Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1996, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 1. JUNÍ 1996 19 Harpa Rós Gísladóttir, nemandi í Fjölbraut í Garðabæ, er Ford stúlkan 1996: Byijaði snemma að punta sig og klæða í nælonsokka „Hún byrjaði snemma að klæða sig í nælonsokka og punta sig. Það hefur kannski leynst í henni ein- hver fyrirsætufruma,“ segir Helga Ólafsdóttir, móðir Hörpu Rósar Gísladóttur, Ford stúlkunnar 1996. Það var fjölmenni á Hótel íslandi föstudagskvöldið 24. maí þegar Feg- urðarsamkeppni íslands fór fram og góð stemmning ríkti meðal áhorf- enda eftir góðan mat og skemmtiatr- iði þegar tilkynnt var hverjar hefðu unnið keppnina. Foreldrar Hörpu Rósar, Helga og Gísli Matthias Ey- jólfsson og makar þeirra, eru sam- mála um að úrslitakvöldið hafi ver- ið mjög hátíðlegt og eftirminnilegt. Eins og kunnugt er er búið að sameina Ford-keppnina og Fegurð- arsamkeppni íslands og var það Sól- veig Lilja Guðmundsdótt- ir, sem var kjörin feg- urðardrottning Is- lands 1996, en Harpa Rós Gísladóttir lenti í þriðja sæti og var einnig kjörin Ford stúlkan 1996 og Oroblu stúlk- an. Harpa Rós fékk fjöldann allan af veglegum verðlaunum. Hún fékk meðal annars í verðlaun þátttöku í Ford Models-keppninni, aðalkeppni Ford Models-fyrirtækisins sem haldin verður seint á árinu, kort í líkamsrækt og svo verður hún vel birg af fallegum undirfótum og sokkabuxum næstu árin. Studdum hana eins og alltaf „Já. Þetta kom mér á óvart en við komum auðvitað allar til greina, annars hefðum við ekki verið í þess- ari keppni,“ segir Harpa Rós um það hvort hún hafi átt von á því að komast í úrslit og fá titil i keppn- inni. Hún segir að stúlkurnar hafi ekkert velt fyrir sér innbyrðis hvaða stúlkur stæðu uppi sem sig- urvegarar á úrslitakvöldinu. „Við áttum alveg eins von á því að hún fengi einhverja titla úr því að hún var að gefa kost á sér í þetta en spáðum ekki mikið í það. Við vildum fyrst og fremst styðja hana í því sem hún var að gera eins og við gerum alltaf og ég held að við séum mjög ánægð með útkom- una,“ segir Gísli Harpa Rós Gísladóttir, Ford stúlkan 1996, tekur þátt í aöalkeppni Ford Models-fyrirtækisins, sem haldiö veröur í Kali- forníu eöa Berlín síöar á þessu ári. Keppnin veröur einstaklega vegleg aö þessu sinni því aö 50 ár eru liðin frá því fyrirtækið hóf starfsemi sína. Hér er hún meö systkinum sínum. Urvals SUMARBLÓM GOTT VERÐ 6 stjúpur í bakka, kr. 220,- 10 stjúpur í bakka, kr. 360,- 20 stjúpur í bakka, kr. 690,- úarðshom v/Fossvogskirkjugarð, sími 55 40 500 alla daga 10-22 Matthías, faðir hennar. Harpa Rós segir að titlarnir breyti sér ekki á neinn hátt og hún segist ekki láta þetta stíga sér til höfuðs. /■ Avísun á útlönd -Gjarnan er talað um Ford keppn- ina sem ávísun á atvinnutækifæri í fyrirsætubransanum i útlöndum. Hefur Harpa Rós áhuga á slíkum störfum? „Ég er á módelsamningi hjá Esk- imo Models þannig aö ég hef verið að vinna aðeins við módelstörf og tískusýningar, svo verður bara að koma í ljós hvernig þetta verður, til dæmis í sambandi við aðalkeppnina úti. Ég er svo óákveðin sjálf að það er númer eitt núna að klára skól- ann. Síðan kemur hitt í ljós,“ segir Harpa Rós. Sjálfsagt að hugsa málið Harpa Rós er á öðru ári á mark- aðs- og hagfræðibraut Fjölbrauta- skólans í Garðabæ og býst við að klára stúdentspróf á þremur og hálfu ári. Hún hefur mikinn metnað og dug og góða námshæfileika og stefnir að því að fara í viðskipta- fræði í háskólanum að því loknu. Henni bauðst að fara í fyrirsætu- störf til Parisar um áramótin en hætti við því að hún vildi klára skólann. „Ef bitastæð tilboð koma þá finnst mér alveg sjálfsagt að hugsa um það en vil ekki að stúlkum, sem eru í fyrirsætustörfum, sé pískað út fyrir ekki neitt því að þær leggja heilmikið á sig. Maður sá það bara í undirbúningnum fyrir keppnina. Það var heljarins vinna," segir Gísli Matthías. Á stóra fjölskyldu Harpa Rós hefur fjölmörg áhuga- mál og hefur verið í djassballett í mörg ár. Hún hefur gaman af sundi og allri hreyfingu en segist hafa mest gaman af að horfa á íþróttir þó að hún hafi ekkert á móti sem slík- um. Hún á stóra og samheldna fjöl- skyldu, sem hún vill sinna sem oft- ast. Mamma hennar, Helga Ólafs- dóttir, er gift Halldóri Arasyni og pabbi hennar, Gísli Matthías Eyj- ólfsson, er giftur Ólafiu Ólafsdóttur. Harpa Rós á fimm yngri systkini. Sérlega vegleg aðalkeppni Katrín Pálsdóttir, umboðsmaður Ford Models á íslandi, hitti allar stúlkurnar í fegurðar- og fyrirsætu- keppninni áður en aðalkeppnin fór fram og sagði þeim frá Ford Models- keppninni sem venjulega hefur far- ið fram í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. Hugsanlegt er að keppnin verði haldin í Berlín í Þýskalandi seint á þessu ári og verði þá sérstak- lega vegleg í tilefni af 50 ára starfsafmæli Ford Models. í framhaldi af keppninni kemur svo í ljós hvort Harpa Rós fær tilboð um starf sem fyrirsæta á erlendum vettvangi. -GHS Harpa Rós á stóra fjölskyldu sem hún vill sinna vel. Hér er hún meö foreldr- um sínum og mökum þeirra. í neöri röð: Ólafía Ólafsdóttir, Halldór Arason, Harpa Rós, Gísli Matthías Eyjólfsson og Helga Ólafsdóttir. DV-mynd GS r Askrifendur fá aukaafslátt af smáauglýsingum 5505000 auglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.