Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Page 27
LÁUGARDAGUR 30. MARS 1996
ÆMh.
Hopper
er alltaf
vondi kallin
Dennis Hopper hefur ekki leikið góða kallinn í kvik-
myndum frá árinu 1956. Nú sfðast var hann vondi kall-
inn Deacon í kvikmyndinni Waterworld.
VARASALVI - VARASMYRSL
ENDURNÆRIR ÞURRAR
OG SPRUNGNAR VARIR
Pharmaco hf.
Bandaríski leikarinn Dennis
Hopper hefur ekki leikið góða
mEinninn í kvikmyndum frá árinu
1956, að eigin sögn en hann leikur
nú hinn illviljaða Deacon í kvik-
myndinni Waterworld, eða Vatns-
heimur. í þeirri mynd á Hopper í
stríði við Kevin Costner úti á regin-
hafl.
Síðast þegar Hopper lék góða
manninn þá var það í kvikmynd-
inni Risinn. Hopper lék þá á móti
James Dean og var hann í hiutverki
góða sonarins, að eigin sögn. Ekki
fylgir sögunni í hvaða hlutverki
Dean var.
Hér má sjá Hopper með syni sín-
um Henry og sambýliskonu sinni
Victoria Duffy en hin myndin sýnir
hann í Waterworld.
Annie Lennox vill helga
sig dóttur sinni
Einn þekktasti tónlistarmaður
Breta, Annie Lennox, hefur ákveðið
að hætta að fara í tónleikaferðir og
helga sig þess í stað uppeldi dóttur
sinnar, henni Lolu, sem er bara
nokkurra ára gömul.
Lennox er heldur ekki á vonarvöl
í peningamálunum. Með tónlistinni
hefur hún safnað auði upp á tvo
milljarða króna og þarf því ekki
nauðsynlega að ferðast um heiminn
og spila til að hafa í sig og á. Hún
hefur efni á að vera bara mamma.
Panasonic
hljómtækjasamstæða SC CH32
Samstæða með geislaspilara,
kassettutæki, 80W. surround
magnara, tónjafnara, útvarpi,
hátölurum og fjarstýringu.
I greiðsiukjör til allt að 48 mán.
I fyrsta greiðsla jafnvel ekki fyrr
en eftir 6-8 mán.
i Visa og Euro raðgreiðslur
BÍLAHÚSIÐ
Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími: 525 8020
Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-17
i
■
!
i