Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Qupperneq 26
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996
Skíðaiðkun við diskótakta
ur llnulyftum, en slíkar lyftur eru þvers og kruss úti um allt
svo minnir á umferð um alþjóðaflugvöll, enda er notagildið hið
sama. Aöallyftan kemur manni til Idjoch í 2760 m hæð þar sem
maður stendur á landamærunum til Sviss og getur farið það-
an niður í Alp Trida svæðið með löngum og skemmtilegum
skíðabrekkum. Frá Alp Trida getur maður farið til baka til
Samnauns, hinnar tollfrjálsu freistingar, og bakaleiöin er síð-
an toppurinn. Það er falleg, óþjöppuð, ósnert skíðaleið sem
endar í hinum litla bóndabæ Compatsch. Hér er óspillt náttúr-
an í andstöðu við Samnaun, sem með öllum sínum tollfrjálsu
verslunum minnir einna helst á verslunarmiðstöð. Aðalbrekk-
an til Samnaun er frá Palinkopt, hæsta punkti skíðakerfisins.
Þetta er glæsileg ferð en fremur óspennandi skíðalega séð.
Ferðin frá Samnaun aftur til Austurríkis fer i gegnum Idjocli
og hæsta tollhlið Austurríkis. Tollararnir taka stikkprufur og
þeir seku ættu ekki að reyna að stinga af, því tollararnir eru
framúrskarandi skíðamenn.
Lyfturnar upp til Hölltal-svæðisins eru aðgöngumiði að
fjölda mismunandi erfiðum brekkum. Neðstu brekkurnar eru
léttar en þær efri eru erfiðari. í dalnum eru einnig fallegar
brekkur utan brautar. Þetta gengur allt áfram eins og umferð
á vel skipulögðu neti þó svo að enn þurfi fólk að þola bið á
álagstímum. Séstaklega er ferðin niður til Ischgl á lokunaríma
mikill flöskuháls. Besta ráðið er að fara snemma á fætur og
vera tilbúin þegar lyftumar em opnaðar. Einnig er gott að gefa
sér tíma tU að skoða kort af skíðabrekkunum og taka prufu-
ferðir á fyrsta degi því með þekkingu má komast fram hjá
helstu vandamálunum. Allt hægt ef maður prófar sig áfram.
Frábært næturlíf
Þegar skíðaiðkun er lokið þá er Ischgl frábær, eða svo segja
Danir. Á skemmtanasviðinu er Ischgl ein líflegasti staður
Alpanna, strax við lok skíðadags og eins þegar nóttin skellur
á. Þegar lyftunum er lokað er Ischgl á fullum dampi fram á
morgun. Hjá mörgum byrjar dagurinn á bamum fyrir utan
Hotel Elisabeth og þar á eftir er Trophana- Alm staðurinn ef
maður er fyrir mikil tilþrif með dansi á borðum, háværri tón-
list og sterkum drykkjum í stríðum straumum. Seinna er
Tenne vinsæll staður en Niki’s Stadl og Kitzloch eru réttu stað-
irnir fyrir dæmigerðan austurrískan endi á skíðadegi.
Thommy bar er staðurinn fyrir skíðaiðkendur sem vilja njóta
drykkjar í rólegheitum en Madlane Wunderbar uppfyllir allt
aðrar þarfir. Þetta er heitasta nafn bæjarins með alls konar
uppákomum, þar á meðal nektardansi.
Með hinni nýklassísku blöndu af skíðaiðkun, öruggum snjó,
sjarma Alpanna og öflugu næturlífi er ekki að sjá að danskir
skíðaikendur muni láta af hollustu sinni við Ischgl. Aðalhöfuð-
staðurinn er í Kaupmannahöfn en skíðahöfuðstaðurinn er í
Tíról. Byggt á JyUands-Posten
-ggá
Brekkubolar, drykkjurútar og fölsk öryggiskennd
- hvernig draga má úr slysahættu í skíðaferðinni
Þegar minnst er á skíðaferðir
dettur mörgum í hug heilbrigð fjöl-
skylduskemmtun, Alpakofar, arin-
eldur og rómantík. En skíðaíþróttin
er langt frá því að vera hættulaus
eins og margir þeir þekkja sem hafa
komið haltrandi heim á gifsi úr
skíðafríinu. Og það eru þeir heppnu
því allir skíðastaðir verða næstum
daglega fyrir þvi að þar slasast fólk
- og oft mjög alvarlega.
Margar ástæður fyrir
slysum
Það eru margar samverkandi
ástæður fyrir því að slys verða í
skíðabrekkunum. Brekkurnar eru
oft yfirfullar af fólki, mikið er um
grjót og harðfenni undir þunnu
snjólagi, skíðamenn fara hraðar en
geta þeirra leyfir, margir eiga til að
leggja ölvaðir í brekkurnar, búnað-
ur er það glæsilegur að hann gefur
falska öryggiskennd, skyndilegar
veðrabreytingar og siðast en ekki
síst hrein og klár þrjóska skíða-
manna. Allt eru þetta áhættuþættir
sem eru stórhættulegir þegar þeir
fara saman.
Bandarískir skíðastaðir, sem
mega eiga von á málsókn við
minnsta tilefni, hafa verið framar-
lega í flokki við að setja reglur sem
miða að því að draga úr hættu. Og
undanfarin ár hafa evrópskir skíða-
staðir óðum verið að feta í fótspor
þeirra. Sumir hinna bandarísku
staða takmarka þann fjölda sem má
vera i brekkunum, þegar hámarks-
fjölda er náð er hætt að hleypa inn.
Austurrískir skíðastaðir hafa und-
anfarin ár verið að taka upp
sömu reglur. í Bandaríkjun-
um eru sömuleiðis sérstakar
brekkur, ætlaðar byrjendum,
þar sem stór skilti flagga
SLOW framan í skíðamenn og
þeim sem bruna hraðar en
ætlast er til er vinsamlegast
bent á aðrar brekkur. Þeir
sem ekki una hraðatakmörk-
unum mega eiga von á því að
lyftukortin séu tekin af þeim
og við þeim geta jafnvel blasað
fangelsisdómar. Því geta þeir
óvönu unað þar sælir við sitt
án þess að eiga von á að ein-
hver bruni þá niður. Svipuð
tilraun var gerð í Zermatt í
Sviss fyrir nokkrum árum
þegar komið var á fót eins
konar „skíðalögreglu" en sú
tilraun rann þó fljótlega út í
sandinn. Einnig hafa margir
skíðastaðir verið að hvetja
gesti sína til að nota hjálma
eins og börn nota nú þegar í æ
meira mæli.
Getur gerst hratt
Önnur hugmynd sem komið
hefur fram er að takmarka það
magn áfengis sem gestir mega
drekka með hádegismat ætli þeir
sér að skella sér aftur í brekkurnar
eftir hádegi. Að vera undir áhrifum
á skíðum getur nefnilega haft ná-
kvæmlega sömu hræðilegu afleið-
ingarnar og að aka drukkinn.
Einnig er bráðnauðsynlegt að huga
að veðri. Ef það frystir skyndilega
eftir þíðutímabil geta orðið til
dauðagildrur fyrir óvarkára og
óvana skíðamenn, þ.e. þegar
skíðin rekast á grjót sem er
hulið undir þunnu snjólaginu.
Að missa stjómina og lenda á
grjóti getur gerst jafn snögg-
lega og auðveldlega og að
missa t.d. sijóm á mótorhjóli
og er alveg jafn lífshættulegt.
Hinn nýtiskulegi skíðabúnað-
ur er svo góður að skíðamenn
geta auðveldlega fyllst ofmætti
yfir getu sinni. Margir svífa
yfir hæðir og hóla án þess að
átta sig á að fyrir neðan þá
kúrir grandalaus skíðamaður
sem ekki á von á neinni hættu
ofan frá.
Skíðamenn verða að gæta
sín vel áður en stokkið er og á
það ekki síst við ofurhuga á
snjóbrettum sem með teygjum
sinum og snúningum geta
hrætt svo líftóruna úr óvanari
skíðamönnum að þeir missi al-
gjörlega stjórnina. Slíkir snjó-
listamenn hafa einnig þá til-
hneigingu að stökkva ofan af
klettum og lenda rétt við hlið-
ina á öðrum skíðamönnum
þannig missi þeir sfjórnina á
slíkum hraða er við öllu að bú-
ast, enda er mun erfiðara að hafa
stjórn á og stansa skyndilega á snjó-
brettum en skíöum. Fyrir nokkrun
ámm var gerð könnun meðal stjórn-
enda stærstu skíðasvæða heims þar
sem kom fram þó nokkur vilji fyrir
því að hafa skíði og snjóbretti að-
skilin í brekkunum.
Ýmislegt hægt að gera
Skíðamennska mun alltaf vera
skemmtileg og hún mun alltaf vera
hættuleg. En það er hægt að gripa
til ákveðinna ráðstafana til aö draga
áhættuþáttum. T.d. er hægt að
seinka hádegismat fram yfir kl.
14.00 en milli kl. 12.00 og 14.30 em
brekkurnar fámennastar. Einnig er
ráðlegt að líta upp eftir brekkunni
áður en lagt er af stað til að tryggja
að ekki sé einhver dýróður og ef til
vill hættulegur brekkuboli á bak við
mann. í þriðja lagi á alltaf að gera
ráð fyrir því að engum sé treystandi
í brekkunum og að lokum er best að
sleppa „síðustu ferðinni" þegar
menn finna aö þeir em farnir að
þreytast því tölur sýna að þá gerast
slýsin helst.
En ekki dugir að láta hræða sig of
mikið því þrátt fyrir slysahættu er
fátt skemmtilegra en góð skíðaferð.
Góða ferð en farið varlega!
Byggt á Condé Nast Traveller
-ggá
Skíöaíþróttin er skemmtileg íþrótt - en getur verið
hættuleg.
- Danir eru hrifnastir af Ischgl í Austurríki
Danir völdu Ischgl sem sinn uppáhaldsskíðastað og í ljósi
áralangrar hollustu Dana við Austurríki sem áfangastað, bæði
sumar og vetur, getur það varla komið á óvart aö þrír austur-
rískir staðir eru á öllum vinningslistum í lesendakönnuninni.
Ischgl í Paznaundalnurh í Tíról er kannski minnst „austur-
rískastur" af öllum þarlendum skíðastöðum en líklega sá lang-
best búni, enda er þar allt nýtt. Danimir, kannski líkt og við
íslendingar, voru með það á hreinu að þeir vilja frekar standa
á skíðum við diskótakta en dæmigerða tíróltakta. Og Ischgl er
einmitt svarið við þeim þörfum.
„Mekka skíðapílagrímsins"
Hér hafa austurrískir skíðaskipuleggjendur spunnið saman
hefðina og nútímann og er Ischgl úthugsað austurrískt mótspil
við frönsku skíðasvæðin. Bærinn er gamall en hönnun skíða-
brekknanna og allur annar aðbúnaður er nýr. T.d. var þar
enga lyftu að finna fyrir 25 árum. í dag er Ischgl aftur á móti
með nútímalegustu og best útfærðu skíðasvæðunum og keppir
við St. Anton um hinn virðulega titil „Mekka skíðapíla-
grímsins".
Ischgl er hin hreina vara. Hér hafa skipuleggjendur
kunnað að móta bæ í hefðbundum stíl í samræmi við kröf-
ur nútíma skíðaiðkandans. Það sem er óvenjulegt við
Ischgl er að iðkunin fer um 90% fram í yfír 2800 metra
hæð og sjást brekkurnar ekki frá bænum. Slík hæð er
óvenjuleg í Austurríki en algeng í Frakklandi. Sumir
segja hinn fullkomna skíðabæ ekki vera til. En Ischgl
kemst nálægt því, enda á svæðið næstum aldrei í vand-
ræðum vegna snjóleysis og vegna staðsetningar hans er
fljótlegt að renna sér yfír landamærin til Sviss og nýta sér
hið tollfrjálsa Samnaun í Sviss. Sumir segja að Ischgl sé
eins konar Öskubuska skíðasvæðanna enda var staðurinn
lengi út undan og fékk litla umfjöllun miðað við þá staði
sem hafa fest stjömur sínar á hinum austurríska skíða-
himni, staðir á borð við St. Anton, Kitzbuhel, Lech og
Zurs. Fáir kunnu að meta staðinn en danskir skíðaiðkend-
ur og ferðamálafrömuðir komust á bragðið og líkaði vel.
Hin fullkomna skíðavika að mati Dananna var skíðaiðkun
blönduð afslöppun og fjöri, en slíkt kostar sitt. Þess vegna
gildir að fá sem mest út úr slíku fríi og þar sannaði Ischgl
sig.
Fullt af Norðurlandabúum
Norðurlandabúar era mjög hrifnir af staðnum og frétta-
ritari The Good Skiing Guide kvartaði undan því að torg-
ið væri bókstaflega hernumið af Skandinövum milli kl. 13
og 18. Og Where to Ski skrifar: „Bænum er stjórnað af
Skandinövum. Hvort það er gott eða slæmt fer eftir per-
sónulegri afstöðu."
„Ischgl er glæsilegur gæðastaður án þess þó að rembast
of mikið enda er vika þar afslappandi," segja Danimir.
Þar er ekki mikið um mjög erfiðar brekkur en staðurinn
er heldur ekki ætlaður byrjendum þannig að mest er um
meðalerfiðar brekkur og fer skíðaiðkunin aðalega fram í
2300-2800 m.
Vígalegir tollþjónar
Best er að hefja skíðaferðimar frá Idalp eða
Pardatschgrat. Þangað kemst maður með einum af þrem-
Viö teljum Dani ekki vera mikla skíðamenn en þar vööum viö í villu og
svima þar sem yfir 400 þúsund Danir fara í skíðafrí á hverju ári.