Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Side 16
16
LAUGARDAGUR 15. JÚNÍ 1996 DV
Jón Rúnar Arason var valinn besti tenórinn í Copenhagen Singing Competition:
Berrassaður hetjutenór
á sviði í Gautaborg
- rödd á heimsmælikvarða, segir sópransöngkonan Birgit Nilsson
Jón Rúnar Arason. „Pegar ég er oröinn ríkur og frægur ætla ég aö fá mér mótorhjól og síðan ætla ég fá mér hús meö rosalega fínu eldhúsi og stórum vín-
kjallara."
DV, Kaupmannahöfn:______________
„Viö íslendingar virðumst geta
framleitt söngvara á færibandi.
Enda er mjög rík sönghefð á íslandi
og sterkar týpur í kröftugri náttúru
sem passa vel inn í hlutverkin," seg-
ir Jón Rúnar Arason tenór.
Fjölmargir íslendingar hafa gert
garðinn frægan í óperuheiminum
og má þar nefna Stefán íslandi,
Magnús Jónsson, Kristján Jóhanns-
son og marga fleiri. Rúnar tók þátt í
Copenhagen Singing Competition
ásamt 130 evrópskum óperusöngv-
urum. Rúnar komst alla leið í sex
manna úrslit og söng m.a. Nessun
Dorma eftirminnilega á lokakvöld-
inu í Konunglega leikhúsinu, að
viðstaddri Margréti Danadrottn-
ingu. Hann var síðan útnefndur
besti tenórinn í keppninni og fékk
sérstök tenórverðlaun, en keppnin
var kennd við Wagnertenórinn stór-
kostlega Lauritz Melchior.
Tilboðin streyma inn
„Auðvitað skiptir þessi sigur
miklu máli fyrir ferilinn. Tilboöin
eru þegar farin að koma, þannig að
ég fæ tækifæri til þess að sýna hvað
í mér býr. Svo er bara að standa
undir því. En ég er ekki í þessu fyr-
ir peninga og frægð heldur þá miklu
gleði sem það veitir mér að syngja.
Hitt er svo annað mál að ef ég held
rétt á spöðunum þá kem ég til með
að hafa þokkalega í mig og á. Þá
ætla ég að fá mér mótorhjól og síð-
an ætla ég fá mér hús með rosalega
fínu eldhúsi og stórum vínkjallara.
En ég neita að segja nokkuð um
kvennamál mín nema með fullu
„samræði" við lögfræðinginn
minn,“ segir Rúnar sigurreifur.
Jón Rúnar vakti mikla athygli i
keppninni og í Ekstra Bladet var
sagt að hann væri mitt á milli rekt-
ors og rokkara. Framkoma hans er
nokkuð sérstök og má nefna að í
undankeppninni kom hann fram í
leðurbuxum og í undanúrslitum í
leðurjakka sem stakk óneitanlega í
stúf við aðra keppendur. Og í hinu
virta Berlingske Tidende sagði að
hann hefði verið í pönkhljómsveit
fyrir íjórum árum og byggi í Volvo
station. En allir voru sammála um
að hér væri einstök rödd á ferðinni
og hin fræga sópransöngkona Birgit
Nilsson, i dómnefndinni, segir að
Rúnar búi yfir rödd á heimsmæli-
kvarða. Aðeins þurfi að laga tækn-
ina og þá geti hann orðið meðal
allra bestu tenóra heims. Þetta hef-
ur orðið til þess að nóg verður að
gera hjá Rúnari á næstunni. í haust
syngur hann í Salome eftir Strauss
í óperunni í Gautaborg og hefur ver-
ið boðið að syngja hlutverk Cassio í
Othello og hertogann í Rigoletto í
Ósló í vetur og fram á vor. En ferill-
inn er i raun rétt að byrja.
Nakinn á sviði
„Ég byrjaði 24 ára gamall í Söng-
skólanum í Reykjavík, meira upp á
grín. Þar var Magnús Jónsson og
var í raun fyrstu fjögur árin að
lemja það inn í hausinn á mér að ég
gæti orðið söngvari. Það var svo
haustið 1992 sem Garðar Cortes
plataði mig með sér til Svíþjóðar og
þar fékk ég vinnu við óperukórinn í
Gautaborg. Samhliða sótti ég einka-
tíma hjá Haraldi Ek sem er m.a.
þekktur fyrir að hafa sogið kirtlana
úr Sigríði Ellu Magnúsdóttur í
Carmen og étið sviðsmyndina. En
það er allt önnur Ella. Eftir tvö ár í
Gautaborg ákvað ég að fara í Dom-
ingo- keppnina i Vín og þá sá ég að
ég væri ekkert síðri en þeir tenórar
sem voru að sperra sig þar. Ég fór
því beint aftur til Gautaborgar og
sagði upp í kórnum, ákveðinn í að
láta slag standa.
Á þessum tæpu tveimur árum er
ég búinn að syngja Rodolfo í La Bo-
héme í Árósum og söng einnig í
fyrstu uppfærslunni í nýja óperu-
húsinu í Gautaborg, sænsku ópe-
runni Aniara. Ég endaði svo
berrassaður á sviðinu í sama húsi
sem Pinkerton í Madama Butterfly.
Þar endaði ástardúettinn þannig að
Pinkerton og Butterfly fóru allsber í
heita pottinn að gera dodo. Það var
samt ekkert stripl striplsins vegna
og kom mjög eðlilega út. Þess utan
hef ég sungið í ótal kórum og sung-
ið smáhlutverk í óperunni heima,
Monostatos í Töfraflautunni og
Roderigo í Othello. Það ásamt því að
ég söng í La Traviata sem leyni-
númer með Diddú og sinfóníunni
varð til þess að ég var pantaður eins
og jólasveinninn, eins og segir í lag-
inu góða, til þess að syngja Roderigo
með Kristjáni Jóhannssyni í vor.
Mér var mikill heiður að því.“
Fötlun að vera tenór
„Það er náttúrlega best að vera
tenór því maður kemst upp með all-
an andskotann bara út á að vera
tenór. Ef einhver skammar mann
segist maður bara vera tenór og þá
, er ekki lengur hægt að skamma
mann. Stærsti plúsinn við að vera
tenór er samt að maður getur notað
klósettin fyrir fatlaða því það er
náttúrlega fötlun að vera tenór. En
ég ætlaði aldrei að verða tenór. Ég
ætlaði að verða læknir og æfði mig
í að skrifa illa. Nú verður ekki aftur
snúið svo ég er bara illa skrifandi
tenór.“
Rúnar vill þó ekki meina að óp-
eruheimurinn sé harðari en aðrar
starfsgreinar, það sé alltaf gott að
þekkja einhvern ef maður vill kom-
ast á rækjubát.
„En ég stend utan við allt sem
heitir klíka, ég fer bara mínar leið-
ir eins og ég hef alltaf gert. Hérna í
útlandinu þarf ég hins vegar að
vera 150 sinnum betri en innfæddir
til þess að fá eitthvað að gera. Þá er
mér nauðugur einn kostur - að
verða 150 sinnum betri en þeir. Og
þegar ég er orðinn 150 sinnum betri
þá ætla ég að veröa 200 sinnum
betri o.s.frv. Draumurinn er svo að
fá að syngja þessi stóru ítölsku hlut-
verk og geta lifað af því. Maður læt-
ur sig dreyma um stóra hluti en svo
er bara að sjá hvort þeir draumar
rætast."
Fæ orku úr íslensku
fjöllunum
„En nú ætla ég heim til íslands í
sumarfrí," heldur Rúnar áfram.
„Mér líður hvergi betur en uppi á
fjöllum að puða. Eftir tiu daga á
fjöllum er ég hlaðinn orku. Maður
getur aldrei stólað á veðrið, það er
meira svona veðursýnishorn. Svo er
náttúran svo falleg og ámar, ég hef
óskaplega gaman af að sulla í ám,
enda sérlegur áhugamaður Hreys-
timannafélagsins."
Hreystimannafélagið var stofnað
fyrir 15 árum og fer alltaf í nokk-
urra vikna hjólaferðir á hverju
sumri. Það var löngu áður en út-
lendingarnir fóru að koma hingað
með hjólin sín.
„Það héldu allir að við væmm
klikkaöir, sem við náttúrlega erum.
Einu sinni lentum við í hrikalegu
hreti á Gæsavatnaleið, allt lokað og
ég hélt hreiniega aö við yrðum úti.
Þá uppgötvaði ég hvað maður er í
rauninni sterkur í allri sinni smæð
á móti náttúrunni. Svo náttúrlega
urðum við ekkert úti, tóm hystería
í mér. í annarri ferð biluðu öll hjól-
in og ég var sendur á puttanum við
annan mann til Akureyrar eftir
verkfærum og varahlutum. Við
komum að sjálfsögðu með nýupp-
teknar kartöflur til baka og héldum
veislu. Að hjóla á hálendinu er stór-
kostlegur ferðamáti. Við getum látið
okkur renna niður brekkur og valið
betra hjólfarið. Svo fer maður mátu-
lega hratt yfir, ég hef enga þolin-
mæði í að ganga. En best er að mað-
ur getur tekið meira með sér og alls
kyns munaðarvöru. Espressókann-
an er alltaf með og oft lambalæri og
koníak þannig að þetta eru oft
stanslausar veislur. Einu sinni var
meira að segja dregin upp þriggja
laga rjómaterta á áttunda degi. Ég
hef reyndar þá kenningu að -söngv-
arar séu almennt fastir á oralstig-
inu og séu þess vegna svona miklir
mat- og vínmenn. Hjá tenórum eru