Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Side 21
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 21 08llond Viðskiptajöfurinn Richard Branson: Ríkari en sjálf drottningin Á næstunni verður opnuð ný verslun i Borgarkringl- unni undir nafninu Virgin sem er þekkt samsteypa í skemmtanaiðnað- inum. Veldur það nokkrum titringi meðal þeirra er versla með geisla- plötur, tölvuleiki og myndbönd hér- lendis því búast má við nokkrum óróa á markaðn- um í kjölfarið. Virgin-samsteyp- an rekur fjölda verslana á Bret- landseyjum undir nafninu Virgin Megastores. Maðurinn á bak við Virgin- stórveldið er Bret- inn Richard Bran- son. Hann hefur alltaf þótt ólíkleg- ur viðskiptajöfur. Hann hætti í skóla 17 ára en er nú orðinn fimmti ríkasti maður Bretlandseyja, ríkari en sjálf drottningin. Þeg- ar allt er saman talið eru eignir hans metnar á 170 milljarða. - Þess má geta að velta íslenska ríkis- sjóðsins er um 120 milljarðar. Þrátt fyrir ríkidæmið hefur honum tek- ist að viðhalda þeirri ímynd sem skapast hefur um hann og hann ýtt undir - að hann sé Davíð að berjast við Golíat. Hyggur á frekari landvinninga Til stórveldis Bransons teljast 20 fyrirtæki: kvik- myndahúsasamsteypa, útvarpsstöð, gosdrykkjafyrir- tæki, fyrirsætuskrifstofa og fjölmörg önnur. Stærsta fyrirtækið í eigu hans er flugfélag sem er með áætlunarflug milli Bretlandseyja og Bandaríkjanna. Flugfélagið er metið á 85 milljaröa. Hann hyggur á enn frekari land- vinninga í viðskiptaheiminum. Hann ætlar sér að skapa stærsta lestafyrirtæki Bretlandseyja. í burðarliðnum er einnig sala á gallabuxum og snyr- tivörum undir merkjum Virgin. Eftir tvö ár áætlar hann að opna stærsta kvikmyndahús á Bretlandseyjum. í því verða 20 salir sem taka fimm þúsund manns í sæti. Keppinautar Bransons segja auðvelt að vanmeta hann en að sama skapi hættulegt. Auðvelt sé að ruglast á hon- um og skólastrák sem er nýbúinn að fremja skammar- strik. Á einu augna- bliki breytist hann hins vegar í staðfast- an kaupsýslumann - sem veit hvað hann vill Branson er tvígift- ur. Seinni kona hans heitir Joan. Þau gift- ust árið 1989 en hafa verið saman í 18 ár. Þau eiga tvö böm, 14 ára stúlku og 18 ára dreng. Stefnir á hnattflug Branson á hvorki meira né minna en heila eyju í Karíba- hafinu. Sú nefnist Neckereyja. Margt frægra manna hefur notið gestrisni hans þar, t.d. Paul McCartney. Branson hefur jafnvel vakið meiri athygli fyrir alþýð- lega framkomu sína og ævintýraþrá en fyrir afrek sín í við- skiptalífinu. Ein- kennisbúningur hans er ekki teinótt jakkaföt og stresstaska úr leðri heldur fráhneppt gallaskyrta, gallabuxur og strigaskór. Hár hans er mikið og flaksandi. Eitt aðaláhugamál hans er loftbelgjasiglingar. Hann hefur reynt að setja fjöl- mörg met og oft komist í hann krappan þá. Hann stefn- ir á að svífa umhverfis jörðina. Hann hefur sig á loft frá Marokkó einhvern tímann á næsta ári. Ekki á Branson langt að sækja ævintýraþrána. Móðir hans var flugfreyja á árdögum far- þegaflugs og lærði meira að segja svifflug þegar fáheyrt var að konur stjómuðu nokkm farartæki. Eftir að Branson og félagi hans nauðlentu á ísi lögðu stöðuvatni í lok flugs yfir Kyrrahafíð lét móðirin hann lofa sér að reyna ekki slík glæfrabrögð á ný. Branson segir' nú frá því, og glottir út í annað, að loforðið hafi hann gefið undir álagi og sé því ekki bundinn af því. Og nú stefnir hann á hnattflug. Sagt hefur verið það sama um Richard Branson og goðsagnakonung- inn gríska, Mídas, að allt sem hann snerti verði að gulli. Fréttaljós á laugardegi Steinullarbíllinn auglýsir Einangrum öll hús, ný sem gömul, meö steinull frá Sauöárkróki. Ullinni er blásið á sinn staö hvort sem er í holrúm, útveggi, þök, innveggi (hljóðeinangrun) eöa ofan á loftplötur. Getum komist aö stöðum sem erfitt er aö komast aö. Ókeypis skoöun - Gerum tilboö JÓN ÞÓRÐARSON Sími 587-9194, bílas. 853-3892, fax 587-9164 Byltingarkenndar niðurstöður rannsókna sem gerðar voru á breskum skólabörnum, hafa leitt í ljós að rétt bætiefni auka einbeitingu og úthald og hafa þar með áhrif á námsgetu. Niðurstöðurnar sem birtust í hinu virta læknatímariti „Lancet", sýndu greinilega fram á að með reglulegri neyslu vítamína jókst námsgeta nemenda til mikilla muna. BARNA VÍT eru bragðgóðar fjölvítamín- og steinefnatöflur fyrir börn og unglinga til að tyggja eða sjúga. Fast í heilsubúðum, apótekum og beilsuhillum matvörubúða eilsuhúsið Kringlunni dr Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐIN! Brauðostur kg/stk. 20% LÆKKUN VERÐ NU: 593 kr. kílóið. VERÐ ÁÐUR: kílóið. ÞU SPARAR 149 kr. á hvert kíló. OSIA-OG SMJÖRSALAN SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.