Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Page 10
10
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 I>"V
Björk Guömundsdóttir er fræg-
asti íslendingur allra tíma. Plötur
hennar hafa selst í milljónum ein-
taka og siðastliðið ár hefur hún ver-
ið á tónleikaferð um heiminn, tón-
leikaferð sem nálgast enda sinn þeg-
ar hún stígur á stokk i Laugardals-
höllinni 21.júní. Hana hlakkar til að
koma heim, saknar aðallega súrefn-
isins.
Forsetakosningar eru á næsta
leyti. Aðspurö segist hún hafa fylgst
nógu mikið með þeim til að finnast
þær ekki mjög áhugaverðar. Hún
styður ennþá Vigdísi, en aðspurð
um álit sitt á embættinu svarar
hún: „Það er svo ofsalega mikilvægt
varðandi samskipti íslands við aðr-
ar þjóðir, ekkert endilega pólitísk
samskipti. Vigdis hefur verið svo
ótrúlega góður fulltrúi, ég get ekki
ímyndað mér neinn gera það eins
vel eða betur en hún gerði.“
Heimsfrægðin
Nú hefur verið sagt að Björk sé
stærri en ísland á alþjóðavísu.
Hvernig upplifir hún heimsfrægð-
ina?
„ Ég vinn náttúrlega bara mína
vinnu, skilurðu. Ég vinn tólf til
sextán tíma á dag og vinnan hjá
mér felst ekki í því að keyra um í
límúsínu allan daginn og grípa
blómvendi, heldur bara að hafa
áhyggjur af dagsdaglegum hlutum
sem allir þurfa að hafa áhyggjur af.
Það bilar eitthvert tæki og þá þarf
maður að skrúfa það, og fjórði kafl-
inn í laginu er ekki nógu hress og
þá þarf maður að vinna í því,
þannig að ég reyni að einbeita mér
meira að sjálfri mér. Hugsa frekar á
daglegt amstur en eitthvað annað.
Björk tekur enn allar ákvarðanir
um feril sinn sjálf og segir það mjög
mikilvægt. „Það er ekki af því að ég
vilji endilega stjóran heiminum
heldur er það meiri spuming um að
vernda mig og mína tónlist. Það er
nú bara einu sinni þannig í lífinu
að ef maður tekur ekki sjálfur
ákvörðun þá getur maður veriö viss
um að einhver annar er að því. Ég
er kannski bara mjög vel upp alinn
íslendingur sem vill ekki láta neinn
ráða yfir sér.“
Að búa erlendis?
„Ég fóma náttúrlega heilmiklu og
þá kannski helst súrefninu, náttúr-
lega fyrir utan vini og ættingja, en
sem betur fer er ég það heppin að ég
held mjög góðu sambandi. Fólk
kemur bæði í heimsókn til mín og
ég fer til þess.
Aðalmunurinn við að búa hér er
bara vinnuaðstaðan. Það sem
myndi taka mig svona mánuð að
gera á íslandi tekur mig einn dag að
gera í London.“
Popptextar
Björk hefur þótt afkastmikill
lagasmiður á ferli sínum. Nú hefur
hún hinsvegar meira að gera en oft
áður. Á kvöldin eru tónleikar, á
daginn endalaus viðtöl, ferðalög og
svo stúdíóvinna. Hefur hún ein-
hvern tíma til að semja tónlist þessa
daganna?
„Já, ég hef nú alltaf verið þannig
að þegar ég sest niður með geisla-
baug og blýant þá kemur ekkert lag.
En ef ég sinni mínu daglega lífi og
geri það sem mér sýnist þá koma
lög af því að flest mín lög eru popp-
lög. Ég lit á mig sem popptónlistar-
mann í þeim skilningi að ég er að
semja tónlist fyrir alþýðufólk um
venjulegar aðstæður sem allir lenda
í. Að lenda í bíislysi, að vera ekki í
skapi til að fara í vinnuna, verða
ástfanginn, missa heilan rúsínu-
poka í fangið á bankastjóranum . . .
eða bara svona hlutir sem allir
lenda í. Maður semur ekki góð
popplög með því að einangra sig
inni í einhverri svítu og drekka
kampavín og borða vínber.“
„Það kemur út plata í haust með
„Sem popptónlist
fyrir alþýðufólk"
Björk um tónleikana, forsetaframboðið, heimsfrægðina,
líf eftir dauðann, íslenskuna, Goldie og margt fleira.
endurhljóðblöndunum af alls konar
lögum sem hafa nú þegar komið út.
Síðan er ég hálfnuð með næstu
plötu, en ég veit ekki hvenær hún
kemur út. Líklega einhvern tíma á
næsta ári.“
En hvernig ætli Björk líti á feril-
inn, einhverjar breytingar framund-
an? „ Aðallega það að ég er hætt í
upprifjuninni. Debut og Post eru
voða mikið bara upprifjun af tón-
listinni sem ég var að gera á íslandi
frá því að ég var smápolli. Þær eru
meira svona uppgjör á öllu því sem
ég hef gert á íslandi. En nú er kom-
ið að því sem ég er í dag, 1996.“
Líf eftir dauðann?
„Já ég trúi á líf eftir dauðann, en
mér finnst fólk stundum taka þetta
aðeins of bókstaflega. Ég held að líf-
ið sé allt of flókið.
Mér finnst enn þá jafn ótrúlegt að
vísindamenn geti kíkt út i heim og
horft á stjörnuþokur og sólkerfi
snúast, milljónir plánetna og
stjama og hrokinn er svo mikill að
þeir segja ekkert líf vera þarna úti.
Ég bara skil það ekki alveg.
Ég ætla ekkert að deyja strax,
en ég breytist kannski í sand
eða eitthvað ósýnilegt.
Mér finnst bara
svo þröngsýnt að
halda að líf geti
bara verið með tvo
fætur, tvær hend-
ur og einn haus.
Þetta er aðeins flóknara en það.“
Sambandið við Goldie
Þrátt fyrir tólf til sextán tíma
vinnudag, endalaus ferðalög, laga-
smíðar, samningagerð o.fl. hefur
Björk rýmt til fyrir ástarsambandi í
sínu lífi. Sá heppni heitir Goldie, er
tónlistarmaður og kemur fram
ásamt Björku í Höllinni 21.júní. Og
það sem allir vilja fá að vita: Er gift-
ing í vændum?
„ Við erum ekki búin að ákveða
neitt. Ég held við höfum einu sinni
kysst úti á götu og það kom í blaði
daginn eftir að við ættum fimm tví-
bura. Fjölmiðlar virka nú bara einu
sinni þannig."
astie Boys setja upp til styrktar
sjálfstæðisbaráttu Tíbet búa. Tón-
leikaferðalagið hefur staðið yfir í
tæpt ár og á meðan undirritaður tal-
aði við hana í síma var hún á leið-
inni á blaðamannafund í Svíþjóð.
Verður hún ekkert þreytt á öllum
þessum ferðalögum?
„ Ég er náttúrlega búin að vera að
ferðast meira og minna síðan ég
byrjaði í Kuklinu. Þá var ég sextán
eða sautján ára. Ég veit ekki al-
veg hvort ég kynni að búa
í sama húsi í fimm ár til
dæmis. Mér líkar það
mjög vel. Þegar mað-
ur er síðan búinn að
fá nóg þá fer maður
bara heim.“
En hverjir eru eft-
irminnilegustu stað-
irnir sem þú heim-
sóttir á síðasta ári?
„ Ég held nú alltaf
upp á Spán, við gerð-
um það
líka í
Sykurmolunum, en mér fannst æð-
islega gaman að koma til Tælands
og mér fannst Hong Kong æðisleg,
alveg frábær. Það er það næsta sem
ég hef komist „Blade Runner“
(framtíðartryllir með Harrison Ford
í aðalhlutverki). Tokyo er bara eins
og Hveragerði við hliðina á Hong
Kong. Hong Kong er frábær.
En þegar tónlist-
armenn
æfa þá fyrir íslendinga. Spumingin
sem brennur á margra vömm þessa
daganna er hinsvegar: Á hvaða
tungumáli verða tónleikarnir?
„ íslensku. Ég sem allt á íslensku
og svo hef ég svona verið að remb-
ast við að þýða þetta fyrir grey út-
lendingana, þeir skilja náttúrlega
ekki orð i íslensku.“
Hvað vill Björk segja við þá sem
langar til að fara á tónleikana en
eru ekki enn búnir að kaupa sér
miða?
„Ég hef nú aldrei verið fyrir það
að gabba fólk, sko. Þeir gera náttúr-
lega það sem þeir vilja. Fyrir þá
sem vilja fylgjast með því sem er að
gerast í enskri danstónlist þá mæli
ég með Plaid, Goldie og plötusnúðn-
um Grooverider, þessir menn eru
svo langsamlega fremstir í sínum
geira í Bretlandi, jafnvel heiminum.
Þar með þakkaði undirritaður
fyrir sig, Björk lagði farsímann á
hilluna og hélt keyrslu sinni á hrað-
brautum Svíþjóðar áfram.
Hingað kemur fjallkonan 21.júní,
með fimm tonn af búnaði, tvær að-
stoðarhljómsveitir, Plaid (sem spila
einnig með henni), kærastann
Goldie og plötusnúða sem kalla sig
Grooverider.
Endurhljóðblandanir í haust,
plata á næsta ári og tónleikar
hér á landi eftir tæpa viku.
Það er nóg að gera hjá Björk
Guðmundsdóttur, óskabarni
þjóðarinnar.
% Guðjón Bergmann
Björk og Goldie. „Við erum ekki búin að ákveða neitt í sambandi við brúð-
kaup. Ég held við höfum einu sinni kysst úti á götu og það kom í blaði dag-
inn eftir að við ættum fimm tvíbura.
um tónleikum
Laugardalshöll-
inni 21.júní,
segist hafa ver-
ið allt árið að