum og þar var grein um Þór og rannsóknir hans á Langanesveik- inni. Hins vegar áttaði ég mig á því að ég hafði hnuplað blaðinu í taugaveiklun þegar ég var að árita hjá Eymundsson í Borgarkringl- unni og skildi ekkert í að það pípti þegar ég gekk út um hliðið. Nú verð ég víst að drífa mig þangað og horga brúsann. Finnur þú fimm breytingar? 337 - Þetta er kannski ekki fljótlegasta leiðin drengir mínir en hún er áreiðarilega sú fallegasta. Nafn:. Heimili: Vinningshafar fyrir þrjú hundruð þrítugustu og fimmtu getraun reyndust vera: 1. William Jensen Brændgárdvej 5, 3 tv 7400 Herning Danmark 2. Sigurður Hannesson Bárugrandi 5 107 Reykjavík Myndirnar tvær viröast viö fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós aö á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: TENSAI ferðaútvarp meö kassettu, að verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið- stöðinni, Síðumúla 2, Reykjavík. 2. verðlaun: Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í verölaun heita Líkþrái maöurinn og Athvarf öreigans, úr bókaflokknum Bróðir Cadfael, að verðmæti kr. 1.790. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú flmm breytingar? 337 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.