Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Side 2
2 fréttir LAUGARDAGUR 1. JÚNÍ 1996 UV Helsta gagnrýnin á frumvarpið um stjórn fiskveiða: Afnám línutvöföldunar og trillur á aflamarki - ljóst að það verða engin stórátök um málið Frumvarpið um stjóm fiskveiða, það er frumvarpið sem byggt er á samkomulagi sjávarútvegsráðherra og smábátaeigenda auk afnáms línutvöfoldunar, kom til 2. umræðu á Alþingi í gær. Frumvarpiö verður afgreitt á þessu þingi. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur sjávarútvegsnefndar, gagnrýndi harðlega tvö atriði. Annars vegar sagði hann smábátaeigendur, sem völdu aflamarkið á árunum upp úr 1990, vera nú skilda eftir á köldum klaka. Hann kallaði þann hluta trilluflotans „gleymdan flota“. Það væra bara þeir trillukarlar sem völdu krókakerfið sem verið væri að hugsa um í þessu samkomulagi. Þá gagnrýndi hann mjög harðlega afnám línutvöföldunarinnar. Ekki síst gagnrýndi hann að í framvarp- inu er gert ráð fyrir að línubátamir taki með sér 60 prósent af afla og sé miðað við tvö bestu árin af síðustu þremur. Hann sagði að miða ætti við 5 ára tímabil. Nefndi hann dæmi um báta sem koma hreinlega slypp- ir og snauðir út úr þessu. Svanfriður Jónasdóttir taldi frumvarpið mjög til bóta en tók undir gagnrýni Steingríms á afnám línutvöföldunarinnar. Síðari hluta dags í gær var um- ræðunni frestað en ljóst er að ekki er fyrirstaða á þingi og því líklegt að þetta frumvarp renni í gegn. Það er engu líkara en LÍÚ eigi „aungv- an“ vin lengur á Alþingi. -S.dór Eva Lind Jónsdóttir og Karitas Sæmundsdóttir hafa stofnað kaffihús við Garðatorg í Garðabæ. Þær eru fjórtán ára og selja gestum og gangandi vöfflur meö sultu og rjóma. DV-mynd ÞÖK Fjórtán ára athafnakonur stofna kaffihús í Garðabæ: Betra en að vera í unglingavinnunni - segja þær og telja að reksturinn standi undir sér Alþingi: Vandræðagang- ur með skatta- mál forseta ís- lands Framvarp sem þingmenn úr | öllum flokkum, með Ólaf Hannibaisson, þáverandi vara- þingmann í broddi fylkingar, lögðu fram í haust, um að skatt- leggja laun forseta íslands var rætt í allsherjarnefnd í gær. Engin ákvörðun var tekin því málið er allt hið erfiðasta. Sagði Guðný Guðbjömsdóttir þing- kona að nefndarmenn hefðu I ákveðið að fresta málinu fram | yfir helgi. Samkvæmt heimildum DV er þetta mál allt hið erfiðasta fyrir þingið. Ef breyta á lögum um forseta íslands hvað varðar skattlagningu launa verður að gera það núna. Eftir að forseti hefur tekið við völdum má ekki breyta kjörum hans nema með stjórnarskrárbreytingu. Laun forseta íslands eru 400 , þúsund krónur á mánuði, skatt- fríar. Þá greiöir forsetinn ekki tolla og yfirhöfuð engin opinber gjöld. Menn spyrja hvernig á að fara með þau mál. Ef skatt- leggja á laun forseta veröur að hækka þau í um 600 þúsund krónur þannig að hann lækki ekki í útborguðum launum frá því sem nú er. Maki forseta íslands greiðir ekki heldur skatta af launum sínum, séu þau einhver. Sam- kvæmt heimildum DV er helst | r*ú um að breyta þessu atriði | þannig að forsetamaki greiði skatta af sínum launum. Þá óttast þingmenn að ef | laun forseta yrðu hækkuð og skattlögð neyddist kjaradómur til að taka tillit til þess við launaákvörðun annarra opin- berra starfsmanna og að skriða færiafstað. -S.dór Neskaupstaður: Bakkaöi á þrjá bíla og mann á fótboltaleik Fyrir ókunnugleika við notkun á sjálfskiptum bílum varð ökumaður í Neskaupstað fyrir því að bakka á þrjá bíla og mann sem var aö horfa á fótboltaleik. Meiddist sá sem ekið var á lítil- lega á hné. Tveir bílanna skemmd- ust mikið en hinir tveir minna. „Okkur vantaði vinnu i sumar og vildum gera eitthvað annað en að fara í unglingavinnuna," segir Eva Lind Jónsdóttir, fjórtán ára athafna- kona í Garðabæ, en hún hefur opn- að kaffihús í félagi við Karítas Sæ- mundsdóttur vinkonu sina. Þær luku prófu í 9. bekk Garða- skóla i vor og setjast í 10. bekk í haust. Fyrir krakka á þeirra aldri er fátt annað að gera en að stunda unglingavinnuna eða að passa böm. Hvorugt vildu þær gera og þvi var Kaffi hornið - þar sem sólin skín - stofnað. Fyrstu gestirnir gæddu sér þar á vöfflum og supu kaffi með síðasta þriðjudag. Þær vinkonur hafa feng- ið pláss fyrir rekstur sinn í homi á verslunarmiðstöðinni við Garða- torg. „Pabbi keypti borð og stóla,“ seg- ir Eva um húsbúnaðinn og ekki þarf mikið meira til að reka kaffi- hús. Vöfflujámið er t.d. gamalreynt heimilisjám og vöfflurnar úr því eru ósviknar heimavöfflur. Auk þeirra er seld hjónabandsæla og ýmsar smákökur. „Við megum bara selja kökur bakaðar í viðurkenndu eldhúsi. Þess vegna getum við ekki bakað þær sjálfar,“ segir Karitas. Þrátt fyrir innkaupin telja þær vinkonur að reksturinn standi undir sér. Viðskiptavinimir koma einkum milli þrjú og fimm. Þó er slæðingur allan daginn og alltaf nokkuð að gera rétt fyrir hádegið. „Við héldum fyrst að það yrði mest að gera í hádeginu en kaffitím- inn er bestur," segir Karitas. Við- skiptavinimir era flestir komnir á efri ár en unglingarnir virðast ekki hafa uppgötvað staðinn enn. Þó er gos til sölu. „Gamla fólkið, sem býr í þjón- ustuíbúðunum hér við hliðina, kem- ur mikið og einnig fullorðið fólk sem kemur á Garðatorg," segir Eva. -GK -GK r ö d d FÓLKSINS 904-1600 Á að hafa verslanir opnar á sunnudögum? Þú getur svarað þessari spurningu með því að hringja í síma 904-1600. 39,90 kr. mínútan. Já jJ *" zj stuttar fréttir Olís í Fjarðarkaupum Olís tók í gær fyrstu skóflu- stungu að sjálfsafgreiðslubens- ínstöð við Fjarðarkaup í Hafn- arfirði í gær, í samstarfi við stórmarkaðinn. Fleiri slíkar stöövar veröa reistar af Olís á næstu mánuðum. Myllan verðlaunuð Myllan fékk í gær viðurkenn- ingu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fyrir innra gæöa- eftirlit með matvælafram- leiðslu. Myllan er fyrsta bakarí- ið sem fær slíka viðurkenn- ingu. Lausn á Smugudeilu Eftir fundi í Reykjavík með sjávarútvegsráðherram Noregs og Rússlands telur Halldór Ás- grímsson gi-undvöll f'yrir lausn á Smugudeilunni í Barentshafi. RÚV greindi frá þessu. 30 togarar úti Sjómenn á 30 toguram á veið- um á Flæmingjagrunni fá ekki frí á sjómannadag. Samkvæmt RÚV ætlar Sjómannafélag Eyja- fjarðar að kæra þijár útgerðir á svæðinu vegna þessa. Eignarhaid í skipum Bankar munu krefiast eign- arhalds í nýjum skipum til að tryggja hagsmuni sina þar sem óheimilt er að taka veð í kvót- um. Samkvæmt RÚV er þetta álit formanns LÍÚ. Halldór heiðraður Á fundi með Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra sæmdi Korielskij, sjávarútvegs- ráðherra Rússlands, hann sér- stakri viðurkenningu fyrir framlag hans til góðra sam- skipta íslendinga og Rússa á sviði sjávarútvegsmála. 129 verkefni styrkt Nýsköpunarsjóður náms- manna hefur úthlutað 25 millj- óna króna styrkjum til 129 verkefna en alls bárust um- sóknir um 330 verkefni. Verðug verkefhi þóttu 270. Um 140 um- sóknum var því hafnað. Toili í Regnboganum Tolli opnar málverkasýningu í Gallerí Regnboganmn í dag sem ber yfirskriftina Stríðs- menn andans. Gulli Briem frumflytur eigið ásláttarverk við opnunina. Þýsk heimsókn Aðstoðarutanrikisráðherra 1 Þýskalands er í opinberri heim- | sókn hér á landi um helgina í tilefhi af vígslu nýrrar sendi- ráðsbyggingar með Bretum við Laufásveg 31 á morgun. Flóöamat á Flateyri Ií umhverfismati Skipulags rikisins á snjóflóðahættu á Flat- eyri er lagt til að reistir verði Itveir leiðigarðar ofan byggðar- innar til varnar snjóflóðum úr Skollahvilft og Innra- Bæjargili, auk þvergarös milli leiðigarð- anna. Metviðskipti Mestu viðskipti frá upphafi á einum degi á Verðbréfaþingi ís- lands voru í gær. Heildarvið- skiptin námu 1,8 milljörðum króna, þar af 1,2 milljörðum í ríkisvíxlum. Bankar í þrot Tímaritið Visbending segir Ihættu á að bankar hérlendis komist i þrot vegna mikilla skulda heimilanna, Samkvæmt RÚV er Seðlabankinn ekki á sömu skoðun. Nýr formaöur Guðmundur Ágústsson var í | gær kjörinn fbrmaður nýrrar sóknarnefndar Langholtskirkju í stað Guðmundar Pálssonar. 5 Guðmundur verður áfram í f nefndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.