Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Blaðsíða 38
imglmgas,
Rún Knútsdóttir fermist
borgaralegri fermingu
um helgina. Hún segir
að fermingarundir-
búningurinn hafi
meðal annars falist
í fræðslu um
skyldur og til-
gang, efahyggju
og trúna á ann-
að líf.
DV-mynd
ÞÖK
LAUGARDAGÚR 30. MARS 1996
27 unglingar fermast borgaralegri fermingu um helgina:
Aðallega fullorðinsvígsla
Þetta er aðallega fullorðinsvlgsla og líka mikið fyrir
krakka í öðrum trúflokkum. Borgaraleg ferming er
líka fyrir krakka sem hafa átt erfitt með að aðlag-
ast í skólanum og eru ekki kristinnar trúar.
Þetta er ósköp svipað og venjuleg ferming,"
segir Rún Knútsdóttir, 13 ára nemandi í
Hagaskóla, en hún er í hópi 27 bama sem
eiga að fermast borgaralegri fermingu í
ráðhúsinu á morgun. Rún segist hafa
ákveðið sjálf að fermast borgaralegri
fermingu enda hafi hún ekki veriö alin
upp við kristna trú.
„Foreldrar mínir sögðu aö þeim
fyndist að ég ætti frekar að fermast
borgaralegri fermingu ef ég tryði
ekki á guð. Ég og systir mín höfum
aldrei verið aldar upp við trú á
guð. Ég er kannski vísindatrúar.
Það er nýr trúflokkur, trúir aðallega
á geimverur," segir Rún.
En hvernig skyldi borgaraleg ferming
fara fram? Rún segir að leikari stjórni at-
hööiinni og nokkur fermingarbörn eigi að koma
með dagskráratriði. Rún á að lesa ljóð eftir Jó-
hannes úr Kötlum en svo leika fermingarbörn-
in á píanó og fleira. Að lokum er afhent skjal
um að þau hafi verið gegnum námskeið fyrir
borgaralega fermingu en fermingarbömin
hafa hist reglulega einu sinni í viku eftir jól-
in.
„Við höfum verið með heimspeking, sál-
fræðinga og alls konar, aðallega að ræða
skyldur og tilgang. Við höfum líka rætt
-segir fermingarbarnið Rún Knútsdóttir
um efahyggju og trúna á annað líf,“ segir hún um fermingarundir-
búninginn.
Rún verður í glænýjum fötum í fermingunni eins og flest önnur
fermingarböm i landinu. Hún er búin að fá brúnan skokk með mjó-
um böndum yfir axlirnar og beinhvítum bol innan undir til að
fermast í og svo ætluðu þær mæðgur að kíkja á fermingarskó núna
í vikunni. Hún bjóst við að fá hátt í 50 gesti i fermingarveisluna.
-GHS
Haukur Gottskálksson
fermist borgaralegri
fermingu um helgina.
Hann segir að ferming-
arfræðslan hafi meðal
annars komið inn á
kynfræðslu og vímu-
efni, sér hafi þótt gott
að vita hversu óholl
vímuefni eru.
DV-mynd
ÞÖK
Haukur Gottskálksson:
Lærum um vímuefni
og fáum kynfræðslu
„Krakkamir sem fermast hinsegin læra
aðallega um trúna. Mér fmnst að maður
eigi að geta notað það sem maður lærir
fyrir ferminguna seinna í lífinu. í borg-
aralegri fermingu lærum við miklu meira
um til dæmis vímuefni, kynfræðslu og
svoleiðis," segir Haukur Gottskálksson, 13
ára nemandi í Öldutúnsskóla, en hann
fermist borgaralega um helgina og flytur
2ja til 3ja mínútna ávarp.
„Ég flyt ávarp um hvað ég hef verið aö
gera í feimingartímunum, hverjir hafa
haldið það og svoleiðis. Ég skrifa það al-
veg sjálfur. Ég er kominn með þrjá fjórðu
hlutana af því en á eftir að festa endinn á
það,“ segir hann og telur sig geta notið
góðs af fermingarundirbúningnum. Hann
segir að sér hafi þótt kynfræðslan
skemmtileg og
fyrirlesturinn um vímu-
efnin líka.
„Það er gaman að vita úr
hverju þetta er ræktað og
hversu óhollt þetta er. Það er
gott að vita það,“ segir Haukur.
in hliðin
I.
I.
:
-j§
'
I
Guðmundur E.
Stephensen,
íslandsmeistari
í einliðaleik í
borðtennis,
sýnir hér á sér
hina hliðina.
DV-mynd
BG
- segir Guðmundur E. Stephensen borðtennismaður
Guömundur E. Stephensen, borðtennismaður úr
Víkingi, varð íslandsmeistari í einliðaleik í
borðtennis um síöustu helgi eftir harða viður-
eign við Kjartan Briem, sem æfir og keppir með
dönsku félagsliði. Guðmundur er aðeins 13 ára
gamall en hefur orðið íslandsmeistari í borð-
tennis síðustu þrjú árin. Hann sýnir hér á sér
hina hliöina:
Fullt nafh: Guðmundur E. Stephensen.
Fæðingardagur og ár: 29. 06.1982.
Systkini: Ólafur P. Stephensen og Matthías
Stephensen.
Farskjóti: Hjól.
Starf: Námsmaður.
Vasapeningar: Mismikið á viku.
Áhugamál: Borðtennis, golf, fótbolti og körfu-
bolti.
Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei
aldrei.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Keppa í borðtennis, leika golf, spila körfubolta
og fótbolta og það sem ég er að gera i það og það
skiptið.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að taka
til í herberginu.
Uppáhaldsmatur: Pizza og hamborgarhryggur.
Uppáhaldsdrykkur Egils grape.
Hvaöa iþróttamaður stendur fremstur í dag
að þínu mati? Michael Jordan.
Uppáhaldstfmarit: íþróttablaðið.
Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð?
Þær eru svo margar að ég nefni engin nöfn.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni? Hlut-
laus.
Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Jim
Carrey.
Uppáhaldsleikari: Jim Carrey.
Uppáhaldsleikkona: Cyndi Crawford.
Uppáhaldssöngvari: Coolio.
Uppáhaldsstjómmálamaður: Davíð Oddsson.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Bart
Simpson.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Spaugstofan og
íþróttir.
Uppáhaldsmatsölustaður: Pizzahúsið.
Hvaða bók langar þig mest að lesa? Enga
sérstaka.
Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-
ið.
Uppáhaldsútvarpsmaðuri'Enginn sérstak-
ur.
Á hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest?
Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Þeir eru allir
góðir, sérstaklega Hemmi Gunn og Arnar
Bjömsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Hard Rock.
Uppáhaldsfélag 1 íþróttum: Vikingur og
Fram.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í fram-
tlðinni? Að lifa heilbrigðu lífi.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu?
Það verður ekkert sumarfrí hjá mér því
ég verð í æfingabúðum í Danmörku
og Svíþjóð í sumar og mun keppa
á Evrópumóti unglinga í júlí,
Norðurlandamóti unglinga í
júní og á opnum mótum.
-GHS
Keppi í borðtennis og fæ því ekkert sumarfn
■miMmmmmmmmmmmmmmm