Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Page 30
30 LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 jLlV Skíðaferð á Vatnajökli í febrúar: Feyktust í vindinum DV, Öræfasveit__________________ Sunnudaginn 18. febrúar lögðu þrír ungir menn af stað upp Skeið- arárjökul á gönguskíðum og drógu 40 kíló hver á púlkum (farangurs- sleðum). Þrátt fyrir að móðurmál þeirra allra væri af germönsku bergi brot- ið urðu þeir að tala ensku sin á milli. Tveir þeirra, þeir Florian Piper og Henning Lehmann, komu frá borginni Celle í Þýskaiandi en sá þriðji, undirritaður, er nú bara úr Öræfasveit á íslandi. Ferðinni var heitið á Vatnajökul, yflr hann og til baka, eða allavega stóran hálfhring í kringum Öræfajök- ul. Hugmyndin að þessari ferð kvikn- aði sumarið 1994 þegar ég fylgdi þess- um kátu og hraustu Þjóðverjum á Hvannadalshnúk. Þá komumst við allir að því að okkur langaði að reyna okkur i slíkri vetrarferð. Útbúnaður fyrir Græn- landsjökul og Ml Kinley Við skrifúðumst á og í haust byrj- uðum við að undirbúa okkur af al- vöru. Strákamir öfluðu sér stuðn- ings frá VAUDE og GOLD- ECK í Þýskalandi og Austurriki og ég fékk fatnað frá GEO-SPIRIT og Tjaldað undir Mávabyggðum eftir létta 26 km dagleið. Þegar leið á kvöldið byrjuðu norðurljósin að dansa kringum Fingurbjörgina og yfir Mávabyggð- um. Þetta er qfsláttur sem munar um þegar keyptur er jafh varanlegur hlutur og hágœðafararslgótL Kaupirðu Mongoose Sycamore 1995 þá sparurðu 13286 kronur með þvíað taka þátt í VortiIboðL Hér dugar etíá að hika lengi því takmarkað magn er í boði á þessu einstaka verði. Jajhframt bjóðum við nýjum Mongoose eigendum uppáí5% aukaaf&íttqfjýlgibúnaðiámeðanvortilboðstenduryfir Við bjóðum uppá raðgreiðslur á greiðslukorturn og fríá stillingu og uppherslu þegarþérhentar. 21 gíra Mongoose Sycamore. Grind: CR-MO, gfrar: Shimano Alivio, Gripshift 300i. Almennt verð kr. 39.900.-, verð samkv. Vortilboði aðeins kr. 26.613.- Mjög hagstætt verð á aukabúnaði frá virtum framleiðendum. leiðandi á sínu sviði FJALLAHJÓLABÚÐIN - FAXAFENI 14 - REYKJAVlK - SÍMI: 5685580 - NETFANG: gap@centrum.is aftur um eins konar völundarhús ís- hryggja. í lok dagsins vorum við komnir í sjálfheldu aðeins 8 km frá byrjunar- reit og ákváðum að slá þar upp fyrstu búðum. Meðan Þjóðverjamir voru að tjalda fór ég, vopnaður GPS- tæki, að leita að leið út úr ógöngun- um og fann hana sem betur fer. Næsta dag, mánudag, gekk allt betur og við höfðum ágætt skyggni til allra átta. Nú fór veðurspáin að breytast og við heyrðum ákveðnar viðvaranir í fréttum um að mjög slæmt vestanóveður með miklum sjógangi ætti að herja á landið á miðvikudag. Við höfðum nú ekki miklar áhyggjur af sjógangi þar sem við vorum staddir en ákváðum að hvað sem tautaði og raulaði skyld- um við komast í Grímsvatnaskála næsta dag. Þegar við komum niður á Vatnajökui skall á okkur hvöss norðanátt með ein- um 8 vindstigum og 40-50 gráða vindkælingarfrosti. Vindurinn var í fangið og ekki var viðlit að taka af sér vettHnga, hvað þá andlitsgrímur eða skíða- gleraugu. DV-myndir Einar Sigurðsson Enginn munur á himni og jörð Þriðjudagurinn rann upp og var dimmt yfir. Veður var þó skaplegt en við urðum að ganga eftir áttavita allan daginn. Samkvæmt GPS voru 23 km eftir í Grímsvötn og hæðar- munur 900 m svo við vissum að þetta yrði erfiður dagur. Þegar leið á daginn fór að hvessa og rigna og síðan snjóa á suðvestan og þegar við áttum nokkra km ófama í Gríms- vötn var orðiö svo blint að við sáum bókstaflega ekki mun á himni og jörð. Þetta var eins og að ganga í Þumall til vinstri og Hvannadalshnúkur til hægri. Ferðalangarnir þurftu að draga á eftir sér 40 kílóa púlkur, eða far- angurssleða, hver. TREZETA á Ítalíu. Við undirbúning ferðarinnar notuðum við útbúnað- arlista frá Grænlandsjökuls- og Mt. Kinleyleiðöngrum. Á fyrsta degi leiðangursins geröi snjóleysið í vetur okkur erfitt fyrir. Við kvöddum föður minn, sem ók okkur að sporði Skeiðarárjökuls, og héldum inn í sortann, uppörvaðir af góðum veðurspám fyrir næstu vik- una. í venjulegu árferði er hægt að ganga upp eða niður Skeiðarárjökul tafalítið á þessum tíma árs. En nú vantaði tilfinnanlega snjó í ísgjár og sprungur sem á vegi okkar uröu svo að við urðum að þvælast fram og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.