Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 LlV Hildur Sigmarsdóttir er í lífshættu eftir skotárás á Jamaíku: „Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lendingar koma til Jamaíka. Auð- vitað er fólk hrætt við að koma hingað því að Jamaíka er þekkt fyr- ir flkniefni og byssur og þess háttar. AFS á Jamaíku sagði að íslendingar mættu senda þrjá skiptinema og það voru tveir komnir þegar ég sótti um þannig að eitt pláss var laust,“ seg- ir Hildur Sigmarsdóttir, 16 ára Vest- mannaeyingur, sem hefur dvalið sem skiptinemi á Jamaíku undan- farna átta mánuði. Tveir aðrir ís- lendingar eru í landinu en þeir eru langt í burtu frá höfuðborginni. Hildur býr hjá hvítri fjölskyldu í hverfl ríkra manna í^ingston, höf- uðborg Jamaíku, en 95 prósent þjóð- arinnar eru blökkumenn og eru þeir langflestir fátækir. Mamman er fréttamaður á stærstu sjónvarps- stöðinni á staðnum og pabbinn átti flugfélagið á Jamaíku, Air Jamaica, og var umboösaðili American Airli- nes en hefur nú minnkað við sig vegna aldurs. Hildur á 28 ára gaml- an bróður, sem er að læra til kokks í Kanada, og bandaríska systur sem líka er skiptiriemi. „Þetta er búið að vera alveg frá- bært. Hér er náttúrulega hvítur strandasandur og blár sjór og pálmatré og kókoshnetur, 40 stiga hiti. Þetta er frábært líf,“ sagði Hild- ur þegar DV sló á þráðinn til henn- ar í síöustu viku. Rosalega mikil stéttaskipting Hildur hefur gengið í stúlkna- skóla í miðbæ Kingston frá því hún kom til landsins í ágúst og er eina hvita stúlkan í skólanum. Hún seg- ist fljótlega hafa lært hvaða stelpur væru vinsamlegar og eignast marg- ar vinkonur en vegna gríðarlegrar stéttaskiptingar og haturs á hvítum mönnum eigi hún líka fullt af óvin- um. Sumar stelpurnar kalli á eftir henni „whitey" sem kannski mætti þýða sem hvítingi. Hún hafi vanist því og lært að forðast þessar stelp- ur. „Það eru alls konar skólar hérna og alls staðar eru skólabúningar og þeir eru allir hörmulegir," sagði hún i sairitalinu við DV og bætti við að skólabúningurinn í hennar skóla samanstæði af ljósbláum skokk sem næði rétt niður fyrir hné. Innan- undir klæddist hún hvítri, erma- stuttri blússu og gulu bindi. Hildur segir að sokkarnir verði að vera hvítir og ná rétt upp fyrir ökkla og skórnir megi ekki vera með háa hæla og þeir verði að vera svartir. Þær fái ekki að bera neina skart- gripi og verði að vera með svarta teygju í hárinu. - En hvernig skyldi skólinn vera? „í byrjun skóladagsins koma allir bekkimir saman, kennarinn les upp úr Biblíunni og það eru sungnir sálmar. Samkoman stendur í um Hildur Sigmarsdóttir hefur verið átta mánuði á Jamaíku og eignast þar góðar vinkonur þó að stéttaskipting sé mik- il í landinu, hvítt fólk ríkt og svartir fátækir. Hún segir að hvíta fólkið búi í stórum einbýlishúsum uppi í fjöllunum en svarta fólkið búi sér til hreysi úr hverju sem er á götunni. það bil tiu mínútur. Fyrst hélt ég að það væri verið að halda upp á eitt- hvað þvi að þær voru klappandi og það er rosa stemning. Eftir þetta mega allir fara inn í stofu," segir Hildur. Strangur agi Foreldrar á Jamaiku ala börn sín upp í ströngum aga. Hildur segir að krakkar á hennar aldri megi ekki vera úti á kvöldin og stelpur megi ekki tala við stráka opinberlega. Fólk sé mjög hrætt við eyðni og því tíðkist ekki aö unglingar séu sam- an. Skólinn á Jamaíku sé erfiður og öll áhersla lögð á að börnunum gangi vel í skólanum svo að þau geti haldið áfram námi. Þeir sem falli í skóla endi í fátækt og marijúana- neyslu á götunni. Hildur segir að stéttaskiptingin á Jamaiku sé gríðarleg og kynþátta- USA Flórída Kúba Jamalka Klngston Bahamaeyjar Dóminíska lýðveldiö Mexfkó Gvatemala Jamaíka Hondúras Klngston Nikaragúa hatrið mikið og því sé kannski eins gott að hún hafi fengið hvíta fjöl- skyldu. í miðbænum búi þúsundir manna á götunni og nýti sér allt mögulegt til að byggja sér hús eða hreysi. I miðstéttarfjölskyldum vinni eiginmaðurinn venjulega úti, fjölskyldan eigi einn bíl og fái að- stoðarmann heim á daginn til að taka til i húsinu. „Svo er það ríka fólkið. Það býr í risastórum einbýlishúsum uppi í fjöllunum. Þess vegna er rosalega mikið hatur á hvítu fólki hérna. Það er eina fólkið sem er alvarlega ríkt. Stéttaskiptingin er rosaleg," segir hún. Fjölskylda Hildar býr í þriggja hæða og átta herbergja einbýlishúsi í fjöllunum fyrir ofan Kingston. Hildur segir að hatrið meðal fá- tæka fólksins sé svo mikið að hvít- ur maður geti ekki hætt sér inn í fá- tækrahverfin án þess að fimm fílefldir karlmenn séu með í fór. Hún hafi eitt sinn farið með tveim- ur vinkonum sínum og verið vin- samlegast beðin um að gera það aldrei aftur. mann koma með byssu og skjóta á mig. Hundurinn var beint fyrir framan mig og þvi hitti hann hund- inn. Ef hundurinn hefði ekki verið þarna hefði ég fengi kúluna í mig. Ég greip hundinn og datt aftur á bak niður stigann. Svo greip ég i systur mína og við hlupum inn i þvottahúsið og lokuðum og læstum. Mamma mín hljóp inn í saumaher- bergi við hliðina á þvottaherberg- inu. Við vissum ekkert hvað við átt- um að gera og biðum bara eftir að maðurinn kæmi með byssuna og bryti upp hurðina," útskýrir Hildur. Allir karlmenn ganga með byssur Hún segir að pabbi hennar hafi séð blóð á gólfinu því að hundurinn hafi hlaupið aftur upp stigann til að reyna að ná þjófnum en hafði ekki nóg þrek og dó. Pabbi hennar geng- ur með byssu eins og flestir karl- menn á Jamaíku. Hann henti öllu frá sér og tók upp byssuna. Síðan segir Hildur að hann hafi hlaupið niður á veg til að ná í lögregluna. „Við heyrðum þjófinn koma nið- ur stigann og taka upp VISA-kortin sem pabbi minn henti á gólfið. Svo heyrðum við hann fara út um glugg- ann aftur. Um leið og við heyrðum hann hlaupa í burtu heyrðum við lögguna koma þannig að þeir bara rétt misstu af honum,“ segir Hildur og kveðst aldrei hafa verið svona hrædd á ævinni. Þekkt á Jamaíku Talið er að Hildur sé í lífshættu því að hún horfðist í augu við inn- brotsmanninn sem flúði af hólmi og getur borið kennsl á hann. Á hverj- um degi var sýnt í sjónvarpinu tón- listarmyndband sem nokkrir hvítir skiptinemar tóku þátt í. Hildur var með á myndbandinu og var því orð- in þekkt í þessu samfélagi. Ef hún þyrfti að bera vitni yrði hún að dvelja á Jamaíku í eitt ár. Fjölskyld- an vildi ekki leggja það á hana og var hún því að undirbúa heimferð þegar DV talaði við hana. „Það er eitt friðarlag sungið og sýnt frá fátækrahverfunum hérna því að konurnar eru lítillækkaðar svo mikið. Þær halda að mennirnir þeirra elski þær ekki ef þeir lemja þær ekki á hverjum degi. Mynd- bandið sýnir mann lemja konu til að fá konurnar til að hugsa málið og svo eru tvö gengi meö byssur að skjóta hvort á annað," segir hún um myndbandið. Hálfur bekkurinn fór að gráta Hildur, sem alla síðustu viku hef- ur haft með sér lögreglumann sem lífvörð, fór í skólann á miðvikudag- inn til að kveðja stelpurnar og þá „fór hálfur bekkurinn að gráta“. Að öðru leyti hefur hún ekki fengið að fara í skólann í þessari viku. Hildur kom heim til íslands rétt fyrir helgi og fór þá beint til Eyja til mömmu sinnar, Kristrúnar Axelsdóttur, og pabba, Sigmars Pálmasonar, og þriggja systkina. Hún býst viö að fara í framhaldsskólann í Eyjum í haust. -GHS Kúlan fór í varðhundinn DV greindi frá því í síðustu viku að maður hefði brotist inn í hús fjöl- skyldu Hildar á mánudaginn var. Fjölskyldan var heldur fyrr á ferð- inni en venjulega, pabbi Hildar opn- aði útidyrnar og Hildur gekk fyrst inn, opnaði innri dyrnar og gekk upp stigann. Varðhundurinn á heimilinu hljóp fram úr henni urr- andi og geltandi, inn í þvottahúsið við hliðina á stiganum og þaðan upp stigann. Þegar Hildur var hálfn- uð upp stigann fór hundurinn fram úr henni. „Á þeirri mínútu leit ég upp og sá Foreldrar Hildar á Jamaíku eru hvítir og ríkir. Pabbi hennar á Air Jamaica en hefur minnkað við sig vinnuna vegna aldurs og mamma hennar er frétta- kona á stærstu sjónvarpsstöðinni. Hvítir eru ríkir og hataðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.