Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1996, Side 31
LAUGARDAGUR 15. JUNI1996 (jþenning 39 Píanósnillingur á listahátíð Rússneski píanósnillingur- inn Jevgení Kissin heldur ein- leikstónleika á píanó i Há- skólabíói í dag, laugardaginn 15. júní, kl. 16 Jevgení Kissin er aðeins 24 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann vakið meiri athygli í tón- listarheiminum en nokkur annar listamaður síðustu ára- tugi, eða allt frá því Vladimir Horowitz var og hét. Gagn- rýnendur fullyrða að annar eins túlkandi rómantískrar tónlistar fyrirfinnist ekki og hann hefur þegar efnt fyrir- heit sem einn glæsilegasti pí- anóleikari þessarar aldar. í samtali við DV sagðist Kissin ekki muna eftir sér öðruvísi en við píanóið, hann hefði far- iö að spila um leið og hann náði upp á nótnaborðið. Ferill Kissins hefur líka verið ævin- týralegur. Hann hóf tónlistar- nám í Gnessin-tónlistarskólan- um í Moskvu og lék nótna- laust eigin útsetningu á Hnotubrjótnum eftir Tsjajkov- skí. Tíu ára gamall kom hann fyrst fram opinherlega sem einleikari og 12 ára vakti hann heimsathygli þegar hann lék báða píanókonserta Chopins með Fíl- harmóníuhljómsveitinni í Moskvu, undir stjórn Dmitri Kitayenkos. Kissin kom fyrst fram utan Sovétríkj- anna í Austur- Berlín vorið 1985 og Belgrad haustið 1986 og fór í sína fyrstu tónleikaferð til Japans í október 1986 með hljóm- sveitarstjóranum Vladimir Spi- vakov. Fyrstu tónleika sina í Vest- ur-Evrópu hélt Kissin á Listahátíð- inni í Berlín 1987 og seinna sama ár kom hann aftur til Evrópu og hélt tónleika í Þýskalandi og Frakk- landi. Vorið 1990 kom Kissin fyrst fram í Norður-Ameríku. Þá lék hann píanókonserta Chopins með Fílharmóníuhljómsveitinni í New York og hélt einleikstónleika í Carnegie Hall. Gagnrýnendur luku Jevgení Kissin, heims í dag. eftirsóttasti píanóleikari DV-mynd ÆMK L i allir miklu lofsorði á þennan unga snilling og upptaka frá tónleikunum var útnefnd til Grammy-tónlistar- verðlaunanna. Árið 1992 lék Kissin fyrir rúmlega eina milljón áhorf- enda við verð- launaafhending- una sem sjónvarp- að var um allan heim. Kissin er bókaður 2 ár fram í tímann enda er hann einn af eftirsóttustu konsertpí- anistum heims. Hann kvaðst ánægð- ur með ferðalögin, hann héldi sam- bandi við vini og ættingja í gegnum símann, auk þess sem hann ætti vinafólk í fjölda landa. Hann sagðist alltaf reyna að sinna öðrum áhuga- málum en tónlistinni og helst vildi hann nýta frítíma sinn í lestur og gönguferðir. Á tónleikunum mun Kissin leika verk eftir Bach og Busoni, Beetho- ven, Chopin og Brahms. -ggá (/ U- 10 Viðarvörn og bæs á úðabrúsum 9 viðarlitir Fæst í flestum byggingavöru- og málningavöruverslunum um land allt. DAGSKRA 17.JÚNÍ 1996 Dagskráin hefst Kl. 09.55 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavík Kl. 10.00 í kirkjugarðinum við Suður- götu. Forseti borgarstjómar, Guðrún Ágústsdóttir, leggur blómsveig frá Reykvíkingum á lciði Jóns Sigurðssonar. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur: Sjá roðann á hnjúkunum háu. Stjómandi: Jóhann Ingólfsson. Skátar standa heiðursvörð. Við Austurvöll Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ættjarðarlög á Austurvelli. Skátar standa heiðursvörð. Kl. 10.40 Hátíðin sett: Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður Þjóð- hátíðamcfndar, flytur ávarp. Karlakórinn Fóstbræður syngur: YFir vom ættarlandi. Stjómandi: Jónas Ingimundarson. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Karlakórinn Fóstbræður syngur þjóðsönginn. Avarp forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar. Karlakórinn Fóstbræður syngur: ísland ögmm skorið. Ávarp Qallkonunnar. Lúðrasveit Reykjavfkur leikur: Ég vil elska mitt land. Kynnir: Jón Guðni Kristjánsson. Kl. 11.15 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Séra Karl Sigurbjömsson prédikar. Prcstar dómkirkjusafnaö- arins þjóna fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar. Einsöngvari: Loftur Erlingsson. Skrúðgöngur frá Hlenimi og Hagatorgi Kl. 13.20 Safnast saman á Hlemmi. Kl. 13.30 Skrúðganga niður Laugaveg að Ingólfstorgi. Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjómandi: Haraldur Ámi Haraldsson. Kl. 13.30 Safnast saman á Hagatorgi. Kl. 13.45 Skrúðganga frá Hagatorgi í Hljómskálagarð. Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjómandi: Tryggvi M. Baldvinsson. Skátar ganga undir fánum og stjóma báðum göngunum. Tjörnin og umhverfi Kl. 13.00-18.00 í Hallargarði vcröur minfgolf, fimleikasýning, leiktæki, spá- konur, listförðun fyrir böm, skylmingar, Tóti trúður og félagar og margt fleira. Á Tjöminni verða árabátar frá siglingaklúbbi ÍTR og sýning módelbáta. í Vonarstræti ekur Sautjánda júní lestin. Hljómskálagarður Kl. 14.00 - 17.00 Skátar sjá um tjaldbúðir og þrautabraut. Skátavaka. Aðstaða til bleyjuskipta fyrir ungaböm. Leiktæki fyrir böm. örvar og Ævar syngja bamalög. Stóra grillið. Tjarnarsalurinn - Hátíðardagskrá í | Ráðhúsinu Kl. 14.30-16.30 P.I.P. homaflokkurinn flytur vinsæl lög. Sif Ragnhildardóttir og Sorbahópurinn flytja grísk lög Stengjakvartett flytur klassíska tónlist Polarkvartettinn flytur norræn vísnalög Voces Tules Götuleikhús Kl. 15.00-17.00 Götuleikhús sUtrfar um allan Miðbæinn. Fjöldi trúða, trölla, eldgleypa, risa og furðuvera mun fara um allt hátíðarsvæðið tneð ærslum og hamagangi. Einnig koma fram erlendir fjöllistamenn. Akstur og sýning gamalla bifreiða Kl. 13.15 Hópakstur Fombílaklúbbs íslands frá Kjarvalsstöðum. Kl. 13.20 Sýning á Laugavegi við Hlemm. Kl. 13.30 Ekið niður Laugaveg. Kl. 14.00-16.00 Sýning við Vonarstræti. Teiknimyndasagan Kl. 14.00- 1S.(K) Sýning í Austurstræli á stóm útilistaverki / teiknimyndasögu. Hátíðardagskrá á Kjarvalsstöðum Kl. 10.00-18.00 Náttúmsýn í íslenskri myndlist. Kl. 14.00 Útnefndur borgarlistamaður - hátíðardagskrá. Barnadeildir Landakots-spítala og Landsspítala Landskunnir skemmtikraftar heimsækja bamadeildimar, skemmta börnunum og færa þeim gjafir. Laugardalur: Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn og fl. Kl. 10.00-18.00 Tijálfur og Mimli skemmta bömunum kl. 10.00 - 12.00, kl. 14.00 ogkl. 16.30. Einnig verður Hrói hrakfallabálkur á ferð um garðinn. Hermirinn við Laugardalslaug: Opið frá 10.00 - 24.00. Árbæjarsafn - Þjóðhátíðardagskrá Kl. 10.00-18.00 Ýmislegt verður til skemmtunar á dagskrá sem hefst kl. 14.00. Þjóðbúningar kynntir og búningasilfur. Fólk hvatt til að mæta í sfnum cigin þjóðbúningum. Hátíðarkaffi og píanóleikur í Dillonshúsi kl. 15.00. Þjóðdansar kl. 16.30. Þjóðniinjasafn íslands Kl. 11.00-17.00 Sýning í Bogasal. Silfur í Þjóðminjasafni. TÝND BÓRN: SAFNAÐARHEIMILI DÓMKIRKJUNNAR A H0RNIVONARSTRÆTIS 0G LÆKJARGÖTU. / / / ÞJOÐHATIÐI REYKJAVÍK Brúðubíllinn mUm- Dagskrá ásviðum Kl. 14.00-14.30 Lækjargata Hamrahlíðarkórinn Kl. 14.15 Stone free - söngleikur Kl. 14.40 Ræningjamir - úr Kardimommubænum Kl. 14.55 Furðuleikhúsið Kl. 15.10 Umferðarleikritið Stopp Kl. 15.35 Pétur Pókus Kl. 15.45 Anna Mjöll Kl. 15.50 Borgardætur Kl. 16.30 Lok Ingólfstorg Kl. 14.00 Lúðrasveitin Svanur Kl. 14.10 Yngstu bömin úr Dansskóla Hermanns Ragnars Kl. 14.25 Þjóðdansafélagið Kl. 14.40 Dansfélagið Gulltoppur KI. 14.50 Glímudeild KR Kl. 15.00 Danshópur Kl. 15.10 Fimleikadeild Ármanns Kl. 15.20 Danshópurinn Dust Kl. 15.25 Grænlenskur danshópur Kl. 15.45 Kúrekadans Kl. 15.55 Harmonikufélag Reykjavíkur Kl. 16.30 Lok Kvöldið Lækjargata Kl. 20.00 Stjömukisi Kl. 20.20 Kolrassa krókríðandi Kl. 20.50 Eiríkur og Endurvinnslan Kl. 21.20 Botnleðja Kl. 21.50 Sóldögg Kl. 22.30 Funkstrasse Kl. 23.15 Unun Kl. 00.10 Emiliana Torrini og hljómsveit Kl. 01.00 Lok Ingólfstorg Kl. 20.30 Hjördís Geirs og hljómsveit Kl. 22.00 Rússíbanar Kl. 22.45 Aggi Slæ og Tamlasvcitin Kl. 24.00 Lok Merki 17. júní HálfðarmerkiA hannaAi Áslmar Ólafswn FÍT. Merkið cr tákn aukinna mögulcika til útivistar i borginni og htnna nýju göngustíga sem lagðir hafa vcrið v(Aa um horgina. Umsjón Urmjón mcö dagskrá þjóAhátíðar f Rcykjavík hcfur þjóAhátíðomcfnd á vcgum íþrótta- og tómstundaráðs Rcykjavfkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.