Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 JjV sælkerínn Snæbjörn Kristjánsson, matreiðslumaður á Fiðlaranum á þakinu: Léttsteikt villigæsabringa með djúpsteiktri sellerírót og portvínssósu „Gæsaveiðitíminn er í algleym- ingi og við erum með gæsabringur á matseðlinum. Þess vegna valdi ég þessa uppskrií't," segir Snæbjörn Kristjánsson, matreiðslumaður á Fiðlaranum á þakinu á Akureyri. Snæbjörn gefur hér uppskrift fyr- ir fjóra að léttsteiktri gæsabringu með djúpsteiktri sellerirót og portvinssósu. Láttsteikt villigæsa- bringa -með djúpsteiktri sellerírót og portvínssósu 4 úrbeinaðar villigæsabringur 4 bökunarkartöflur y2 sellerírót 1 gult súkkini y2 græn paprika y2 rauð paprika 2 chalottelaukar 2 msk. berjablanda - brómber - bláber - rifsber 1 msk. ólífuolia 1 msk. smjör 1 msk. timian salt og pipar y2 bolli sykur rifílaðri pönnu, rúllið þeim upp og fylliö með paprikublöndunni og lauknum. Steikið gæsabring- urnar í 180°C heitum ofni í 8-10 mínútur. Skerið þær í þunnar sneiðar og raðið á disk ásamt grænmetinu, berjunum og portvíns- sósunni. Snæbjörn Kristjánsson, matreiðslumaður á Akur- eyri, gefur uppskrift að léttsteiktri villigæsabringu með djúpstreiktri sellerírót og portvínssósu DV-mynd GK 11 gæsasoð 5 chalottelaukar y21 portvín 2 msk. maísenamjöl 3 msk. ólífuolía 3 msk. kalt smjör salt og pipar Skrælið chalotte- laukinn, brytjið í litla bita og steikið í potti, þó ekki þannig að hann brúnist. Hellið port- víninu út á og látið sjóða niður um %. Hellið því næst gæsasoðinu út á og látið sjóða góða stund. Þykkið sósuna með maísena og bragðbætið með smjöri, salti og pipar. -GHS Brúnið villigæsabringurnar í ólífuolíunni á vel heitri pönnu og kryddið með salti, pipar og timian. Skerið bökunarkartöflurnar út í 12 bananalaga boga, brúnið sykurinn í potti og setjið vatn út á og sjóðið kartöflurnar þar í ca 10 mínútur. Skerið sellerírótina í þunnar ræm- ur. Skerið paprikuna og chalotte- laukinn í smáa bita og steikið í smjörinu. Skerið súkkinið í ræmur og brúnið rendur Guðiaug Bjarnþórsdóttir gefur uppskrift að ávaxta- ístertu. É Guðlaug Bjarnþórsdóttir: Uppskrift að ávaxía- ístertu Um síðustu helgi urðu mistök við birtingu upp- skriftar að ljúffengri ávaxtaístertu Guðlaugar Bjarnþórsdóttur matgæð- ings. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum og er upp- skriftin birt hér aftur. 1 svampbotn ferskir ávextir, t.d. jarðarber, vínber, kiwi, epli, bananar og bláber pekanhnetuís 3-4 eggjahvítur 1-2 msk. sykur SÁvöxtum er raðað á svampbotninn og pekan- hnetuísinn skorinn yfir ávextina. Eggjahvítur eru þeyttar og sykri bætt út í og svo er eggjahvítum smurt yfir. Bakaö í ca 5-10 mín. við 200° hita. -GHS BmmmmmmmmMmmmmmmmm matgæðingur vikunnar Þorbjörg Theódórsdóttir gefur tvær uppskriftir: Innanlærisvöðvi í sveppasósu og vinsæl, heit brauðterta „Aðalrétturinn er mjög einfaldur spariréttur. Hann er algjört sælgæti. Svo langar mig að gefa uppskrift að heitri brauðtertu sem má nota í saumaklúbb, nú eöa hvenær sem er. Hjá mér er hún ómissandi á gamlárskvöld," segir Þorbjörg Theó- dórsdóttir, matgæðingur vikunnar. Þorbjörg gefur hér uppskrift að innanlærisvöðva í sveppasósu og heitri brauðtertu. Innanlærisvöðvi í sveppasósu ca 8 sneiðar af lambakjöti (innanlærisvöðvi) smjör salt og pipar eftir smekk 200 g nýir sveppir 1 laukur ca y2 dl vatn 1 peli rjómi kjötkraftur sojasósa ostur Kjötið brúnað í smjörinu og látið i eldfast mót. Laukurinn er brúnað- ur ásamt sveppunum. Vatni og rjóma er hellt á pönnuna og kjöt- kraftur, salt, pipar og sojasósa látið út í. Sósunni er hellt yfir kjötið ásamt osti. Bakað í ofni í ca 20 mín. við 200 stiga hita. Gott er að bera fram kartöflur, grænmeti og smjörsteikta sveppi fyllta með gráðosti. Stöngullinn er tekinn af sveppunum og holan fyllt með gráðosti. Rétturinn er síðan snijörsteiktur þar til osturinn er hráðnaður. Heit brauðterta rækjusalat skinka Þorbjörg gefur hér tvær góöar uppskriftir, aö heitri brauðtertu sem þykir ómissandi á gamlárskvöld og freistandi innanlærisvöðva í sveppasósu. DV-mynd Sigrún Lovísa 1 dós spergill season all langskorið brauð 2 eggjahvitur Rækjusalat er búið til á hefðbund- inn hátt, skorpan á brauðinu er skorin af, brauðsneiðarnar bleyttar með safanum af aspasinum og raðað á brauðið til skiptis rækjusalati annars vegar og niðurbrytjaðri skinku og spergli hins vegar - sam- tals þrjú lög af rækjusalati og tvö lög af skinku og spergli. Þetta er allt vel kryddað og stífþeyttum eggja- hvitum smurt utan um tertuna. Brauðtertan er bökuð í ofni ca 45 mín. við 150 gráður á celsíus. „Ég skora hér með á vinnufélaga minn, Guðrúnu Hönnu Guðmunds- dóttur. Hún getur ábyggilega töfrað eitthvað fram úr pottunum,“ segir Þorbjörg. -GHS Gacalao og pæ íslendingar flytja út mikið af salt- fiski til suðrænna landa þar sem hann er í miklum metum en hafa ekki haft áhuga á að nýta hann sjálfír fyrr en nýlega þó að þar geti verið um afbragðsfisk að ræða. Hér kemur óvenjuleg uppskrift að salt- fiski, bacalao. % kg útvatnaður saltfiskur eða 500 g óútvatnaður 1 kg kartöflur y2 kg laukur 1 y2 dl ólífuolía 3 msk. tómatpuré 1 dl vatn y2 kg tómatar 4 hvítlauksrif 1 chilipipar 4 msk. steinselja 1 tsk. óreganó 50 g ólívfur með fyllingu Saltfiskurinn er hreinsaöur og skorinn niður. Hreinsiö kartöflur, lauk og hvitlauk og skerið í þunnar sneiðar. Hreinsið chilipiparinn og skerið hann smátt. Olía er hituð í pönnu, sem má setja inn í ofh, og tómatpuré og vatni, steinselju og óreganó bætt út í. Raðið fiski, kartöflum, lauk, hvít- lauk og chilipipar i lögum í pottinn. Náið upp suðu og látið pottinn síð- an inn í ofn. Borið fram með franskbrauði og rauðvíni. í eftirrétt er gott að bera fram léttan ávaxtarétt, til dæmis meö pemm. Grænmetispæ Það verður sí- fellt algengara að fólk borði græn- metisrétti, að minnsta kosti einu sinni í viku, þó að ekki sé um græn- metisætur að ræða. Hér kemur uppskrift að góðu grænmetispæ. Deigið 200 g hveiti 90 g smjör 1 egg 1-2 msk. kalt vatn Fylling 2 laukar 3 gulrætur steinselja eftir smekk 3 sellerístilkar y2 slöngugúrka 1 tsk. salt hvítur pipar á hnífsoddi 3 egg 3 dl kaffirjómi 1 msk. niðurskorinn graslaukur V/2 dl fínt rifinn ostur Hnoðið saman deigið og pakkið í plast. Látið það standa i ísskáp í að minnsta kosti 30 mín. Takið svo út og setjið í 24 cm form. Forbakið í ca 10 mín. Hreinsið og skerið grænmetið, setjið lauk, gulrætur og steinselju í vatn í 2-3 min. Takiö grænmetið upp úr vatninu og hreinsið vel. Grænmetið er sett í pæformið, selieríið og agúrkan eiga aö vera hrá. Saltið og piprið. Þeytið saman egg, rjóma, graslauk og helminginn af ostinum og hellið yfir. Ostur er ; settur yfir. Pærétturinn er bakaður í ofni þar til osturinn er orðinn gylltur. Borið fram heitt með fersku salati. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.