Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1996, Síða 39
LAUGARDAGUR 30. MARS 1996 'éttir Deila Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnan Verkalýðshreyfingin undirbýr alvöruátök í fyrsta sinn síðan 1978 að slagurinn við ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar fór fram Ef marka má fund formanna að- ildarfélaga Alþýðusambandsins fyr- ir viku og þann tón sem verið hefur á þeim fundum sem forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa síð- an haldið vítt og breitt um landið um frumvarp ríkisstjórnarinnar um stéttarfélög og vinnudeilur má bú- ast við átökum á vinnumarkaði ætli ríkisstjómin sér að keyra frumvarp- ið óbreytt í gegnum þingið. Reynslan frá 1978 FÍillyrða má að ekki hafi hitnað jafn mikið í kolun- um milli ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar og nú síðan árið 1978. Það ár tók ríkisstjóm Geirs Hallgríms- sonar ákveðna þætti kjara- samninga úr sambandi og hugðist þannig draga úr verðbólgu. Þessu var mætt og mótmælt með skyndi- verkfalli tvisvar sinnum yfir veturinn og útskipun- arbanni á fiski. Það var Verkamannasambandið, undir forystu Guðmundar J., sem stóð fyrir því. Rétt á eftir var Ásmundur Stef- ánsson kjörinn forseti ASÍ og í forsetatíð hans beitti verkalýðshreyfingin aldrei afli til eins eða neins. Mikið undir Benedikt Davíðsson, for- seti ASÍ, bendir réttilega á að það sé ekki lítið undir í þeim slag sem ríkisstjómin hefur hafið við verkalýðs- hreyfinguna. Það er ekki bara frumvarpið um stétt- arfélög og vinnudeilur, heldur líka frumvarpið um starfskjör starfsmanna rík- isins. í þeim hópi eru á milli 8 og 12 þúsund félagar úr aðildarfélögum ASÍ. Svo er það frumvarpið um breytingar á atvinnuleysis- tryggingunum og loks er nefnd að störfum á vegum fjármála- ráðherra um almenna lífeyrissjóða- kerfið. Hún er komin vel á veg án þess að hafa eytt einu orði á verka- lýðshreyfinguna að því er Benedikt segir. Viðbrögðjn komu á óvart' Enda þótt viðbrögð opinberra starfsmanna við frumvörpunum tveimur, sem skerða umsaminn rétt þeirra, hafi verið hörð, komu hin hörðu viðbrögð forystumanna Al- þýðusambandsins stjórnarliðum á Alþingi í opna skjöldu. Ég er viss um að enginn þeirra átti von á svo mikilli hörku. Mótmæli stjórnarþingmannsins Guðmundar Hallvarðssonar og af- sögn Hrafnkels A. Jónssonar á Eski- firði á störfum innan Sjálfstæðis- flokksins voru mikill styrkur fyrir verkalýðshreyfinguna. Þau komu forystumönnum stjórnarflokkanna á óvart. Þegar Páll Pétursson félagsmála- ráðherra ákvað að taka málið af ASÍ og VSÍ, sem voru að reyna samn- ingaleið um umdeildustu atriði frumvarpsins, hefur hann vanmetið verkalýðshreyfinguna. Hún hefur að vísu lítið bært á sér í 18 ár. Hún lét valtra yfir sig í haust. Hún mót- mælti vegna 40 þúsund krónanna sem þingmenn tóku sér án mikils árangurs. Síðan kom endurskoðun á kjarasamningunum skömmu síð- ar. Þá komu upp deilur innan ASÍ sem veikti samtökin. En verkalýðshreyfingin er mikið afl ef hún beitir sér og fátt fær þá stöðvað hana. Því fengu stjórnar- flokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, að finna fyrir 1978. Hvers vegna núna? Menn spyrja eflaust hvers vegna vaknar risinn nú eftir 18 ár. Full- yrða má að hin almenna óánægja, sem ekki fékk útrás við endurskoð- un kjarasamninganna í haust, eigi Fréttaljós á laugardegi Sigurdór Sigurdórsson stóran þátt í hörku hins almenna fé- lagsmanns í verkalýðshreyfingunni. En það sem veldur alvöruhörku for- ingjanna er Alþýðusambandsþing eftir tvo mánuði. Mikil valdabarátta á sér stað bak við tjöldin innan ASÍ. Tekist er á um forsetaembættin og miðstjórnina. Og nú þegar ríkis- stjórn vegur að verkalýðshreyfmg- unni ætlar enginn að vera öðrum minni í að berjast gegn áformum hennar. Við allt þetta bætist að kjarasamningar eru lausir eftir níu mánuði. Verkalýðsforingjar vita ofur vel um þá miklu óánægju sem ríkir innan verkalýðshreyfingarinn- ar vegna bágra kjara. Hver sá for- ingi, sem ekki sýnir hörku nú og eins þegar kemur að kjarasamning- um, á ekki stól sinn vísan næst þeg- ar kosið verður. Vegna þess alls „er ekki við mann að eiga“, eins og sagt er, þegar verkalýðshreyflngin er annars vegar um þessar mundir. Breytinga að vænta Það var greinilegt að Davíð Oddsson forsætisráðherra gerði sér grein fyrir þessu þegar hann tók við mótmælum formannafundar ASÍ fyrir viku. Enda þótt hann gæti ekki slegið á fingur Páls Péturssonar og sagt: „Svona gera menn ekki,“ því menn flengja ekki annarra manna börn, þá var ljóst þegar hann tók á móti mótmælum formannafundar ASÍ að hann ætlar að leita samn- inga við Pál og verkalýðshreyfíng- una um málið. Davíð getur varla látið Pál draga frumvarpið til baka. Heldur ekki að svæfa það í nefnd. En hann getur komið því svo fyrir að þær breytingar verði gerðar á frumvarpinu sem Alþýðusambandið getur sætt sig við. Þegar mest gekk á í Alþingishús- inu vegna frumvarpsins um stéttarfélög og vinnu- deilur og lotan um frum- vörpin sem snerta starfs- menn ríkisins var nýaf- staðin, var niðurstaða úr skoðanakönnum Gallups kynnt. Framsóknarflokk- urinn tapaði umtalsverðu fylgi en Alþýðubandalagið fór yfir 20 prósent. Þá brá mörgum þingmanni Fram- sóknarflokksins. Þeir fóru ekkert leynt með það að þeir töldu fylgistapið þess- um frumvörpum að kenna. Þeir munu því leggja sig fram við að ná fram breyt- ingum á frumvarpinu og þeim öðrum frumvörpum sem um er deilt og plaga launþegahreyfinguna. Þeir vilja mikið til vinna að ná sáttum við hana. Leiftursóknin gengur ekki Gera má ráð fyrir að tekið verði fyrir þá leiftur- sóknar-taktík sem Friðrik Sophusson hefur notað við frumvarpið um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna og lífeyrisréttinda- frumvarpið. Einnig við nefndarstörfin um endur- skoðun almenna lífeyris- kerfisins. Það, að ekkert samráð hefur verið haft við verkalýðshreyfinguna, hefur reitt hana í heild sinni til reiði. Svo virðist sem nýsjálenska aðferðin gangi ekki upp hér. Ekki er ólíklegt að komandi helgi- dagar verði eitthvað notaðir til að ná sáttum í þessu máli. Eitt er alveg víst, ríkisstjómin leggur ekki í átök við verkalýðshreyfinguna í þessum ham. Mönnum er enn í minni hvemig fór fyrir Sjálfstæðisflokkn- um og Framsóknarflokknum eftir átökin 1978. Það er ekki lítið undir í deilunni við ríkið segir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins „Það er miklu fleira en bara frumvarpið um stéttarfélög og vinnudeilur sem er uppi í deilunni við ríkisstjórnina. Það er verið að vinna frumvarp um breytingar á atvinnuleysistryggingunum í and- stöðu við launaþegahreyfinguna. ; Þar er um sprengiefni að ræða úti í verkalýðshreyfingunni ekkert síð- ur en hitt frumvarpið. Ekkert við okkurrætt Breytingarnar á starfskjaralög- um starfsmanna ríkis og bæja er mál sem snertir ASÍ líka. Viö erum með 8 til 12 þúsund manns úr aðild- arfélögum ASÍ sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Ofan á þetta allt saman bætist svo að á vegum fjármálaráðuneytis- ins er aö störfum nefnd sem vinnur að úttekt á lífeyrismálum á al- mennum vettvangi, fyrir utan líf- eyrismál starfsmanna ríkisins. Þessi nefnd vinnur á fullu og það hefur alls ekkert verið við okkur rætt, ekkert samráð verið haft viö okkur um það mál. Þaö er því ekki lítið undh' í deilu okkar við ríkis- valdið," sagði Benedikt Davíösson, forseti Alþýðusambands íslands, í samtali viö DV. Fundaherferð að Ijúka Hann var spurður hvað liði fundaherferð ASÍ og hver yrðu næstu skrefin í deilunni um frum- varpiö um stéttarfélög og vinnu- deilur: „Við ijúkum fundaherferð okkar um landið um þessa helgi. Að henni lokinni köllum við til for- mannafundar og ráðum ráðum okk- ar. Síðan munum við gera ráðherr- unum grein fyrir því hvernig við- horfin eru í hreyfingunni til þess- ara mála. Það kom fram í málflutn- ingi stjórnarþingmanna, þegar um- ræðan um frumvarpið fór fram á Alþingi, að þetta væri bara stormur í vatnsglasi hjá verkalýðshreyfing- unni. Nokkrir forystumenn væru bara að verja stóla sína. Þeir væru að blása tÚ óþarfa úlfúðar. Þess vegna held ég að það sé mjög áríð- andi að gera ráðherrunum grein fyrir því, eftir þessa fundasyrpu, hvert viðhorf hreyfingarinnar er til málsins," sagði Benedikt. Hann sagði að forystufólk í verkalýðshreyfingunni hefði, þegar frumvarpið var lagt fram, skýrt bæði forsætisráðherra og félags- málaráðherra frá því að þetta væri litið mjög alvarlegum augum innan verkalýðshreyfingarinnar. Þeim var sagt að brugðist yrði við í sam- ræmi við það. Búast má við hverju sem er „Við sögðum þeim einnig að ef viðhorfiö úti í hreyfingunni væri eins og það var á formannafundi aðildarfélaganna síðastliðinn fóstu- dag mætti búast við hverju sem væri ef ríkisstjórnin ætlaði að keyra frumvarpið í gegnum þingið. Mér skilst að félagsmálanefnd ætli að senda frumvarpið til umsagnar allra verkalýðsfélaga í landinu og miklu fleiri aðila. Þær umsagnir ættu að fara að koma inn í byrjun næsta mánaðar. Þá um leið sjá menn hvað þaö er sem helst er gagnrýnt. Þá mun koma I ljós hvort krafan um að frumvarpiö verði dregið til baka veröi svo almenn að ráöherrar telji betra að láta það liggja eða hvort þeir fara út í aö gera á því meiri háttar breytingar. Og það er alveg á hreinu að engar viðræður fara fram um þetta mál við stjórnarliðið meðan hótunin um að lögfesta frumvarpið liggur fyrir,“ .sagði Benedikt Davíðsson. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.