Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Side 29
JL>V LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 29 Einkaviðtal DV við Robert Downey Jr. Skemmtilegasta mynd sem ég hef unnið að Robert Downey Jr. Einn athyglisverðasti leikarinn í Hollywood af yngri kyn- slóðinni. Robert Downey Jr. er töffaralegur en ósköp blátt áfram náungi. Hann er klæddur í bláar gallabuxur og bláa skyrtu og hann er með efstu tvær tölurnar fráhnepptar. Hann virkar svolítið pattaralegur á mig; ekki feitur en ekki beint grannur heldur. Það á ágætlega við þessa mynd af honum að þegar hann gengur inn í herbergið heldur hann á kúífullum disk af pasta. Klukkan er tólf á hádegi og Downey er svang- ur eftir erfiðan morgun með blaða- mönnum. Á meðan viðtalið fer fram smjatt- ar hann á þessu, að því er virðist, gómsæta pasta og í annarri hend- inni er servíetta sem hann notar til að þurrka munnvikin af og til. Hann biðst afsökunar á þessu um leið og hann heilsar en það er ekki eftir neinu að bíða, Downey er al- vanur því að tala og borða um leið. Þetta er ekki fyrsta viðtalið sem hann fer í í hádegismatnum. Besti vinurinn hommi - í Home for the Holidays leik- urðu samkynhneigðan mann. Hvernig fórstu að því að búa þig undir hlutverkið? „Einn besti vinur minn er hommi og þegar ég las handritið þá hugsaði ég að þetta gæti verið mjög gott og skemmtilegt hlutverk að leika. Þessi vinur minn var sammála mér og sagði sem svo: passaðu þig bara á að verða okkur ekki til skammar. Það sem ég furða mig samt mest á er að árið 1995 erum við enn að skil- greina fólk eftir kynhegðun sem mér finnst fáránlegt. Ef ég get lagt mitt af mörkum til að reyna að losna við þessa skilgreiningu þá er ég glaður. Þessi hommahræðsla er ekki að mínu skapi. Ef ég væri hommi þá myndi ég strax viður- kenna það opinberlega. Ég myndi einfaldlega segja: „Ég er hommi og hef alltaf verið hommi. Þetta er kærastinn minn og í sannleika sagt þá elska ég tippi og allt sem því við- kemur.““ Haldinn fullkomnunaráráttu - Þú hefur sagt að þú sért haldinn fullkomnunaráráttu. Hefur það ekki mikil áhrif á daglegt líf þitt? „Jú, það er rétt. Ég er hins vegar alveg búinn að sætta mig við þessa staðreynd og eftir að ég áttaði mig á þessu þá varð lífið auðveldara." - Er erfitt að finna vel skrifuð handrit í Hollywood í dag - handrit n mál næsta lítið til þess. Inn í söguþráð- inn er svo fléttað vandamálum sem sngin fjölskylda er án þótt misalvar- leg séu. Páll Grímsson hitti fyrir skemmstu leikstjórann, Jodie Foster, ag Robert Downey jr„ einn aðalleik- ira myndarinnar, í englaborginni Los Angeles. með vel gerðum persónum? „Já, guð minn góður, það er erfitt, og það er ekki vegna þess að ég sé haldinn fullkomnunaráráttu heldur er það bara staðreynd málsins fyrir leikara yfirhöfuð. Mjög lítill hluti handrita sem ég les er sérlega vel skrifaður." - Hvernig gekk ykkur þremur, þér, Jodie Foster og Holly Hunter, að vinna saman, öll haldin full- komnunaráráttu? „Það kann að hljóma furðulega en þetta er örugglega ein auðveldasta og skemmtilegasta mynd sem ég hef unnið að. Og ég er mjög stoltur af þessari mynd. Jafnvel sá hluti af mér sem heimtar fullkomnun er mjög sáttur og ánægður með útkom- una.“ - Þú ert nýorðinn pabbi. Ertu íhaldssamur faðir? „Ég held ég sé raunsær faðir. Ég geri mér grein fyrir að það eru ákveðnir hlutir í uppeldinu sem ég hef litla stjórn á. Það er aðeins eitt sem ég get gert og það er að gefa gott fordæmi. Ég er að reyna að gera mitt besta og reyna að gera fá mistök." - Hvernig breytti það lífi þínu að verða faðir? „Ég veit það eiginlega ekki. Ég reyni ekki að plata sjálfan mig og segja að þetta sé kvöð, þetta er sjálfselska og ekkert annað. Það sem ég á við er að ég er að gera þetta fyrir sjálfan mig og engan ann- an.“ - Hvað heitir barnið og hvað er það gamalt? „Það er tveggja ára og heitir Indio.“ - Indio! Hvers vegna völduð þið það nafn? „Ja, ætli þetta hafi ekki verið nafniö sem hann vildi. Og svo reyndi hann að láta það líta út eins og við hefðum átt þessa hugmynd (hlær). Hann er alveg ótrúlega klár, að mér finnst, og hefur svo sterkan persónuleika að ég trúi orðið alger- lega á endurholdgun. Hann kom í heiminn með sína eigin verkfæra- tösku og hugmyndir um hvernig gera á hlutina. Það er ekki nokkur möguleiki á að hann hafi getað á að- eins tveimur árum myndað sér þær skoðanir sem hann hefur. Hann hef- ur einfaldlega ekki upplifað og séð nógu mikið til að hafa getað það. Þess vegna hlýtur hann að hafa fæðst með þær - það er allavega mín skoðun.“ Samsæri eða misskilningur - Jodie Foster þykir mjög ákveð- in og pólitísk kona. Ert þú mjög pólitískur dags daglega? „Ég er mjög undrandi og reiður yfirleitt vegna stöðu mála í heimin- um. Mín kenning er sú að annað- hvort er allt saman eitt stórt sam- særi eða þá að þessi kenning mín er stórlega ýkt. Annaðhvort er ég sjúk- lega tortrygginn eða þá að heimin- um er stjórnað af illum öflum. Stundum spyr ég sjálfan mig þeirr- ar spurningar hvað sé eiginlega að gerast baksviðs í heiminum. Þetta er eflaust bæði hræðsla við það hvað verður um mig og mína og einnig mín persónulega tortryggni. Ég er kannski bara ímyndunarveik- ur og allt er í góðu lagi.“ Hér var kappinn kominn á mikið flug - sannarlega einn einlægasti maður sem ég hef hitt úr kvik- myndabransanum - en hann er tímabundinn eins og aðrir og í þess- um orðum töluðum kemur aðstoðar- kona Roberts og segir að tíminn sé útrunninn og Robert þakkar fyrir sig. Páll Grímsson FRÁ STARFSMANNAFÉLAGINU SÓKN ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu við kjör fulltrúa á 38. þing Alþýðusambands íslands 20. til 24. maí 1996. Tillögur uppstillingar nefndar liggja frammi á skrifstofu félagsins, Skipholti 50a. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 11. apríl nk. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins að Skipholti 50a. Uppstillingarnefnd Starfsmannafélagsins Sóknar Auglýsendur athugió! PÁSKABLAÐ DV, síðasta blað fyrir páska kemur út miðvikudaginn 3. apríl. Skil á stærri auglýsingum í það blað er fyrir kl. 16.00 mánudaginn 1. apríl. Fyrsta blað eftir páska kemur út eldsnemma að morgni þriðjudagsins 9. apríl. Skil á stærri auglýsingum í það blað er fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 2. apríl. AUGLÝSINGAR Þverholti 11 - Sími 550 5000 Einstök jörð tii sölu í Borgarfirði Uppbygging og staðsetning frábær með tilliti til starfsemi samtengist hestamennsku og ferða- þjónustu ýmisskonar ss.: hestaleiga, skipulagðar hestaferðir, reiðkennsla, tamningar, þjálfun og sýning hrossa, sumar- búðir, sala á gistinóttum, söla eða leiga á sumarbústaðalöndum og margt fleira. Fallegt bæjarstæði - einstakt útsýni. Tvö íbúðarhús - 30 hesta hús - 900 m2 reiðskemma, 200 m hringvöllur - 200 ha. land - 24 ha. ræktað afgirt með rafmagnsgirðingu. ALLT í TOPPSTANDI! Einungis tekið við skriflegum fyrirspurnum sem sendist til aug- lýsingadeildar DV fyrir 20. apríl, merkt „Fasteign 5466“. ISPÓ - Góður og ódýr kostur! Ispó er samskeytalaust akrýlmúrkerfi. Yfir 600 hús klædd ásíðast- liðnum 14árum. 5áraábyrgð. Gerum tilboð í efni og vinnu, þér að kostnaðarlausu. Múrklæðning hf. Smiðsbúð 3-210 Garðabæ - Si'mi 565 8826

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.