Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 jLlV Skíðaferð á Vatnajökli í febrúar: Feyktust í vindinum DV, Öræfasveit__________________ Sunnudaginn 18. febrúar lögðu þrír ungir menn af stað upp Skeið- arárjökul á gönguskíðum og drógu 40 kíló hver á púlkum (farangurs- sleðum). Þrátt fyrir að móðurmál þeirra allra væri af germönsku bergi brot- ið urðu þeir að tala ensku sin á milli. Tveir þeirra, þeir Florian Piper og Henning Lehmann, komu frá borginni Celle í Þýskaiandi en sá þriðji, undirritaður, er nú bara úr Öræfasveit á íslandi. Ferðinni var heitið á Vatnajökul, yflr hann og til baka, eða allavega stóran hálfhring í kringum Öræfajök- ul. Hugmyndin að þessari ferð kvikn- aði sumarið 1994 þegar ég fylgdi þess- um kátu og hraustu Þjóðverjum á Hvannadalshnúk. Þá komumst við allir að því að okkur langaði að reyna okkur i slíkri vetrarferð. Útbúnaður fyrir Græn- landsjökul og Ml Kinley Við skrifúðumst á og í haust byrj- uðum við að undirbúa okkur af al- vöru. Strákamir öfluðu sér stuðn- ings frá VAUDE og GOLD- ECK í Þýskalandi og Austurriki og ég fékk fatnað frá GEO-SPIRIT og Tjaldað undir Mávabyggðum eftir létta 26 km dagleið. Þegar leið á kvöldið byrjuðu norðurljósin að dansa kringum Fingurbjörgina og yfir Mávabyggð- um. Þetta er qfsláttur sem munar um þegar keyptur er jafh varanlegur hlutur og hágœðafararslgótL Kaupirðu Mongoose Sycamore 1995 þá sparurðu 13286 kronur með þvíað taka þátt í VortiIboðL Hér dugar etíá að hika lengi því takmarkað magn er í boði á þessu einstaka verði. Jajhframt bjóðum við nýjum Mongoose eigendum uppáí5% aukaaf&íttqfjýlgibúnaðiámeðanvortilboðstenduryfir Við bjóðum uppá raðgreiðslur á greiðslukorturn og fríá stillingu og uppherslu þegarþérhentar. 21 gíra Mongoose Sycamore. Grind: CR-MO, gfrar: Shimano Alivio, Gripshift 300i. Almennt verð kr. 39.900.-, verð samkv. Vortilboði aðeins kr. 26.613.- Mjög hagstætt verð á aukabúnaði frá virtum framleiðendum. leiðandi á sínu sviði FJALLAHJÓLABÚÐIN - FAXAFENI 14 - REYKJAVlK - SÍMI: 5685580 - NETFANG: gap@centrum.is aftur um eins konar völundarhús ís- hryggja. í lok dagsins vorum við komnir í sjálfheldu aðeins 8 km frá byrjunar- reit og ákváðum að slá þar upp fyrstu búðum. Meðan Þjóðverjamir voru að tjalda fór ég, vopnaður GPS- tæki, að leita að leið út úr ógöngun- um og fann hana sem betur fer. Næsta dag, mánudag, gekk allt betur og við höfðum ágætt skyggni til allra átta. Nú fór veðurspáin að breytast og við heyrðum ákveðnar viðvaranir í fréttum um að mjög slæmt vestanóveður með miklum sjógangi ætti að herja á landið á miðvikudag. Við höfðum nú ekki miklar áhyggjur af sjógangi þar sem við vorum staddir en ákváðum að hvað sem tautaði og raulaði skyld- um við komast í Grímsvatnaskála næsta dag. Þegar við komum niður á Vatnajökui skall á okkur hvöss norðanátt með ein- um 8 vindstigum og 40-50 gráða vindkælingarfrosti. Vindurinn var í fangið og ekki var viðlit að taka af sér vettHnga, hvað þá andlitsgrímur eða skíða- gleraugu. DV-myndir Einar Sigurðsson Enginn munur á himni og jörð Þriðjudagurinn rann upp og var dimmt yfir. Veður var þó skaplegt en við urðum að ganga eftir áttavita allan daginn. Samkvæmt GPS voru 23 km eftir í Grímsvötn og hæðar- munur 900 m svo við vissum að þetta yrði erfiður dagur. Þegar leið á daginn fór að hvessa og rigna og síðan snjóa á suðvestan og þegar við áttum nokkra km ófama í Gríms- vötn var orðiö svo blint að við sáum bókstaflega ekki mun á himni og jörð. Þetta var eins og að ganga í Þumall til vinstri og Hvannadalshnúkur til hægri. Ferðalangarnir þurftu að draga á eftir sér 40 kílóa púlkur, eða far- angurssleða, hver. TREZETA á Ítalíu. Við undirbúning ferðarinnar notuðum við útbúnað- arlista frá Grænlandsjökuls- og Mt. Kinleyleiðöngrum. Á fyrsta degi leiðangursins geröi snjóleysið í vetur okkur erfitt fyrir. Við kvöddum föður minn, sem ók okkur að sporði Skeiðarárjökuls, og héldum inn í sortann, uppörvaðir af góðum veðurspám fyrir næstu vik- una. í venjulegu árferði er hægt að ganga upp eða niður Skeiðarárjökul tafalítið á þessum tíma árs. En nú vantaði tilfinnanlega snjó í ísgjár og sprungur sem á vegi okkar uröu svo að við urðum að þvælast fram og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.